Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 1
Hér sést hvernig umhorfs er i húsinu. Allir innviðir gjöró- nýtir vegna fúa. Loftklæðning flögn- uð af og gólf milli neðri og efri hæðar fallið niður á mörg- um stöðum. Balar, koppar og kirnur á víð og dreif full af vatni, enda hrip- lekur húsið. Það er ótrúlegt, að þetta skuli vera manna- bústaður i Reykja- vik árið 1984. DV-mynd GVA Atvinnu- leysiö á Ólafsfirði - sjá bls. 19-20 Penni ársins fimmtugur — sjá bls. 36 Milljóna króna tjón í vatnselgnum — sjá bls. 4 í 4 4 \ 4 4 4 4 4 4 4 Útfarargestir vilja hitta nýja Sovét- leiðtogann einslega — sjá bls. 8 DAGBLAÐIЗVÍSIR 38. TBL. — 74. & 10. ARG. — ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1984. 74 áragamall maöurbjó í rafmagnslausu oghripleku húsi í áratugi: Dró fram lífíð á matargjöfum Nær engin hreinlætisaðstaöa í húsinu I nokkra áratugi hefur gamall maöur, sem er einstæðingur, hafst viö í húsinu Bergstaöastræti 17b, en húsiö er gjörsam- lega óíbúöarhæft vegna sagga og fúa og hefur svo verið lengi. Síöastliðinn fimmtudag skárust svo félagsmálayfirvöld í leik- inn og fluttu manninn úr húsinu. Húsiö er rafmagnslaust og hriplekt en hiti er í því enn. Efri hæöin er varla mannheld þar sem gólf er hruniö niöur á mörgum stööum. Hreinlætisað- staöa er nánast engin. Gamli maðurinn mun hafa dregiö fram lífiö á matargjöfum frá ná- grönnum, hann mun þó hafa sótt ellilífeyri. Honum mun hafa veriö boöin aöstoð nokkrum sinnum frá yfirvöldum en þráfaldlega afþakkað hana. Hann hefur þó sam- þykkt nú aö þiggja aðstoð og alveg víst að hann fer ekki heim til sín aftur. Taliö er liklegt aö þaö eina sem hægt er aö gera viö húsið sé aö rífa þaö til grunna, svo illa er þaö farið. Það voru nágrannar mannsins sem létu félags- málayfirvöld vita síðast- liðinn fimmtudag og þau létu samstundis flytja manninn í gistiskýlið í Þingholtsstræti þar sem manninum var gefiö aö boröa, hann baðaöur og látinn hafa ný föt. Honum hefur nú verið fundinn samastaöur til bráöabirgöa þangað til aö varanleg iausn finnst á málum hans. -SþS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.