Tíminn - 17.04.1964, Blaðsíða 22

Tíminn - 17.04.1964, Blaðsíða 22
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS gin, að Ibann heimtaði að flogið I yrfti Ibeint yfír fjallgarðinn Laeíkn- I arnir lðgðust gegn þeirri uppá- stungu, en það var erfitt að tjónka j við Winston, þegar faann faafði í bitið eitSwað í sig, og lauk með j því, að hann hafði sitt fram. • i FlugvéHn hækkaði smám sam- an flugið og við hver þúsund fet, sem jukust við flughæðina, leyfði Winston læknunum að athuga and- 1 ardrátt sinn og fajartslátt. Þegar honum var sagt, að ekM fyndist neitt athugavert, hrópaði hann ánægðun „Auðvitað er allt í lagi með mig!" Sú eina, sem ekki reyndi að telja umiyrir honum var Clemen- tine. Hun reyndi ekki að fá hann ofan af sKkum ákvöi'ðunum. Til þess þekkti hún hann of vel. Hún vissi , að jafnvel hún gat ekki hindrað hann. Þetta þurfti að vera eins og hann vildi. Hún skildi bet- ur en nokkur annar, að Winston varð að bjóða hættunni byrginn til þess að honum gæti liðið vel. Á sumum sviðum mælti hún hon- um aldrei í mót, svo að á því bæri. Hún vissi að með því mundi hún aðeins reyra á klafa ævintýraþrá hans, sem hafði einmitt gert hann að þeim manni, sem hann var. Þegar þau komu til Marrakesh, var Winston ánægður en þreyttur. Þegar Clementine sagði honum að ^fara beint í rúmið, hlýddi hann eins og þægur og góður drengur og þar lá hann í nokkra daga. Þegar hún flaug til Túnis, hafði faún haft vaðið fyrir neðan sig og fært honum pensil,' trðnur og liti. Nú gat hann hvílt sig og notið þeirrar tómstundaiðju, er hann mat mest í fögru umhverfi Marra- kesh og í skugga fagurra, blárra fjalla. Þegar Winston frétti að fagurt útsýni mundi vera úr háum turni sem var á faúsi því, er hann dvalili í, bað hann um, að vera fluttur þangað upp. Þá var smíðaður burð arstóll og tveir starfsmenn þeirra hjálpuðu honum upp hringstigana upp í turninn. Hann dvaldi þar aðeins fáeinar mínútur og þá heyrð ist hann mæla orð þessi af munni fram: „Eg er of lasburða til að mála, en samt er ég nógu frískur til að geta staðið í styrjöld." Samt sem áður leið ekki á löngu áður en hann tók til við penslana. Clementine lét hann einan við þá iðju sína klukkustundum saman enda vissi hún hve mikla unun hann hafði af því. Stundum not- aði hún tækifærið til að fara nið- ur í Marrakesh, á meðan íiann var önnum kafirin við málaralistina. Þá reikaði faún um meðal sölubúð- anna á sölutorginu. Þegar hún kom heim aftur, beið Winston 6- þolinmóður eftir því, að sýna henni það, sem hann hafði gert. Hún gagnrýndi hann hiklaust, og sagði oft: „Heyrðu, Winston, heldurðu ekki að þetta ætti að vera . ." Venjulegast féllst hann á rök henn ar. Með faverjtim deginum, hvíldinni og Clementine sinni, varð hann meira og meira sjálfum sér líkur. Beaverhrook lávarður hafði kom- ið fljúgandi til að vera með hon- um á meðan á hressingardvölinni stóð, og návist þessa gamla vinar hans hressti hann enn frekar. Þegar Eisenhower hershöfðingi kom og heimsótti faann í Marra- kesh, dunduðu læknarnir stöðugt við að mæla hitann í Winston, „og" sagði Ike, „hvenær, sem þeir nálguðust til að taka hitamælinn úr munni hans, hafði Churchill orðið fyrri til og tilkynnti þeim hitastigið." „Þetta geri ég alltaf", sagði Winston. „Eg held nefnilega að þessir læknar séu að reyna að halda mér í rúminu." Stundum hafði Clementine o> an af fyrir honum að loknum kvöldverði með því að spila við hann „bezique", en oftar var sleg- ið í hörku póker. Sir Leslie Hollis hershöfðingi, sem var einn af nánustu samstarfs •mönnum Winstons, á meðan á styrjöldinni stóð, sagði: „Venju- lega tókst mér að koma mér und- an því að vera dreginn inn í póker spilið með því að afsaka mig með annríki, en kvöld nokkurt gat Beaverbrook lávarður talið mig á áð vera með. Það gerði ég, þó að væri það þvert um geð. Eg fékk ferleg spil á faöndina og dró enn verri og tapaði því, sem var í mfnum.augum mjög há upp- 60 18 Það var sem útstæð augu Lat- vala ætluðu að springa út úr augnatóttunum. Hann hóstaði og ræskti sig. Síðawreyndi hann að kreista upp úr sér hlátur, en mis- tókst gersamlega. Hann reyndi þá að brosa eins kurteislega og hann gat, en bros hans var eins og gretta. — En Inga mín! Við skulum ekki blanda svo mikilvægum mál- um saman við smámuni. Við er- um þó alltaf vinir. — Við vorum vinir, leiðrétti frú Berg hann. Hún var róleg og kuldaleg og það var auðséð, að hún hafði tekið ákvörðun, sem ekki yrði breytt. Rautt andlit Latvalas varð ösku grátt, og skjálfandi hendi lyfti hann konjakglasinu og tæmdi það í botn. Síðan reyndi hann enn einu sinni, en jafnvel hann sjálfur virtíst vita, að hann var aðeins að berja höfðinu við steininn: — Þetta er ótrúlegt. Þú ert kaupsýslukona. Þú getur ekki tekið svona ákvarðanir, bara af því að við áttum í smárifrildi eða af því að ég gætti ekki framkomu minnar sem skyldi. Ég bið mjög afsökunar á því. Þú getur ekki látið skammvinna reiði verða til að ráða svo mikilvægum ráðstöf- unum? Frú Berg brosti illilega: — Að sjálfsögðu ekki. Framkoma þín áðan var aðeins dropinn, sem fyltli bikarinn. Eg var heldur fljót á mér nú, en ég hafði ákveð- ið áður að athuga málið alvarlega, þegar heim kæmi. Það hefur lengi verið allóþægilegur orðrómur í borginni um, hvernig Hlutafélag- ið Albert Latvala væri stætt. Latvala beit á vör. — Það er orðrómur, sem öfundarmenn mín ir hafa breitt út, — Hann skyrpti út úr sér orðunum. — Þú leggur þó ekki trúnað á slíkt. Meinfýsið bros frú Berg varS enn breiðara. hæð. Um það bil mánaðarlaun. Hvað hina snerti var slík upphæð smáræði. Winston reiknaði síðan saman, þegar að því kom, og áður en ég hafði haft tíma til að reikna nákvæmlega saman, hversu miklu ég hafði tapað, sagði hann: „Hafðu engar áhyggjur, Hollis. Það er deilt í allar upphæðir með 240!-' „Eg er viss um, að Churchill hefur ákveSið þetta eingöngu mín vegna, enda var einn bezti þátt- urinn í fari hans vingjarnleikinn og ekki sízt, hvernig hann lét hann í Ijós." Dagarnir voru heitir og sólrík- ir, en næturnar svalar, og stjörnu- bjartar. Saman nutu þau Winston og Clementine ægifegurðar Marra- kesh, borgarinnar sem þau höfðu unnað svo heitt fyrir stríð. Húsið, sem þau dvöldu í var með Marokkóbyggingarlagi og var í eigu forríkjar amerískrar konu. Voru í því hvers konar þægindi og lúxus. Húsgögn og innréttingar voru í rauSum og grænum og gylltum lit og féllu vel í smekk Winstons, enda var hann skraut- gjarn. Hann naut verunnar út í yztu æsar. Þegar hann varð frísk- ari, gengu þau hjónin úti sér til skemmtunar og nutu um leið fag- urs útsýnis yfir Miðjarðarhafið og snævikrýnd Atlasfjöllin. Til þessa fagra umhverfis komu nú ýmsir gestir: Montgomery hers höfðingi, Bedell hershöfðingi. Benes forseti Tékkóslóvakíu, hers- höfðingjarnir, Georges, sir Henry Maitland-Wilson, Alexander og lafði Díana og Duff Cooper, og Harold Macmillan. Montgomery kom á gamlárs- kvöld til að líta til Winstons og til þess að fá fyrstu upplýsingarn- ar um „Yfirlávarðinn", — en und- • • ir því nafni gekk innrásaráætlun- in í Normandí. Þar sem þetta var gamlárskvöld hafði Clementine undirbúið kvöld- verð fyrir forsætisráðherrann, gesti hans og starfslið. Monty hafði kyraizt þeim Win- ston og Clemeis.tiiie sumarið 1940 í aðalstöSvum herdeildar sinnar á suðurströnd Englands, nálægt Brighton. Monty hafði fylgt þeim til Lancing-skóla, en þar höfðu skotliðar Ulster aSsetur. Þar var þeim sýnd heræfing, sem fólst í því að gera árás á flugvöll, en látið var sem hann væri herset- inn af Þjóðverjum. Síðan héldu þau áfram eftir suðurströndinni og komust til Brighton um kvöldið eh þá stakk Winston upp á því, að Monty snæddi með þeim mál- tíð á konunglega Albion-faótelinu. Á meðan á máltíðinni stóð, var Monty spurður, hvað hann vildi drekka. Hann svaraði: „Vatn", og bætti því við, að hann hvorki drykki né reykti og væri 200% frískur. En það var í Marrakesh, sem raunveruleg vinátta hófst með þeim Monty og Churchillhjónun- um. Nýjársdag 1944 bauð Clemen- tine honum að koma með í eina af hinum frægu skemmtiferðum hennar, þar sem snæddur var há- degisverður úti undir beru lofti f bifreiðinni héldu þeir Monty og Winston áfram umræðum sínum um „Yfirlávarðinn." Montgomery sagSi: „Þetta var hressandi för. Sól skein af himni og vetrarhiti Marokkó hinn þægi- legasti og samræðurnar skemmti- legar. Eg kynntist forsætisráðherr anum og konu hans vel á meðan á þessari stuttu dvöl minni í Marra kesh stóð. Þetta varð upphaf vin- DAUÐINN I KJOLFAR MAURI SARIOLA ' r— Þolir ekM bókhald fyrirtæk- is þíns dagsljósíð? — Auðvitað þolir það það, hvæsti Latvala, án þess að líta upp. — Nú jæja. Þá ættirðu ekki að vera í vandræðum með að fá lánstraust annars staðar, þegar ég dreg til baka. Latvala hneig aftur á bak í stól inn. — Það er ekki gott útlit á lánamarkaðnum sem stendur . . . — Þú reynir að komast af samt sem áður. — Frú Berg hallaði höfðinu og horfði með hefndar- fýsn á Latvala. — Þú getur varla haft nokkuð á móti því, að ég sem kaupsýslukona sé aðgætin um mína eigin fjársýslu. Pening- arnir eru mínir og uppsagnartím- inn skammur. Sá, sem á stór byggingarfyrirtæki verður alltaf að vera kaldur og rólegur og við- búinn hinu versta. Jafnvel nauð- ungaruppboðum. Latvala varð dimmrauður í and liti og stór hrammur hans laukst um glasiðeins og hann hefði helzt í hyggju að fleygja því framan í frú Berg. Hann áttaði sig þó fljótlega, og hönd hans stanzaði á hálfri leið. Hon- um tókst jafnvel að yppta öxlum. — Ég á ekki í neinum vandræð um . . . , tautaði hann. Jaatinen hafði fylgzt með orða- skiptunum með vaxandi kvíða. Hann hafði samúS með Latvala. Honum tókst illa að ljúga. Honum svipaði til fjárhættuspilara sem reynir að hlæja, þrátt fyrir aS allt er tapað, og sem þreifar um leið eftir skammbyssunni. En um leið fékk Jaatinen um annað að hugsa. Frú Berg hafði enh ekki talað út. Hún sneri sér að manni sínum með sama ískuld- anum og ógnvekjandi rónni: Allan, sagði hún. — Við gerð- um einu sinni samning, ef ég man rétt. Þú ert hreinn fáviti, ef þú heldur að slíkum samníngi sé unnt að segja upp einhliða. Ég stend við hann að mínu leyti — en að sjálfsögðu aðeins, ef aðrir skilmálar eru haldnir. Hún sneri sér að Hiekka lækni og virti hana nákvæmlega- fyrir sér. Hún dró andann djúpt og ætlaði augsýnilega að skjóta að henni eínhverri eiturörinni, en sá sig um hönd og sneri sér í stað þess að frú Latvala og kink- aði stuttlega kolli til hennar. — Kaarina. Þú ert sú eina hér við borðið, sem hægt er að tala við. Við skulum ganga niður að skipi. Ég held, að við tvær eigum sitthvað ótalað. .. Að venju vaknaði Lindkvist á undan klefafélaga sínum. Hann stökk fram úr kojunni og reyndi að þvo sér og raka sig eins hljóð- lega og honum frekast var unnt í þröngum klefanum. Jaatinen gjaldkeri rumskaði þó, er hann lauk við að hnýta á sig hálsbindið. — Góðan dag, utnlaði syfjulega í gjaldkeranum, um leið og hann stakk öðrum handleggnum undir höfuðið. Þrátt fyrir hitann var hann klæddur þykkum flannell- náttfötum, og Lindkvist gat vart varizt brosi, er hann leit rauðar þverrákirnar og fornfálegt snið þeirra. — Góðan dag, umlaði syfjulega kvist. —Ég kem mér upp í morgunkaffið, svo að þér eigið hægara með að athafna yður. — Það liggur ekkert á. Sést nokkuð til lands énnþá? Lindkvist skyggndist út. — Nei, ekki það ég geti greint. Jaatinen hló þurrlega. — Það skeði ýmislegt í Visby. Svo að ekki getur maður sagt, að maður sakni þess staSar svo mjög. . . . Lindkvist gretti sig lítillega. — ViS skulum vona að þau hjúin verði í svolítið betra skapi í Kaup- mannahöfn. — Hafið þér trú á því? — Hm . . . Lindkvist ræskti sig. Ég ætti svo sem ekkert að halda um það, því að í rauninni kemur mér það engan veginn við. Finnskt máltæki segir, að krukk- an brotni fyrst á brunnbotninum. Og fari hún í mask, þá er erfitt að líma brotin. En nú fer ég. Og þér komiS svo á eftir og þá getum viS rabbað saman yfir kaffibollanum. Lindkvist gekk til dyra og þrýsti niður hurðahúninum. Hurð in gaf ekki eftir og hann lyfti brúnum undrandi. Hann beygði sig niður og athugaði læsinguna, þrýsti húninum aftur niSur og reyndi aS ýta hurSinni upp, en hún hreyfSist ekki um þumlung, þrátt fyrir aS hann neytti ýtrustu krafta. Jaatinen hafði fylgzt með hon- um úr rúminu. Hann ræskti sig lítillega, og þegar Lindkvist leit á hann furðu lostinn,' sagði gjald- kerinn: — Mér fannst ég heyra ein- hyerjar raddir og traðk fyrir utan dyrnar í nótt. Það var eins og tveir menn væru að rogast með einhverja þungavöru, kassa eða eitthvað þvílíkt. Eg nennti ekki á fætur, en þar sem ég gat ekki fest svefn aftur, og fannst ég heyra . . hm . . . einkennileg hljóð reis ég á fætur og reyndi að kíkja út. Þá fór fyrir mér sem yður, — ég gat ekki opnað. — Hver fjandinn er eiginlega á seyði, rumdi gremjulega í Lind- kvist. — Þér hefSuS átt að vekja mig. Hver | skollann á þetta að þýða? Jaatinen hristi höfuðið. — Eg hélt kannski, 'að áhöfnin mundi koma þessu frá dyrunum, áður en morgnaði. — Þetta er dálaglegt skipulag á hlutunum hér um borð, eða hitt þó heldur. Þeir loka farþegana inni í káetunum eins og rottur í holu. Hugsið yður, ef skipiS hefði sokkið eða strandað. — Það er nú varla mikil hætta á því. — Það veit maður aldrei . . . — Lindkvist ýtti upp kýrauganu og reyndi að troSa höfSinu út. Honum tókst það meS lagni, en axlirnar voru of breiSar, enda kýraugað aSeins tuttugu senti- metrar aS þvermáli. Samt sem áður kom hann auga á brytann, þar sem hann kom gangandi með- 22 T í M I N N, fösfudagur 17. aprfl 1964. t-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.