Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 6
6 * JDLABLAÐ TÍMANS 1956 ★ Lestarferð Issand \ i | i f \ > f j r i i. f \ I í í < í ★ Efíir Benedikt Signrdssosí7 bóoda ★ í Carímstiiiigu á HóisfJölSum að, sem kemur mér til að skrifa um þessa ferð, er í fyrsta lagi það, að hinar erfiðu ferðir með hesta, sem farnar voru af Hólsfjöllum til Kópaskers, og einnig til Vopnafjarðar, eru nú óð- um að falla í gleymsku. Þeim mönn- um, sem muna þær ferðir bezt, fækkar stöðugt. Leiðin yfir Hóls- sand til Kópaskers er um 85 km. Svipuð er vegalengdin til Vopna- fjarðar, þegar farið er um Dimma- fjallgarð eða Haugsfjallgarð, sú leið er erfiðari sökum bratta og gróðurleysis. En Kópasker hefir lengi verið aðal verzlunarstaður Hólsfjöllunga. Vegur yfir Hólssand var ruddur sumarið 1930, og þá um haustið var bifreið ekið yfir sandinn í fyrsta sinn. Það er tæplega hægt að lýsa þeim fögnuði, sem það vakti, er fyrstu bílarnir, hlaðnir vörum, komu yfir Hólssand og leystu þar með af hólmi okkar þarfa þjón hestinn, sem hefir um aldaraðir borið, á sínu sterka baki, björg í bú íslenzkra bænda. Lestaferðir Fjöllunga voru ekki farnar að vorinu fyrr en heiðarvegir voru þurrir, og kom- inn góður gróður. Var það sjaldan fyrr en upp úr miðjum júní, þá var fyrsta ferðin farin. Ullarferðin var svo farin eins snemma í júlí og hægt var, því að venjulega byrj- aði sláttur ekki fyrr en að þeirri ferð lokinni. Vörur til vetrarins voru sóttar um mánaðarmót ágúst —sept. og var lagt kapp á, að draga ekki þá flutninga til haustsins, því að yfirleitt áttu bændur fullt í fangi með að koma heim slátrum sínum í einni ferð, sem þá voru öll flutt heim, sökum þess, að enginn markaður var fyrir þau. Yfirleitt fóru flestir bændur fjórar lesta- ferðir yfir sumariö. En ef bygging- arefni þurfti að flytja, voru farnar auka ferðir. Svo var venja að fara eina sleðaferð um miðjan vetur. Veturinn frá áramótum til sum- armála árið 1930 var mjög harður, svo að jarðbann var þá að mestu hér á Hólsfjöllum. En vorið var ein- muna gott, góða tíðin hófst með sumri og hélzt óslitin allt vorið til hvítasunnu, sem var 7. júní. Var því orðið mjög vel gróið eftir því sem gerist á þeim tíma. í vikunni fyrir hvítasunnu talaði vegamála- stjóri í síma við föður minn, Sigurð Kristjánsson Grímsstöðum. — Skýrði vegamálastjóri frá því, að sendur hefði verið bátur með strandferðaskipi til Kópaskers, sem þyrfti að komast í Möðrudal að Jökulsá við Ferjufjall og það sem allra fyrst. Alþingishátíðin var þá ákveðin á Þingvöllum, og gert ráð fyrir, að Austfirðingar mundu vilja fara fornar slóðir til Þingvalla. Er þetta sú leið, er Austfirðingar riðu til þings fyrrum. Faðir minn tók að sér flutninginn á bátnum, og óskaði eftir því, að við bræðurnir, sem þá vorum tveir heima, Páll heitinn og ég, sæum um hann. Vild- um við þá fara lestaferð um leið. Var nú hægt að fá vörur fluttar á bílum írá Kópaskeri í Austara- Land í Öxarfirði. Þangað varð bíl- fært sumarið 1928. Á Grímsstöðum var þríbýli og var venja að fara frá öllum búum sam- tímia og einnig frá Grundarhóli, næsta bæ. Tóku menn nú saman ráð sín og ákváðu að leggja af stað í lestaferð að morgni annars hvíta- sunnudags, sem eins og fyrr var sagt, bar þá uppá 8. júní. En nú var svo naumur timi, að síma varð til Kópaskers vörupöntun fyrir öll búin, og fá vörurnar fluttar í Aust- ara-Land, og einnig bátinn, þ\d að eingöngu yar þaö fyrir hann, sem ferðinni var flýtt. Ekki máttu Aust- firðingar bíða við Jökulsá. Var nú ferðin undirbúin, hestar járnaðlr, en reiðingar allir tilbún- ir fyrr um vorið, eins og venja var. Virtist þetta allt horfa vel við, kom- inn góður gróður, en Hólssandur kannske ekki í bezta lagi þurr. í þessa ferð fórum við fimm menn, með 39 hesta. Viö Páll fyrir föður okkar, annar sem lestamaður, en hinn skyldi sjá um bátinn. En frá hinum búunum hér fóru þeir bænd- ur sjálfir föðurbræður okkar, Karl og Ingólfur. Ingólfur er dáinn fyrir nokkrum árum. Á Grundarhóli bjó þá einnig föðurbróðir okkar, Kjart- an. Fyrir hann fór Gunnlaugur Antonsson, nú bóndi í Miðfirði í Skeggjastaðahreppi. Karl býr enn hér á Grímsstöðum. Grímsstaðir á Fjöllum 1906. — (Ljósmynd: Bárður Sigurðsson). f\r‘ Benedikt Sigurðsson. Annan í hvítasunnu voru menn snemma á fótum, því að ráðgert var, að við yrðum komn- ir í Austara-Land um miðjan dag, þar ætluðum við að hvíla hestana fram á kvöld, og fara til baka um nóttina. Um morguninn kl. 6, er risið var úr rekkju, var allra feg- ursta veður, heiðríkja og blíðalogn, hvergi skýhnoðri sjáanlegur.Herðu- breið blasti við í allri sinni tign, eins og hún skartar fegurst með sína hvítu slæðu á herðum. Hugð- um við gott til ferðarinnar og vor- um glaðir við að búa af stað, sáum ekkert nema sólskin framundan. Enginn gat gert sér í hugarlund þá ægilegu veðurbreytingu, sem var í aðsigi, enda hafði þessi ferð aldrei verið farin, hefði Jón Ey- þórsson þá verið farinn að senda okkur sínar ágætu veðurspár. Við lögðum ekki af stað fyrr en kl. 9 — ★ — Bárður Sigurðsson, bóndi og Ijósmyndari Með 'þessari grein Benedikts Stgurðssonar á Grimsstöðum eru nokkrar myndir, sem t.eknar eru af Bárði Sigurðssyni bónda..og landnema á Höfða við Mývátn. Bárður var áhugamaður um Ijósmyndagerð, tók myndir . af nágrönnum sínum og öðrum,. er til hans leituðu, og lagði mikha áherzlu á myndagerð úr atvinnu lífinu, einkum til sveita. Mynda- safn hans er því mjög merkileg heimild. Myndir þœr, sem hér birtast, eru um 50 ára gamlar og úr safni Bárðar. Edvard Sigur- geirsson Ijósmyndari á Akureyri á allt safn Bárðar og hefur góð- fúslega Ijáð Tímanum þessar myndir. Safnið er allt skráð og merkt. Er þar fjöldi mynda af þingeysku fólki og atvinnulífs- og landslagsmyndir. Mun sq.fn þetta verða talið hið merkasta, er timar llöa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.