Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 4
4 DV. HUÐJUDAGUR14. FEBRUAR1984. Illa gengur að opna Suðurlandsveg: Milljónatjón í vatnselgnum um helgina Nú er ljóst aö erfiölega mun ganga að opna Suðurlandsveg viö Markar- fljót þar sem hann fór í sundur á þrem- ur stööum í asahlákunni og rigning- unni um helgina. I gær unnu vega- vinnuflokkar baki brotnu viö aö fylla í 60—70 metra skarö sem myndaðist í vamargarö rétt ofan viö Dímon og heldur Markarfljóti í skefjum undir venjulegum kringumstæðum. Skortur mun vera á grjóti og ööru uppfyllingar- efni þannig aö vegaviögeröarmenn veröa að byrja á því aö sprengja grjót til aö eiga í uppfyllinguna. Munu þessi vandræöi seinka opnun vegarins sjálfs því óhugsandi er aö hef ja það verk fyrr en vamargaröurinn er oröinn vel þéttur. Á meðan flæöir hluti Markar- fljóts yfir eyramar og þjóðveginn sem er illa farinn. Aftur á móti er viðgerö á Skeiöa- og Hrunamannavegi lokiö þar sem hann fór í sundur við Stóru-Laxá og hann nú fær öllum bílum. Viðgerð á vegum á Suö-Austurlandi gekk bærilega í gær og var stefnt aö því aö opna þá allri umferð í gærkvöldi eðaídag. Aö sögn vegaeftirlitsmanna em skemmdir á vegum á Suður- og Suð- Austurlandi langt í frá fullkannaðar en þó er ljóst aö milljónatjón hefur orðið í vatnselgnum um helgina. Vegavinnu- flokkar frá Vegageröinni í Austur- Skaftafellssýslu, Rangárvallarsýslu og Arnessýslu hafa unnið aö viö- geröum og er þar í öllum tilvikum um bráöabirgöaviðgeröir aö ræða. -EIR Krístjana Milla Thorsteinsson. Einar K. Cuðfinnsson. TVEIR NÝIR VARAÞINGMENN Tveir nýir varaþingmenn, sem ekki hafa setiö á þingi áöur, tóku sæti á Alþingi í gær. Kristjana Milla Thorsteinsson viö- skiptafræðingur, sem skipaði 5. sætiö á lista Sjálfstæöisflokksins í Reykjanes- kjördæmi, tekur nú sæti Gunnars G. Schram. Þá tekur Einar K. Guðfinns- son stjómmálafræöingur sæti Matthíasar Bjarnasonar, en Einar skipaöi 3. sætiö á lista Sjálfstæöis- flokksins í síöustu kosningum. ÖEF Hluti Markarfíjóts mun halda áfram að fíæða yfir Suðurlandsveginn vestan Markarfljótsbrúar á meðan vegavinnumenn reyna að loka 70 metra skarði sem kom i varnargarð rétt ofan við Dimon. DV-mynd Loftur Frumvarp f rá Sighvati Björgvinssyni um: 15 þúsund króna lágmarkslaun „Oheimilt er að greiða lægri laun fyrir dagvinnu eins og hún er ákveðin í kjarasamningum aöila vinnumarkaðarins en svo aö laun til útborgunar nemi 15 þúsund krónum á mánuöi og samsvarandi fyrir hluta úrmánuöi.” Þannig hljóöar fyrsta greinin í lagafrumvarpi um lágmarkslaun sem Sighvatur Björgvinsson, vara- þingmaöur Alþýöuflokksins, hefur lagt fram á Alþingi. I frumvarpinu segir aö meö launum sé hér átt viö grunnlaun aö viðbættum ákvæðis-, álags- og bónusgreiöslum, en ekki greiðslur til launþega vegna útlagðs kostnaðar viö störf svo sem fæðis- og fatapeninga eða dagpeninga á ferða- lögum. Þá skal endurskoða upphæö lágmarkslauna 1. júní og 1. desem- ber ár hvert þannig aö kaupmáttur lágmarkslauna veröi sá sami og þegar lög þessi taka gildi. 1 frum- varpinu er einnig gert ráö fyrir að launagreiðendum veröi óheimilt að draga af kaupi starfsmanna sinna hærri fjárhæð en svo aö lágmarks- launin komi alltaf til greiðslu að frá- dregnum iðgjaldagreiöslum í lífeyrissjóö. 1 greinargerö meö frumvarpinu segir aö frumvarp þetta feli í sér ein- falda lausn á því vandamáli aö af ýmsum ástæðum hefur ekki tekist aö tryggja íslensku verkafólki boöleg lágmarkslaun í frjálsum samning- um. Þessi lágmarkslaun nægi engum nema fyrir einföldustu frumþörfum þótt ætlast sé til aö stór hópur fólks þiggi allt aö þriðjungi lægri laun fyrir störf sín. Orörétt segir: ,,Sú viðbára aö atvinnurekstur á Islandi, jafnvel heilar atvinnugreinar, geti ekki risið undir aö greiða starfsfólki sinu 15 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði er ekki bara fráleit heldur stórháskaleg. Atvinnurekstur, sem getur ekki þrifist nema starfsfólki sé haldiö neöan fátæktarmarka, á ekkert erindi hér á landi. Enn síöur má hann eiga framtíö f yrir sér því aö sú framtíð byggist á aö hluta þjóöar- innar veröi haldiö á lífskjarastigi sem er vansæmandi eöa neyddur til vinnuþrælkunar til þess aö hafa í sig og á meö yfirvinnu sem girðir fyrir allt eölilegt fjölskyldu- og menning- arlíf.” -OEF. I dag mælir Dagfari í daa mælir Dagfari í daa mælir Daafari ÓFRIÐARBÁL UM FRIÐINN Til ófriöar stefnir vegna friöartil- lögunnar sem þrettán alþingismenn hafa lagt fram. Þar veldur mestu, aö flutningsmönnum láðist aö fá samþykki þeirra Morgunblaðs- manna fyrir friðarfræðslu sinni, en eins og allir vita eru þeir Mogga- menn sjálfskipaöir löggæslumenn alls þess, sem með einhverju móti kann aö tengjast Atlantshafsbanda- laglnu. Hefur svo verið um langan tíma, aö hver sá, sem opnar munninn og talar um frið án þess að það sé gert með formerki Nato, er landráðamað- ur og friðspillir og kaliar yfir sig van- þóknun ubermannanna á Mogga. Tillagan um friðarfræðsluna er ef- laust flutt af góðum hug, og þar eru saman komin allra flokka kvikindi, ailt frá Guörúnu Heiga og Gunnari Schram, Eiði Guðnasyni og Páli Pét-' urssyni. Mllli þeirra Eiðs og Páls er heil heimsálfa af skoöanaágreiningi um varnir og öryggi í þágu friðar, og Gunnar og Guörún líta sitt til hvorr- ar áttar í leit að friði og frelsi. Hitt er engu að síður rétt hjá Morgunbiaöinu að þessi sakleysis- lega tii.aga er a’idvana fædd, og raunar ólíkinda iui. hið mesta. Hún er píp eins og börnui mundu segja. Ef tillagan verður samþykkt á menntamáiaráðherra að taka upp friðarfræðslu í skólum og dagvistun- arstofnunum. Það á sem sagt að taka ómálga börnin, um það leyti sem þau læra að tala, og kenna þeim aö strjúka kviðinn og elska friðinn! Manni skilst að þannig geri flutn- ingsmenn sér vonir um að uppvax- andi kynslóð leggi niður rifrildi og barsmíðar og snúi hægri vanganum aö viðmælandanum, þegar sá vinstri er sleginn. Á máii tillögunnar heitir þetta að „rækta hæfileika til þess að leysa vandamál án ofbeidis”. Samkvæmt því, má búast við því, að börn hætti að vera hrekkjusvín; að kaupmaður- inn brosi út undir bæði, þegar kara- mellum er stolið í sjoppunni; að strákar lækki rostann í sér með frið- arstillandi hljóðkútum. Slagsmál ieggjast af í fylllrium, Guðmundur joð hættir að reiðast í sjónvarpssal og skaphundurinn Matthías Bjarna- son leggst malandi í friðarbæli í hvert skipti sem honum hleypur kapp í kinn. Svo ekki sé talaö um heUu þjóðirnar. israelsmenn faUast í faðma með aröbum, Rússarnir leggja uiður vopn i Afghanistan og tslendingar kyrja faðirvorið þegar þeir standa i Iandheigisstríði við Breta. Vonir standa sem sagt tU að mannkynið láti af ofbeldi í h verskyns mynd eftir nokkurra ára skóla- kennslu um frið'. TU þess að blessuðum börnunum verði ljóst, hversu friðurinn er dýr- mætur, þarf auðvitað að upplýsa þau um andstæðuna: styrjaldirnar og ófriðinn. Það þarf að hafa söguskoð- un á kommúnismanum og Stalin, atómsprengju Trumans, heims- valdastefnu Sovétríkjanna, tUurð At- iantshafsbandalagsins, taka afstöðu til deUunnar mUli tsraels og araba, og það þarf að skUgreina skæruhern- aðinn i E1 Salvador. Það fæst enginn botn í friðinn nema ófriðurinn sé út- skýrður. Til hvers er vopnað varnarlið á ís- landi, spyrja nemendur sem elska frið? Og hverju svara kennararnir? Ætii kommaliðið i kennarastéttinni sé tUbúið til að útskýra, að Nato hafi verið og sé styrkasta friðarbandalag í heimi? Eða á kannske að stunda heUaþvott á dagvlstunarstofnunum i anda herstöðvaandstæðinga? Hvers- konar friðargæsla verður þetta? Ef alþingi tekur upp á þeim fjanda, að samþykkja friðarfræðslu i skólum, er verið að kynda mesta ófriðarbál, sem um getur í skólamálum lands- ins. Friðarsinnar, natosinnar og „gegn her í landi” sinnar munu fara í hár saman og siást um friðinn. Það verður friðargæsla í lagi. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.