Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 11
11 ★ J 6 LA8 LAÐ' TÍMANB 1956 ★ • I ' I Selma Lagerlöf og Jórsalafararnir Skáldsagan Jerúsalein var önnur þeirra tveggja ritverka, sem sænska skáldkonan Selma Lagerlöf varð frægust fyrir. Á bernskuárum mínum las ég skáldsögu þessa í þýðingu Bjargar Þorláksdöttur og minnist ég hinna djúpu, dularfullu áhrifa, sem sag- an hafði á barnshug minn. Þá vissi ég ekki, að raynverulegir atburðir lágu bak við frásögnina. En þegar ég var í Dölunum 1948, safnaði ég ýmsum heimildum um hina sér- stæðu för Dalafólksins til Gyðinga- lands og lét Anders Olson, rikis- dagsmaður í Mora, mér góðfúslega í té aðalheimildirnar, en hann var einn þeirra erlendu þingmanna, sem kornu hingað til lands 1930 í boði Alþingis. Hann er fæddur í Nás, þr,r sem aðalatburöirnar í fyrra bindi skáldsögunnar áttu sér stað og bernskuminningar frá þess- um umbrotatímum eru honum í fersku minni. Grein þessi er að all- miklu leyti þýðing og endursögn á frásögu hans. Nú á þessu ári, 1956, eru 60 ár liðin frá beim einstæða atburði, er bændafóik í Dölunum, 35 manns, flutti til Jerúsalem af trúarlegum ástæðum. Það á því ekki illa við að rifja upp þennan atburð nú, og hygg ég að mörgum, sem hafa lesið skálösöguna Jerú- salem, muni leika forvitni á því að vita, hvað í sögunni byggist á raun- verulegum atburðum, og hvar skáld konan hefur gefið skapandi ímynd unarafli og hugarflugi lausan taum. Hvað er nú hægt að segja um hið frelsisunnandi Dalafólk, sem svo bjart er yfir í sögu Svíþjóðar. Það fær orð fyrir að vera fastheld- ið við fornar venjur. Sézt það meðal ánnars á því, að Dalamenn urðu mjög seint kristnir. En nú finnst ekki kirkjuræknara fólk og yfir- leitt trúhneigðara, að sögn, innan sænskra landamæra, en einmitt í Dölum. Og trú þeirra hefur verið þeim hjálp og styrkur í lífi og dauða, segir skáldið Karlfeldt. Búningum sínum og siðvenjum hafa þeir haldið lengur en aðrir Svíar, og stafar það ekki af ein- angrun. Þrátt fyrir fastheldni Dalamanna við allt hið þjóðlega, eiga þeir auðvelt með að hrífast af ýmsum stefnum og straumum, og skaplyndi þeirra á margar hliðar. Dalaskáldið Karlfeldt segir á ein- um stað, að engan skyldi undra, þótt Jesper Svedberg væri í senn kraftajötunn og draumsjúkur dul- spekingúr og sonur hans ætti bæði ríka stærðfræðigáfu og ófreski- gáfu. Við skulum nú hverfa í hugan- um til Dalanna meir en 80 ár aft- ur í tímann. Nás-sóknin í Dölum var þá talsvert einangruð. Þangáð lá engin járnbraut. Vesturdalself- ah rennur gegn: um héraðið, og á þessum tíma lá yfir hana mikil tré- brú, eins og segir i sögunni. Nás var: fyteta sóknin í Dölunum, sem tók kristni og trúarlífið þar hafði lengi yfir sér fornan- blæ, Lindines ter'nokkru sunnar. Þar -er .j.árni.ö^T aéarbær. ' Þangað höíðú " iaránd-' predikarar lagt komur sínar eftir 1850. Áhrif þeirra ollu um síðir eld- heitri trúanegri vakningu. Einn kapítuli í skáldsögunni Jerúsalem heitir Nýi vegurinn, og segir skáld- konan þar frá því, er hópur barna, sem orðið höfðu fyrir trúarleg- um áhrifum, heimsækir gamlan syndasel. Börnin íalla á hné kring um gamla manninn og fara að biðjast fyrir og syngja. Öldungur- inn glúpnar fyrir áhrif barnanna og fer sjálfur að sækja samkomur og biðjast fvrir eins og hinir. Þessi saga er ekki neinn tilbúningur. Hún er veruleiki frá dögum vakn- ingarinnar í Lindinesi og getur Ekman hennar í sögu innra trú- boðsins. Aðeins er nöfnunum breytt í sögu Selmu Lagerlöf. Brátt barst vakningin frá Lindinesi til sveit- anna í kring og 1863 var trúboðs- söfnuður stofnaður í Nás. Eins og sagt er í sögunni var reist samkomuhús og skólastjórinn Ólafur Falk — nefndur Storm í sögunni — var þar aðalræðumað- ur í fyrstu. í sökninni var prest- ur, .sem= barðist heifta-rlega gegn trúboðinu, en baráttuaðferðir hans voru þannig, að þær vöktu mót- stöðu. Hapn yirðist,hafa verið lítill , sálíræðingur. Skólahúsinu við kirkjuna var lokað fyrir farand- predikurum. En einmitt þetta varð til þess að greiða hinum nýja tíma veg. Helgi Ákason endurskírandi kom til Nás, en hann tók aldrei neitt fyrir verk sín, fór allt fót- gangandi eins og meistarinn og lærisveinar hans og vann marga áhangendur með hinni auðmjúku framkomu sinni og kristilega for- dæmi. Nú, þegar þessar háu öldur höfðu risið í hugum manna, kom Ólafur Larsson eins og stormurinn og iheð honum fellur brotsjórinn yfir héraðið. Hjá Selmu Lagerlöf er hann fyrirmyndin að Helgum, sem í íslenzku þýðingunni er nefndur Helgi. Hann fæddist í Sviþjóð 1842, gjörðist sjómaður ungur að aldri ,sigldi víða og eítir stormasama æsku tók hann sinna- skiptum í Boston 1870. Hann ját- aði syndir sínar og áleit sig hafa fundið náð fyrir augliti Drottins. Loks stofnaði hann trúarflokk í Cicagó. Nokkrum árum siðar gift- ist hann í Vesturheimi Dalastúlku einni og 1889 fóru þau bæði til Nás í Dölum. Larsson áleit, að hann væri kallaður til þess af Guði. Þetta kemur heim við söguna. í Nás var allt í uppnámi, stríð- andi flokkar í trúmálum og kraft- arnir dreifðir. Sem predikari var Larsson ákafamaður og óvæginn í dómum. Hann einn var sendiboði hins alvalda. Eins og spámaðurinn Míka Jimlason hrópaði hann: „Andi lyginnar talar fyrir munn allra spámanna þinna. Ég einn er spámaður Jahve“. Larsson var brennandi í andanum, hafði ægi- vald í augum sínum og gat átt það til að vera stórorður og illorð- ur. Ég hefi séð mynd af honum sjötugum. Hann er stórskorinn og svipmikill, með alskegg og grár fyr- ir hærum. Andlitið ber vott um til- finningahita. Þar sem aðrir létu sér nægja orð á þessum dögum, krafðist Larsson verka. Niður með hræsnina, sagði hann. Brátt þyrpt- ist fólk utan um þennan nýja predikara, eða um 50 manns, flest velmetnir bændur. Hann skírði þá og lýsti yfir því, að við endurkomu Krists, sem brátt mundi eiga sér stað, fengju engir nema sannir lærisveinar Krists að fylgja hon- um inn í ríki hans, ekki fremur en Nóah einn með fjölskyldu sinni hefði bjargast undan flóðinu. Af því samkomuhúsinu var lokað, söfnuðust menn saman á heimil- unum. Þar voru samkomur, bæna- stundir og sameiginlegar máltíðir. Hver hjálpaði öðrum og létti ann- ars byrðar. Söfnuðurinn bar vott um innbyrðis hjálpsemi og kær- leika, og börnin fetuðu í fótspor foreldranna. Árið eftir fór Larsson aftur til Ameríku, en valdi Lars Larsson bónda i Tippersbæ til að vera

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.