Tíminn - 06.03.1964, Page 1
:
KLAPPAÐ
OG GÓLAÐ
r sr
BIOINU
Á MIÐNÆTURHLJÓMLEIKUNUM
Imgja varS hann af staðnum. Hér
myndir frá hljómleikunum eru á
í fyrrakvöld gerðisf líflll Ijóshærður piltur all fyrirferðarmlkill, svo fjar-
á myndinnl fyrir ofan sjást dyraverðlr hússlns fjarlægja piltinn. Fleiri
13. síðu. (Ljósm.- TÍMINN-K.J).
KJ-Reykjavík, 5 marz.
I gærkveldi voru haldnir í Há-
skólabíói fyrstu Beatles-tónleik-
arnir hériendis Var salur bíósins
yfirfullur af fólki á ölluni aldri,
en þó var unga kynslóðin greini-
lega i meirihiuta; stappaði, klapp-
aði og gólaði til að láta i ljósi
hrifningu sína á framleiðslu
þeirra, er á sviðinu voru hverju
sinni. í lok tónleikanna færðist
heldur mikið fjör i mannskapinn,
og má segja að upphafsmaður þcss
fjörs hafi verið einn áhorfenda,
lítill og ljóshærður Keflvíkingur.
Á dagskrá hljómleikanna var
leikur fjögurra hljómsveita, auk
Savanna-tríósins, sem skemmti
þarna af sinni alkunnu snilld og
smekkvísi Fyrsta hljómsveitin.
T T., fékk ósköp venjulegar und-
irtektir — klappað að öllu sem
fram vai borið. Næst á skemmti
skránni var hljómsveitin Hljómar
úr Keflavík. skipuð tveim gítar-
leikurum, rafmagnsbassaleikara
trommara og söngvara. Var greini
legt, að þeirra var beðið með
mikilli eftin'æntingu. og fengu
þeir geysigóðar undirtektir. Kefl-
víkingarmr klæddust öklaháum
leðurstígvélum með nokkurra
sentimetra háum hælum, röndótt-
um skyrtum og vestum Leikur
þeirra var nokkuð tilþrifamikill,
en þó var söngvari þeirra helzt
til staður. Mikil óp og öskur
fylgdu í kjölfar leiks þeirra frá
áhorfendum sem óspart klöppuðu
saman lófunum. Hárgreiðslan á
Hljóma-piltunum var alveg i stíl
við hárgreiðslu The Beatles í Eng-
Framhald á bls. 19.
Eldsumbrot undir Vatnajökli?
Hún vex margfalt hraðar en í fyrri hlaupum
HF-Reykjavík, 5. marz
Mikið hlaup cr koraið í
Skaftá í Vestur-Skaftafells-
sýslu. Frá því í gærkvöldi til
klukkan fjögur í dag hafði
hún hækkað um tvo metra.
Megn brennisteinsfýla fylgir
hlaupinu og er áin orðin kol-
mórauð að lit.
í gærkvöldi fundu Akureyring-
ar megna brennisteinsfýlu leggja
fyrir vit sin, og þegar fólk þar
vaknaði i morgun, var lyktin svo
mikil, að margir héldu rakleiðis
ofan í kjallara til að athuga hvort
miðstöðin væri biluð. Svo reynd-
ist þó ekki, og var því eina úrræð-
ið, að hafa alla glugga vendilega
lokaða, ef lift átti að vera innan-
húss.
Lykt bessi hefur magnazt fyrir
Ubrðan í allan dag og fannst m. a.
á Árnesi i Aðaldal, Grímsstöðum
á Fjöllum og í Möðrudal. Fregnir
af þessu voru bornar undir dr. Sig I sem Skaftá hefur hlaupið áður
urð Þórarinsson, jarðfræðing, og
taldi hann strax líklegt, að ein-
hver ánna suðvestur af Vatnajökli
væri hlaupin. En í þau tvö skipti, I
hafa Akureyringar verið fyrstir
manna til að finna brennisteins-
lyktina .
Þá víkur sögunni austur í Skaft-
ártungu, en árdegis í dag urðu
hjónin á mnsta bænum þar, Skaft
árdal, vör við að óeðlilegur vöxt-
ur var i Skaftá, hún var korg-
Framh. á 7. síðu.
VALIARMÁLIÐ:
PÓST-
FULL-
TRÚI
INNI!
KJ-ReykjaVík. 5. marz
Pósthúsmálið svonefnda
á Keflavíkurflugvelli, hefur
nú verið afhent rannsókn-
ardómaranum í Jósafats-
málinu Ólafi Þorlákssyni til
rannsóknar. Póstmeistarinn
Þórður B. Halldórsson er
í gæzluvarðhaldi, og hefur
verið frá því á föstudaginn
síðasta.
Pósthúsmálið er sem kunn
ugt er, í nánum tengslum
við Jósafatsmálið, og því
hefur þótt rétt að sami rann
sóknardómarinn fjallaði um
alla súpuna. Upphæð sú er
um i'ar að ræða hjá póst-
húsinu nam 2,6 milljónum
króna í innstæðulausum
ávísunum, og beinist rann-
sókn málsins nú að öllum
líkindum að því hve lengi
þessi viðskipti þeirra Þórðar
og Jósafats hafa átt sér stað.
Ekki fcefur verið greitt neitt
upp í þessar 2,6 milljónir,
svo Tíminn viti, en einhver
veð boðin fyrir hluta upp-
hæðax'innar. Jósaíat Arn-
grímsson mun enn vera í
gæzluvarðhaldi.
„Hiti í jöklinum vestur af Grímsvötnum”
KH-Reykjavík, 5. marz
Sigurður Þórarinsson, jarð-
fræðingur, kvaðst vera farinn
að hugsa til hreyfings, þegar
blaðið hafði tal af honum i
kvöld út af hlaupinu í Skaftá,
sagðist vilja reyna að fljúga
yfir Vatnajökul og vita, hvað
þarna væri á seyði. Sigurjón
Rist, vatnamælingamaður, lagði
af stað austur í Skaftártungu
í kvöld til þess að fylgjasl sjálf
ur með hlaupinu, en aðstoðar-
menn oans hafa vcrið á svæð-
inu og annazt mælingar i Skaft *
á undanfarna daga.
— Við vitum, að það er hiti
í jöklinum vestur af Gríms-
vötnum, sagði SigurifSur Þórar-
insson ; viðtali við Tímann í
kvöld, og það virðast koma
þarna eldpos af og til. Árið
1955 geröist sama saga og nú.
þá kom hlaup í Skaftá. og Ak-
ureyringar kvörtuðu um brenni
steinsfýlu, gátu naumast haft
glugga sína opna. Sigurjón
Rist fór þá með menn sína og
kannaði hlaupið í Skaftá, og
við Pálmi Hannesson athuguð-
um verksummerki á jöklinum.
— Mér virðist sem nú sé
þetta öllu stórkostlegra, hlaup.
ið meira Ætli maður fljúgi
ekki yfir jökulinn og líti á um
brotin. Síðan 1955 hefur einu
sinni komið eitthvað smáhlaup
i Skaftá, mig minnir, að það
væri árið 1959. Það var lítið
rannsakað.
— Árið 1910 er ekki ólíklegt,
að gosið hafi á Vatnajökli vest
an við Grímsvötn. Þar höfum
Framhald á bls. 19.