Vikan


Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 16

Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 16
BALLETT Helena Jóhannsdóttir ballettdansari: •• EFTIR HOFÐINU DANSA UMIRNIR ■ íslenski listdansflokkurinn er sérstakur. Gagnrýnin sem hann fœr er mismunandi eins og dœmin hér á síðunum sýna. Tilvist hans auðgar listalíf þjóðarinnar og starfseminni ber að hlúa að. Þótt stundum vilji ó móti blósa lóta dansararnir engan bilbug ó sér finna. Þeir vita að það stoðar ekki að bíða eftir að einhver öskubuskuamma komi og segi „bibbidí-bobbidí-bú". Það kostar þrotlausa vinnu að lóta drauminn rœtast með hugsjónina eina að leiðarljósi. VIÐTAL: ÞORGERÐUR RAGNARSDÓTTIR MVNDIR: ANNE METTE MANNICHE íslenski dansflokkurinn hefur ver- ið nokkuð í fréttum á undanförnum mánuðum vegna ferðar til Norður- landa, listdansstjóraskipta og kaupa á Dansstúdíói Sóleyjar. í framhaldi af þeim fréttaflutningi er ástæða til að staldra við og fræðast um stöðu listgreinarinnar í landinu. Helena Jóhannsdóttir, sem hefur dansað með flokknum í átta ár, var fús til að veita upplýsingar um málið. Við hitt- umst í Þjóðleikhúsinu einn morgun- inn fyrir æfingu. Eftir að hafa sótt kaffi í kjallarann köstuðum við af okkur treflum og frökkum og kom- um okkur fyrir í litlu hliðarherbergi. Málefni listdansins á íslandi voru reifuð fram og aftur, hvers vegna við þyrftum hann, árangur af starfi flokksins, samkeppni og verkefni. Helenu fórust svo orð: Ja, hvers vegna ballett á íslandi? Þetta er náttúrlega spurningin um listir yfirleitt. Til hvers þurfum við bækur, leikhús, óperu, dans? Allir hafa þörf fyrir að tjá sig á ein- hvern hátt; tala, syngja eða hreyfa sig. Sem atvinnugrein kom listdansinn hingað síð- astur og hefúr löngum verið svolítið van- ræktur. í rauninni er kraftaverk að við skulum yfirleitt vera til sem dansflokkur en vandamálin eru að miklu leyti þau sömu nú og í upphafi. Eftir sextán ár erum við enn að festa rætur. Við erum jafnmarg- ar nú og í byrjun og sýningunum hefúr ekki fjölgað. Það eru tíu stöður fyrir dans- ara og mjög erfitt að fá að taka inn auka- fólk. Stundum veldur það erflðleikum að engir karldansarar eru í flokknum. Launin eru líka lág. Samningarnir okkar miðast við samninga leikara og henta vinnuhögum dansara illa. Það er ákveðið fastakaup fyrir allar æfingar, ekkert aukalega fyrir álags- tíma. Sýningarnar eru betur borgaðar en þær eru fáar hjá okkur. Við þyrftum helst að fá sér samninga sniðna fyrir okkur en öll umræða um það er enn á ffumstigi. Árangur flnnst mér best koma í Ijós þeg- ar einhver úr flokknum hefúr spreytt sig á inntökuprófl erlendis og staðið sig vel. Það sýnir að við eigum hæft fólk og getum haldið okkur við þrátt fyrir þessar erflðu aðstæður. Stundum hefur dönsurum héð- an verið boðið til annarra landa og fengið góða dóma. Þetta segir sína sögu. Árangur er það líka þegar sýningar ganga vel, þegar okkur finnst við hafa náð þeim markmið- um með sýningunni sem sett voru í upp- hafl. Samkeppni er nauðsynlegur þáttur í starfl. Við erum fáar og höfúm starfað sam- an í áraraðir. Spennan dofnar á milli okkar með árunum. Margir útlendingar eru hissa á hve afslappaður andinn hjá okkur er. Ég held að það sé eðlilegt í svo litlum hópi sem vinnur svona mikið sáman eins og við gerum. í staðinn fyrir að vera eilíflega að keppa við aðra verðum við að keppa við okkur sjálf. Það þýðir samt ekki að slakað sé á kröfunum. Þess vegna er svo mikil- vægt fýrir okkur að fá nýtt fólk inn og gesti erlendis frá. Það er mjög lærdómsríkt, finnst mér, þegar erlendir flokkar eins og „London City Ballet" koma. Það gefur gust og hristir upp í mannskapnum. Sumir mjög efnilegir danshöfundar sýna okkur áhuga og vilja koma hingað. Þeim finnst svo merkilegt að hér skuli vera til atvinnu- dansflokkur. Það er synd hve fá tækifæri við höfum til að taka á móti svona fólki. Þar spila peningaleysi og skipulagsvand- ræði inn í. Svona fólk er oft bókað langt ffarn í tímann. Við erum gjörsamlega háð- ar Þjóðleikhúsinu með fé. Framlag okkar frá fjármálaráðuneytinu gengur beint inn í sjóði Þjóðleikhússins og þaðan er okkur svo skammtað. Að þessu leyti er bagalegt að vera undir leikhúsi. Fyrir þessar örfáu sýningar á ári æfum við mjög mikið. Þá er allt lagt undir. Þegar sýningin er yfirstaðin blasir tilbreytingar- leysið við. Stundum hillir ekki einu sinni undir ný verkefni. Það er mjög erfitt að þurfa að hægja á sér eftir að vera komin í toppform. í stóru dansflokkunum erlendis eru sýningar oft í viku. Ég vildi óska að við hefðum það þannig hér líka. Dauðu tíma- bilin hér eru afleit. Sjáðu til, leikarar geta horfið burt í marga mánuði en komið hressir og aldrei betri til baka. Það myndi aldrei ganga hjá okkur. Við erum búnar að vera ef við höldum okkur ekki við. Við verðum alltaf að vera tilbúnar að takast á við verkefni með litlum fýrirvara. Við megum ekki slaka á. íslenski listda?isflokkuri7m (Der? is- landske Nationalballet) — það bljómar mikilfenglega. En í raun er um að ræða lítinn og löðurmannlegan jlokk. ..Konung- lega leikhúsið hlýtur að hafa mikilvœgari verkefnum að miðla, nú þegar ákveðið hefur verið að opna húsið fyrir gestasýn- ingaryfir sumartímann. (Pýtt úr Politiken. Hetirik Lundgren; 17. ág. '89) — Dansflokkurinn fór í haust með dans- verk Hlífar Svavarsdóttur til Norðurland- anna, meðal annars eitt verðlaunaverk. Sýningin fékk æði misjafna dóma, sérstak- lega í Danmörku. Hvaða áhrif hafði þetta á ykkur? Það er gott að fá góða og slæma dóma. Við viljum náttúrlega helst fá uppbyggi- lega gagnrýni, skrifaða af þekkingu og miðaða við okkar aðstæður. Danir eru mjög stoltir af sínum dönsurum og þeir mega vera það. Þeir vilja helst ekki sjá neitt annað. Okkur fannst annars frábært 16 VIKAN 1, TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.