Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 39
* lJÓLABLAÐ: TÍMANS 1956 *
39
Forsjónin
* Sacja ePtir Cjii^miind (lclóríáon
Það var komið fram í miðja
veizlu og ég horfði lystarlaus á
allt brauðið á vínlausu borðinu.
Þeir voru margir búnir að flytja
heiðursmanninum ræður og fleiri
voru að taka sig saman.
Ég þekkti alla ræðumennina er
: sátu þarna inni, umhverfis löng og
hvítdúkuð borðin og ég hafði oft
heyrt þá tala við svipuð tækifæri,
'• — það mundi teygjast úr þeim
lopa.
Mér hraus hugur við svo miklum
ræðum og svo langri samfelldri
setu, er þarna virtist fyrirbúin. Og
mér fannst komið mál, að gefa vini
mínum merki um að ganga með
mér út, til að drekka með mér úr
flöskunni sem við áttum óupptekna
| úti í bílnum.
í Ég hugleiddi þetta nánar með
í hliðsjón af allmennri háttvísi og
f nógu lengi til þess, að þegar á átti
f að herða brast mig kjark til að rísa
f á fætur og láta fólkið ætla mér er-
índið.
■ Ég vissi líka um marga menn
þarna í samkvæminu, sem ekki
slóu hendinni á móti leka, og fyrir
bænir þeirra yrðu ekki góðar til að
; sitja undir við skál og engir mundu
: kveða upp harðari dóma né láta ill-
| vígari orð ríða á bök okkar vinanna.
Ræðurnar stóðu nú yfir í algleym-
ingi. Og mér dvaldtst um stund við
í að horfa á þá, hverníg þeir snertu
• teskeiðar sinar méð'tltrandi hönd-
' um og hvernig þélr slógu þeim í
undirskálarnar, sumír ekki nema
l eitt högg, ög-það var stundum ekki
5 greint hvort þeir voru að kveðja sér
l hljóðs eða hræra sykurinn upp í
bollunum, því næst stóðu þeir upp,
mjög varlega til áð brjóta ekki
neitt, studdu höndunum fram á
borðið og hófu mál sitt.
1 Það var fátt sámeiginlegt með
þessum mönnum nema ókvalráð leit
þeirra að snilldinni og sú eftir-
grenslan hafði kannski í sumum
tilfellum verið háð vikum saman
fyrir þetta tilefni, án þess að ná
tökum á henni.
p Margan daginn haíði iöjusömum
r mönnum fallið verk.úr hendi; þeir
höfðu kreppt luiefana í buxnavös-
i unum í vanmegna hejft og bitið á
jaxlinn -og bölvað í, hljóði undir
sænginni á kvöldin , við að berja
? þetta saman, svo andlegur burður
þeirra þennan dag yrði ekki aftur-
fótafæðing. Einn ræðumanninn
vantaði kannske örfaar setningar í
byrjun máls síns til að koma fólk-
inu í gott skaþ og fá það til að
hlæja, þegar annan skorti hjart-
| næm orð í lokin, eltthvað sem heið-
r ursmaðurinn og'fölklð táraðist und-
ir og stæði íipp úr blíu hinu og yrði
i munað.
% Heiðursmaðurtan 'feat fyrir enda
f eins borðsins sveittur og annars
f hugar með gegnvotan vasaklút I
r hendinni af því -svitinn vax nrög
Guðmundur Halldórsson
þrálátur og ágerðist heldur við
hverja ræðu.
Samkvæmið var að renna út í
sönglausa jarðarför og ekkert sér-
stakt við það, nema Forsjónin, —
gamli maðurinn, sem gekk yfir
fjallið að votta heiðursmannin-
um þakklæti sitt fyrir allt gott sér
til handa.
Þegar leið á samkvæmið og ræðu-
mennirnir héldu samt áfram að
tala, ókyrrðist hann í sætinu, neðri
vörin tók að bærast hratt upp og
niður eins og hann væri að flytja
flaumósa reiðilestur yfir manni, er
brugðist hefði trausti hans og mik-
il örlagaþrungin óhöpp stafað af.
Svo reis hann á fætur og gekk um
gólfið milli borðanna drykklanga
stund, hægt, með höfuðið niður í
bringu, eins og maður sem leggur
upp í langa ferð um óbyggðir.
Ég sá gestina gefa honum auga
og brosa hver til annars vorkunn-
látu og skilningsríku brosi, og
þessum manni yröi allt fyrirgefið,
— nema sögurnar.
Þegar hér var komið, sá ég mér
fært aö gefa vini mínum umtalað
merki og við gengum báðir út. Er
við höföum komið okkur þægilega
fyrir úti í bílnum, tekið tappann
úr flöskunni og fengið okkur sína
tvo stóra, sagði vinur minn.
— Var þér ekki tekið að súrna í
augum þarna uppi, félagi?
— Og það var nú helvíti.
— Vildurðu kannske eiga eftir að
lifa slikt upp aftur?
— Nei, sagði ég af sannfæringu.
— Viltu nokkuð verzla? Hesta-
kaup?
— Þú átt ekki neitt til að gefa
mér í milli. Fáðu þér heldur einn
úr flöskunni. Vín á aldrei að geyma,
af því göar.ul vín .svíía á mann.
— Alveg rétt, sagði vinur minn.
— Vín á aldrei að geyma.
Við vorum búnir að drekka nið-
ur í miðja flösku og ginið farið að
stíga okkur til höfuðs, þegar vinur
minn rak í mig olnbogann og sagði:
— Þarna er þá blessuð Forsjónin
á tröppunum að gá til veðurs, þú
mátt reiða þig á — hann finnur af
okkur lyktina og kemur. — Hver
andskotinn.
Áður en ég sleppti blótsyrðinu
hafði ég stungið flöskunni á bak við
sætið, breytt teppið yfir hana og
litið út um gluggann er vissi að
húsinu, þar sem samkvæmið stóð,
og séð Forsjónina nálgast bílinn,
hægúm, útskeifum skrefum, pír-
andi vatnsþrungnum augum á
okkur. Þau höfðu oft á langri ævi
horft á móti meiri raun. Vinur
minn hló.
— Þetta er vonlaust verk. Mér
vitanlega hefur engum tekizt að
fela fyrir honum vín. Við höfum
heldur ekki brjóst í okkur til þess.
Ég svaraði þessu ekki strax, en
horfði þegjandi á Forsjónina fær-
ast nær bílnum. Hann stanzaði og
var hikandi og á báðum áttum,
hvort hann ætti aö halda áfram
eða snúa við. Ég vissi hvað haml-
aði för hans. Ég vissi að hikið var
orðið honum eðlilegt. Og ég vissi
að það stafaði af hans innri þörf
að segja Ijótar sögur um samferða-
fólkið, sem enduðu svo til alltaf
illa. Og þessar sögur voru haföar
eftir honum þangað til þær bár-
ust persónunum sjálfum til eyrna,
og þar létu sér stundum sjást yfir
listrænt gildi sagnanna og brugð-
ust illa við höfundinum næst þeg-
ar fundum bar saman.
Þess vegna gekk hann með
nokkrum geig i hjarta á fund
þeirra manna, er hann sá ekki
með vissu hverjir voru.
— Kannske, sagði ég íhugandi
— kannske er það synd að fela
fyrir honum vínið.
— Hann er gamall, sagði vinur
minn.
— Og lifir fyrir þetta.
Nú var Forsjónin kominn svo
nálægt bílnum að hann greindi
andlitsfall okkar. Neðri vörin byrj-
aði að titra og mynda setningar,
augnvatnið hrundi niður hrukk-
óttar kinnarnar, hikið og óttinn
máðist út og andlitiö ljómaði í
birtu gamalla endurminninga um
heiðar og réttir og vín og söng.
Hann var nú kominn fast að
bílnum, lyfti grárri og visinni hönd
sinni upp á handfangið á hurð-
inni, opnaði hana og steig upp á
fótbrettið.
— Sælir, góðir drengir, sagði
hann — Þakka ykkur báðum fyr-
ir síðast og allt gott ævinlega mér
til handa. Hann kyssti okkur báða
mjög innilega.
— Má gamall maður tylla sér
hjá ykkur stundarkorn. Stundar-
korn. Við báðum hann að setjast
og hvílast. Svo hélt hann áfram
að tala íhugandi og þreytulega.
— Ég átti ekkert erindi, ekkert er-
indi, blessaðir mínir, bara hvíla
mig eilítið .... svo er ég farinn.
Ég fór að hugleiða þessi orð af
því mér þótti þau merkileg. Þau
voru töluð, — næstum óafvitandi
— og þannig var um margt- er
hann sagði. Ég hafði ekki áður
heyrt ævisögu sagða í færri orð-
Bara hvíla mig eilítið, svo er ég
farinn.
Þetta var stefið 1 miklu og
flöktandi og eirðarlausu ferða-
lagi í þjónustu hins ríka, með
stuttum og friðvana hvíldum.
Forsjónin talaði þindarlaust.
Hann sagði okkur sögur, « um
landeigendur er svikust um að
smala lönd sín haust eftir haust,
og um bændur, sem drukku sig
fulla í smalamennskum og hross
og fé, sem urðu eftir af þeim sök-
um, og hann mundi mörkin reip-
rennandi. Og sögur um hvernig
hann gekk á afréttina til að bjarga
þessurn skepnum, og hann var á-
valt með svolitla hýru á vasapel-
anum; einn með guði sínum.
Að íokinni hverri sögu birtist
hikið í svip hans og látæði;
hræðslan við að hafa sagt of mik-
ið, kannske um einhvern nákom-
inn ættingja okkar vinanna, er við
mundum taka upp þykkjuna fyrir
og hann flýtti sér að bæta því við
sögurnar, aö þær væru ekki sagð-
ar um okkur eða neitt af því fólki.
Hann gaf hreyfingum okkar
nánar gætur meðan hann sagði
frá, — einkum höndunum, hvort
þær beindust að nokkrum ákveðn-
um punkti. En við gerðum okkur
ekki líklega að hreyfa vínið.
Hann byrjaði samt á nýrri sögu.
En þaö var einhver lítill hoppandi
fjandi hlaupinn í rödd hans og
svipbrigði. Ég gat látið mér detta
í Hug, aö næst er hann segði sög-
ur um drukkna bændur í smala-
mennskunni, yrði hann búinn aó'
snúa þeim öllum upp á okkur.
Og brátt sýndi hann á sér farar-
snið, er ekki var hægt að misskilja.
Hann var úrkula vonar um lek-
ann, sem hann renndi grun í aö’
við sæltum yfir. Ég áeildist því
eftir flöskunni og rétti hana v 1
hans.
•— Súptu á þessari lögg. ÞíLía
er kveðja til þín frá heiðinni þinni
og öllum þeim þúsundum málleys-
ingja, er þú hefur bjargað cg
komið heim. Hann tók þegjandi vi'ð
flöskunni og ég sá að hún titraöi í
visinni hönd hans. Djúp ró og full-
nægjukennd stafaði til okkar írá
andliti hans.
Hann starðj fram fyrir sig í fjar-
rænni auðmýkt, inn á fjallheima
minninganna, einsemd þeirra cg
þögn. Þar glóði vín á margrl
flösku.
— Hver er ég, sagði hann lágS
og óskýrt eins og hann væri aö
rakna af löngum svefni meö
draum hans í augnaráðinu.
— Hver er ég, sagði hann aftur,
hærra en áður, eins og hann ætl-
aði að hefja langt mál, kannskð
um þakklæti sitt til okkar, kann-
ske um blessaða heiðina sína, % a
við heyrðum ekki nema þessi þrj fi
orð, þá brást röddin og varo sv'e’
lágu hvískri, og orðin hurfu ckk-
ur i hásan klökkva.
Tárin fikruðu sig niður eftir
hvörmum hans, eitt og eitt cs
námu staðar i fellingunum á vöng-
um hans.
Svo lyfti hann flöskunni að vör-
unum og saup á henni, langan cg
mikinn teig. Þetta rann ljúflega
niður kverkarnar og hann fébk
sér brátt annan og stuttu síðar
þann þriðja, alla mjög stóra. Sv©
rétti hann mér flöskuna og sagöi:
— Hafðu sæll gera það, mamma