Tíminn - 17.04.1964, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.04.1964, Blaðsíða 19
JWTSTJðR/. OLGA JG'ÚSTSD'ÖTW MENNTUN KVENNA Þetta er Iátlaus kvðldkjóll frá Balmain. Takið eftir Iiinu Ajairfa hálsmáli, sem er prýtt með rós. Hárgreiðslan er slétt en í hvirfil- inn er tyllt fölskum lokkum, sem falla niður hnakkann Lausir lokk- ar eru farnir aB ryðja sér til rúms hjá tizkudðmum stórborganna. Eg Wtti nýlega að cnáli ft*. Halldóru Eggertsdóttur náms- stjóra, sem er fyrir skömmu kom- in frá Englandi, þar sem hún sat umræðufund um almenna mennt- nn og verknámsmenntun kvenna. ÞaB var EvrópuráBiB í Strass- borg, sem er fariB aB velta fyrir sér stöBu kvenna i nutfmaþjóS- félagi, og fann upp á því nýmæli aB bjóSa 2 kvenfulltruum úr kenn- arastétt frá aðildarríkjum ráflsins. Því var boBaS til umræBufund- ar í Worcester CoHege í Orford dagana 1.—23. marz, þar sem fulltrúar hinna ýmsu landa settu fram skoðanir sfnsr og hlýddu á fyrirlestra. Frk. Halldóra Eggertsdóttir, námsstjóri var eini fulltrúinn af íslands hálfu, og segir hún okkur frá stðrfum fundarmanna. Alls voru mættir þarna 33 full- trúar, frá 17 Iðndum en af ein- hverjum missMlningi kom 1 karl- maSur frá ítalíu, en 2 karknenn fri Luxemborg, og 1 frá Grikk- landi en fundarmenn voru annars konur. Miss Johnston, fræðslu- stjóri frá London stjórnaði mótinu sem var mjög vel sMpulagt. Það fór vel um okkur í nýrri háskóla- byggingu, sem var hituð upp með geislahitun. Það kom sér vel því að mikill kuldi var í Englandi um þessar mundir og svo kalt í mat- stofunni að við þurftum að sitja í kápunum meðan matazt var, að ég minnist nú ekki á allar hita- flöskurnar sem við þurftum að hafa með okkur í rúmið, en þetta er nú útúrdúr, og við skulum snúa okkur að efninu. Dagskráin var afar fjölbreytt og vil ég nefna það helzta, Fluttur var fyrirlestur um stðrf konunnar i nútíma þjóðfélagi af dr. Majorie Reeves, og kom þar margt athyglis vert fram og Miss Gibson flutti erindi um stðrf húsmæðra og menntun þannig að auðveldara væri fyrir þær að mæta breyttum viðhorfum í þjóðfélaginu. Þá var allmikið rætt um starfsfræðslu og kom það í ljós, að hún er komin lengst á Norðurlðndum, en allir RÉTTUR VIKUNNAR SÍLDARRÚLLUR Látið hreinsaða úrbeinaða síld ina á fat. Stráið yfir salti og pipar. Látið standa í 3 klst. Þurrkið sildirnar gætilega Berið lag af súru sinnepi á hverja síld- Stráið hráum lauknutn vfir. Rúllið síldinni varlega saman, byrjað er á sporðinum. Rúllan er fest með eldspýtu, eða ræma úr pergament- pappír er sett utan um- Látið sfldarnar í skál. Sjóðið löginn, þangað til lauk- urinn er orðinn mjúkur. (Bragðið á leginum). Hellið heitum leginum yfir síldina. Látið standa í kulda 24 klst. Einnig má hella kældum legi yfir sfldina og þá er hún lát- in standa í 2—3 sólarhringa. Kryddlðgurinn er matreiddnr úr: 2Vz dl. edik. 2% dl. vatni. 40 g. molasykri. 2 lárviðarblöðum. 10 hvítum piparkornum. 3 nellikum (krydd). Vi lauk skornum í þunnar sneiðar. Síldarrúllur eru lagaðar úr: 8 sfldir 3 mátsk. salt l stórum lauk Vi tsk. hvitur pipar % matsk. súrt sinnep. Óheppnin er með — ef: Hreinsuð saltsíldin er ekki orðin súr þegar sinnepið er sett á. Hrái laukurinn er ekM skorinn nógu þunnt. Sfldinni er ekM rúllað nógu vandlega saman. Ediklögurinn ekM nógu mikið kryddaður. Síldin er ekM þaMn af leginum eða hún liggur of þétt. Halldóra Eggertsdóttir voru sammála um gildi hennar og ætti að kosta kapps um að taka bana upp sem fastan lið í skóla- starfi. Einum degi var varið í að heim- sækja skóla og gátum við valið á milli menntaskóla, framhalds- skóla eða tízkuskóla. Eg valdi framhaldsskólann, þar var okkur skýrt frá því hvernig náminu væri háttað, nemendur bjuggu til hádegisverð handa okk- ur, sem smakkaðist prýðilega. Síð ar um daginn var svo boð hjá Menntamálaráðuneytlnu í Carlton House í London. Fulltrúarnir skýrðu frá afstððu kvenna í sínu heimalandi. Það vakti undrun margra að frá Spáni komu 2 ungar stúlkur, sem báðar voru kennarar við sama skóla í Madrid, því að almennt var búizt við karlmönnœn frá því foma landi. Þær sðgðn frá því, «ð hlutirnir væru að breytast og jafnvel svo komið að drengir og stúlkur væru í sama bekk í skól- unum, en það þyrfti að fara hægt í saMrnar og það tæM langan tíma fyrir konurnar að ná sömu rétt- índum og þær sem byggju norðar í álfunni. Vegna skorts á vinnuafli í flest- um löndum Evrópu, er nauðsyn- legt að konur taki virkan.þátt i atvinnulífinu. i Sá ítalsM talaði lítið ég held að hann hafi verið feiminn innan um allt þetta kvenfólk, en honum fannst að staða konunnar væri á heimilinu og hann væri lítið hrif- inn af neinum breytingum í því efni, og karlarnir frá Luxemborg tóku í sa.ma streng. Halldóra segir að það sé leiðin- legt að heyra konur segja: „Eg er bara húsmóðir". Það eru fá stðrf eins fjölbreytt og húsmæðrastðrf- in, konan er sinn eigin húsbóndi og getur hagað sínum verkum að vild, hún verður þeirrar gleði að- njótandi að hugsa um börnin og þar fyrir utan er hún virkur þjóð- félagsþegn. Fulltrúunum var sMpt í fjóra umræðuflokka, sem hver og einn skilaði sínu áliti, og komst fund- urinn að þessari niðurstöðu: Almennt er því haldið fram, að stðrf konunnar í nútíma þjóð- félagi séu tvfþætt, en álit fundar- ins er að þau séu þríþætt. Það er að segja: 1. Starf konunnar seen húsmóður og uppalanda á hehnilinu. 2. Virkur þátttakandi í atvinnu- lífinu. 3 Þátttakandi í félagsstarfi secn virkur þjóðfélagsþegn. Hún á að hafa tækifæri tll þess að sinna sínum hugðarefnum og taka þátt í stðrfum þjóðfélagsins, þ. e. starfa í nefndum og félögum eftir sem henni leikur hugur á og krafizt er af henni. Þar sem enga húshjálp er að fá nú á tímum fyrir konur sem vinna úti og hjálpin á heimilunum einungis bundin við vélar, sem iétta störfin þá kemst konan ekM yfir þetta allt, nema cneð aðstoð: Niðurstaða fundarins var þvf sú, að ef þessu ætti að halda áfram yrði konan að húðarjálk ef karl- mennirnir hjálpa ekM tfl, ogþyrtfi því að mennta þá í heimilisstðrf- um og barnauppeldi. — Og hvernig ætlið þið að mennta karlmennina? Það var álit fundarmanna að meira samræmi þyrfti að vera milli menntunar drengja og stúlkna varðandi heimilisstörfin. Að drengjum sé kennd heimilis- bagfræði, fjöldskyldufræði og heimilisstörf jafnt og stúlkum. — Þetta er þegar f arið að reyna hérna á íslandi, heldur Halldóra áfram, í skyldunáminu er einstaka rtrengjahópum kennd matreiðsla, næringarfræði og ræsting (bursta skó, pressa buxur og þjóna sér). Það hefur sýnt sig, að þeir eru ekM sfflri vifl námið en stúlkur, yfirleitt eru þeir afskaplega áhuga- samir og eru duglegir. Það er spurningin hvort það ætti ekM að auka þessa kennslu og gera hana víðtækari fyrir pilta. — Hvað um húsbændurna í dag, hafiB þið ekkert hugsað um kennslu fyrir þá? — Nei, ekkert að svo stðddu, ' við vitum sem er að ekM er hægt i að kenna gömlum hundi að sitja. NiðurstaOa fuudarins f 12 Ilðum. Greinargerð um niðurstöður fuD- j trúafundar Evrópuráðsins, sem | haldinn var um menntun kvenna j í Oxford, dagana 16.—23. mars 1964. Mætttr voru 33 fulltrúar fri 17 lðndum. 1 i 1. ViS mælum meB því, að Sllum sé séS fyrir góBri aknennri mennt-! un upp aS 16 ára aldri eBa amJc þangaS til lðgfestu skyldunámi lýkur. i 2. Við mælum með því, að í al- , mennri menntun drengja og stúlkna felist námsgreinarnan þjóðfélagsfræði^ hagfræBi, vðra- þekMng og fjölskyldufræfli. 3. Vifl mælum með því, að stúlkur séu hvattaf til þess aB halda á- fram námi eins lengi og framast er kostur, eftir að skyldunámi lýkur. 4. Við mælum með því, að al- mennri menntun sé haldið áfram á fyrstu árum sérhæfingar í verk- námi. 5. Við mælum með því, aS hús- mæðrafræðsla sé fastur þáttur í almennri menntun kvenna. 6 Við mælum með þvi, að þeir sem ekki halda áfram námi í fram baldsskólum, séu hvattir ttl þess að sækja námskeið, notfæra sér bréfaskóla, útvarpskennslu eða aðra fræðslustarfsemi. 7. Við mælum með því, að sðmu sMlyrði séu fyrir stúlkur sem drengi til þess að sækja námskeiO, þ.e. að bæði kynin njóti sömu réttinda til þess aS fá frí úr vinnu í þessu skyni. 8. Við mælum meB því, aS grund- völlur fyrir tómstundaiðju sé lagB ur í skólunum. 9. Við mælum með því að tíllit sé teMð tíl tæknifræðilegra breyt- inga og þróunar bæði í almennri Framhald á bla. 23. VIS vltum ósköp vel hver stjórnar þessu landl Oxfordfundurlnn þa8 alltof áberandl. •n nu ~s«rlr % í M l N N, föstudagur 17. apríl 1964. — 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.