Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 36
36
DV. ÞREXTUDAGUR14. FEBRUAR1904.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Er afmælisveisla Magnusar stoo sem hæst flaug Pétur Einarsson flugmálastjóri ísa/inn og hóf samræður við afmæ/isbarnið.
Penni ársins fimmtugur
— Magnús Bjarnfreðsson hefur eytt hálfu lífinu ífjölmiðlun
Magnús Bjarnfreðsson var út-
nefndur penni ársins af DV fyrir
skömmu við hátíðlega athöfn. I kjöl-
farið fylgdi svo önnur athöfn, ekki
minni í sniðum, þegar f jölmiðlaljónið
hélt upp á fimmtugsafmælið sitt sl.
fimmtudag. Fjöldi manns leit inn hjá
Magnúsi enda hefur maðurinn
kynnst mörgum þau 26 ár sem hann
hefur verið viðloðandi fjölmiðla af
öllum stærðum og gerðum. Hann
byrjaði sem þulur hjá útvarpinu 1957
og þaðan lá leiðin yfir í frétta-
mennsku hjá blöðum og timaritum
og loks á sjónvarpið eins og alþjóö
ætti að vera kunnugt.
Afskipti Magnúsar af bæjar-
stjórnarmálum í Kópavogi urðu til
þess að hann mátti ekki láta sjá sig á
skjánum og hætti því á sjónvarpinu
1976. Síðan hefur hann unnið sjálf-
stætt aö ýmsum f jölmiðlaverkefnum
og nýbúinn að stofna eigið fyrirtæki á
því sviði ásamt öðrum.
„Eg hef nóg aö gera,” segir sá
fimmtugi. „A meðan maöur hefur
gaman af að lesa, skoða og hafa
gaman af lífinu situr enginn að-
gerðarlaus.”
Magnus og eiginkona hans, Guðrún /. Árnadóttir, ásamt barnabarni sinu, Guðrúnu Magneu Arnadóttur, sem kom gagngert frá Blönduósi
tilað heilsa upp á afa sinn á afmælinu.
Hrukkur
í köldu
vatni
Kvikmyndaleikarinn Paul Newman
notar sína eigin aðferð við að halda
hrukkunum í skefjum, enda veitir ekki
af þar sem maöurinn er orðinn 58 ára
gamall. A hverjum morgni dýfir hann
höfðinu ofan í skál með ísköldu vatni
og er þar eins lengi og andinn leyfir.
„Þetta kemur blóðrásinni af stað og
hrukkurnarsléttast,” segir kappinn.
Dóttirin
komheim
— eftir allt saman
Onefndir foreldrar í Cornwall, Eng-
landi, endurheimtu dóttur sína um
síðustu helgi. Dóttirin haföi hlaupist
að heiman fyrir 10 árum, þá aðeins 14
ára gömul, vegna þess að hún fékk
ekki að fara á diskótek.
Allir héldu að stúlkan væri ekki
lengur í tölu lifenda en í raun hafði hún
gifst Ira og á nú með honum tvö böm.
Hvetur hún alla unglinga sem snúiö
hafa bakið viö fjölskyldum sínum að
láta frá sér heyra og sættast.
Glynn Wolfe með brúði nr. 26.
75 ára og....
Hefurkvænst
26 sinnum
Hann Glynn Wolfe er sagður eiga
heimsmetið í fjölda hjónabanda. Fyrrí
mánuðinum gekk hann að eiga
Christine Sue Camacho, 38 ára og frá-
skilda, en sjálfur er Wolfe 75 ára. Hann
kvæntist í fyrsta skipti árið 1927 og
síðan hafa hjónaböndin komiö og fariö
með jöfnu millibili. Það lengsta stóð í
fimm ár en það stysta í aðeins 3 daga.
Glynn Wolfe segist eiga 40 börn og
aðspurður kveðst hann vonast til að
nýja konan dugi honum það sem hann
á eftir ólifað.
Hjónavígslan fór fram í Las Vegas í
Bandaríkjunum.