Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 3
* JDLABLAÐ TÍMANS 1956 * 3 staðreyndum, bæði um tíma og rúm, sem er skálda leyfi. Nú eru að sjálfsögðu til margar sagnir hérlendar um það, að menn hafi forðað sér á hestum úndan dauða og margskonar „fári þungu“. Fræg er t. d. „eftirreiðin mikla“ 1242, þegar Þórður kakali reið frá Þingvöllum vestur Mýrar, Löngu- fjörur í Miklaholt og til Helgafells, undan ofsalegri eftirreið Kolbeins unga og manna hans, á liðlega 30 klukkutímum, í vetrartíð og ófærð. Fræg er og ferð Árna Oddssonar 1618, er hann reið á rúmum 3 dög- um frá Vopnafirði til Þingvalla, þar sem honum tókst að bjarga málum á síðustu stundu. Eru auðvitað eng- in tök að rekja slík dæmi hér, sizt þau er þeir menn áttu hlut að, sem minna er um skráð í annálum sög- unnar. Kunnur hefir Grími t. d. verið, og í fersku minni, flótti bónd- ans á Loftsölum, »r hann hleypti einhesta yfir Mýrdalssand undan æðandi jökulhlaupinu, (Kötlugosið 1860), og náði Hjörleifshöfða á sama augnabliki og flóðið skall á höfðann með jakaburði og ham- förum. Eru mýmörg dæmi um slíka atburði og þessu líka, og sem vissu- lega væru vel þess virði, að fróðir menn og hestavinir héldu til haga. En einn er þó sá atburður frá liðn- um öldum, sem hér skal vikið að sérstaklega, vegna þess að hann sýnist að ýmsu leyti geta komið heim við kvæði Gríms um Skúla- skeið, og sem þessvegna mætti geta sér til urn, að hann hafi beint eða óbeint haft í huga, er hann gerði kvæðið, þótt hann hagræði ýmsum ytri atvikum sem skálda er háttur. Auðvitað er þetta aðeins tilgáta, eins og fyrr segir, en þar sem at- burðir þessir eru að ýmsu leyti ó- venjulegir, og aðdragandi þeirra að sumu mjög „intressant“, eins og það er stundum orðað, þá er vel þess vert að rifja þá upp, alveg án tillits til þess hvort margnefnt kVæði stendur í nokkrum tengslum við þá eða ekki. V. í sýslumannaæfum Boga Bene- diktssonar er getið um flótta saka- manns af Alþingi, Tómasar Böðvars sonar, Skagfirðings, en hann náði hesti sínum og var eltur af þing- heimi, en komst þó að lokum und- an. Þessa flótta er getið í ýmsum heimildum frá fjTri tímum, og má telja vafalaust,-að Grími hafi verið um hann kunnugt. Hér var það hesturinn, sem varð lífgjafi hins íslenzka manns, en útlent kúgunar- og refsivald, sem stóð að hinni mis- heppnuðu eftirreið. Fyrir skáld eins og Grím Thomsen, hinn ramma ís- lending, og mikinn aðdáanda hesta, var þess vegna hér um ákjósanlegt yrkisefni að ræða, enda er þetta tvennt einmitt aðaluppistaða kvæðisins. Nú er það að vísu svo, að þegar athugaðar eru sögulegar heimildir, kemur í ljós, að undankoma manns þessa var ekki af Öxarárþingi, held- ur Vallaláugarþingi (Seyluþingi) í Skagafjarðarsýslu. Vel gat Grími verið kunnugt um það, þótt hann kysi að skapa kvæðinu annan og sögufrægari vettvang, eins og áður er sagt. Um atburð þennan eru allítarlegar frásagnir í Alþingis- bókúm, annálum og árbókum, og ennfremur er nú nýlega að honum viki'ó i grein Einars Arnórssonar um „Þórdísarmálið“ fræga í ritum Sögufélagsins og í bók Guðbr. Jónssonar „Sjö dauðasyndir“. Sá var aðdragandi þessara at- burða, að bóndi nokkur í Skaga- firði á öndverðri 17 öld lenti í háskalegum kvennamálum, að þeirra tíma lögum og hugsunar- hætti. Maður þessi var sakaður um óleyfileg mök og barneign með mágkonu sinni, en slíkt var í skugga Stóradóms og þáverandi réttarfars undankomulítið líflátssök. Bæði virðast þau hafa verið mannvæn- legt fólk og vel látið, enda er svo að sjá, að almenningur hafi ógjarn- an viljað trúa „sekt“ þeirra, eða þá hitt, að þau hafi fyrst lengi vel notið frændsemi við fyrirmenn Skagfirðinga, lögmanninn á Reyni- stað og Hólabiskup, sem haldið hafi hlífiskildi yfir þeim meðan kostur var. Segir E. A., að þau hafi bæði verið í frændsemi við allt helsta stórmenni landsins í þann tíð Sjálf játuðu þau aldrei brot sitt, né sam- band það, sem á þau var borið. Er staðfesta stúlkunnar í því efni undraverð, því þrátt fyrir margra ára málarekstur og harkalegustu yfirheyrzlur, bæði á Alþingi og í héraði, stóð hún á því fastari fót- unum allt fram í dauðann, að hún hefði ekki karlmann kennt. Hefði henni þó væntanlega verið innan- handar að hagræða faðerninu á meinlausari hátt og bjarga þannig lífi sínu, ef hún hefði viljað frá þessu kvika, og virðist þetta benda til þess, að hún hafi a. m. k. sjálf trúað því, að hún væri óspjölluð af karlmanns völdum. Eða þá hitt, sem sumir hafa getið til, og sem bregða mundi hugþekkari blæ yfir málið, að hún hafi með neitun sinni viljað bjarga manninum, og þann- ig lagt líf sitt í sölurnar fyrir hann, enda þótt sú skýring sé að vísu í langsóttara lagi. En þau urðu hin raunalegu endalok þessara mála, að hinir dönsku umboðsdómarar svokölluðu létu að síðustu drekkja stúlkunni á Þingvöllum, en maður- inn komst undan, svo sem frá verð- ur sagt hér á eftir. Um mál Þórdísar Halldórsdóttur verður að öðru leyti ekki rætt hér frekar, enda þótt um það mætti skrifa langt mál. Málið er að því leyti einstakt í íslenzkri réttarfars- sögu, að íslendingar fengust aldrei síðan til þess að samþykkja eða taka upp þær hrottalegu rannsókn- araðferðir, sem viðhafðar voru gagnvart stúlkunni, og hún var dæmd eftir. Er málið og um marga aðra hluti merkilegt, og sumt í því mikil ráðgáta, en þar sem það fell- ur utan ramma þessarar greinar verður ekki reynt hér frekar að ráða þær gátur að sinni. í | í ! Þeir eltu hann á átta 'hóíahremum og aðra tvenna höfðu þeir til reiðar, en Skúli gamli sat á Sörla einum, svo að heldur þótti gott til veiðar. Meðan allar voru götur Treiðar, gekk ei sundur með þeim og ei saman, en er tóku holtin við og heiðar, heldur fór að kárna reiðargaman. Henti Sörli sig á harða stökki, hvergi sinnti’ hann gjótum, hvergi grjóti, óð svo fram í þvkkum moldarmekki, mylsnu hrauns og dökku sandaróti. Þynnast bráðum gjörði fjanda flokkur, fimm á Tröllahálsi klárar sprungu, og i Víðikerum var ei nokkur vel fær, nema Jarpur Sveins í Tungu. Ei var áð, og ekkert strá þeir fengu, orðnir svangir jóar voru og mjóir. en — þótt miðlað væri mörum engu, móðurinn þó og kraftar voru nógir. Leiddist Skúla, leikinn vildi’ hann skakka, ljóp við Ok úr söðli’ og fastar girti; strauk hann Sörla um brjóst og stinnan makka sté á bak og svo á klárinn yrti: „Sörli minn! Þig hef ég ungan alið „og aldrei valið nema bezta fóður; „nú er líf rnitt þínum fótum falið, „forðaðu mér nú undan klárinn góður!“ Það var eins og blessuð skepnan skildi Skúla bæn, því háls og eyru’ hann reisti, frísaði hart, — og þar með gamimur- inn gildi glennti sig og fram á hraunið þeysti. Á kostum Sörli fór í íyrsta sinni, — furðar dverga hve í iklungrum syng- ur, — Grímur Thomsen. aldrei hefir enn í manna minni meira riðið nokkur íslendingur. Tíðara Sörli’, en selningur á leiru, sinastælta bar I gljúfrum leggi, glumruðu Skúla skeifurnar um eyru, skóf af klettunum í hófa hreggi. Rann hann yfir urðir, eins og örin, eða skjótur hvirfilbylur þjóti, enn þá sjást í hellum hófaförin, harðir fætur ruddu braut í grjóti. Örðug fór að verða eftirreiðin, allir hinir brátt úr sögu detta; — en ekki urðu fleiri Skúla skeiðin, skeið hans fyrsta og síðasta _var þetta. Hann forðaði Skúla undan fári þungu, fjöri sjálfs síns hlifði kl'árinn mið- ur; — og svo með blóðga leggi, brostin lungu á bökkum Hvítár féll hann dauður niður. Sörli er heygður í Húsafells í túni, hneggjar þar við stall með öllum tygjum, krapsar hrauna saila biakkurinn brúni — bíður eftir vegum fjalla nýjum. s \ \ \ j i j j j ! j í í í ! S \ ! \ j i j i j VI. Hinn æfintýralega flótta Tómas- ar Böðvarssonar bar að með þeim hætti, að þegar fógeta Bessastaða- valds hafði tekist á þinginu að fá stúlkuna með ógnunum og likam- legum pyntingum, („jómfrú“. þ. e. þumalskrúfu), til þess að gefa tví- ræða yíirlýsingu, sem (ranglega þó) var túlkuð sem „játning“, var Ijóst að böndin bárust að mann- inum þann veg, að skammt yrði meiri tíðinda. Gugnaði hann þó ekki að heldur, þótt hann hafi mátt sjá fram á pyntingar og líf- lát, — ,,hand sagde hart neii“ segir í þingbókinni, — og krafðist, að mega sverja sakleysi sitt. Hafði fógeti þá kröfu að engu, og beiddist umsagnar dómsmanna um það, hvort ekki skyldi setja manninn þegar í „Kongens jern“, og ,,hand saa uell som hun at lide for sagen“, þar eð hún hefði beerar játað. í.vsti þá stúlkan því að hún hefði ekkert játað eða hún tæki þá játningu aftur. Skarst Hólabiskup nú í mál- ið, sem sennilega hefir sem fleir- um þótt nóg um aðfarir fógeta og lagði til að ekki yrði frekar að- hafzt að sinni; væri bezt að fela Guði mál þetta, þar sem „det gick offuer hans forstand". Hafa þessi ummæli biskups verið ýmsum ráð- gáta, enda má margan skilning í þau leggja. Kallaði biskup nú fó- geta á eintal út úr dóminum, og skipti engum togum, er sakborn- ingur varð þess var, að hann stekk- ur upp eldsnöggt og snarast út úr þrönginni, og á hest sinn sam- stundis, er þá hefir staðið tygjaður við þingveginn, (undirbúið?), og þeysti burt, sem mest hann mátti. Varð nú uppnám á þingi og virðist mönnum hafa orðið ráðafátt í svip, sem vonlegt var. Kallaði fógeti á eftir manninum að nema staðar, en sú skipun var að sjálfsögðu ekki virt. Kvaddi þá fógeti samstundis til bændur þá, sem helst þótti lið í og vel voru hestaðir, að ríða eftir manninum allt hvað af tæki og grípa hann. Brugðu þeir þegar við, en þing leystist upp, og varð stúlkan því ekki dæmd að því sinni. Og hófst nú eftirreiðin. VII Nú sem sakborningur hafði kom- ist á hest sinn, þeysti hann burt af þingstaðnum beint af augum, enda enginn tími til að velja veg eða leiðir. Urðu brátt fyrir honum fen og keldusvakkar, og þótti þá sýnt að hann myndi fljótlega liggja í og verða gripinn. En hér fór á ann- an veg, og reyndar með þeim ólík- indum, að varla var einleikið talið. Segir í þingbókinni, að hann hafi runnið yfir fenin, sem á ísi vœru, „reed offuer som paa en jis“. Af eftirreiðarmönnum var aftur aðra sögu að segja, því er þeir hugðust ríða fenin lágu hestar þeirra þegar á kafi og féllu og lágu menn og hestar í bendu og brutust um í kviksyndinu, meðan flóttamanninn bar yfir sem fugl flygi. Þótti þetta slík undur þeim, er á horfðu, að ástæða þótti að færa það í réttar- bækur, og segir þar, að þetta hafi verið „alle Erlige mend vitterligt som saa Thingest vaare“. Tekur það af tvímæli um, að hér getur ekki verið um neina þjóösögu eða ýkjur að ræða. Hinsyegar mun því almennt hafa verið trúað, að hér (Framh. á bls. 30)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.