Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 7
DV. ÞKEJUmGUR 14 FEBKUAR1SB4 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Hver og einn greiðir nú hér eftir fyrir viðgerðir á simanum. Fam velmeö símann Póstur og sími hefur nú ákveðið að fella niður svokölluð rekstrargjöld á venjulegum símtalfærum og tilheyr- andi útbúnaði frá og með 1. febrúar. Að sögn Hafsteins Þorsteinssonar símtjóra er ástæðan fyrir þessari breytingu sú að með þessu móti kemur þessi kostnaöur jafnar niður á símnotendum. Þeir símnotendur sem fara vel með sinn síma þurfa ekki að greiða neitt rekstrargjald. En fram að þessu hafa allir símnot- endur tekið þátt í þessum kostnaði. Nú seinast var þetta gjald 32 krónur á hvern símnotanda á hverjum árs- fjóröungi. I þessu gjaldi var allur viðgerðarkostnaöur innifalinn ef um eðlilegt slit var aö ræða. Nú verða hins vegar þeir símnotendur að greiða þennan kostnaö sjálfir sem verða fyrir ein- hverjum skakkaföllum með símann. Þegar viðgerðarmaður er fenginn heim kostar viðgerðin ef um hálftíma vinnu er að ræða, 250 krónur. Þá er akstursgjald innifalið. Með því að fara með símtólið sjálfur getur símnotandmn sparað sér akstursgjaldið og verður þá kostnaðurinn ef miöað er við hálf- tíma vinnu 104 krónur. Þá verður aö fara með tækið á næstu símstöð þar sem tekið er á móti tækjum til viðgerðar. -APH. Svínabændur: „Viljum örva söluna” — með þvf að lækka verðið „Viö höfum meira svigrúm núna. Ástæðurnar fyrir því eru meðal annars þær aö vextir hafa lækkað og fóðurverð hefur einnig lækkað. Þetta hefur orðið þess valdandi aö til- kostnaðurmn hefur minnkað. Einnig hefur átt sér stað örlítil birgða- söfnun. Með þessum aðgerðum viljum við reyna að örva söluna á tíma sem sala á svínakjöti er yfir- leitt í lágmarki,” sagði Ámi Möller, svínaræktarbóndi að Þórustöðum í ölfusi og gjaldkeri Svínaræktar- félags Islands, þegar DV spurði hann hvers vegna svínakjöt hefði lækkað. Á fundi Svínaræktarfélags Islands 2. febrúar sl. var ákveöið að aö lækka svínakjöt frá framleiðendum um 5%. Þá hafa afurðasölurnar einnig fallist á að lækka heildsöluverðið um önnur 5%, svo að heildarlækkunin verðurþvilO%. Eins og flestum er líklega kunnugt um er svínakjöt ekki niðurgreitt. Viö spuröum því Árna hvort svínabænd- ur sæktust eftir því að þeirra afurðir yrðu niöurgreiddar til neytenda. „Nei, viö viljum ekki sjá það. Við viljum aö það ríki meira réttlæti og meira lýöræði í landbúnaðarmálum. I Stéttarsambandi bænda eiga nær einungis sæti fulltrúar frá meirihluta bænda, þ.e. sauðfjárbændum. Af þeim sökum er ekki tekið mikiö tíllit til einstakra sérhópa innan bænda- stéttarinnar. Þessir hópar hafa lítið að segja í Stéttarsambandinu,” sagði Árni. Hann benti á að skynsamlegt væri að breyta þessu fyrirkomulagi. Það mætti t.d. gera með því að öll sérhagsmunafélög bænda fjölluðu um sín málefni innan samtakanna. Síðan hefðu fulltrúar frá öllum þessum samtökum sæti í sameiginlegu sambandi þar sem tekin væru fyrú- málefni sem snertu alla bændastéttma. Einnig væri mjög mikið óréttlæti sem ríkti með kjamfóðurskattinn. Greiðslur úr kjarnfóöursjóði væru t.d. 40—50% til fjárbænda en þeir sjálfir greiddu ekki nema um 8% í sjóöinn. Ami sagði að með nokkuð einföld- um aöferðum mætti lækka verð á svínakjöti um allt að helming. I fyrsta lagi mætti lækka verðið um 15% meö því aö afnema fóðurbætis- skattinn. I öðru lagi mætti lækka verðið um önnur 15% ef svínabændur fengju að flytja inn nýjan svínastofn sem þyrfti minna fóður en gæfi jafn- framt meira kjöt. Hingað vantar tilfinnanlega góð dýr, því sá stofn sem er hér á landi vex of hægt og þarf of mikið fóður. I þriðja lagi er mögulegt að lækka verðið um enn ein 15% með því að auka fræðslu um svínaeldi og koma upp því þróunar- stigi hér sem er annars staðar í Evrópu. Þetta væri mögulegt en þessi mál hafa setiö á hakanum fram að þessu. Þær gyltur sem hér eru ala af sér árlega um 10—12 grísi en mögulegt væri aö auka þessa tölu upp í allt aö 18 grísi. Slíkar úrbætur hefðu að sjálfsögðu í för meö sér miklar kjarabætur fyrir neytendur. Vegna lítillar álagningar á lamba- og nautakjöt í smásölu var algengt að kaupmenn reyndu að jafna það út með því að að leggja mikið á svína- og hænsnakjöt. Þetta hefur þó breyst til batnaðar, m.a. vegna aukmnar samkeppni og einnig hefur áhugi neytenda á svínakjöti farið vaxandi. Ami sagði aö verðmunur á lamba- kjöti og svínakjöti væri ekki mikill. Það væri einnig vert að benda neyt- endum á að þó að svínakjöt væri eitt- hvað dýrara væri það yfirleitt drýgra. Þetta stafaði af því að beina- hlutfallið væri mun minna í svína- kjötienílambakjöti. -APH. Samkvæmt könnun sem verðiagsráð hefur gert hefur verð á lauki iækkað um 25,5%. VERÐLÆKKUN Verðlagsstofnun hefur tekið saman verðlækkun sem hefur orðiö á nokkrum vörutegundum. Þessi saman- tekt er frá tímabilinu frá ágúst f ram að áramótum og er meðalverölækkun einstakra vörutegunda í nokkrum verslunum. Það er nokkuð óvenjulegt að heyra um að vöruverð sé á niðurleið og samkvæmt upplýsingum frá Verð- lagsstofnun var þetta yfirleit gert sem eins konar mótvægi við allar þær verð- hækkanir sem svo oft eru til umfjöllun- ar. Það er að sjálfsögðu gleðiefni að vöruverð lækki. Á þessum sama tíma hefur framfærsluvísitalan hækkað um 8%. En í þeirri hækkun eru ýmsir þætt- ir svo sem hækkun á raforku sem hækkaði mikið á þessu tímabili. Lækk- un einstakra vörutegunda frá ágúst fram að áramótum er sem hér segir: Rúgbrauð Tvíbökur, stórar Hveiti, 5 Ibs poki Hrísgrjón Comflakes Hringir Epli.ný Melónur -0,6% -8,1% -7,1% -1,3% -3,2% -4,7% -1,7% -20,1% Sveskjur, pakkaöar -3,9% Rúsínur -3,0% Laukur -25,5% Strásykur -15,7% Molasykur -5,0% Tómatsósa -8,1% Kaffiduft -0,6% Tropicana 0,94 L pk. -8,1% Skrifborðslampi -8,1% Og verðlækkun emstakra vörutegunda frá september fram að áramótum er semhérsegir: Mótatimbur, 25 x 150 mm -2,1% Timbur, 50xl00mm -4,5% Smiöafura, 75 x 381/2 mm -0,9% Spónaplötur, 12 mm -6,1% Spónapl., 8 mm -2,0% Spónapl., 16 mm -12,1% Tvöf. gler 5 mm -3,9% 'Tvöf. gler4mm -4,8% Einfaltgler,5mm -5,6% Lamir -0,7% Pússnmgarkalk -24,8% Vírnet (hænsnanet) -2,0% Rennilokar -14,4% Glerullarhólkar -4,2% Vatnssalerni m. kassa -4,6% Rafmagnsvír, 16q -26,4% Dyrasími, innistöð -8,1% Utvarpsloftnet -4,6% -APH. Hentugt fyrir: skipafélög, bændur, fisk- verkendur og verslanir. Einnig sem bala- og beituklefar. Ef þig vantar frysti/kæli- gám getum við útvegað hvort heldur sem er: Trailer, skipagáma, dráttarvagna eða frystikæli sem getur staðið hvar sem er, jafnt utan sem innan dyra. Einnig bjóðum við hraðfrystiklefa með afköstum eftir þörfum hvers og eins. STUTTUR AFGREIÐSLUFRESTUR Kynntu þér kjörín. — Sendum upplýsingabæklinga. — Við höfum /ausnína. FRYSTI-OG KÆLIGÁMAR hf. SKÚLAGÖTU 63. SÍMI 25880. UPPGERÐIR GÁMAR FYRIR KÆLI- OG FRYSTIVÖRUR LEIGA EÐA SALA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.