Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 34
DV. ÞRIEUUDAGUR14. FEBRUAR1904.
DVi'ÞMÐJÚmGUftÍA FÉ&FtfJÁft'láBL'
35
34
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
DÆGRADVÖL
Leirmunagerð,
skinnavinna
og útskurður
Veistu að þriðjudagurinn í dag er sjöundi þriðju-
dagurinn á þessu herrans ári, 1984? Það finnst okkur
nokkuð til að vera í sjöunda himni yfir og því segjum
við ,,komiði sælir, félagar og vinir góðir”.
Að þessu sinni förum við upp í Noröurbrún 1 og
ræðum viö nokkra eldri borgara í Reykjavík í meiri
háttar hagleiksstuði. Já, það er kominn tími til að
Dvölin hitti þá að máli.
Frá ýmsu er að segja. Tryggvi Blöndal, gamall
skipper hjá Skipaútgerðinni, ræðir fyrst við okkur.
Hann fæst við útskurð í Norðurbrúninni. Látlaus
maður og þægilegur, Tryggvi.
Leirkonurnar hláturmildu verða næst á vegi okkar.
Listfengar eru þær óneitanlega með afbrigðum. Ef
fleiri hugsuðu eins og þaer þyrfti ekki að kvarta yfir
bölsýni í henni veröld.
Þá er það hún Björg Elísdóttir. Þessa dagana er
hún að sauma sér loðskó úr íslensku mokkaskinni.
Ekki óvön handavinnunni, hún Björg, í gegnum
tíðina.
Punkturinn okkar kumpánlegi kemst svo auðvitað
að í lokin. Hann segist ekki vera óvanur því, bless-
aður, en hví er hann þá að tala um „loksins, loksins”
við okkur?
Texti: JónG.Hauksson
Myndir: LofturÁsgeirsson
Lundin er létt í leirnum. Mikill handagangur í öskjunni. Hér er Sigríður Ásgeirsdóttir, leiðbeinandinn, eitthvaö að
snurfusa könnuna hennar Rakelar.
DV-myndir: Loftur.
Þær taka sig vel út með munina, Rakel og Margrét. Rakel heldur þarna á gamla
bænum sínum, hvorki meira né minna. Þetta er bærinn Keldunes í Kelduhverfi í
Norður-Þingeyjarsýslu, en þar bjó Raekl allan sinn búskap. Um leið og myndin
var tekin heyrðist sagt „síðasti leirbærinn í dalnum. ”
Gróa Olafsdóttir með fallega leirstyttu
sem hún gerði nýlega. Glaðleg kona,
Gróa. „Að við stælum aðra? Nei, við
stælum sko ekki neinn.”
„Höfum
ekki við
að f ram-
leiða”
— rætt við leiftrandi
líflegar leirkonur
„Hvað, kalliði okkur bara leir-
konur,” sögðu þær stöUur í leirmuna-
geröinni í kjaUara Norðurbrúnar 1, er
við í glettni spurðum hvað við ættum
að kaUa svo hressilegar konur. Og
hvílikar konur annars. Bara aö fleiri
hefðu hugarfar þeirra og framkomu,
svo leiftrandi Uflegar eru þær.
Steinunn sýnir okkur hér blóm sem
hún lauk við nýlega og að sjálfsögðu
eru þau úr leir. Öhemjuhress kona,
Steinunn, og hnyttin í tUsvörum.
Leirkonurnar líflegu. Talið frá vinstri: Svava Skúladóttir, Gróa Olafsdóttir, Ásgeirsdóttir, leirkerasmiður og leiðbeinandinn í hópuum. Þess má geta að
Helga Finnbogadóttir, Steinunn Olafsdóttir, Margrét Ingimundardóttir Sigríður var við nám í leirkerasmíði í Frakklandi og Englandi.
(sitjandi), Jóhanna Guðmundsdóttir, Rakel Sigvaldadóttir (sitjandi) og Sigríður
„Það er fyrst og fremst félags-
skapurinn og sú skemmtun sem við
höfum af því aö skapa sem dregur
okkur hingað,” sögðu þær og ein bætti
reyndar strax viö: „Við fáum bara
ekki að koma oftar en tvisvar í viku
þótt við höfum allar áhuga á því.”
— En hvað geriö þið leirkonur við
alla framleiðsluna ?
„Við gefum flesta gripina.” —
Ekkert í sölumennskunni? „Nei, nei,
það er ekkert gaman að því. Nú, og svo
hefur enginn efni á að kaupa þessa dýr-
gripi,” var svaraö og hlátrasköllin létu
ekki á sér standa.
Já, lundin er létt hjá þeim leir-
konum. Þær eru ekki einar um það.
Leiöbeinandi þeirra, Sigríður Agústs-
dóttir leirkerasmiður, er sérlega bros-
mild og vel með á hlátursnótum leir-
kúnstneranna.
„Við erum sérlega heppnar að hafa
hana Sigríði hér í hópnum.” Þegar
örlítiö meira hól fylgdi í kjölfarið
stóðst Sigríður ekki mátið og sagði með
stríðnistón um leið og hún leit á okkur:
„Ja, það ber ekki á öðru en ég sé búin
að heilaþvo þær.” Þessari athugasemd
varveltekið.
Kvikindisskapurinn kom upp í okkur
og við spuröum þær leirkonur hvaða
alvörulistamenn þær stældu?
,,Aö við stælum aðra? Nei, viö
stælum sko ekki neinn.” Hinar í
hópnum samþykktu þetta um leið.
Við snerum talinu að framleiöslunni
leirkenndu. Það kom fljótt í ljós að
„þær heföu ekki við að framleiða”.
Það sýna líka allir gripimir.
- En hvað gerið þið við þá gripi sem
þið ekki gefið?
„Ja, þið ættuö bara að koma heim til
okkar. Þar er allt fullt af alls kyns leir-
listaverkum. Þetta eru algjör söfn og
listaverkahús. Er það ekki, stúlkur?”
Ekki stóð á samþykktinni. ,,Jú, heldur
betur.”
,Jín vel á minnst, strákar. Þið ættuö
aö kíkja hingað til okkar í vor, þegar
við tökum okkur öll til hér í vetrar-
starfinu og höldum sýningu. Þá hafið
þið nóg til að skrifa um og mynda.
Svo er hér einnig nóg að mynda um
jólin, þegar við höfum jólaglöggiö, og
ekki er skilnaðargillið á vorin síðra.”
Skilnaðargilli? „Já”. — Og það er
haldiö í blússandi stuði! „Aö sjálf-
sögðu. Við erum ekkert að bregða út af
vananum í þeim efnum.”
-JGH.
Tek strætó. Hann
er minn einkabíll
— Björg Elísdóttir lætur sig ekki vanta í
skinnavinnuna. Hún er nú að sauma loðskinnsskó
úr íslensku mokkaskinni
„Eg mæti hér eins oft og ég get.
Hingaö kemur gott fólk sem gaman
er að eiga stundir með. Og handa-
vinnan hefur líka alltaf verið mér
kær.”
Sú er þessi orð mælir er óvenjulega
blátt áfram kona. Hún heitir Björg
Elísdóttir, er 73 ára, fædd og uppal-
in á víkunum við Borgarfjörð
eystra. „Bærinn þar sem ég átti
heima og ólst upp á heitir Húsavík.
Hann er nú kominn í eyði. ”
Björg flutti til Reykjavíkur árið
1935 eða fyrir tæplega fimmtíu árum.
Hún hefur fengist viö ýmislegt um
dagana. ,,Nú, í fyrstu var ég kaupa-
kona eins og tíðkaðist svo mjög hér
áður. Og eftir að leiöin lá til Reykja-
víkur vann ég meðal annars hjá Agli
Benediktssyni í Oddfellowhúsinu og
Loftleiðum.
— Hvernig gengur þér að komast
hingað uppeftir í veðrum eins og í
dag, þegar hálkan er í algleymingi?
„Það er nú óvenjuslæm færð þessa
dagana. En ég tek bara strætó.
Hanr.e: minneinkabíll.”
Björg var aö sauma loðskó úr
Þær Björg Elísdóttir og Jóhanna Björnsdóttir eru myndarlegar í sauma
skapnum. Björg er til vinstri á myndinni. Fyrstu skóna sina saumaði hún 7
eða 8 ára. „Það voru bryddaðir sauðskinnsskór. Þeir voru jólaskórnir minir.
Við vorum látin gera þá sjálf, krakkarnir.”
„Þrátt fyrir að ég hafi mikið fengist við handavinnu þá er maður alltaf að
læra. Og hér fæ ég góða tilsögn enda kennararnir afbragðsf ólk.”
DV-myndir: Loftur.
íslensku mokkaskinni er við ræddum
við hana. Þetta eru ekki fyrstu
skórnir sem hún gerir.
„Þegar ég var 7 eða 8 ára saumaði
ég mínu fyrstu skó. Það voru brydd-
aðir sauðskinnsskór. Þeir voru jóla-
skómir mínir. Við vorum látin gera
þá sjálf, krakkarnir.
En þrátt fyrir að ég hafi mikið
fengist við handavinnu síðan þá er
maður alltaf aö læra. Og hér fæ ég
góða tilsögn, enda kennararnir
afbragðsfólk. Eru sérstaklega góöir
allir.”
Björg tók fyrst þátt í „eldri
borgara starfinu” fyrir sex árum.
,,Alveg frá fyrstu mínútu hefur mér
liðið vel hér. Og ég ætla að koma
hingað áfram á meðan ég get staðið.
Heyrðu annars, fyrst þú ert blaða-
maöur og birtir þetta samtal
kannski, má ég þá ekki segja þér frá
smávandræðum okkar hjónanna. Viö
leigjum í mjög lítilli risíbúðá Vestur-
götunni, en erum senn á götunni, er
húsiö verður selt. Við fáum að vera
þama enri fyrir náð og miskunn. Við
höfum mikið reynt aö fá íbúð hjá
Félagsmálastofnun en það hefur
baraekkitekist.
Eg vona bara að þú lítir ekki á
þetta þannig að ég sé neitt að kvarta,
en mér datt bara í hug að segja þér
frá þessu, í von um að það gæti
hjálpað okkur hjónum. ”
„Viðtalið birtist, það máttu bóka,”
svömðum við að bragði. En var
nema von að okkur yrði hugsað til
orða Bjargar er við yfirgáfum
kjallarann í Norðurbrún 1 og
ösluðum út á svellbunkana.
„Hingað kemur gott fólk, sem
gaman er að eiga stundir með.”
-JGH.
—staldrað við vid
hef ilbekkinn hjá
Tryggva Blöndal
fyrrum skipstjóra
hjá Skipaútgerðinni
Birkift
þaftbesta
snikkarastellingum við hefilbekk og
skarúttré.
Tryggvi er 69 ára að aldri. Þrátt
f yrir rólegheitin í kringum hann þekkir
hann ágjöfina í gegnum tíðina. Hann er
nefnilega gamall skipper. Var hjá
Skipaútgerðinni. Esju- og Heklunöfnin
hefur hann heyrt talað um. Hann hefur
verið á þremur Esjum og tveimur
Heklum.
„Eg hætti á sjónum fyrir fjórum
árum. Endaði á Esjunni.” — Og
kominn í land fyrir fullt og fast? ,,Já,
ég er alveg hættur. Eg hef skroppið túr
og túr síðan ég hætti, en ég held varla
að ég geri meira aö því. ”
Tryggvi kemur þrisvar í viku í
Norðurbrúnina til að handleika spor-
jámið. Hann byrjaði aö fást við út-
skurð að einhverju ráði fyrir tveimur
árum. „Þetta er annar veturinn minn
hér.”
„Ef satt skal segja þá hef ég aðal-
lega fengist viö að mála í frístundum
mínum í gegnum árin.”
— Eitthvað líkt með útskurðinum og
sjómennskunni? „Nei, ekki finnst mér
Tréð sem Tryggvi er að skera út er
birki úr Hallormsstaðarskógi. Svo
skemmtilega vill til að Tryggvi er
uppalinn á Eiðum.
„Þið komið alltof seint. Þaö em allir
famir og ég held að ég geti varla veriö
rétti maðurinn fyrir ykkur til að tala
við. Maður er kominn svo stutt í
þessu,” sagði Tryggvi Blöndal með
miklu lítiUæti þar sem hann sat í
„Við erum unglingarnir hér,” sögðu
þeir Gunnar Klængsson, leiðbeinand-
inn í útskurðinum, og Tryggvi.
DV-myndir: Loftur.
Tryggvi Blöndal, 69 ára, fyrrum skipper hjá Skipaútgerðinni, einbeittur á svip við útskurðinn. Tryggvi mætir
þrisvar í viku uppi í Norðurbrún til að skera út. Til hægri má sjá styttu af sjómanni sem Tryggvi hefur gert.
það. Það er ekkert svipað.”
Er við spurðum Tryggva hvort hann
væri úr Reykjavík svaraði hann með
nokkuö leyndardómsfullum hætti og
sposkur á svip: „Það má segja það.”
Eitthvaö þurfti að útskýra þessi mál
betur. Við gengnum á hann meö
upplýsingarnar.
„Ja, ég er fæddur í Stykkishólmi en
ólst upp á Eiðum.” — Menn hafa
væntanlega tálgað þar, ekki satt? „Jú,
ég hef sjálfsagt gert það, svona eins og
tíðkast hjá krökkum.”
Kannski má segja að Tryggvi hafi
ekki verið svo „langt frá” Hallorms-
staðarskógi þama við hefilbekkinn í
Norðurbrúninni. Tréð sem hann skar
út var nefnilega úr Hallormsstaðar-
skógi. Skemmtileg tilviljun fannst
okkur, og höfðumorðá.
„Þetta er birki úr Hallormsstaðar-
skógi. Sennilega það besta sem fæst í
útskurð hérlendis.”
— Nú ertu, Tryggvi, að skera út
lampafót, mynstrið tengist sjónum og
hér við hliöina er stytta af sjómanni
sem þú hefur gert. — Hvað ertu lengi
meðhvem grip?
„Það er mjög misjafnt. Fyrst er að
rissa gripinn upp, síöan, þegar hafist er
handa, fer það mest eftir efninu hvað
maðurer lengi.”
I sömu andránni og þetta var sagt
kom leiðbeinandinn í útskurðinum,
Gunnar Klængsson, að hefilbekknum.
Þeir Tryggvi eru á sama aldrei, eða
eins og þeir orða það:
„Við erum unglingamir hérna.”
Skyldu nokkur orð lýsa betur því
hugarfari sem ríkir í Norðurbrúninni
alla eftirmiðdaga.
-JGH.