Vikan


Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 52

Vikan - 11.01.1990, Blaðsíða 52
Myndin sem prýðir nýjasta dagatal Mazda, en það er prentað í milljónum eintaka og dreifist um allan heim. Magnús Hjörleifsson vinnur öðru sinni í Ijósmyndasamkeppni Mazda TEXTI: ÞÓRARINN JÓN MAGNÚSSON Það er ekki amalegt að fó greiddar hátt í 200 þúsund krónur fýrir eina einustu ljósmynd. En það er einmitt sá glaðningur sem Ijósmyndarinn okkar, hann Magnús Hjörleifsson, fáer á næstu dögum fyrir ljósmynd sem hann sendi í samkeppni sem bifreiða- verksmiðjurnar Mazda efndu til. Myndin er ein af tólf myndum sem prýða nýjasta dagatal fyrirtækisins. Þetta er í annað skipti sem Magnús sendir Mazda ljósmynd. Fyrri myndin vann einnig til hárra peningaverðlauna, en það var árið 1985. Þátttakan er jafnan mik- il í þessari samkeppni enda verðlaunin vegleg. Dómnefndin valdi úr nær átta þús- und ljósmyndum, sem borist höfðu frá rúmlega sextíu þjóðlöndum þar sem bif- reiðarnar frá Mazda eru seldar. Auk þess sem verðlaunamyndirnar eru á dagatali Mazda hefur fyrirtækið keypt auglýsingasíður í hinum virtu tímaritum Newsweek og National Geographic þar sem verðlaunamyndirnar birtast. Eftir- sóknarverður heiður fyrir ljósmyndara. Myndina sem vann til verðlauna tók Magnús í slagviðri á Reykjanesi. Ekki bein- línis heppilegasta veðrið til ljósmynda- töku, en Magnús segist aldrei bíða eftir góðu veðri þegar vinna þarf úti við. „Þá glötuðust hæglega margar vinnuvikur," segir Magnús, en hann starfar að ljósmynd- un sem sjálfstæður verktaki. Hefur einna mest unnið fyrir tímarit SAM-útgáfunnar; Vikuna, Samúel og Hús & híbýli. Meðferðis í ljósmyndatökuna hafði Magnús sjö metra langa slæðu sem rokið tók vel í meðan á myndatökunni stóð. Fyrirsætan litla heitir Silja og er dóttir Magnúsar. Hún var einnig á fyrri verð- launamynd Magnúsar og þá ásamt Ara bróður sínum. Til hamingju með árangurinn, Magnús. Verðlaunamyndin sem Magnús átti á dagataii Mazda 1985. UÓ5MYHDUM SIGURSÆLL UÓSMYNDARI 50 VIKAN l.TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.