Tíminn - 17.04.1964, Side 23

Tíminn - 17.04.1964, Side 23
AÐALFUNDUR FlS (Framhaid af 14. síðu). sem stefnu sinni árið 1960, að gildandi verðlagshömlur baeri að afnema. Fundurinn vill þó taka fram, að nú fyrr í þesstnn mánuði fékk verzlunin nokkr- ar hætur, sem fundurinn telur vera skref í rétta átt, en ekki lokamark. Fyrir því beinir fund urinn þeirri eindregnu áskorun til ríkisstjórnarinnar, að hún láti ekki hjá líða að afnema all ar verðlagshömlur eins fljótt og kostur er. 3. Afnám á einkasölum Aðalfundur FÍS 1964 leyfir sér að ítreka fyrri ályktanir um að leggja beri niður einka- sölu á tóbaksvörum, viðtækjum eldspýtum, bökunardropum, hárvötnum, ilnwötnum, o. fl., sem telja verður, að einkafyrir tæki muni geta annazt innflutn . ing á og dreifingu með mun lægri kostnaði til hagsbóta fyr ir neytendur. Þá telur fundurinn, að at- huga beri sérstaklega, fáist of- angreindar einkasölur eigi felldar niður, að ríkisfyrirtæki þessi verði rekin á jafnréttis- grundvelli við einstaklinga og félög, á sama hátt og gert hefir verið við einkarétt Ferðaskrif- stofu rödsins. FLUGBJÖRGUNARSVEITIN (Framhald af 15. síðu). Sögu. Hinn síðari var afhentur þann 27. janúar ásamt tveim nýj- um beltum á bflana. Aflað hefur verið ágætra leitar- Ijósa. Magnús Þórarinsson gjaldkeri gaf skýrslu um hag sveitarinnar og útskýrði reikninga. Niðurstöður þeirra voru, að á árinu voru tekjur kr. 128.053,91, gjöld kr. 91,306,18 og peningar í sjóði kr. 220,311,48. Sigurður M. Þorsteinsson var end- urkjörinn formaður sveitarinnár. ÆTTU AÐ LÍTA SÉR NÆR Framh. af 17. síðu umtalsvert, þótt meðalárstekjur fullvinnandi manns dugi ekki fyrir húsaleigu sæmilegrar íbúðar fyrir 2 - 4 manneskjur. Eitt sinn var haft eftir Jónasi frá Hriflu: „Þeir ættu að skammast sín, og ég veit ekki nema þeir menn, sem þess- um málum ráða nú og gera það ekM betur en svona, ættu að gera slíkt hið sama. Jens í Kaldalóni. FÖSTUDAGURINN HENNAR Framhald af bls. 19. menntun og verknámsmenntun kvenna. 10. Við mælum með því, að starfs- fræðslan sé skipulögð og fram- kvæmd af sérmenntuðum kennur- um og vel þjálfuðum ráðgjöfum. 11. Við mælum með því, að starfs- fræðsla stúlkna .miði að því að kynna fyrir þeim öll hin marg- báttuðu störf, sem þær geta tekið að sér. Nauðsynlegt er, að starfs- kynningin nái ekM aðeins til stúlknanna heldur einnig til for- eldra og vinnuveitenda. 12. Við mælum með því, ef stúlk- ur ljúki ekki námi áður en þær gifta sig, að þá sé reynt að búa svo .í haginn, að þær geti lokið námi eftir giftinguna. FULBRIGHT Framhald af 13. síðu. efnahagslegt vald að baki sér og ólíklegt er því, að þeir geti ráðið eða haft veruleg áhrif á, hvaða stefnu þeir atburðir taka, sem kunna að fylgja í kjölfar þeirra. LJÓST virðist, að við eigum ekki um nema tvo raunverulega möguleika að ræða í Vietnam í náinni framtíð. Annar er aukn ing hernaðarátakanna í einni eða annarri mvnd, en hinn er að gera nýja tilraun til að efla Suður-Vietnam svo, að þeim verði verulega ágengt í hem- afRnrrm, eins og hann er nfi rek fam- Ábyrgir aðilar af hálfu fram kvæmdavaldsins verða að kanna þetta mál vendilega. En þar tíl þeir em búnir að meta og vega möguleika þeirra leiða, sem okkur eru opnar, eram við að mínu viti knúðir til að efla stjórn Suður-Vietnama og her með hverjum þeim hætti, sem í okkar valdi stendur og áhrifa ríkastur virðist. Gera verður öll um aðflum ljóst, að hvaða stefnuákvarðanir, sem kunna að verða teknar, þá halda Bandaríkjamenn áfram að standa við skuldbindingar sín- ar gagnvart Vietnam. Þetta, sem ég hefi rekið hér á undan, era nokkrir, en hvergi nærri allir þeir þættír í jitan- ríkisstefnu okkar, þar sem okk ur er nauðsynlegt að endur- meta gamlar hugmyndir og skuldbindingar í ljósi nýrra og breyttra staðreynda. Á öllum þeim sviðum, sem ég hefi hér teMð til meðferðar, hefir stefna Bandaríkjanna á einn eða ann an hátt reynzt áhrifaminni en hún hefði getað orðið. Ástæðan er hneigð okkar til þess að ragla saman meðulum og til- gangi og sveipa af þeim sökum ímynduðum helgihjúpi um stefnur og framkvæmdaaðferð- ir/sem í sjálfu sér hafa ekkert siðferðilegt innihald eða gildi annað en það, að þær stefna að einhverju, viðurkenndu mark- miði þjóðarinnar. Eg held að við ættum að reyna að losa okkur við þá sið ferðilegu viðkvæmni, sem bind ur okkur gömlum goðsögnum en blindar okkur gagnvart nýj um sannindum og veldur enn- fremur því, sem er þó enn verra, að við lítum á allar nýjar hugmyndir með ótta og tor- tryggni. VIÐ verðum að þora að hugsa það, sem talið hefir ver- ið „óhugsandi". Við verðum að læra að kanna alla möguleika og kosti, sem við kunnum að eiga völ á í þessum flókna og síbreytilega heimi. Við verð- um að læra að fagna þeim rödd um, sem ósamþykkar era, í stað þess að hræðast þær. Við verð- um að hætta að hrökkva frá með hryllingi hvenær sem ein- hverjum „villutrúarmanni“ dett ur í hug að stinga upp á því, að Castro kunni nú að halda velli, eða að Krustjoff sé ekM eins afleitur og Stalín hafi ver ið. Við verðum að vinna bug á næmleika okkar fyrir ,hneykslun‘, en það er orð, setn ég vildi helzt útrýma úr blöðum og tímaritum, og þó sérstaklega úr þingskjölum. Sé þingi og almenningsáliti allt of hætt við „hneykslun", hlýtur framkvæmdavaldið og þá alveg sérstaklega utanríkis ráðuneytið að þjást af ævarandi og ólæknandi varfærni. Áhrifa- mikil utanríkisstefna hlýtur að taka meira tillit til breytileik ans erlendis en almennings hylli heima. SKAPANDI utanríkisstefna, eins og Traman forsetí aðhyllt ist til dæmis, þarf alls ekki allt af að ávinna sér hylli almenn ings þegar í stað. Stundum verða leiðtogarnir að gera óskemimtileg og óvinsæl verk, vegna þess, eins og Burke benti á, að skylda stjómmála- manna í lýðræðisríki við um- bjóðendur sína er ekki að fylgja öllum óskum þeirra eða vilja, heldur að beita sinni eig in dómgreind í þeirra þágu eftir beztu getu og standa ábyrg ur fyrir. Við verðum að þora að hugsa um það, sem er „óhugsandi“ vegha þess, að þegar eitthvað Starfsemi Flugfélagsins HF-Reykjavík, 16. apríl Mannaskipti hafa nú orðið í mildlvægum störfum hjá Flug- félagi íslands. Eins og kunnugt er hættu þeir, Birgir Þórhallsson, yfirmaður millilandaflugs, og Hiimar Sigurðs son, yfirmaður utanlandsflugs, störfum hjá félaginu nýlega. Birg ir Þorgilsson hefur nú tekið við störfum Birgis, en Einar Helga- son við störfum Hilmars. Jafn- framt þessu hefur starfssvið þess ara tveggja manna verið samein- að að miklu leyti. Flugfélagið hefur lengi haldið uppi umfangsmikilli landkynning- arstarfsemi og gefið út bæklinga í sambandi við hana. Þar hafa þjóðkunnir vísindamenn ritað um ýmis náttúrafyTÍrbrigði landsins, Rit þessi hafa verið gefin út á fjóram tungum, sum á fimm og era prentuð í 10.000 eintaka upp ÁRNESINGAR Framhald af 24. síðu. afur Jóhannesson, varaformaður Framsóknarflokksins, flytur ræðu. Þá skemmtir Mnn vinsæli gaman leikari, Jón Gunnlaugsson. Bland aður kór syngur og að lokum verð ur dansað. IHjómsveit Óskars Guð. mundssonar leikur og söngvarar eru Berta Biering og Arnór Þor- valdsson. ¥dtvanprtnn félagið), en ekki samvinnu- menn sjálfir. Með ásöktmum sínum um spillingu innan Sam vinnuhreyfingarinnar hitta íhaldskratar því sjálfan sig og bandamenn sína eina, en ekki íslenzka samvinnumenn. Fjármálaspillingin í land- inu blömgást nncíir liándar- 'aðri núverándi rílíisstjórnar. í rannsókn mun eitt umfangs- mesta fjárglæframál, sem um getur í sögu landsins, en það skeði á Keflavíluirflugvelli, ástkærasta stað Ihaldslcrata- ráðherranna. Era þar ýmsir framámenn stjórnarliokkanna í siktinu. Blað eitt hér í borg hcfur í fjölda greina ákært fyrrverandi forseta hæstarétt- ar fyrir fjárglæfra, og mun því máli einnig ólokið. Nefna mætti mörg önnur mál. Það er því ljóst, að íhaldskrat- ar telja þá menn eina „siðaða menn“, sem fylgja niðurrifs- og fjármálaspillingu, en telja aftur á móti þá, sem við þessum óþverra vilja sporna, menn, sem „dvelja í ormagryfju". Og svo klykkja þeir út með því að vilja kasta „bjarghring" til þeirra, sem berj- ast vilja gegn spillingu og niður- rifi „björgunarmannanna“. íhaldskratar kunna sannarlega vel að Ieika hlutverk nöðrunnar, cnda hafa þeir fengið næga æf- ingu síðustu áratugina. En þeir fslcndingar, sem á móti. nöðrunni og hinni óhugnanlegu starfsemi hennar vilja spoma, munu sýna íhaldskrötum fyrirlitningu sína. verður „óhugsandi" nemur hugsunin staðar og framkvæmd in verður hugsunarlaus. Ef okkur á að takast að losna við gamlar skröksögur og bregðast skynsamlega við nýj- uim staðreyndum samtímans, verðum við að hugsa og tala um vandamál okkar af full- komun frjálsræði. Minnumst þess, sem Woodrow Wilson sagði, að „mesta málfrelsið er mesta öryggið, vegna þess, að sé maður heimskingi er öllum fyrir beztu að hann sé örvaður til að kynna þá staðreynd með því að tala“. lagi, en mörg era endurprentuð. Einnig er nú að hefjast útgáfa á bæklingum fyrir íslenzka ferða- menn um ýmsa vinsæla viðkomu- staði. f undirbúningi era nú bækl- ingar um Grænland, Mývatn, Laug arvatn og skíðaslóðir í nágrenni Akureyrar. Nýlega hefur Flugfélagið látið prenta stóra litmynd af Surtsey Víðavangshlaup HAFNARHARÐAR Víðavangshlaup Hafnarfjarðar, 1964, verður háð’ sumardaginn fyrsta, 23. apríl n.k. og hefst við Bamaskóla Ilafnarfjarðar, Skóla- braut, kl. 4 e.h. Hlaupin verður sama vegalengd og undanfarin ár. Keppt verður í þremur aldurs- flokkum — 1. flokkur, keppendur 17 ára og eldri. 2. flokkur 14—16 ára — og 3. flokkur 13 ára og yngri. Keppt verður um farand- grip í hverjum flokM. Þátttaka í Víðavangshlaupi Hafnarfjarðar hefur verið miMl og má búast við, að eins verði ná. Væntanlegir keppendur eru beðnir að tilkynna þátttöku sem fyrst í Bókabúð Olivers Steins — og ekM síðar en n.k. þriðjudag. Egill rakst á Ægisg. KJ-Reykjavík, 16. aprfl. f dag vildi það óhapp til, að tog- arinn Egill Skallagrímsson bakk- aði á Ægisgarð og skemmdist bryggjan miMð. Egill Skallagrímsson var að leggja af stað í veiöiferð um..þrjú- leytið, og hafði loks teMzt að fá nægan mannskap tíl að leggja af stað á veiðarnar. Togarinn var að bakka er óhappið hentí, og skemmdist bryggjan fyrir líklega 3—500 þúsund. Togarinn skemmd- ist að aftan, en eftir að skoðun hafði verið framkvæmd á skipinu, var því leyft að halda á veiðar. sean tekin er af Birgi Þórhalls syni. Mynd þessari mun verða dreift um alla Evrópu. STUNDA NÁM Framh. at 24 síðu. MA-manna: — Hvar fréttir þú um skól- ann? — Eg sá auglýsingu frá hon- um í amerísku blaði. Eg byrj- aði um áramótin í fyrra og kláraði í haust. Það, sem við lærðum þarna, er almenn und- irstaða í teikningu, sem miðast aðallega við auglýsingateikning ar. — Er dýrt að stunda þetta nám? — Nei, alls ekM. Eg geri ráð fyrir að það kosti um 5500 krónur, þar með talið efnið, sem þeir senda okkur. Þetta er mjög þekktur bréfaskóli, sá elzti sinnar tegundar í Banda- ríkjunum, stofnaður árið 1897. — Hvernig er með einkunn- ir, og hvemig stóðst þú þig? — Þetta gekk bara sæmilega. Það eru gefin 4 stíg, og mér tókst að ná í það næst bezta. — Hvað ætlarðu svo að gera að loknu stúdentsprófi, fara út í auglýsingateikningar? — Ætli ég byrji ekM með að koma í myndlistarskólann, þama hjá ykkur fyrir sunnan. Stálvík fékk hafnsögubátinn HF-Reykjavík, 16. apríl Hafnarstjórn hefur nú samþykkt að taka tilboði Stálvíkur h.f. um smiði á nýjum hafnsögubáti. Þrjú tilboð bárust í smíði nýs hafnsögubátar, frá Stál- smiðjunni í Reykjavík, Stál sMpasmiðjunni í Kópavogi, og Stálvík h.f. í Amarvogi. Tilboðið frá Stálvík hljóð- aði upp á 1,960 krónur. Mínar hjartans beztu þakkir vil ég nú færa ykkur öllum, sem með vinsemd og kærleik glöddu mig á 100 ára afmælinu. Þakka viðtöl, blóm, skeyti og aðrar gjafir. — Guð blessi ykkur öll. Guðríður Jónsdóttir frá Guðnabæ, Akranesi Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á einn eða annan hátt á áttræðisafmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Jónína Schiöth Systir okkar Guðfinna Ólafsdóttir andaðist að morgini 16. aprfl. Guðrún Ólafsdóttir, Arnlaugur Ólafsson. Móðir mín og amma, Guðný Samúelsdóttir frá Hjálmsstöðum, andaðist þriðjudaginn 14. aprfl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogs- kirkju, mánudaginn 20. aprfl kl. 1.30. Elsa Olsen, Pálmi Elríkur Pálmason. Hjartkaer eiginmaður mlnn, Þóróífur Þorvaldsson andaðist að heimili okkar f Borgarnesl, þriðjudaglnn 14. aprfl. Jarðarförln fer fram frá Borgarnesklrkju, mlðvikudaglnn 22. aprfl kl. 14. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þelm sem vildu mlnnast hins látna er bent á Borgarneskirkju eða Ifknarstofnanlr. María Tómasdóttir. 2S T í M I N N, föstudegur 17. apríl 1964.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.