Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRJEUUDAGUR14. FEBRUAR1984.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIOLUN HF.
Stjórnarformaður og úfgáfustióri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aóstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiósla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 86611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugeró: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun:
Árvakur hf., Skeifunni 19.
Áskriftarverö á mánuói 250 kr. Verö í lausasölu 22 kr.
Helgarblaó25kr.
Sýiifð mannlegt vit
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hefur að
undanförnu talað af léttúð og takmörkuðum skilningi um
vandræði þeirra, sem ekki hafa lengur til hnífs og skeiðar
vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.
Vandræði einstæðra foreldra og barnmargra foreldra
eru ekki þess eðlis, aö Steingrímur geti beðið eftir bænar-
skrám frá aöilum vinnumarkaðarins um félagsmála-
pakka, sem liðki fyrir undirritun nýrra kjarasamninga á
síðustu stundu.
Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar ber ábyrgð á
aö hafa kosið að skera niður verðbólguna og umfram-
eyðsluna á kostnað láglaunafólks. Það er vegna aðgerða
ríkisstjórnarinnar, að fólk með þunga framfærslu er að
komast á vonarvöl.
Þetta verða Steingrímur og ríkisstjórnin aö skilja.
Þeirra á frumkvæðið að vera. Komið er í eindaga, að
ráðamenn sýni „mannlegt vit”, svo sem Björn Þórhalls-
son, varaforseti Alþýðusambandsins, hvatti til í fyrra.
Ráðherrunum hefur réttilega verið hrósað fyrir harða
atlögu að verðbólgu og umframeyðslu. En ríkisstjórnin
má ekki verða svo drukkin af eigin velgengni, að hún sjái
ekki hinar sorglegu afleiðingar fyrir lítilmagnann.
Tilraunir til aö leysa vandann með lögbundnum lág-
markslaunum og þrengingu launastigans eru dæmdar til
að mistakast, jafnvel þótt samningsaðilar á vinnumark-
aði reyni slíkt í einlægni, sem sagan segir okkur, að þeir
gera ekki.
Þeir, sem vegna eigin verðleika, menntunar, forrétt-
inda eöa tilviljunar gegna mikilvægum störfum, verða
reynslu sinnar vegna svo verðmætir, að fyrirtækin hleypa
þeim á launaskrið, svo að þeir fari ekki til annarra.
Minnstu máli skiptir, hvort hálaunafólkið fær sinn
launamismun í kjarasamningum eða í launaskriði í
kjölfar kjarasamninga. Oraunsætt væri að halda, að lög-
fest lágmarkslaun og þrenging launastiga hamli gegn
slíku. Það framleiðir bara veröbólgu.
Sem betur fer gegnir mikill meirihluti verkfærs fólks
störfum, sem eru þess eðlis, að tekjur duga fyrir nauð-
þurftum og töluverðu af óþarfa þar á ofan. Þetta fólk hef-
ur getað mætt erfiðleikunum með því að spara ýmsan
óþarfa.
En 25% niöurskurður lífskjara er meira en sumt fólk
þolir. Það er minnihluti þjóðarinnar, ef til vill um tíundi
hver Islendingur. Þessi undirstétt er svo fámenn, að fáir
verða til aö gæta hagsmuna hennar.
ítrekað hefur veriö bent á, að ein bezta leiðin til hjálp-
ar sé að breyta niðurgreiðslum landbúnaðarafurða í fjöl-
skyldu- eða barnabætur til láglaunafólks. Lífskjörin
mótast nefnilega meira af framfærslubyrði en láglauna-
stöðu.
Slík tilfærsla bætir mjög hag þeirra, sem drekka vatn,
af því að þeir hafa ekki efni á mjólk, borða fisk og hrossa-
kjöt, af því að þeir hafa ekki efni á dilkakjöti, og borða
smjörlíki, af því að þeir hafa ekki efni á smjöri.
Þessi lausn hefur þann kost, að hún býr ekki til pen-
inga, sem ekki eru til, heldur færir þá frá vel stæðu fólki
til illa stæðs. Ríkisstjórnin getur svo sem farið aðrar
leiðir, ef það hentar henni, en hún má ekki sitja með
hendur í skauti.
Vonarvöl fólks er hliðarverkun aðgerða ríkisstjórnar-
innar, en ekkert sem aðilar vinnumarkaðarins hafa sam-
ið um í frjálsum samningum. Á þessu þurfa Steingrímur
og ríkisstjórnin að átta sig. Nú þarf að sýna mannlegt vit
og það strax. Jónas Kristjánsson
Reikningurinn
sendur suður
Þá er bænadagur aö vetri aö baki,
og mun sjálfsagt ekki hafa veitt af
fyrirbænum á hreinsunarhátíð
Maríu þetta áriö, fremur en aöra
daga í tíö mikilla grjónagrauta.
En kyndilmessan brást ekki
fremur en Ljósiö í Gilsfirði, sagöi
maöurinn úr Hólminum. Og hann fór
aö segja mér frá enn einu bréfinu, e:
bórist haföi í Stykkishólm, aö þessu
sinni frá frægðarstofu í Olpunum, frá
Meterologisk Institut í Sviss, eöa
veðurstofunni þar, sem telur vissara
aö skipta beint viö Hólminn, veður-
stofu Ama Thorlacius, sem byrjaöi
hitamælingar og aö halda veöur-
bækur í Stykkishólmi fyrir um þaö
bil 150 árum, fremur en að leita til
miililiöa. Og í raun og veru gat
maöurinn úr Hólminum naumast
leynt stolti sínu, og hann gjöröi sig
Stóri sunnan á svipinn, eins og þeir
nefna sunnanhvassviörin á Nesinu.
Og með sérkennilegum hætti hverfur
maöur til þeirrar staöreyndar, aö
allt veröur aö gjöra í vondu veöri á
Islandi. Svo til hvaö sem er, en samt
er nýjungagimin svo mikil, aö svo
virðist sem öil grundvallaratriöi
fornrar fræöi séu að hverfa, þótt á
öömm sviðum, búfræöi, séu Is-
lendingar ekki jafnnýjungagjarnir,
að ekki sé nú meira sagt. Og ég sagði
honum frá Þýska jámbrautartíma-
ritinu, sem ekki hefur enn gefist upp
á aö telja Reykjavíkurhöfn vera
jámbrautarfélag, já, og ef tii vill
fyrst og fremst jámbrautarfélag,
þótt áratugir séu síöan höfnin lét
slíta upp sína teina, þá er lokiö var
viö Norðurgaröana og Betteríiö. Og
búiö sé aö vista vort lókómótiv í Ar-
bæjarsafni fyrir fullt og fast ásamt
öörum þögnuðum rokkum for-
tíðarinnar.
Eg efa þaö ekki, að fyrir löngu sé
búiö aö segja hinum þýsku járn-
brautarmönnum, aö Reykjavíkur-
höfn hafi lokaö sinni Austurlanda-
hraölest og aö Veöurstofan sé búin aö
segja Meterologisk Institut í Sviss, aö
Árni Thorlacius sé hættur aö taka
veöur vestur í Stykkishólmi; sé
farinn annað. En meira þarf þó sýni-
lega til þess að menningarmenn í
Noröur-Evrópu hætti aö trúa á Ljósiö
í Gilsfirði, hitamælinn í Stykkis-
hólmi, eöa aö búiö sé aö leggja niöur
eina starfandi járnbrautarfélagið á
Islandi. En hvaö um þaö.
Viö ókum yfir Hellisheiöi í vor-
regni og þegar komiö var á suöurlág-
lendiö, Flóann, var Breiðamýrin
orðin aö einum hafsjó, frá veginum
aö sjá. Ekki svo aö skilja, aö flug
væri komiö í ána og þau flóð, er ein-
angmöu sveitamenn oft með vatni,
hverja frá öörum, menn sem sjaldan
komu saman hvort eö var. Heldur
voru fyrirheit kyndilmessunnar aö
rætast meö sjö stiga hita og volgum
stormi. Og fyrir þá, sem ekki þekkja
til staöhátta í Breiðafirði, var Ljósiö
í Gilsfirði notaö til þess að sjá fyrir
Halaveöur.
örorkubætur á vetrarvertíð
Ef frá eru talin sorgartíöindin úr
Gmndartanga vom umræðuefni
helgarinnar ekki mörg. Þaö er eins
og mönnum fallist hendur viö
ótíöindi, þá stööugu áminningu, um
að land vort er eigi aöeins auöugt í
vissum skilningi.heldur er þaö líka
hættulegt.
Og nú fer vetrarvertíö í hönd á
Suðurlandi, byrjaöi fyrir réttri viku.
Ef til vill er þessi vertíö ekki frá-
brugðin öðrum hvað sjólag varöar,
eða úrsynning. En þó erum viö á
vissum tímamótum núna. Vertíöin
ræöst ekki lengur á Kjalvegi eöa í
jökulvötnum, þegar menn voru á leið
í verið. Ekki heldur í lendingunni eöa
á miðunum, heldur fyrst og fremst í
stjómarráðinu, sem kastaö hefur
eign sinni á allan fisk og úthlutar
honum eins og örorkubótum yfir skip
og menn.
Eftir helgina
JÓIMAS
GUÐMUNDSSON
RITHÖFUNDUR
Auövitaö er mönnum, eöa stjórn-
málamönnum, vandi á höndrnn nú
um stundir, þegar svo er komiö, aö
þannig er á þorskstofninn gengið, aö
útlit er fyrir aö ekki megi veiða
meira en 220 tonn af þorski á árinu
sem nú er að byrja. En þaö sorgleg-
asta er þó, aö þaö eru stjórnmála-
mennirnir, sem raskaö hafa lífríkinu
viö strendur landsins, en ekki
sjómenn.
Og þaö hefur verið gert meö af-
skiptasemi ööru fremur. Meö því aö
útrýma fiskistofnunum meö kerfinu.
Þetta getum viö sannfærst um meö
því aö skoða útgeröarskýrslur meö
svipuðum hætti og menn skoöa
veðurbækumar úr Hólminum. I Ijós
kemur þá, aö ööm sinni hafa
stjómvöld gripiö in'n í þróunina og
sett útgeröina á hausinn.
A fyrstu áratugum togaraútgeröar
var hún stunduö meö góöum árangri
á vissum stöðum á landinu. Utgerö
togara varö sérgrein í Reykjavik,
Hafnarfiröi og á Patreksfirði.
Svo kom nýsköpunin svonefnda
eöa nýsköpunarstjómin er tók aö sér
aö eyöa sparifé þjóöarinnar, eöa
stríösgróöa í nýsköpunartogara.
Stjórnmálamennirnir heimtuöu þá
togaraútgerð á nýja staði, þar sem
hvorki var fyrir reynsla né þekking
og mannskapur til aö gera út stór og
öflug fiskiskip. Keflvíkingar fengu
nýsköpunartoga, Vestmannaeying-
ar, ýmsir staðir á Austfjöröum, á
Norðurlandi og á Vestfjöröum.
Reynslan af þessari nýju byggöa-
stefnu varö ekki góö, þótt hún tækist í
sumum stærri bæjum, eins og t.d. á
Akureyri. Á öörum stööum boöaði
togari ríkisstjórnarinnar aðeins nýja
eymd, nýjan vanda, þótt heföbundin
útgerð dafnaöi hins vegar ágætlega.
Til dæmis í sunnlensku ver-
stöövunum og víðar um land, þar
sem menn höföu báta, er fengust viö
árstíðabundin verkefni.
Þetta getum viö séö meö eftirfar-
andi tölum um skiptingu togaraút-
gerðar á Islandi, áður og eftir síðari
hallarbyltinguna í togaraútgeröinni,
þ.e. fyrir og eftir skuttogaraæöiö:
Þannig var Reykjavík miöstöö tog-
araútgerðar í landinu á ámnum
1950—1970, en þá var gerður héðan út
helmingur togaraflotans. Nú em 15%
togaraflotans gerö út héöan.
Þannig voru 22 togarar í
Reykjavík áriö 1963, en þá taldi tog-
arafloti landsmanna 34 skip. Ariö
1983 eru 15 togarar geröir út frá
Reykjavík, en togarafloti lands-
manna telur 102 skip. Á sama tíma
hefur bátaútgerð dregist saman og
hefur hlutfallseign Reykjavíkur í
bátaútgerö minnkað úr 10% áriö 1965
í 8% áriö 1983.
Skip hamingjunnar
A þessu sést hver ber ábyrgö á ís-
lenska efnahagsundrinu eöa þeim
hluta er nú leiðir til þess aö nánast
enginn botnfiskur viröist vera eftir
viö strendur landsins.
Togurum utan heföbundinna tog-
araútgeröarsvæða hefur veriö f jölg-
aö og eru þeir nú um 100, meöan tog-
araútgerð hefur dregist saman t.d. í
Reykjavík.
En hin nýja stefna hefur ekki aöeins
kallaö á offjárfestingu í skipum,
heldur einnig í hafnargerð og gjald-
þrota vinnslustöðvum. Svo mikiö lá
á, aö á sumum stööum flaut togarinn
hreinlega ekki upp aö bryggju
hamingjunnar og byggöastefnunnar,
því togarinn risti dýpra en stjómar-
ráöiö og stjómmálamennimir
gjörðu. Aratugur Framsóknar-
flokksins er þetta tímabil gjaman
nefnt, tímabil þar sem sveitamenn
og hagfræöingar lögöu til vitið í sjáv-
arútveginn og nefndu byggða-
stefnu.
Vissulega heppnaöist þetta á
vissum stööum. Bar ljós í byggöar-
lagið og má nefna mörg dæmi um
þaö. En sú staðreynd, að þessi off jár-
festing í sjávarútvegi, sem
framkvæmd var í nafni hamingjunn-
ar, er núna aö gjöra þjóöina gjald-
þrota. Og nú veröur sá reikningur
sendur suöur og nefndur aflamark,
eöa kvóti, eftir því hvaða listgrein út-
gerðarmenn hugsa sér aö stunda á
Á sama tíma hafa menn svo tekið
upp lénsskipulag um lífríkiö á öörum
stööum. Hafa sérstakar kirkjusóknir
um rækj u og skel, sem nú eru séreign
kjördæmanna og atkvæðanna, þar
sem strangtrúarmenn á þingi gæta
þeirra vel. Enda er Island nú oröiö
skuldugasta ríki veraldar, miöað viö
þjóöartekjur, og viö erum föst í
netinu.
Helgin leiö í þíöviöri og hláku víöa
um land, því kyndilmessan stendur
fyrir sínu, þrátt fyrir allt, eins og
Ljósið í Gilsfirði g jöröi um aldir.
Og vonandi hættir veöurstööin í
Stykkishólmi og járnbrautarfélagiö
Reykjavíkurhöfn ekki að fá rétt bréf,
því á meöan svo er, má telja, aö
einhver æra og tiltrú sé eftir í út-
löndum, Islendingum til handa.
Viö ókum heimleiöis gegnum flóöiö
og þaö var komiö flug í ána. Vertíðin
er aö byrja, og bráöum koma nýju,
pólsku fiskiskipin, sem grautarfélag
ríkisins keypti, án þess aö vita þaö
eöa muna.
Hvaða kvóta eöa sóknarmörk
munu þau fá ? Og viö á Samlagssvæð-
inu seg jum eins og kerlingin:
— Mikið er þetta líf, séra Halldór.
Jónas Guðmundsson
rithöfundur.
hafinu, eftir aö fiskurinn er farinn.