Vikan


Vikan - 11.01.1990, Síða 52

Vikan - 11.01.1990, Síða 52
Myndin sem prýðir nýjasta dagatal Mazda, en það er prentað í milljónum eintaka og dreifist um allan heim. Magnús Hjörleifsson vinnur öðru sinni í Ijósmyndasamkeppni Mazda TEXTI: ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON Það er ekki amalegt að fó greiddar hátt í 200 þúsund krónur fýrir eina einustu ljósmynd. En það er einmitt sá glaðningur sem Ijósmyndarinn okkar, hann Magnús Hjörleifsson, fáer á næstu dögum fyrir ljósmynd sem hann sendi í samkeppni sem bifreiða- verksmiðjurnar Mazda efndu til. Myndin er ein af tólf myndum sem prýða nýjasta dagatal fyrirtækisins. Þetta er í annað skipti sem Magnús sendir Mazda ljósmynd. Fyrri myndin vann einnig til hárra peningaverðlauna, en það var árið 1985. Þátttakan er jafnan mik- il í þessari samkeppni enda verðlaunin vegleg. Dómnefndin valdi úr nær átta þús- und ljósmyndum, sem borist höfðu frá rúmlega sextíu þjóðlöndum þar sem bif- reiðarnar frá Mazda eru seldar. Auk þess sem verðlaunamyndirnar eru á dagatali Mazda hefur fyrirtækið keypt auglýsingasíður í hinum virtu tímaritum Newsweek og National Geographic þar sem verðlaunamyndirnar birtast. Eftir- sóknarverður heiður fyrir ljósmyndara. Myndina sem vann til verðlauna tók Magnús í slagviðri á Reykjanesi. Ekki bein- línis heppilegasta veðrið til ljósmynda- töku, en Magnús segist aldrei bíða eftir góðu veðri þegar vinna þarf úti við. „Þá glötuðust hæglega margar vinnuvikur," segir Magnús, en hann starfar að ljósmynd- un sem sjálfstæður verktaki. Hefur einna mest unnið fyrir tímarit SAM-útgáfunnar; Vikuna, Samúel og Hús & híbýli. Meðferðis í ljósmyndatökuna hafði Magnús sjö metra langa slæðu sem rokið tók vel í meðan á myndatökunni stóð. Fyrirsætan litla heitir Silja og er dóttir Magnúsar. Hún var einnig á fyrri verð- launamynd Magnúsar og þá ásamt Ara bróður sínum. Til hamingju með árangurinn, Magnús. Verðlaunamyndin sem Magnús átti á dagataii Mazda 1985. UÓ5MYHDUM SIGURSÆLL UÓSMYNDARI 50 VIKAN l.TBL. 1990

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.