Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1984, Blaðsíða 31
>»/ HAUHffi’í AIHUDA0UIŒH4 .VU DV. ÞREJUDAGUR14. FEBRUAR1981. Sandkorn Sandkorn Sandkorn Lögreglart varð fyrir barö- inu á matarertrun i Stapanum. Matareitrun í löggunni Lögreglumenn á Suðurnesj- um héldu árshátíð sína i Stapanum nú fyrir skemmstu. Svo illa tókst til, að sögn Víkurfrétta, að hátíðargestir fengu vonda matareitrun sem einkum lýsti sér í skerandi kveisu- stingjum. Og það undarlega var að matareitrunin lagðist svo til eingöngu á lögreglu- menn á Keflavíkurflugvelli. „Kollegarnir” í Kefiavík sluppu mun bctur. Enginn mun þó hafa þurft að leita læknis af þessum sökum. Að sögn Víkurfrétta er ekkl vitað hvað olli matareitrun- inni en talsvert mun hafa verið kvartað undan „sóða- skap, drusluhætti og lélegum mat” í Stapanum að undan- fömu. Er skýringin sögð sú að um síðustu áramót hafi nýr rekstraraðili tekið við staðnum. Mun matareitrun hafa komið upp tvisvar frá því að hann tók við rekstrfn- um. Luralegir ÓLbúningar Búningar þeir er íslenska ólympíuliðið klæddist á opnunarhátíð leikanna í Sarajevo munu hafa vakið mikla athygli. Ekki var það Svona litur íslenski ÓL- bimingurinn út. þó vegna þess að þeir þættu áberandi fallegir. Þvert á mótl þóttu búningarnir með eindæmum luralegir svo tll þess var tekið. Líktust þeir einna helst trimmgöllum sem vanfærar konur ganga í nú til dags. Virtust íslensku þátttakendurnir harla þétt- vaxnir í ullargöllunum ef marka má myndir þær er sáust i sjónvarpinu nú um helgina. Sérstaklega sýndust karlmennirnlr undarlega vaxnir komnir í múnder- inguna. Það þótti því skjóta nokkuð skökku við þegar Ingvar Pálsson, starfsmaður ólympíunefndar tslands, sagði í blaðaviðtali fyrir helgina að íslenski búningur- inn hefði vakið athygli fyrir fegurðar sakir. Kvað Ingvar stúlku á ensku blaði hafa hringt til tSt til að spyrjast fyrir um dressin. Hún skyldi þó ekki hafa verið....? Málvöndun Málgagn islensku bænda- stéttarinnar og Framsóknar- flokksins, Tíminn, hefur býsnast afskaplega mikið út af málfarinu á rás 2. Mun mörgum í fersku minni þegar blaðið hvatti Erling Sigurðar- son, málvöndurnarmann, til að taka bullið á rásinni í gegn i eitt skipti fyrir öll. Sá galli rcyndist þó á gjöf Njarðar að Erlingur er búsettur norður á Akureyri og heyrlr ekkl stakt orð í stöðinni. Og nú nýverið skýrði Tíminn fjálglega frá því að útvarpsráð vildi endurskoða „bullið og ambögurnar á rás 2”, eins og komist var að orði. 1 sama tölublaði gaf að lita eftirfarandi vísdóm: „Ekki eru þó öll kurl komin til grafar, og því siður vatnið sopið þó í ausuna sé komið... ” Var einhver að tala um kál....? Að hengja bakara... Birting á nauðungarupp- boðum og öðru í þcim dúr getur oft komið sér illa fyrir fólk. Einkum á þetta þó við ef bakarí er hengdur fyrir smiö eins og gerðlst í eftir- farandi dæmi. A dögunum var birtur listi yfir gjaldþrot. Á skránni þeirri arna var m.a. nefndur Halldór Einarsson til heimilis að Sólvallagötu 25. En svo vill tU að á SólvaUagötu 9 býr alnafni Halldórs. Sá rekur umfangs- mikið fyrirtæki. En svo brá við cftir birtingu listans góða að HaUdór á SólvaUa- götu 9 fór að verða fyrir ýmiss konar óþægindum. Komst hann fljótlega að raun um að menn töldu hann hafa verið lýstan gjaldþrota, sem var fjarri öUum sanni. Slik dæmi munu hafa komið upp áður og valdið viðkom- andi miklum óþægindum. Það er því spurning hvort ekki eigi að birta nafnnúmer manna þegar vanskU þeirra eru gerð opinber tU að koma I veg fyrir nefndan mis- skilning. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir______^ Kvikmyndir Kvikmyndir Laugarásbíó—Looker: Heiti: Looker. Leikstjóri og handritahöfundur: Michael Crichton. Kvikmyndun: Paul Logmann. Tónlist: Barry DeVorzon. Aflalhlutverk: Albert Finney, James Coborn, Susan Day og Leight Taylor-Young. Michael Crichton er bæði þekktur sem rithöfundur og leikstjóri kvik- mynda. Bækur hans eru spennu- bækur af betri geröinni og teljast til vísindaskáldsagna. Þó gerast þær yfirleitt í náinni framtíð og fjaUa um vandamál sem gætu gerst hvenær sem er. Hans þekktasta skáldsaga er The Andromeda Strain sem hefur verið kvikmynduð, en þó ekki undir hans stjórn. Þekktustu kvUcmyndir er Michael Crichton hefur stjómað eru Coma og Westworld, báðar eru þær framtíðar- myndir og verða aö teljast með betri myndum af þessari gerö. Nýjasta mynd hans Looker er einnig nokkurs konar spá í nána framtíð um þróun sjónvarpsauglýsinga þegar tölvur em eingöngu látnar um gerð þeirra. Larry Roberts (Albert Finney) er lýtalæknir. Hann hef úr meðal annars lagfært andUt nokkurra þekktra leik- kvenna sem hafa það að atvinnu að leika í sjónvarpsauglýsingum. Þær koma með lista yfir það sem ábóta- vant er við andlit þeirra og er það yfirleitt miUimetraspursmál. En leikurinn fer að æsast þegar þrjár af þessum stúlkum bíða bana á dular- fullan hátt og rej-nt er að koma því þannig fyrir aö Roberts verði grunaður. Roberts bregst við á þann hátt að hann tekur að sér að vernda þá fjóröu Cindy (Susan Day) gegn yfir- vofandi hættu, þótt ekki viti hann við hvað hann á að berjast. En fljótlega fer hann að gruna að ekki sé allt eöU- legt með fyrirtækið sem Cindy vinnur hjá sem er stórt auglýsinga- fyrirtæki undir stjóm John Reston (JamesCobum). Reston vinnur að gerð nýrra auglýsmgamynda þar sem tölvur ráða ferðinni og leikarar eru óþarfir. En um leið hefur hann fundið upp nýstárlega byssu sem hefur þann eiginleika að geta „fryst” manneskjur í nokkrar mínútur og kaUast vopniö Looker... Michael Crichton er á heima- slóðum þegar um efni er að ræða sem Looker fjallar um, enda er margt gott við tækniúrvmnsluna á myndinni og efnið alls ekki svo ólík- legt þegar framfarir á sviði tölvu- geröar er svo mUdar að erfitt er fyrir einstakling að fylgjast með. En það sem helst er ábótavant við Looker er að spennuna vantar. Þaö er í raun aldrei spurning hvaö er að gerast eöa Hættulegt að vera fullkomin Larry Roberts (Albert Finney) lætur gagnvart sjónvarpsauglýsingu. hvaö muni gerast. En samt sem áður má hafa nokkra ánægju af myndinni. Hún rennur vel í gegn án dauðra atriða og handrit Crichton er for- vitnilegt. Aðalhlutverkin eru í höndum Albert Finney og James Coburn og renna þeir sér létt í gegnum þetta, hér prufa viðbrögð augna sinna enda bjóða hlutverkin ekki upp á mikil tilþrif í leik. Eg hafði búist viö sterkari mynd frá Michaelf Crichton, sérstaklega þegar höfö eru í huga fyrri afrek, en Looker verður aldrei meira en meðal sakamálamynd. Hilmar Karlsson. MOTOROLA Altcrnatorar Haukur og Ólaf ur Ármúla 32 - Sími 37700. | ÁL- OG | STÁLHURÐIR | Standard eða Imeð polyurethane einangrun. I • I Verðhugmynd: B Hurð, 3x3 m, I frá kr. 19.600, ■ komplett með 2 öllum g járnum. I Stuttur afgreiðslufrestur. ASTRA Síðumúla 32. SímiRfifiðá Þarftu að ná í mannskapinn? . . . þráðíaust SVISSNESKT KALLKERFI (f • DREGUR ALLTAÐ 5 KM * FYRIR BANKA FRYSTIHÚS BRÆÐSLUR VERKTAKA FYRIRLIGGJANDI ASTRA SIÐUMULA 32 SÍMI 86544

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.