Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 26
26
* JÓLABLAÖ TÍMANS 1 95.6 ★
í bókasafni Grímseyinga.
Flestar tegundir hans eru farfugl-
ar. í Grímsey hafa verið taldar
nokkuð yfir 60 tegundir fugla og
vitað er með vissu að það verpa 22
fuglategundir. Fuglamergðin er svo
mikil af nokkríim þessara tegimda,
' að segja má að eýjan sé hernumln
af fugli yfir súinarmánuðina' Áoál-
' lega á þetta þó við um biörgin.
Fýll er eini bjargfuglinn, sem
ekki kveður að haustinu, heldur
| dvelur í eynni yfir veturinn. Þá er
líka rúmt um hann í bjarginu. —
' Stuttnefja er sá bjargfugl, sem 'nyt-
1 samastur er fyrir búskap eyjabúa,
en lundinn er líka arðsamur c.g
| verpir ekki í bjarginu sjálfu, held-
' ur í brekkum við bjargbrúnina.
Þegar fuglinn kemur i bjargið að
vorinu má segja að Grímsey fái
1 nýjan svip. Eftir það verður aldrei
j þögn, eða kyrrð í loftinu við biörg-
I in, sem dag og nótt bergmála af
! sífelldum klið og vængjataki.
f Við eggjatökuna er sigið í björg-
i in og hefir það lengi verið íþrótt
f frækinna Grímseyinga, sem sumir
hafa líka borið beinin undir björg-
t unum, þegar þessi karlmennsku-
raun hraustra og hugdjarfra
| manna hefir endað með harmleik.
I Spánverjar segja, að í uppeldinu
! megi það aldrei gleymast, að gæj ast
! inn um dyr dauðans. Víst er um
það, að meðan sigið er í björg í
Grímsey fer æskan þar ekki á mis
t við þá uppeldisskyldu. Þannig fara
saman lífsskoðanir, sem mótast við
aðstæður fólks, sem býr norðan við
■ heimskautsbaug í Grímsey, og suð-
ur á sólheitum ströndum Spánar,
! þar sem blóðið er ótaminn eldur í
! ungu hjarta.
Margar eru sögurnar til um
glímu Grímseyinga við björgin.
Lengi var það trú fóiks að tröll
byggju í björgunum og yrðu slys við
bjargsig af þeirra völdum, er þeim
! þótti orðið ónæðisamt um of af
mannavöldum, við bæjardyrnar.
Alkunn er sagan um loppuna loðnu,
sem kom út úr björgunum og skar
i á þráðinn. Gegn hinni loðnu loppu
| dugði ekkert nema bænir og helg-
ur söngur. Saga er sögð af presti
einum sem á þrettándu öld seig
! sjálfur í bjargið, þar sem slys höfðu
j orðið tíð. Hann lét syngja sálma
j hátt og snallt á bjargbrún á meðan
i hann dvaldi niðri. Sagt er að á
meðan hafi hann brotið með bar-
efli hvössustu eggjarnar í bjarginu,
sem voru hin raunverulega orsök
slysanna.
Enn þann dag í dag hafa menn
þá trú að ekki sé gæfulegt að síga
í þá hluta bjargsins; söm ekki hafa.
hió'tið blessun biskups frá fornu
fari.
Fvrr á tímum var fugla og eggja-
tekjan einn mikilvægasti bjargræð
isvegur Grímseyinga. Samkvæmt
jarðamati er fuglatekjan metin
6190 og eggin 4580. Fyrr á öldum
voru þessar tölur þó margfallt
hærri. Hver bær é. sinn hlut í bjarg-
inu og samkvæmt gömlum skiþta-
reglum í Grímsev fær sigmaður
þriðjung aflans úr biörgunum.
Á sumrin, þegar eggja og fugla-
tekjunni er lokið úr björgunum er
venja að efla til mikillar veizlu, og
gleðskapar. Borðar þá hver eins og
hann getur af eggjum og síðan er
dansað og sungið fram undir morg-
un. Aflinn er síðan búinn til vetr-
argeymslu á heimilunum. Eggin
geymd í mjölsekkjum, svo ekki
komi að þeim loft en fuglinn salt-
aður niður í tunnur.
í Grímsey eru vetrarnæturnar
langar og dimmar og skammdegis-
kvöldin löng. Ef til vill er það ein-
mitt hinum löngu skammdegis-
kvöldum að þakka að í Grímsey
hefir þróast merkileg og sérstæð
menning í þjóðlegum stíl. Um alda-
raðir var manntafl þjóðaríþrótt
Grímseyinga og stóðu þeir lengi
flestum íslendingum framar í þess
ari hugvitssömu íþrótt, sem jafn-
framt var þeim góð dægradvöl í
skammdeginu við norðurskaut.
Margar sögur eru til um Gríms-
eyinga að manntafli og erlendum
ferðamönnum, sem til landsins
komu á átjándu og nítjándu öld,
fannst mikið koma til þessa hæfi-
leika eyjarskeggja og kölluðu Gríms
ey paradís skákíþróttarinnar við
norðurpól.
Á miðöldum er sagt að gengið
hafi verið út frá því sem vísu, að
allir Grímseyingar kynnu góð skil
á manntafli og erfitt væri að máta
þá.
Fræg er sagan um fjórtán ára
strák úr Grímsey, sem kom til Hóla,
meðan þar var biskupssetur og höf-
uðból íslendinga norðan fjalla. —
Hinn ungi Grímseyingur kunni ekki
að umgangast höfðingja, eins og
menn ætluðust til'á meginlandinu.
í Grímsey voru allir jafnir. Meðan
faðir hans, sem drengur var í fylgd
með að Hólum, beið eftir viðtali
við höfðingja staðarins gékk bisk-
upinn um stofurnar þar sem gestir
biðu. Stóðu þá allir upp og tóku
virðulega ofan fyrir biskupi.
Þegar biskup var farinn spurði
drengur hver sá hinn mikli maður
hefði verið. Hann hlýtur að vera
góður taflmaður úr því menn bera
svo mikla virðingu fyrir honum,
sagði strákur. — Hvaða vitleysa,
sögðu þá nærstaddir. En hinn ungi
Grímseyingur færði enn rök fyrir
sínu máli og sagði, að ekki gæti hjá
því farið að biskup væri frábær af-
reksmaður í manntafli, því prest-
urinn heima í Grímsey væri næst
bezti taflmaðurinn á eynni.
Biskupi bárust þessi ummæli til
eyrna og lét hann senda eftir hin-
um unga Grímseyingi og færa hann
fyrir sig. Hann spurði drenginn um
orðaskiptin sem átt höfðu sér stað.
Sagðist drengurinn hafa spurt
staðarmenn hvort biskup væri ekki
snjall taflmaður, því ef þú teflir
vel, þætti mér gaman að tefla við
þig bætti strákur við.
Nú vildi þannig til að biskup var
einmitt ágætur taflmaður og fannst
talsvert koma til skákíþróttar sinn
ar. Lét hann þegar í stað færa sér
taflborðið og mennina, hóf að tefla
viö Grímseying og hætti ekki fyrr
en hann var búinn að tapa þremur
skákum. — Hver hefir eiginlega
kennt þér manntafl strákur, er
sagt að biskup hafi þá sagt.
Strákur sagðist hafa lært af föður
sínum og fólki hans heima í Gríms
ey, þar sem oft væri setið aö mann-
tafli á löngum vetrarkvöldum.
Ég held nú samt að þú hafir
gleymt bænum þínum og lært
manntafl af kölska sagði biskup og
var bitur í skapi vegna hrakfar-
anna.
Ef satt væri, segir þá strákur,
ætti ég líka að geta mátað kölska,
því ég máta prestinn okkar, sem er
helgur maður og vígður, og mátar
alla á eynni nema mig.
Þegar bikup sá að drengúr kunni
þannig fleira en tefla og gat svar-
að vel fyrir sig, sendi hann strák á
skóla og geröist hann síðan prestur,
sem þá þótti mest virðing í landi
hér.
Það frægðarorð, sem um aldir
hefir farið af skákíþrótt Grímsey-
inga hefir sennilega oröið til þess
að Gr'msey eignaðist mikinn vin og
velunnara i lok síðustu aldar. Var
það hinn auðugi ameríski fslands-
vinur Willard Fiske.
Hann kom aldrei sjálfur til Gríms-
eyjar, en sá til eyjarinnar frá skipi
er hann sigldi með norður fyrir
land. Fannst honum mikið koma til
þess fólks, sem byggði Grímsey
norður við heimskaut og safnaði
ekki veraldlegum auði, en haíði
yndi af. góðum bókum og mann-
tafli. Sjálfur var Fiske mikill skák-
unnandí og skrifaði bók um mann-
tafl á íslandi. Sendi hann til Gr'ms
eyjar forkunnnr vönduð manntöfl
á hvert heimili á eynni og voru
taflborðin með reitum úr marglit-
um marmara sunnan frá Róm.
Þessum ágæta vini Grímseviar
varð oftar hugsað til Gr.ímseyinga
og gaf hann, eftir sinn dag, stóra
fjárhæð, sem ávaxtast skyldi til
bókakaupa handa bókasafni eyiar-
skeggja. Auk þess gaf hann mikið
safn úrvalsbóka, einkum um ferða-
lög. veiðiskap og sjósókn. Bókasafn
þetta er vandlega geymt í skápum
í skólahúsinu við kirkjuna og þar
er rneðal annars hægt að sjá tvö
hundruð ára gamlar franskar bæk-
ur um veiðitækni og fróðlegt að
bera saman myndirnar af fiski-
krókum þeirra tima við nælonnet
og vélspil nútímans, Grírnseyingar
meta mikils minningu þessa vel-
FORSÍÐUMYNDIN.
Frá Ur.msey. — iUsogarðar.
Nyrzti kirkjustaðar á íslaiulj.