Vikan


Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 26

Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 26
Var hægt að treysta Englend ingnum? átti í mesta basli með að skilja Danina (og lái henni það hver sem vill). Bertha hefur undanfarið starfað hjá Premier-skrifctofunni í London sem rekin er af íslenskri stúlku, Hugrúnu Ragnars- dóttur og manni hennar, Chris Owen. Bertha segir Premier vera bestu skrifstof- una sem hún hafl unnið fyrir og það verð- ur mikið að gera hjá henni þegar hún kem- ur til baka til London í byrjun janúar. Hún er 182 sm á hæð og 60 kíló „eins og er“. Bertha var nefhilega send heim með þá skipun að ofan að grenna sig um þrjú kíló „og það á jólunum". Hvernig ætlar hún að fara að því? „Ég fasta í tvo til þrjá daga, drekk vatn og borða soðið grænmeti. Ann- ars verður maður að fara varlega. Ég fór í megrun fyrir nokkrum mánuðum og borð- aði þá bara eina máltíð á dag og var orðin alvarlega slöpp.“ Það skemmtilegasta við starfið segir Bertha vera tökurnar sjálfar, hún hefúr t.d. verið mynduð á hestbaki og naut þeirrar töku út í æsar. Það leiðinlegasta er svokall- að „go-see“ en þá þramma stúlkurnar milli tilvonandi viðskiptavina með möppurnar sínar. „Ég þekki orðið London eins og lóf- ann á mér því ég hef farið upp í tólf „go- sees“ á dag og það er tólf tíma törn. En þegar maður er svo ráðinn er kaupið ágætt, um 150 pund á dag. Að vísu borga toppblöð á borð við Vogue ekki módelun- um. Það eitt að komast í Vogue er talin næg umbun. Það er alltaf gott að koma heirn," segir Bertha, „en synd þegar gömlu vinirnir vilja ekki heifsa manni og halda að ég sé orðin montin eða eitthvað. Ég er stór og geng bein í baki, en ég er ennþá sama stelpan og ég var. Ég er að vísu ekki eins feimin og ég var því auðvitað hafa þessi ár gefið mér mikið. Ég var að vísu að því komin að gef- ast upp á þessu lífi þegar ég hitti Huggy því ég hafði ekki reiknað með þessari gíf- urlegu samkeppni úti. Huggy hefur tekið flestar myndirnar af mér og við erum líka orðnar ágætis vinkonur. Það gefúr mér byr undir vængina að hún og Chris skuli trúa svona á mig. Ég stefni hátt og stefni að því að vinna með góðum ljósmyndurum. Svo er bara að vera hörð, grönn og töff og beita höfðinu. Þær eru engin sérstök gáfnaljós, sumar stelpurnar í þessu fagi, ein amerísk stelpa spurði mig hvort við Iifðum á mörgæsum! Ég fer til Los Angeles í febrúar að vinna hjá stofu sem heitir It og er það vegna samvinnu It við Premier. Ég hlakka rosa- lega til að upplifa Kaliforníu og mér finnst þetta líf og öll ferðalögin miklu meira fræðandi en að vera í skóla. Ég hef lært mikið á því að hafa mömmu ekki alltaf til taks til að bjarga málunum. Nú þarf ég að treysta á sjálfa mig.“ 26 VIKAN l.TBL. 1990 egar Carleton Bridges frá gagn- njósnastofhuninni „Löngutöng" sat gegnt Smythe Wilson á litlum veitingastað var hann þegar ó- meðvitað byrjaður á rannsóknum sínum. Fyrst reyndi hann að gera sér grein fyrir Englendingnum en hann virtist á margan hátt utan þess ramma sem maður ímynd- aði sér venjulega um Englending. Til dæm- is var hann ekki sérlega látlaus í klæða- burði og maður tók strax eftir glampandi demantshring á vísifingri hægri handar og stórum signethring á litla fingri vinstri handar. Hann var hátalaður og lagði mikla áherslu á aukaatriði sem aðrir hefðu gjarna yppt öxlum yfir. Það var greinilegt að hann naut þess að vekja athygli. Samtal þeirra á veitingahúsinu snerist vissulega ekki um mjög merkilega hluti en Bridges hafði fengið það verkefni að ganga úr skugga um hvort þessum Englendingi væri treystandi. Hann var því vel á verði gagnvart hverju smáatriði meðan á skrafi þeirra stóð. - Ég hef þá hugmynd að það sé einkum vegna knattspyrnunnar sem þið Banda- ríkjamenn eruð ekki algerlega úrkynjaðir, staðhæfði Smythe Wilson ákveðið meðan hann skar buffið niður í litla, jafnstóra ferhyrninga. - Fyrir okkur Englendinga hefur krikket sömu þýðingu en ég held að sú íþróttagrein sé orðin fremur stöðnuð og knattspyrnan sé fullt eins áhrifamikil. Hann saup á ísvatninu og Bridges notaði þögnina til þess að koma með athuga- semd: — Hafið þér séð knattspyrnu hér í Bandaríkjunum? — Því miður hef ég ekki haft tíma til þess ennþá. Eins og þér vitið er þetta í fyrsta skipti sem ég er hér. En engu að síð- ur hef ég alla tíð fylgst með íþróttafféttum New York Times og iðulega séð knatt- spyrnu ykkar í sjónvarpi. Það hefur rennt stoðum undir þessa hugmynd mína. Það er sannarlega heillandi að sjá ykkur Amer- íkanana leika knattspyrnu... Smythe Wilson veifaði gafflinum fjálg- lega og það glampaði á demantinn á vísi- fingri. Meðan máltíðin stóð yfir hélt maðurinn áfram umræðum sínum og hrósi um amer- íska knattspyrnu. Bridges var að lokum sannfærður um að þetta umræðuefhi væri þýðingarmikið fyrir Smythe Wilson. Þolin- móður hlustaði hann á hugmyndir manns- ins og bollaleggingar, án þess svo mikið sem reyna að mæla honum í mót. Þvert á móti lét hann í ljósi von um, þegar hann loksins komst að, að þeir gætu bráðlega farið saman á knattspyrnuleik. - Það hefur glatt mig mikið að kynnast yður, sagði Bridges þegar þeir kvöddust. — Ég ætla að hlutast til um að við hitt- umst fljótlega aftur. Ég hef lært mikið af félagsskap yðar í dag. Og þar talaði Bridges af heilum hug. Hálfri klukkustund síðar, þegar hann sat fyrir ffaman forstjóra. „Löngutangar" á skrifctofu hans, staðhæfði hann án þess að vera í minnsta vafa að „þessi maður er ekki fremur Englendingur en ég“! Hvernig gat hann verið viss um það? nfva i Quaa anSuaj is/s/d saEpug uojajuvj uuunQmunjSauSojtUíCai jvS Qtaj utn qi -ujvast iqvjou uuvq avSac]Sq tpuaq uSaoq t uutjvffvS Qatu Sts i (JcJn uvqis vcj juij So vSuiuut&paf vjjtj t mQtu Qtffnq Qtuoqs ta.ipjv tQfaq mSutpuajSug nisnv'j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.