Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 18
1B * JöLABLAÐ, TÍMANS 1956 * Utgerðarmenn Lestarvinda Hringnótavinda Framleiðum 3. og 4. 'tonna vökvaknúnar hringnótavindur. Einnig 1200 kg. línuvindur. Sams konar vökvaknúnar vindur getum vér einnig af- greitt vegna skipabyggingar erlendis. tJtvegum gegn leyfum vökvaknúnar lestarvindur, lyftiþol 2., 3., 4., og 5 tonna. Þessar lestarvindur hafa rutt sér braut á nýjustu kaup- skipaflotum Norðurlanda. Vélaverkstæíil Línuvinda )ig!5roar sonar Lf. REYKJAVÍK. ■oo< krók, að læra sauma hjá Ingibjörgu Pétursdóttur, alkunnri saumakonu. Hún var af Álfgeirsvallaætt. Ég var til heimilis hjá Steindóri Jóhanns- syni verzlunarmanni og Guðrúnu Pálsdóttur konu hans, og var ég sem ein af fjölskyldunni, en það var bæði stór og glæsilegur hópur. Þegar styttast fór til jólanna langaði mig að komast til frænd- fólks míns í Viðvíkursveit og vera þar um jólin, því að illmögulegt var að komast út í Siglufjörð. Ég bar þetta í tal við mína ágætu hús- bændur, sem voru mér eins og beztu foreldrar, og morguninn eftir að við saumastúlkurnar fengum jólafríið (en við vorum 16 alls) segir Steindór við mig: Farðu að búa þig og vertu tilbúin þegar ég kem með hestana, en þau hjónin áttu sinn reiðhestinn hvort, trausta og íallega hesta. Guðrún lét leggja sín eigin reiðtygi á hestinn handa mér, söðul með grænu áklæði og beizlis-tvítaumur með koparstöng- um. Síðan færði hún mig í reiðföt- in sín, aðskorna klæðistreyju og skósítt pils. Þetta var hlýr búning- ur. Síðan segir hún: þú skalt fara í reiðleistana mína utanyfir skóna. Það er kalt að sitja á hestbaki um hávetur. Síðan lét hún sjalið mitt í söðulsessuna og sagði að ég skyldi slá því yfir mig ef mér yrði kalt. Veður var kalt, logn og bjart- viðri, en bakki til hafsins. Við lögð- um af stað um hádegisbil. Stein- dór fór hægt, við töluðum eitthvað um daginn og veginn, þar til við nálguðumst Héraðsvötnin, þá lét Steindór hestana fara greiðara. Allt var ísi lagt, svo sem augað eygði, hvergi blámi eða spnmga. Þá voru engar brýr á Héraðsvötnum. Söðullinn sem ég sat í var með ensku lagi og lágum hnífli. Hest- arnir fóru á hægu skeiði, hlið við hlið, og ég tók eftir bví að hestur- inn minn vildi stöðugt vera á vinstri hlið við hinn. Ég sá seinna að betta varð mér til lifs. Hvorugt okkar mun hafa grunað neitt. En á einu augabragði brást ísinn og hestarnir fóru á svarta kaf. Ég steig eins og sjálfkrafa fram úr söðlinum, ofan á ísskörina, og sé þá um leið að Steindór er kominn af hestinum upp á skörina hinumegin. Ég hef víst haldið enn í tauminn á mínum hesti, en ég man að hann rétti mér tauminn á sínum hesti, fór spölkorn frá vök- inni og kastaði af sér reiðjakkan- um og stígvélunum, kom til mín og sagði: Ég ætla að skreppa heim að Utanverðunesi og ná í Jón Ósmann og Magnús til að hjálpa. Jón er á við tvo, þá er okkur borgið. Haltu vel í taumana. Vertu nógu róleg, reyndu að sleppa þeim ekki, með- an þú treystir þér til þess. Og í sömu svipan var Steindór horfinn mér. Þarna stóð ég eftir á skörinni í Héraðsvötnum, en hestarnir tóku að brjótast um ákaflega í vökinni. Um leið og þeir féllu ofan í sneru þeir samstundis upp í strauminn, en nú tóku þeir að brjótast um, eins og þeir fyndu það að húsbóndi þeirra hefði skilið þá eftir. Straum- urinn ólgaði og fossaði í vökinni og dýpið var ægilegt. Aldrei gleymi ég þeim bænaraugum sem blessaðar skepnurnar mændu á mig þegar þeir fundu að þeir gátu ekki komist upp úr. Þá greip mig sú tilfinning að ekki skyldi ég sleppa taumun- um meðan mér væri með nokkru móti auðið að halda þeim. Þetta gekk fyrst sæmilega. En svo var eins og ný örvænting gripi hestana. Þeir fóru að reyna að brjóta úr skörinni með hnjánum, og þá skve'ttu þeir svo vatninu upp á skörina að mér varð nærri óstætt fyrir hálku. En þá komu mér að góðu ullarleistar húsmóður minn- ar, sem ég var í utanyfir skónum. Ég hafði einhverntíma heyrt að þegar hestar færu að þreytast á sundi vildu þeir setja hausinn und- ir sig. En ekki bar á því enn. Þrengsli voru mikil í vökinni fyrst, og sá ég sialið mitt bvælast milli hestanna stundarkorn, þar til það hvarf undir skörina. Enn reyndu hestarnir að brjóta úr skörinni, og nú með snoppunni, og skvettist þá enn mikið vatn upp á skörina og um fætur mér, en hálkan var orðin hræðileg. En leistarnir dugðu mér vel, svo að ég missti ekki fótanna. Straumurinn var svo mikill í vök- inni að hestana hrakti sífellt aftur á bak, en þeir tóku dýfur áfram til mín aftur. í þessum umbrotum slitnaði taumurinn annarsvegar á þeim hesti sem ég hélt í með hægri hendi, og þá versnaði enn, því að nú fór sá hesturinn að setja undir sig hausinn. Þá vafði ég taumnum utan um hönd mér og hélt sem fastast, en þetta var svo erfitt að nú fannst mér sem ég mundi þá og þá gefast upp. Engin hjálp var sjáanleg og mér fannst tíminn vera orðinn óbærilega langur. Ég færði mig frá ísskörinni eins langt og taumarnir leyfðu, en straumurinn hrakti hestana í sífellu aftur á bak, og varð ég þá að fylgja eftir fram á skörina. Og nú tóku hestarnir enn að setja undir sig hausinn. Þá var mitt þrek búið. Hræðslan og þreytan yfirbuguðu mig. Ég hróp- aði í bæn til guðs, og ekki veit ég hvað löng þau augnablik voru sem ég hékk þarna á ísskörinni með taumana í báðum höndum. Myrkr- ið var að skella á, tunglskin var, en skýin bar fyrir tunglið í sífellu, svo að stundum var glóbjart, en koldimmt á milli. Þá heyri ég sagt við hliðina á mér: Þú ert nú búin að gera vel, stúlka mín. Þar var kominn Jón Ósmann, tröllið, margra manna makinn, og þeir Steindór og Magnús. Þeir komu með reipi og langa rá. Þeir tóku við, en ég reikaði frá út á ísinn og var stirð og dofin. Þá kallar einn þeirra og segir: Þegar við ná- um upp fyrri hestinum verður þú að vera dugleg og halda enn í taumana á honum. Þeir náðu hestunum upp úr á stuttri stund. En nú brakaði og brast í öllu kringum vökina, ísinn gekk í bylgjum og brestirnir í kring og dynkir í fjarska, eins og allt væri að liðast sundur. Enginn sagði orð, en við höfum víst öll hugsað það sama og beðið guð að skila okk- ur lieilum úr þessum háska. Þegar öllu var lokið tók Steindór klút upp úr vasa sínum og strauk mesta vatnið úr söðulsessunni, leit á mig og sagði: Viltu ekki halda áfram í jólafríið? Nei, sagði ég. — Jæja, sagði hann og brosti við. Ertu búin að fá nóg? Við riðum hart heim aftur á Sauðárkrók. Þegar við komum í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.