Tíminn - 24.12.1956, Blaðsíða 10
1D
★ JÓLABLAÐ: TÍMANS 1956 *
SÍMAR 7080 & 2678
varpið. Stundum skildi Mikki það
eftir í gangi þegar Sámur var skil-
inn einn eftir heima og eitt kvöld-
ið hafði hann séð úrslitakeppni á
hundasýningu.
Engin siðprúð hefðarmær á 19.
öld sem skyndilega hefði komið inn
á nútíma fegurðarkeppni hefði
hneyklast innilegar en Sámur við
sjónvarpstækið þetta kvöld. Hárin
risu eftir endilöngum hryggnum á
honum og augun ætluðu út úr
höfðinu á honum. Að hugsa sér að
láta rannsaka á sér fæturna, mæla
á sér skottið og gagnrýna í sér
tennurnar frammi fyrir aragrúa af
áheyrendum ekki aðeins í einum
samkomusal heldur á hverju heim-
ili í öllu samveldinu — allt þetta
ógnaði honum allt að innsta grunni
sálarinnar.
Og eftir þetta kvöld var hann
tröllriðinn af ótta við að þurfa að
koma sjálfur fram, að þurfa að
láta eins og bjáni í sjónvarpinu til
að skemmta dauðleiðum hundum
um allt landið. Hann titraði af
skelfingu í hvert skipti sem honum
kom þetta í hug.
Nú sló klukkan, hana vantaði
ennþá fjórðung i tólf. Sara söng
ennþá en það var greinilegt að hún
var að ljúka við að búa sig. Sámur
fann lyktina af ilmvatni hennar
og vissi að hún var að koma. Hann
leit á Mikka og samúð hans var svo
mikil að hann skynjaði óhamingju
hans enn átakanlegar en Mikki
sjálfur. Nú var hann ekki hrædd-
ur lengur. Hann reis upp á aftur-
lappirnar og studdi sig við hnéð á
Mikka og safnaði saman allri þeirri
orku sem hann átti í eigu sinni.
Ég elska þig, sagði hann hátt og
skýrt.
Mikki virti hann fyrir sér þung-
lyndislegum augum. Hann strauk
hundinum um mjúkan kollinn og
fitlaði við silkimjúk eyru hans.
Ég veit það, gamli minn, sagði
hann annars hugar, ég veit að þú
gerir það.
Þeir sátu grafkyrrir. Mikki hafði
næstum látið huggast og Sámur
var mállaus af gleði yfir að hætt-
an var liðin hjá, þegar Sara kom
inn nokkrum mínútum síðar. Hún
staðnæmdist í dyrunum og leit for-
vitnislega í kringum sig, sakbitin
og skömmustuleg eins og lítil telpa.
"Hún var skínandi fögur. (Rétt eins
og hún — hún sem ég elska, hugs-
aði Sámur.) Að lokum gekk hún
til Mikka.
Við hvern varstu að tala? Ein-
hver var hér, ég heyrði til þín.
Mikki virti hana rólega fyrir sér.
Ég var að rabba við bezta vin
minn, sagði hann virðulega. Hann
er prýðilegur félagi og miklu
skemmtilegri félagsskapur en ein-
hver ruslaralýður í kjallarakompu
niður við fljót. Það fer vel um okk-
ur, er það ekki Sámur?
Sámur var of yfirbugaður til að
svara. Hann opnaði munninn og
reyndi en kom ekki upp einu ein-
asta orði. Sara skellti upp úr. Hún
faðmaði Mikka að sér og settist á
hné honum og gældi við Sám með
fætinum.
Elskurnar mínar, sagði hún, þið
eruð dásamlegir bjánar. En þetta
þýðir ekkert, Mikki. Ég elska þig
meir en nokkur annar í heiminum.
Þú ert svo mikill bjáni. Hver annar
en þú gæti setið hér og gert Sámi
upp rödd til að hafa einhvern að
tala við? Allt í lagi. Þið vinnið. Við
skulum vera heima. En hvað voruð
þið að segja hvor öðrum, leyndar-
mál?
Við töluðum um fjölskyldulíf,
sagði Mikki. Sámi leiðist að sitja
alltaf einn heima og horfa á sjón-
varp.
Sámur dillaði skottinu til sam-
þykkis. Það var einmitt þetta sem
honum geðjaðist við Mikka. Hann
skildi mann og kom aldrei upp um
leyndarmál. Kannski hefði hann
haft orð á þessu ef klukkan heíöi
ekki slegið tólf rétt í þessi*
ostur
ostur
ostur
45%
40%
30%
Gráðaostur
Smurostur
Góðostur
Rjómaostur
Mysuostur
Mysingur