Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 19
DV. ÞfOÐJUmGUR 14 FEBRUAR1964 Atvinnuleysið í Ólafsfirði: ÞETTA VAR 8. VWJNU- DAGUR FRÁ ÁRAMOTUM Atvinnuleysi fiskvinnslufólks í Olafs- firði hefur verið mikiö meira undan- farnar vikur og mánuði en á sama árs- tíma undanfarin ár. Ástæöan er fyrst og fremst aflabrestur hjá skuttogurun- um sem ráða nánast öllu um hráefnis- öflun í frystihúsin tvö og saltfisk- verkunina. Þetta ófremdarástand færist svo yfir á þjónustufyrirtækin og veldur almennum samdrætti. Sumir Olafsfirðingar minna á að þessi árstími hafi oft verið slæmur en flestir viðurkenna þó að þetta tímabil nú hafi reynst afar erfitt og að horfurnar séu hreint ekki glæsilegar. I fyrra var fiskurinn sem á land kom ekki meiri en svo að í flestum fiskvinnslufyrirtækj- unum var aðeins unnin dagvinna. Nú er vitað aö aflinn mun minnka veru- lega með þeim afleiðingum, að þaö sem var tímabundið atvinnuleysi verður óhjákvæmilegt atvinnuleysi vissan hluta úr árinu. Mánudaginn 6. febrúar kom blaða- maður DV í heimsókn í Hraðfrystihús Olafsfjarðar. Þá var vinnsla í fullum gangi, fólkið hafði ekkert haft að gera vikuna áður en var kallað út þá um morguninn. Reyndar var þetta aðeins 8. dagurinn sem var unniö frá ára- mótum. Það segir nokkuð um ástandið sem þarna hefur verið. Einn togaranna í Olafsfirði hafði komið inn fyrir helgina og annar var að landa um morguninn. Þeir voru samanlagt með um 100 tonn en aflinn skiptist í þrjá staöi. Hlutur Hraðfrysti- hússins var þó nógu mikill til aö fara af staö meö vinnslu og gert ráð fyrir vinnu út vikuna. Næsta vika var hins vegar það ótrygg að ekki yrði komist hjá því að segja fólkinu upp aftur. Á launaskrá hjá Hraðfrystihúsi Olafsfjarðar eru 60—80 manns yfir- leitt. Þorsteinn Asgeirsson, sem er nýlega tekinn við framkvæmdastjórn fyrirtækisins, sagöi að það væri sá fjöldi sem þyrfti til að hægt væri að halda vinnslu gangandi. Ut í uppsagnir hefði ekki verið farið af þeim sökum. Þorsteinn viðurkenndi að það væri ekki glæsilegt að taka við rekstri á fyrirtæki þegar horfur væru jafn- slæmar og nú. Sérstaklega væri reksturinn á útgerðinni botnlaus, eins og hann oröaði það. En þrátt fyrir allt bjóst hann við betri tíð eftir mánuö eða svo. , ,Þetta væri í lagi einn til tvo daga en er vægast sagt orðið óþolandi. Maður koðnar niður ef þessu heldur áfram,” sagði Kolbrún Jóhannsdóttir þegar hún var spurð um hvernig væri að búa við eins ótrygga atvinnu og verið hefur í Olafsfirði. Kolbrún Jóhannsdóttir og Kristín Hannesdóttir voru saman við eitt ljósaborðið, snyrtu flök og plokk- uöu úr þeim orma í erg og gríö í bónusnum. Samt gáfu þær sér tíma til að líta annað slagiö upp og svara spurningum. Þessi svör eru án efa lýs- andi fyrir fiskvinnslukonur í Olafsfirði og hefðu því orðið svipuð hver þeirra sem svaraði. Er ekki fólk að verða svarsýnt? „Veistu það að við þorum ekki að lofa svartsýninni að komast að eða kryfja þetta til mergjar og hugsa svo langt. Við lifum hér í Olafsfirði á fiski, í fiski og lífið er fiskur, þetta er einn af þessum útgerðarstööum og við höfum ekki haft annað en fisk. En hvaö á að gera? Nú er vandi að vera vitur og viö megum ekki gleymast. Það veröur að vera pláss fyrir okkur í kerfinu og eitt- hvað að koma til aö gera atvinnulífið fjölbreyttara. Atvinnuleysisbætumar hjálpa okkur en það er ekki það sem við viljum.” Hvemig tilfinning er það að fara og skrá sig atvinnulausan? „Það er allt í lagi fyrst en þegar þetta er farið að vera stanslaust og maður fer vikulega að skrá sig og svo til að ná í pening, þá er þetta voöalegt finnst manni. Þetta er ekki lífshátt- urinn sem viö viljum, við viljum vinna fyrir því sem viö eigum aö fá. Þó að vísu sé sagt að þetta fé hafi verið tekið af okkur til að geyma til mögra áranna þá er þetta ekki gott til lengdar. ” Hefur ekki fólk oröið lítið handa á milli eftir að hafa unnið í aðeins 8 daga frá áramótum og er ekki að verða erfitthjá því? „Það er það en við Islendingar erum bara þannig að við þegjum. Þeir sem virkilega era í þörf þegja en sá sem hefur eitthvaö lætur frekar heyra í sér. Fólk reynir að halda í þá trú aö þetta fari að lagast en þó er farið að gæta svartsýni.” Nú standa margir í fjárfestingu, hvernig getur fólk staðið í skilum við svona atvinnuástand? „Þaö veit maöur ekki. Unga fólkiö sérstaklega þorir ekki að hugsa árið til enda. Það er ekki því að kenna að það lendir í svona erfiðleikum. Því miður og sem eðlilegt er hefur það kannski ekki þroska til að takast á við þann ERFIÐLEIKAR EN ENCSINN VÆLUTÓNN Vinrtsluborðin voru vel mönnuð þennan daginn en siðan um áramót hafa þvi miður alltof fá fiskflök fengið rétta meðhöndlun þarna vegna afla- leysisins. Hér eru þser Kristin Hannesdóttir og Kolbrún Jóhannsdóttir að störfum. vanda að standa í skilum. Neita sér um allt en geta samt ekki staðið í skilum. Við ræðum þetta auðvitað mikiö bæði á vinnustöðunum og heima fyrir en það virðist enginn fá svör við því hvað á að gera og hvemig þetta verði. ” Fer þetta ekki iila i skapið á fólki og gerir þaö jafnvel þunglynt ? „Nei, ekki ennþá. Blessuð jólin björguðu okkur og nú er það blessuð sólin. Við lifum nú líka í voninni að ef fiskiriið lagast þá hljóti maður að hafa það eitthvað betra. En ef allir fara á rækju þá fáum við enga vinnu. Ekki verður hún unnin í þessu húsi. Auðvitað veltum við þessum hlutum fýrir okkur og erum eðlilega hrædd undir niðri. Samt þýðir náttúrlega ekkert að leggjast upp í rúm og fara að væla, það gerum við Islendingar síðast af öllu. -JBH. DV. ÞRIÐJUDAGUR14. FEBRUAR1981. 19 Hólmfriður Ingvarsdóttir við pökkun iHraðfrystihúsi Ólafsfjarðar. FOLK VELTIR LANUNUM OG TEKUR ÖNNUR ,,Ástandið er náttúrlega ferlega slæmt, þetta er litil vinna og þegar ekkert annað er við að vera hér þá kemur aflaleysiö sér illa,” sagði Hólm- fríður Ingvarsdóttir, en hún er trúnaöarmaöur í Hraðfrystihúsi Olafs- fjarðar. Hólmfríður sagði að þaö hefði verið þannig frá áramótum aö fólkinu hefði verið sagt upp sama daginn og það hefði komið í vinnu eða daginn eftir. Fólk hefði því ekki haft mikla peninga handa á milli og heimilisrekstri nánast „reddað fyrir hom”, eins og hún orðaði þaö. Atvinnuleysisbæturnar væru 500 krónur á dag og 20 krónur fyrir hvert bam til viðbótar. Það væri augljóst að ekki væri mikið til að spila úr. Hólmfríður var spurð að því hvort þetta atvinnuleysi væri að stefna fólki i greiðsluþrot. Hún ítrekaði að það væri erfitt að berjast, reynt væri að velta lánum áfram og taka önnur. Að hennar mati ríkti velvilji hjá stjórnendum bæði fyrirtækjanna og peningastofn- unar bæjarins um að létta undir ef mögulegt væri. En náttúrlega kæmi að skuldadögunum. „Það vona allir aö þetta fari að lagast,” sagði Hólmfríður. „Eg veit ekki hvað yrði um fólk ef þaö væri bara í volæðL Bjartsýnin verður að létta því þetta. Hér er mikill áhugi fyrir þvi að reynt verði að gera atvinnulífið fjöl- breyttara og ekki hef ég heyrt að fólk sé að flýja. Eg held það sé heldur ekk- ert betra annars staðar.” En skyldi stöðugt atvinnuleysi ekki koma illa niður á félagsstarfsemi bæjarbúa í Olafsfirði? , JVfér finnst að fólk hér sé ákaflega duglegt að skemmta sér hvert í sinu lagi eöa saman. Fólkið hefur lítið handa á milli og fer ekki oft en það virðist þó ekki vera neitt minna um að vera hér en stundum áður. Eg held hins vegar að geti varla verið aö fólk hafi efni á utanlandsferöum, eins og hefur verið undanfarin ár,” sagði Hólmfríður. Texti og myndir: Jón Baldvin Halldórsson Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Kirkjubraut 3 Njarðvík, fer fram á eigninni sjálfri, að kröfu Verslunarbanka tslands, Guðjóns Stein- grímssonar hrl., innheimtumanns rikissjóðs, Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Haralds Blöndal hrl., föstudaginn 17. febrúar 1984 kl. 15.00. Bæjarfógetinn i Njarðvík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Heiðvangi 10 Hafnarfirði, þingl. eign Eiriks Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 17. febrúar 1984 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 64. og 65. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á , eigninni Brekkubyggð 35, II. hæð, Garðakaupstað, þingl. eign Sigríðar Guðjónsdóttur, fer fram eftir kröfu Garðakaupstaðar á eigninni sjálfri f östudaginn 17. febrúar 1984 kl. 16.00. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Trönuhrauni 2, e.h., Hafnarfirði, þingl. eign Vélsmiðjunnar Kára hf., fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 17. febrúar 1984 kl. 15.45. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á eigninni Drangahrauni 1 Hafnarfirði, talin eign Hjólbarðasólunar Hafnarfjarðar, fer fram á eigninni sjálíri föstudaginn 17. febrúar 1984 kl. 15.30. Bæjaríógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 91., 94. og 96. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á bv. Maí HF-346, þingl. eign Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar rikisins og Póstgiróstofunnar við eða í skipinu þar sem það liggur við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn föstudaginn 17. febrúar 1984 kl. 14.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 60., 64. og 65. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eignini Blómvangi 4, efri hæð, Hafnarfirði, talin eign Kristjáns Hólm- geirssonar, fer fram eftir kröfu Olafs Gústafssonar hdl. og Útvegs- banka Islands á eigninni sjálfri föstudaginn 17. febrúar 1984 kl. 13.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., 108. og 112. tölublaði Lögbirtingablaðsions 1982 á eigninni Hverfisgötu 58 Hafnarfirði, þingl. eign Jóhannesar Hall- grímssonar, fer fram eftir kröfu Steingríms Eiríkssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 17. febrúar 1984 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. AFGREIÐSLA M SÍMI27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.