Tíminn - 06.03.1964, Qupperneq 15

Tíminn - 06.03.1964, Qupperneq 15
Mér er sem ég sjái yður með broddstaf Svar til dr. Benjamíns Eiríkssonar, bankastjóra. Eg þakka yBur, herra banka stjóri, vinsamlegt tilskrif í Tímanum 27. f. m. út af „Opna sendibréfi'' frá mér. En veikt er það tilskrif yðar sem máls- vðrn. Þér höfðuð, eins og um var raett í „Opna sendibréfinu", gert yður — vafalaust í ógáti — sekan utn það, að nota í bókstaflegri merkingu hina pólitfsku vamaðarorða-líkingu um móðuharðindi og fella aft- an af henni orðin „af mann/i- völdmn*‘. Þetta hafði yður orð- ið á í messu, um leið og þér voruð að finna að skorti á sðgulegri nákvæmni í merkri bók. í tilsikrifinu viljið þér ekki viðurkenna, að um yfirsjón hafi verið að ræða af yðar hálfu, og fómið til mótmæla ágætum vitsmunum yðar á altari streit- unnar. (Af því að ekki get ég álitið, að þér séuð að færa svo dýrar fómir þeim Morgunblaðs mönnum, sem varnarorðin virðast lengi hafa þjáð í vöku og svefni). Þér vinnið það til að látast ekki skilja móðurmál- ið eða lögmál líkinga þess. Lát ið sem þér vitið ekki, að líking ar era sjónaukar máls og hugs- unar, en ékki venjulegt rúðu- gler. j.. Orðrétt segið þér: „Þjóðin hefur lifað móðuharðindi og það er það og ekki eitthvað annað, sem orðið merkir: nátt úruhamfarir, sem sjónarvottar hafa lýst, sjúkdómar, hungur- dauði dýra og manna, ásamt margvíslegum þjáningum." Hvemig farið þér að því að fá þessa niðurstöðu? Ef þér hafið t. d. tekið lík- inguna: „móðuharðindi af mannavöldum stærðfræðilega — eins og sumir myndu trúa hagfræðingi og bankastjóra vel til að gera — þá hafið þér alls ekki getað fengið þessa út komu, nema með því móti að sleppa frádráttarliðnum: „af mannavöldum? Náttúruhamfar- ir verða nefnilega ekki af völdum manna. Þér hafið þá fómað reikn- ingskunnáttunni auk annars. En sleppum hér stærðfræð- inni, þótt svo sé ástatt, að þessi líking er svo rammbyggileg, að hún þolir hana í aðalatriðum. Mér dettur ekki í hug að mótmæla því fyrir hönd Stef- áns Helgasonar, bónda í Haga- nesi við Mývatn, sem er höf- undur líkingarinnar, eða fyrir mitt leyti, sem hef vitnað í hana sem réttmæt varnaðar- orð, að líkingin sé þungorð. En tilefnin til þess vom líka næg og því augljósari sem lengra líður. Til þess em lfkingar að auð velda skilning með saman- burði, stækka til glöggvunar, gera eftirminnilegra það, sem sagt er, og langdrægara en ella væri.,s^ííoúeíL .,; . Ekki er annað að heyra á tilskrifi yðar, en að þér teljið að líking verði að vera bókstaf leg, annars sé hún vitleysa. Þetta er eins og ef þér gerð uð sömu kröfu til málverks og ljósmyndar. Blessaðir látið þér hug- kvæmdarlitla þrætumenn eina um þann vesæla sldlning. Þér emð auðvitað hátt yfir hann hafinn. Það veit ég vel. En vegna tilskrifsins frá yður get ég samt ekki stillt mig um að skjóta til yðar þremur dæmura um líkingar til umhugsunar. Dæmin tek ég úr líkinga-söfn- um þriggja viðurkenndra snill- inga, til þess að þér þurfið ekki að eyða tíma í að velta því fyrir yður, hvort mark sé á höf undununum takandi eða ekki. Annars er líkingaauður ís- lenzkunnar svo mikill, að hans gætir meira og minna í tali hvers manns og dæmi þess vegna á hverju strái. Einar Benediktsson orti lrvæðið: Fróðárhirðin á sínum tíma um ákveðin tilefni í ís- lenzkum stjómmálum, að talið er. Kvæðið er margþætt lík- ingamál og ein höfuðlíking. Hver telur sig þess umkominn að kalla kvæðið „vitleysu“, þótt það standist alls ekki bókstaf- lega? Matthfas Jochumsson segir í einu viðurkenndasta kvæði sínu: „Lfkt sem út úr ofni æpi stiknað hjarta“. Hvemig færi, ef þér legð- uð hinn bogna mælikvarða túlkunar yðar á þessar ljóð- línur þjóðskáldsins? Hannes Hafstein kvað: „Öll- um hafís verri er hjartans ís“. Mér er sem ég sjái yður með broddstaf í hendi úti á síðar- nefnda ísnum. Bezta kveðja og óskir. Karl Kristjánsson. J HÉRADSMÚT HESTAMANNA A AUSTURLANDISL SUMAR HVAÐ HEYRIÉG? Of lengi hefur dregizt að nokk- uð hafi verið skrifað um héraðs- mót hestamanna á Austurlandi, sem haldið var að Egilsstöðum sumarið 1963, og þá dóma, sem þar fóm fram á kynbóta- og und- aneldishestum. Þótt ýmislegt mætti segja um dóma, fyrirkomulag og fram- kvæmd sýningarinnar, svo og grein Þorkels Bjarnasonar, sem væntanlega ber að skoða, sem heimild um það, sem þar gerð- ist, mun ég hér aðeins ræða dóma á kynbótahestum. Orsakir þær, að ég tel sérstaklega ástæðu til að ræða þá dóma, em þær, að kynbætur hrossa gmndvallast öðra fremur á kynbótahestinum og ættemi hans, og verður því að vanda sérstaklega val þeirra. Þar af leiðandi hljóta dómar á þeim að grundvallast á mikilli ná- kvæmni, andstætt því, er manni virtist einkenna vinnubrögðin á eýningunni á Egilsstöðum. Kynbótahestar án afkvæma: 1. Blesi frá Egilsstöðum: Eig- andi Hestamannafélagið Frey- faxi. Umsögn: Mjög glæsilegur, bolmjúkur reiðhestur — ná- gengur, þröngt brjóst, hófar brattir. Einkunn 7,91. 2. Sleipnir frá Miðfelli, Homafirði. Eigandi: Þrúðmar Sigurðsson. Umsögn: Viljagóður reiðhestur með öllum gangi rúmum, ekki ganghreinn, brokkar þó mjög vel .Góðir fætur og bygging að iðra leyti, en ekki nógu reistur. Einkunn 7,88. Þetta eru einkennilegir dómar, því lýsing Sleipnis er svo miklu betri en á Blesa, þó að sá síðar- nefndi sé hafður með hærri eink- unn. Umsögn Blesa: „Mjög glæsileg- ur, bolmjúkur reiðhestur." Maður skyldi halda að þar væri á ferðinni gæðingur, en hvaða hestamaður getur ætlað það, eftir að hafa lesið framhald umsagnar- innar. „Nágengur og þröngt brjóst, hófar brattir". Af þessum bygg- ingargöllum hlýtur að leiða lítið þol, lítið framtak, óveralegan gang og sennilega daufan vilja. Að þessum dómi athuguðum á Blesa á Egilsstöðum, hlýtur hver athugull hrossaræktarmaður að sjá að hest- urinn er ónothæfur til undaneldis í reiðhestarækt. Umsögn um Sleipni frá Mið- felli, bendir til þess að eini gall- inn á þeim hesti sé eins og segir í dómsorði: „Ekki nógu reistur". Það er verulegur galli en ekki úr- kastssök, ef hesturinn er að öðru leyti góður, þar sem segir: „Er ekki ganghreinn en brokkar þó mjög vel“. Bendir það til mistaka í tamn- ingu, en ekki að um sé að ræða byggingargalla, eða hugsanlega erfðagalla. Þar segir að hesturinn hafi allan gang rúman, hlýtur það að skiljast svo, að hann hafi gott framtak og mikla teygju á öllum gangi, verður því að álíta að Sleipn Framhald á 19. síðu. í HÁDEGISÚTVARPI hér á dögunum var lesið stutt og laggott ávarp frá stjórn S.A.K. til for- eldra á Austurlandi. Efni ávarps- ins var þetta: Foreldrar á Austur- landi leyfi ekM börnum sínum að ganga í neitt stjórnmálafélag fyrr en þau era 16 ára. Tilefni ávarps þessa er vitanlega það, að nýlega var stofnað á Fljóts dalshéraði F.U.F. með lágmarks- aldri meðlima 14 ára. Út af félagsstofnun þessari hef- ur verið þyrlað upp slíku mold- viðri að leitun mun á öðru eins. Kommi nokkur í Egilsstaðakaup- túni, illdeilinn og skapvondur blés frá sér óhreinum fítonsanda og fúl um, en anda þenna meðtóku mann hræður örfáar, mér er sagt helzt Sjálfstæðiskonur þar í þorpinu og hugðust með krafti hans og sér góðri vandlætingu fordæma hið unga Framsóknarfélag og sérstak- lega þá menn, er að stofnun félags ins stóðu, íyrir það, að í félags- reglum er leyfð innganga svo ungu fólM. Gjörningaveður þetta á upptök sín í pólitísku ofstæki, og er fleytt með illkvittnum lygasögum verstu tegundar, sem jafnvel ganga svo langt, að framámönnum félags- stofnunarinnar er á brýn borið, að þeir hafi stundað pólitískan heila- þvott á skólabörnum. í lægðar- miðju gjörningaveðurs þessa stendur svo höfundur óhróðurs- sagnanna brynjaður úlfsgæru og mokar1 skít í andlit granna sinna af fullkomnu samvizkuleysi. Taum- laus óskammfeilni ræður honum til að koma þessu hnossgæti sínu á framfæri í málgögnum stefnu sinnar, og vita mun hann óþarfa að hirða um æra blaðakosts sálu- félaga sinna, þar sem augljósar lygar, sem þessar, eru hafðar sem skrautblóm á forsíðum. En þessi maður kann ekki að skammast sín, því mun hann lítt hugsa um, hvort hann getur ógrátandi bætt við svörtu blettina á eigin tungu. Ekki lét fréttasnati sá nafns síns getið — undir klausunni í blöðun- um, hefur ekM treyst á jöfur- mennsku sína, en kosið öllu frem- ur að synda í lítilsigld eftir hverju því meðali, sem orðið gæti FUF á Héraði til skapraunar og skaða. Þetta hefur hann gert óvitandi um það, sem oft vill verða, að vopn í höndum þeirra manna, sem illt hafa í huga, snúast gegn veg- andanum sjálfum þar um lýkur, enda hafa nú Framsóknarmenn á Héraði hrint af sér gjörninga- frassa þessum og stefnt honum til föðurhúsa fótakeflasmiðsins í Eg- ilsstaðakauptúni. Aumleg örlög það, sem sjálfdæmast til að hnjóta ævina út um þá steina, sem ætl- aðir vora öðrum til falls. Ég vorkenni manninum. Þegar ég heyrði þetta prívat út- varpsávarp stjórnar SAK varð ég undrandi. Er nú hið ópólitíska sak leysi austfirzkra framákvenna í S.A.K. runnið út í sandinn? Ótrú- legt er að stjórn þessa virðulega S.A.K. hafi hrifizt af rógburði um náungann og komizt í Gróuástand. Eða hafa þessar virðulegu konur nú allt í einu upphugsað sinn heilagan vitjunartíma til að taka að sér yfirstjórn allra Framsókn- arfélaganna á Héraði? í fyrra var stofnað FUF á Norð- urlandi á sama grundvelli, með sama lágmarksaldri. Þá heyrðist ekki orð um áhyggjur foreldra, ekki orð um sálarvoða unglinga í því sambandi. Já, félag ungra Framsóknar- manna hefur verið stofnað á Hér- aði og með glæsibrag. Eg hef ekki heyrt neina foreldra sem era Framsókn fylgjandi, — kvarta undan 14 ára lágmarksaldr- inum. — Þvert á móti munu allir, sem óhlutdrægt líta á 14 ára ungl- ing, sem verðandi mannsefni, telja honum hollt og þroskandi að vera með þeim eldri í öllu sem þeir telja mannsæmandi. Unglingur, sem kominn er í kristinna manna tölu, vill vita hvað þeir eldri hugsa, tala og gera, og allir sveita menn, sem og borgarbúar, sem á annað borð era skylduræknir uppalendur, gera ekM annað en það, sem 14 ára maður má sjá og heyra. Það er höfuðsynd fjöl- margra uppalenda, að harðbanna stálpuðum unglingi sínum það, sem þeir aðhafast sjálfir fyrir aug- um þeirra daglega. Það er sú synd sem fyrst og fremst gerir bamið eða unglinginn óráðvandan. — Kennir honum að Ijúga sér til frið ar öðrum til ills. Nú er mér spurn. Era þá ekM stjórnmál mannsæmandi? Pólitík kemur þó öll í dagsljósið, eins og hún er löng til, í blöðum og út- varpi, öll fyrir augu og eyra okk- ar fróðleiksfúsu og forvitnu ungl- inga. Þeir mega lesa allt, heyra allt um pólitík. Svo koma menn, með merMleg heit, miklast af sálfræðilegum hæfileikum, geðfræðilegum eigin- leikum, uppeldislegri þekkingu og segja að 14 ára bam sé óþroskað, veikgeðja og stefnulaust. Já, segj- um það, en engu að síður era nú flestir 14 ára unglingar búnir að tileinka sér pólitíska stefnu föð- urins, hvort sem hún er rétt eða röng, búnir að fá hana á heilann, fá hana í blóðið, með því andrúms lofti, sem ríkt hefur innan veggja heimilisins. Eru svo íslenzk stjómmál, þjóð- mál, hagsmunabarátta stétta, þetta sem við köllum pólitík ekM mann- sæmandi? Jú, jú. Öllum flokkum finnst sinn fugl fagur. Kvenfélögin í sveit og borg, era þau samtök, sem mestra virðinga njóta í hugum fólksins. Samtök, sem Alþingi íslendinga ætti að minnast oftar en um getur. Sam- tök, sem hafa frá fyrstu verið ó- pólitísk, og miðað allar starfs- og stefnuskrár við það, að líkna, friða, fegra og gleðja. Því finnst mér illa til fundið, og raunar úr hörðustu átt, að stjóm S.A.K. noti aðstöðu sína til pólitísks á- róðurs í útvarpi, undir yfirskini kvenfélags, varðandi velferðarmál. Hver einasta kvenfélagskona, sem er kjósandi Framsóknarflokks ins, hver einasti Framsóknarmað- ur, sem ág hef talað við um ávarp stjórnar S.A.K. til foreldra á Aust- urlandi, hafa sMlið það á einn og sama veg. Hverjum dettur í hug, að Sjélf stæðiskonur í stjóm S.A.K. flytji varnaðarorð, sem þessi til eigin sálufélaga, sem harðneita því, að eiga yngri menn en 16 ára í sínum stjórnmálafélögum, eða komma, sem harðneita því sama, sjálfsagt af háþróaðri sannleiksást? Hvaða Framsóknarmaður eða kona, sem lesið hefur hin hrokafullu, sérgóðu og sjálfbyrgingislegu skrif íhalds og komma, þar sem farið er viður- kenningarorðum um stjóm S.A.K. fyrir að taka Framsóknarmenn í karphúsið, varðandi siðferðisbrot og barnaveiðar við stofnun F.U.F. á Héraði haldið þið að viti ekM hvar fiskur liggur undir steini, að því viðbættu, að allur er áróð- ur þessi frá byrjun bundinn bik- svartri lygi. Hver skyldi trúa, að slík aðferð sé sprottin af velferð- artilfinningum í garð okkar Fram- sóknarmanna? Nei ekM aldeilis, Við Framsóknarmenn getum alls ekki séð að íhaldi og kommum m. a. stjórn S.A.K. komi það vitund við hvaða reglur gilda um lág- marksaldur í F.U.F. á Héraði. Eitt er vist, ef Framsóknarmenn á Héraði létu sér eins annt um að grafa pólitíska andstæðinga lif- Framhald á bl*. 19. T í M I N N, föstudagurlnn 6. marz 1964. 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.