Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 14
14 JDLABLAÐ TÍMANS 1956 * menn í verkum sínum. Arfsagnir og minningar um forna afreks- menn og höfðingja, sem varðveitzt höfðu í minnum manna í hinum íslenzku byggðum, verður uppistað- 1 an í sögunum. En munnlegar frá- sagnir sýna oss aðeins menn, manngerðir, ekki mannlegar sálir, sérstæðar, samsettar, harma þeirra árekstra. En Njála sýnir oss klofn- inginn í viljalífi Skarphéðins, hvernig dauðinn að lokum frelsar hann frá því að bugast andlega. Eða ástarsagan i Laxdælu. — Þar skynjum vér ástríðu Kjartans til Guðrúnar og riddaralega hollustu hans gagnvart hinni ungu konu, sem hann hefur gert að húsfreyju í sinni til þess að hefna sín á Guð- rúnu, sem gifzt hefur frænda hans í og fóstbróður. Með fíngerðri list ‘ lætur höfundurinn oss skynja það, að þessi frændi, sem ætíð hlýtur • að standa í skugga Kjartans, á það ' stöðuglyndi í ástum og hatri, sem gerir hann aö sterkari manni en Kjartan er þrátt fyrir giæsi- mennsku sína. Eða sagan um Hröð | Grímkelsson, þennan glæsilega fullhuga, er býr þó yfir leyndum bresti í skaphöfn sinni, sem að lok- um ræður úrslitum um örlög hans. Þannig endar hann að vísu ævi sína sem höfðingi íslenzkra ræningja, þó ekki sem raunverulegur foringi ‘ manna sinna, heldur lætur hann leiðast af þeim. Þessar raunsæju sélarlífslýsingar, hinn harmsögu- 1 lega þátt, sem er svo ríkur í hinum fornu sögum, hafa höfundar þeirra ekki sótt til þeírra manna og kvenna, er sögur sögðu við lang- eldana forðum. Þaðan mun heldur ekki komin sú slóttuga kímni, sú kaldhæðna vitneskja um mannlega j, hágómadýrð og ágirnd, sem ein- kennir Bandamannasögu og gerir [ hana ógleymanlega lesandanum. íslenzku fornsögurnar urðu til, þegar þjóð, sem bjó við sérstakar aðstæður og lífsskilyrði komst í kynni og snertingu við menningar- straum, sem á vissu tímabili gagn- tók allar þjóðir álfunnar. Hin forna menning Germana var , ekki bókleg menning, eins og ljóst má sjá af þeirri staðreynd, að ger- manskar þjóðir höfðu um aldir átt ! sér letur, rúnirnar, er þeir fengu að láni frá Grikkjum og Rómverjum, án þess þeim hugkvæmdist að um- bæta rúnaletrið og notfæra sér það ’ til sagnaritunar eða til að skrá k með því sögulegan fróðleik. Rúnir voru notaðar til að rista töfra- eða ‘ galdraorð á legsteina, vopn eða skartgripi. Sá, sem kunni að fara með rúnir var jafnframt kenndur við galdur og seið. f Ekr þegar Norðurlandaþjóðir höfðu tekið kristna trú varð hér ’ húkil breyting á. Ungir menn, sem j*. hugðu á prestskap urðu nú að kynna sér helgisiðabækur kaþólsku kirkjunnar. Ýmsir þeirra sóttu ut- . an sér til menntunar til Englands og Ítalíu eða til Þýzkalands og .. Frakklands. Sæmundur hinn fróði ’ í Odda stundaði nám í Parisarborg. ' Hann stofnaði síðar hinn nafn- fræga skóla í Odda, þar sem Snorri Sturluson hlaut menntun og upp- fóstur. Fjölmargir ungir menn, sem ekki hugðust verða prestar sóttu skólann í Odda og á biskupssetrun- um og síðar klausturskólana. f fyrstu var latínan ritmálið. En það má teljast gæfa fyrir hinar nor- rænu þjóðir, að þær tóku svo seint við kristninni. En af þvi leiddi, að þegar víðs vegar um hin kristnu lönd álfunnar tóku að skapast blómlegar bókmenntir á þjóðtung- um, þá áttu íslendingir enn lif- andi minningar um fortíð sína og landnámsöldina, um hina norsku landnámsmenn, er yfirgáfu ættjörð sína, vegna þess að þeir vildu ekki lúta lögum, sem konungur hafði sett þeim í stað þeirra, er þeir sjálfir höfðu gert sér og voru tákn þeirra eigin hugmynda um réttvísi og réttarvenjur, svo sem lengi hafði tíðkazt með norrænum víkingum. Kynni sín af latneskum fræðum notfærðu íslendingar sér, er þeir tóku að skrá hin norrænu goða- kvæði og tejukvæði, visindalegar ritgerðir og hinar fornu sögur. En þær geyma ekki aðeins merkilega þætti úr sögu Norðurlanda og mis- munandi áreiðanlegar sagnir um forfeðurna, heldur er þar einnig að finna rómantiskar, ævintýralegar frásögur, sem p.ð efni til eru sóttar í hinn sameiginlega sagnabrunn Evrópuþjóða svo sem sagan um Tristan og Isolde, Merlin og aðrar slíkar. En það furðuiega er, að hinar íslenzku ættarsögur eru enn í dag lifandi bókmenntir. Þær eru sam- tímaverk hinna frönsku og þýzku riddarasagna, umgerð þeirra eins og hinna síðarnefndu verka þjóðfé- lag, sem tilheyrir löngu horfinni tíð, miðöldunum. í riddarasögunum mótast atburðarásin, spennan, af siðum og venjum riddarastéttar- innar, sem fyrir aldalöngu er horf- in úr tölu stétta. f hinum íslenzku fornsögum eru það hins vegar mannlegar ástríður og árekstrar, sem orka á atburðina, knýja þá fram, þau átök, sem þar er lýst eru mannlegu eðli óskiljanleg. Þau geta birzt í mismunandi myndum í hin- um ýmsu þjóðfélögum, en þau eiga sér upptök og rætur í sameigin- legu eðli vor allra. Eitt meginefnið, sem flestar þess- ara fornu sagna hverfa stöðugt að, eru hin innri átök með einstakl- ingnum, milli hneigða hans annars vegar og sannfæringar hans hins vegar, árekstrarnir milli samvizku mannsins og rikjandi siðalögmáls. Þetta mun ekki eiga rætur að rekja til víkingaaldarinnar, enda voru margar sögurnar skrifaðar í ís- lenzku klaustrunum, af munkum eða öðrum kirkjunnar mönnum. Norðurlandabúar tóku hinn nýja sið alvarlega, ekki sízt hina vits- munalegu hlið hans. En þeir lifðu í þjóðfélagi, sem enn var mótað af heiðnum siðvenjum. Hin mikla krafa heiðins siðar til einstaklings- ins var tryggðin við ættina. Nú mætti ætla, að einstaklingurinn hefði kennt öryggis og aukinnár lífsgleði innan vébanda ættarinnar, þar sem hinum ríkustu og voldug- ustu meðlimum hennar bar höfuð- skyltía til þess að veita hinum skjól, sem miður vegnaði, en gamal- menni og munaðarleysingjar áttu kröfu á hjálp og stuðningi ættingja sinna. Síðast en ekki sízt féll end- urskin af frægðarljóma hetjunnar á ætt hpns alla, vegur hans var jafnfrnmt vegur ættarinnar. En sögurnar s;"’na oss allt annað. Að fáum einum undanskildum virðist þar jafnan litið á ættarböndin, ættarskylduna frá sjónarmiði þeirra manna eða kvenna, er kenndu bau sem fjötur eða .hindrun eða höfðu þeirra vegna ratað í vanda, jafr.vel ógæfu. Þessar sögur fjalla um hina eilífu árekstra milli kynslóðanna, óvild og missætti milli feðga, um svik og erjur milli bræðra eða mága, sem ekkert eiga sér sameiginlegt utan þá nauðungar- skyldu að standa saman, þegar á reynir. Mörg gift konan var jafn bundin föður og bræðrum sem maka sínum. Slíkri konu hlaut að verða það þung raun, ef fjand- skapur reis milli ættar hennar og þeirrar ættar, sem hún hafði tengzt við giftingu sína. — Ættarskyldan bauð hverjum manni að taka þátt í bardögum, úthella blóði fyrir ætt- ina. Slík vopnaviðskipti eru þó ekki vitni um lagalaust þjóðfélag. En á þennan eina hátt var oft unnt að útkljá deilur hjá þjóð, sem að vísu hafði sett sér lög og skipað dóma, en skorti æðsta dómsvald. Þvi varð sá maður, er vann iwál á þingi sjálf- ur að bera ábyrgð á því, að dómn- um yrði framfylgt- og til þess var honum nauðsynlegt fulltingi ættar sinnar. Þessi skylda gat neytt margan góðan dreng til að gera þá hluti, sem hann vissi að voru rangir — og í andstöðu við hið nýja viðhorf hans sem kristins manns. Margur maður, mun hafa þolað þunga þraut, er hann varð nauðugur að inna af hendi hefnd- arskylduna. Það eru slíkir árekstr- ar, sem höfundar sagnanna skynj- uðu gegnum frásögn sagnamann- anna. Aftur og aftur kviknar sögu- efnið af hinum sama neista. Vér sjáum, hvernig réttlátur höfðingi og góður drengur getur ratað i hinn mesta vanda, þótt hann leit- ist við að fara með friði og efla rétt og velíerð allra þeirra, er hann hefur umsiá með og forráð fyrir. En ef til vill á sá hinn sami maður að bróður, syni eða frænda hinn versta óeirðarsegg, ribbalda, vand- ræðamann, sem hvarvetna á í erj- um og illdeilum, sýnir ofbeldi og móðganir hverjum þeim, sem hef- ur bakað sér óvináttu hans. Hinir beztu menn ættarinnar reyna að tala um fyrir honum, aövara hann. En þeir geta ekki undan því skor- azt að veita honum frændstyrk. Hversu nauðugt, sem það kann að vera þeim, eru þeir þó skyldir að standa með honum, verja hinn seka gagnvart hinum saklausa, sem hann hefur níðzt á. En vegna bess að meginefni forn- sagnanna er barátta mannsins við eigin samvizku og við umhverfi sitt og vegna þeirrar snilldar og full- komnunar, sem einkennir frásögn- ina í mörgum þeirra, þá álít ég ekk- ert sanna það betur, að þær fjalla um sjálf grundvallaratriði manh- legs lífs, heldur en þá staðreynd, að umhverfi þeirra og atburðir til- heyra löngu horfinni tíð. Hvað sem öllu öðru líður eru þetta grund- vallaratriði hinnar vestrænu sið- menningar, sem ætíð hefur lagt áherzlu á hina andlegu hlið lífsins, hvort heldur í heiðnum sið eða kristnum. Njála hefur jafnan verið taiin meistaraverkið meðal toinna fornu sagna, enda er hún auðugust að söguefnum og fjölbreyttust að efnismeðferð. Frá listrænu sjónar- miði er I-Irafnkels saga, þótt stutt sé, perlan meðal þeirra allra. Per- sónulega eru mér Gísla saga Súrs- sonar og Ilarðar saga kærastar, svo fagrar í senn og átakanlegar. Arnheiður Sigurðardóttir þýddi. t Sandi. S AMVINNUMENN! Munið eftir innlánsdcild kaupfélagsins. Látið kaupfélag ykkar ávaxta spariféð. ESSO-olíur og benzín. Umboð fyrir Andvöku g.t. Umboð fyrir Sainvinnutryggingar. Glcðileg jól! Goti og farsœlt nýtt ár! Þökkum yður viðskiptin á árinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.