Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 1
Jólahugleiðing
ÐARVEG
eftir séra Árelíus Níelsson
„Fyrir náð Guðs mun Ijós af hœðum vitja vor,
til að lýsa þeim, er sitja í myrkri og skugga dauðans,
til að beina fótum vorum á friðarveg“.
Lúkas.
Fingvr jólaengilsins slá alla mildustu og göfugustu
strengi mannssálnanna.
Enginn strengur ómar pó bjartar á peirri hörpu
en vonarstrengur friðarins.
Friður, friður á jörðu er mannkynsins Ijúfasti
framtíðardraumur.
Fátt hefur samt orðið meiri blekking og vonbrigði
viðkvœmri sál. En friðarpráin er eilíf. Hún getur ekki
dáið, prátt fyrir öll vonbrigði, alla ósigra.
Með fœðingu Krists, með boðskap spámannanna
eignaðist pessi prá nýja vœngi, nýjan Tcraft. Með hverri
kynslóð hefur hún risið hœrra og hærra, líkt og alda
lífsins sjálfs.
Ljós jólanna, dýrmœtasta náðargjöf alföður gaf
vissu hverri trúaðri sál, vissu um að friðarvon mann
kynsins hlyti að rœtast. Allar stjórnmálastefnur hafa
tileinkað sér eitthvað af pessu Ijósi hœðanna. Án pess
mundu pœr engri próun ná.
En margar stefnur og hugsjónir hafa svo gleymt
pessu Ijósi, jafnvel talið pað tefja framgang sinn og
framkvæmdir. En pá hefur allt hverfzt peim til óheilla.
Án Ijóssins af hœðum, trúarljóssins í sálunum verður
aldrei fetað um friðarvegu og framfara í veröldu vorri.
Það sannar öll saga mannkyns.
Öll heimsdýrð, hvort heldur í austri eða vestri,
sem œtlar sér að vermast við önnur Ijós, piggja Ijóma
sinn frá mýrarljósum mannlegrar skammsýni hlýtur
að hjaðna og hverfa út í myrkrin sem hjóm.
Og pœr pjóðir, sem œtluðu sér að vermast og
ganga um við Ijós manndýrkunar og kraft frá hásæt-
um guðlausra valdhafa, pœr sitja óðar en varir í
myrkri og skugga dauðans, sé pað ekki í dag, pá verð-
ur pað á morgun.
Stórveldi hjaðna og hníga, drottnar heimsins
berjast og hverfa, en Ijósið af hœðum héldur áfram að
skína öllum peim, sem prá pað og óska að ganga við
birtu pess.
Morgunstjarna pessa Ijóss Ijómaði hin fyrstu jól
og pað lýsir frá boðskap Krists hinum pjökuðu og
pjáðu. Fyrr eða síðar mun pað „lýsa peim, sem Ijósið
prá en lifa í skugga“.
Sólin slokknar ekki, pótt skammdegisskýin byrgi
hana.
í Ijósi guðstrúarinnar rœtast heitustu bœnir
mannlegra vara. í pví Ijósi einu verður hatrinu hafn-
að og hjálp veitt. Það logar á arni hinna sameinuðu
pjóða. Það birtist í hverri bæn hræddrar móður, hverri
gjöf hinum örbirga til handa, hverri löggjöf, sem eflir
réttlœtið, hverri ræðu, sem eflir sannleiksást, hverri
fórn, sem eflir frelsi, jafnrétti og bræðralag manna
og pjóða.
Það eitt, Ijós guðstrúarinnar, litla jólaljósið, sem
skín í myrkrinu, milt, hógvært, kveikt af englahönd-
um barnslegs sakleysis, brosandi í samhljóman við
friðarbæn mannshjartans, pað eitt getur beint fótum
manna á friðarveg, veginn til sannrar farsældar og
framsækni.
Reyndu að ganga við birtu pessa Ijóss pú leiðtogi
og kennari, stjórnmálamaður, blaðamaður, einkum
pið, sem gefið tóninn í hinni miklu symfóníu samfé-
lagsins.
Án pessa Ijóss leiðir blindur blindan og báðir
falla í grö4;.
Horfði inn í sál pína. Horfðu svo til himins. Ertu
áreiðanlegc búinn að kveikja jólaljós sálar pinnar við
Ijósið af hœðum, Ijós kœrleikans, Ijós Guðs.
Sé svo, pá getur pú öruggur haldið fram í bar-
áttunni fyrir bættum heimi og fegri veröld, pú munt
pá beina fótum manna á friðarveg.
GLEÐILEG JÓL!
Árélíus Níélsson.