Vikan


Vikan - 11.01.1990, Síða 23

Vikan - 11.01.1990, Síða 23
VIKAM I ROM JÓLAC5ETRAUMm •........ ‘ Borðhald þessa ungabams er ekki gæfu- legt. Mörg bamanna þama hafa flæking- amir keypt í Júgóslavíu. Það þykir ekki tiltökumál að böm sötri bjór, hvað þá að foreldrar kyngi sterkum drykkjum fyrir framan afkvæmin. vagnarnir eru vel loftræstir, það gera gluf- ur og ónýt samskeyti. Stuttu síðar gjörðist sá atburður í bæn- um að maður nokkur, sem flakkarabörn rændu, brást illa við, greip í hnakkadramb barnanna og fór með þau á næstu lög- reglustöð. Þar „brotnuðu börnin niður“ og sögðu sögu sína. Þau voru ekki afkvæmi foreldra sinna heldur börn sem flakkararn- ir kaupa af fátæku bændafólki í Júgóslavíu. Eina skólagangan sem þau fá er kennsla í betli og þjófnaði. Sögðust þau vera barin mikið og illa af fósturforeldrum sínum ef þau kæmu ekki heim með að minnsta kosti hundrað þúsund lírur eftir daginn. Börnin eru yfirleitt þrjú saman, það stærsta heldur á pappastykki sem það legg- ur lárétt upp við fórnarlambið og á meðan barnið volar „vegna kærleika guðs á öllu mannkyni, gefðu mér hundrað lírur til að borða fyrir, mamma mín er á spítala og pabbi minn er dáinn“, þá starfa hendur hinna barnanna í skjóli pappaspjaldsins í vösum og veski viðkomandi. Hugmyndin á bak við pappann er ennfremur sú að á hann á að vera skrifaður langur texti sem heldur athygli hins rænda á meðan hann er rændur, en vegna skorts á menntafólki er spjaldið yfirleitt autt. Þetta varð til þess að um fjörutíu konur úr kampinum undir Marconibrúnni voru handteknar og fengu húsaskjól hjá ítölsk- um yfirvöldum í um mánaðartíma. Mansal og þjófnaðir brjóta í bága við ítölsk lög. Litli ljóshærði geðveili drengurinn var þá svona ólíkur höfðingjanum föður sínum og móðurinni, báðum dökkum yfirlitum, vegna þess að hann var ekki skyldur þeim heldur eitt þessara keyptu barna. Á endanum var ekkert gert í málinu. Konurnar sneru aftur heim undir brúna. Það komu aldrei kamrar, vatnslagnir eða raflínur í kampinn því sorphrúgurnar voru ekki fjarlægðar heldur stækkuðu og þrosk- uðust. Þremur mánuðum síðar gáfust borgaryfirvöld upp og ráku flakkarana burtu. Síðan komu jarðýtur og vörubílar og síðast var fljótsbakkinn girtur af. En Róm er enn full af þessu förufófld. Konurnar sitja á götunum og betla með ungbarn í kjöltunni, rólfæru börnin vinna við þjófnað og betl. Mennirnir sitja heima og bíða eftir þjónustu. Blessuð börnin, verður fólki á að hugsa, skítug, fátæk, ömurlega fýrir þeim komið. Eða konurnar, neyðast til að sitja á kaldri götunni og höfða til samúðar annarra. Þetta er rangt. ítölsk yfirvöld hafa gert meira fyrir þetta fólk en sitt eigið. Eða r.s. reynt að gera það. Kennarar hafa verið sendir í búðirnar til barnanna því ein- hvern veginn var ekki hægt að ætlast til að þau gengju í venjulega skóla. En nemend- urnir voru aldrei viðlátnir. Karlmönnun- um hefur verið boðin vinna en af fjöl- mörgum orsökum gátu þeir ekki stundað hana. Samt aka þeir allir á BMW, sjaldgæfiri bílategund hér í plássi. Konurnar kaupa aðeins það besta og dýrasta í matinn og það veit ég þannig að ég verslaði í sama kaufifélagi og þær. Því hætti ég sökum þess að allar myndirnar, sem ljósmyndadreng- urinn lofaði, létu aldrei sjá sig og þegar hótanir höfðu verið ítrekaðar dáldið við mig áleit ég heppilegra af heilsufarsástæð- um að skipta um kaufifélag. Nokkru síðar fluttum við og njótum nú þeirra forréttinda að búa í næsta nágrenni við alvörusígauna. Innfæddir nötra í brók- inni af ótta við þetta fólk. Það er óþarfi, svo lengi sem maður gerir ekkert á hluta þess, því það er mikill munur á flökkufólk- inu og sígaunum. Flökkufólkið má þekkja á druslunum sem konur og börn ganga í, á skítnum sem á sér langa sögu að baki og blindir menn geta vinsað það úr á lyktinni. Sígaunarnir eru fallega klæddir, konurnar allar í síðum, litskrúðugum kjólum eins og í bókunum, hárið greitt og þau eru hrein. Sígauni betl- ar aldrei. Konurnar bjóðast til að spá fyrir manni gegn hæfilegri þóknun og mennirn- ir vinna. Þeir eru með hrossarækt hérna handan hraðbrautarinnar og stunda útlán. Á peningum, ekki hrossum. Og þeir aka ekki á BMW. Þeir aka á alls kyns, nema höfðinginn. Hann á eina Rolls Royceinn sem hefur ekið í gegnum þetta hverfi. □ 50 plötur til vinningshafa Þátttaka yngri lesenda Vikunnar í jóla- getrauninni var mjög góð og kann blaðið þeim bestu þakkir fyrir áhugann. Fimm- tíu verðlaun voru veitt fyrir réttar úr- lausnir og voru það hljómplötur firá Steinum hf. Voru þær sendar vinnings- höfum fyrir jól. Rétt svör voru: 1. Egypta- land, 2. Indland, 3. Mexíkó, 4. Grænland, 5. Sviss, 6. Kína, 7. Spánn og 8. Noregur. • Halldóra Jóhanna Arnarsdóttir, Fjarðar- stræti 55, ísafirði. • Gígja Símonardóttir, Hjarðarholti 6, Akranesi. • Hanna Karlsdóttir, Heiðarbraut, Húsavík. • Kristín H. Andrés- dóttir, Hlégerði 12, Kópavogi. • Linda Stef- ánsdóttir, Mýrarholti 6a, Ólafsvík. • Anný H. Bjarnadóttir, Brekkutanga 38, Mosfellsbæ. • Þorbjörg og Árni Gunnarsbörn, Brúarholti 2, Ólafsvík. • Helgi Hrafn Reimarsson, Heið- vangi 24, Hafharfirði. • Halldóra Sverrisdótt- ir, Oddeyrargötu 120, Akureyri. • Víðir Sig- urðsson, Blöndubakka 5, Reykjavík. • Þórar- inn Hlynur Arnarson, Nestúni 21, Hellu. • Ey- þór Rúnar Þórarinsson, Bæ 1, Hrútafirði. • Erla og Eydís Jónsdætur, Kvíabala 4, Drangs- nesi. • Elísabet G. Foss, Pósthússtræti 13, Reykjavík. • Guðrún Þorsteinsdóttir, Spóa- rima 6, Selfossi. • Kristjána Magnúsdóttir, Fjarðarseli 4, Reykjavík. • Viktoría Karlsdótt- ir, Miðgarði 7, Neskaupstað. • Helga Birna Stefánsdóttir, Austurströnd 8, Seltjarnarnesi. • Kristín Viggósdóttir, Aðalstræti 7, Patreks- firði. • Daníel Wiliiamsson, Garðsenda 9, Reykjavík. • Ingibjörg Ólafsdóttir, Sundstræti 37, ísafirði. • Sigríður Ósk Jónsdóttir, Gren- igrund 13, Akranesi. • Pétur H. Kristjánsson, Langahlíð 8, Akureyri. • Ómar Freyr Sigur- bjömsson, Suðurgötu 28, Akranesi. • Petra Vilhjálmsdóttir, Miðvangi 12, Hafharfirði. • Daníel Gestur Tryggvason, Gerðavöllum 9, Grindavík. • Sigurður G. Gíslason, Heiðar- hrauni 52, Grindavík. • íris Linda Árnadóttir, Auðarstræti 9, Reykjavík. • Bjarney Sigurðar- dóttir, Sólheimum, Króksfjarðarnesi. • Guð- laugur Eyjólfsson, Suðurvör 11, Grindavík. • Anna R. Halldórsdóttir, Lyngbrekku 13, Kóp- avogi. • EUert Hlöðversson, Háteigi 9, Kefl- avík. • Eiður Fannar Erlendsson, Heiðarbraut 9, Sandgerði. • Guðmundur Pálsson, Sæbóli 18, Grundarfirði. • Ragnheiður I. Ragnars- dóttir, Traðarstíg 4, Bolungarvík. • Hanna Regína Jónsdóttir, Yrsufelli 15, Reykjavík. • Valdís Þorsteinsdóttir, Brekkugötu 1, Hrísey. • Margrét B. Jónsdóttir, Seljalandsvegi 36, ísafirði. • Laufey S. Þormóðsdóttir, Borgarg- erði 6, Reykjavík. • Guðlaug S. Ragnarsdóttir, Kveldúlfsgötu 20, Borgarnesi. • Ýmir og Orri Finnbogasynir, Öldugötu 51, Reykjavík. • Ósk Ásgeirsdóttir, Akurgerði 1, Kópaskeri. • Björg Eyþórsdóttir, Hörgshlíð 4, Reykjavík. • Ásbjörg Magnúsdóttir, Klausturhvammi 12, Hafnarfirði. • Birgir Jónsson, Ásvegi 28, Breiðdalsvík. • Jóhanna Kolbeinsdóttir, Skarðshlíð 28d, Akureyri. • Ólafur Páll Ein- arsson, Furuhjalla 9, Kópavogi. • Fríða Hrönn Halldórsdóttir, Túngötu 25, Vestmannaeyj- um. • Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Álakvísl 40, Reykjavík. • Elísabet Arnardóttir, Skag- firðingabraut 35, Sauðárkróki. l.TBL.1990 VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.