Tíminn - 20.06.1964, Side 6

Tíminn - 20.06.1964, Side 6
MYNDLIST Á Sýning Félags íslenzikra mynd-' llstannanna á þessari Iistahátið etyrkir þann grun, að málararnir hafi nú tekið forystuna í listsköþ* ún á fslandi. Á þessu hafa menn ymprað nokkrum sinnum, og nú síðast Hall dór Kiljan Laxness í ræðu sinni við setningu Listahátíðarinnar. Raunar verður ekkert fullyrt í þessum efnum á þeim tíma, sem hlubverkaskiptin eru talin eiga sér stað, án þess að hægt sé að mæla á móti. En sagan mun skera úr, hvort málararnir hafi tekið Gu9>nundur Benedíkfsson: Stfgandl. vKS terystuhlutverki á þessurn ár- Þau átök, sem hafa átt sér stað um málaralist á íslandi, benda til þess, að málaramir ættu eftir að vinna stórvirki. Þau sýna, að mál hafa trúað á sjálfa sig og stefnur af meiri ofsa en aðrir listamenn. Mótbárum arftafa stappað í þá stálinu frem- ur en að draga þá niður. Á sama tíma gerist æ hljóðara um aðrar HSÖr. Deilur um rithöfunda logn aart út af, en í stað þess er farið að taia um kreppu í bókmennt- um, einkanlega skáldsagnagerð- inni. Tónskáldafélagið lýsir nú yf- ir, að íslenzk tónlist seinustu 40 ár sé enn að mestu ókunn þjóð- Guömundur Elíasson: Andlitsmynd. inni, óflutt bæði innanlands og utan. Hávaðalaust hafa tónskáldin verið að semja, áman saman án þess menn viti, hvað þar hefur gerzt, og enn halda málararnir á- fram deilum sínum og bramli. Þótt styrkurinn virðist nú liggja að mestu öðmm megin. þá er hávað- inn því meiri hinum megin frá. Sýningunni í Listasafni íslands mun ætlað að sýna „status" ísl. myndlistar á allra síðustu ámm, og þetta hefur að nofckru leyti tekizt varðandi málaralistina, þótt mikið skorti á fulla breidd. Þar sýna aðeins meðlimir Félags ísl. myndlistarmanna og einn boðs- géstur, Gunnlaugur Scheving. Á þessari málverkasýningu er ekk- ert verk eftir Svavar Guðnason, en það er í hæsta máta óviðkunn- anlegt, og undarlegt, þar sem Svav ar er meðlimur í því félagi, sem hér sýnir. Þá gegnir furðu, að Jón Engilberts á ekCíert verk á sýningunni — fyrst leitað var til nokkurra utanfélagsmanna, en án þessara er vitanlega um mjög gloppótta yfirlitssýningu að ræða. Ekki er hér neitt verk eftir Jó- hannes Geir, og fleiri slík dæmi mætti nefna. Hins vegar hefur val málverka eftir þá, sem eiga hlut að máli, yfirleitt tekizt vel — frá leikmannssjónarmiði undir- ritaðs, og þetta sterkasta samsýn- ingin, sem hér hefur verið haldin í fjölmörg ár. Um þann samtíning höggmynda, sem hefur verið komið fyrir hjá uppgöngunni í Listasafnið, verð- ur því miður ekki sagt, að hann gefi hugmynd um það sem hér hefur verið unnið að þessari list- grein á síðustu árum. Þar hefur mörgum verkum verið hrúgað I lítinn sal, svo hvert um sig fær trauðla notið sín. Fyrirkomulagið er jafnvel ankanrr.,egra en þrengsl in, samanber Kristsmynd Ólafar Pálsdóttur og hausana sitt til hvorrar handar vinstra megin stig ans. Ásmundur Sveinsson á hér ekk- ert verk, en það dregur vitanlega mjög úr gildi sýningarinnar. Hins vegar er skiljanlegt, að Ásmund hafi ekki langað í þrengslin, ef sú er ástæðan til þess að verk hans eru fjarverandi. Þá er hér engin mýnd eftir Gerði Helgadótt- ur. Nokkrar þessara mynda hljóta þó að verða til augnayndis, til dæmis jámmynd Sigurjóns Ólafs- sonar (no. 28). Þessi mynd kom áður fram á sýningu Félags ísl. myndlistarmanna, í tré. Hún nýt- ur sín greinilega miklu betur eins og Sigurjón hefur nú gengið frá henni. Folaldsmeri Sigurjóns (frumdrög) gefur litla hugmynd um mikilleika hennar í fullri stærð. Af öðmm verkum má nefna Stígandi eftir Guðmund Benediktsson og tvo hausa eftir Guðmund Elíasson. Gunnfríður Jónsdóttir, Jón Benediktsson, Magnús Á. Ámason, Nína Sæ- mundsson, Ólöf Pálsdóttir og Rík harður Jónsson eiga myndir á sýningunni, en samtals eru högg- myndirnar 28 og gefur það nokkra skýringu á hve erfitt er að njóta þeirra í hinum litla sal. Málverkunum er sýnu betur fyr- ir komið og tiltölulega rýmra um þau flest. Eg efast um, að hér heffSi verið hægt að koma mál- verkunum öllu betur fyrir. Sum verkin njóta sín þó ekki til fulls, vegna stærðar og sérstakra eigin- leika lita og myndbyggingar, í þessum litlu sölum. Eg nefni hið mikla verk Gunnlaugs Schevings, Vornótt, til dæmis Annað stór- verk Gunnlaugs, Haustkvöld, nýt- ur sín mun betur, þrátt fyrir liti, sem sópa flestu öðm burt .fyrst í stað í þessum sal. Þessi tvö verk eru meðal þess, sem varir lengst í minni frá sýningunni. Þorvaldur Skúlason er maður sinnar tíðar, ef til vill fremur en nokkur annar málari hérlendur. En Þorvaldur hleypur ekki eftir hentistefnum listarinnar, hann er ekki meðal þeirra, sem endurfædd ust í tascheismanum þótt nú megi finna nýja mýkt í verfkum hans, til dæmis í mynd no. 65. Litameðferð- in þar minnir fastlega á næstsíð- ustu sýningu Þorvalds í Lista mannaskálanum, en nú er eins og formið hafi öðlazt nýja, allt að því ljóðræna mýkt. No. 62 og 63 orka að sínu leyti á hliðstæðan hátt og 65 — jafnvel minna þessi verk á landslag, ef einhver vill svo vera láta, en nú er mjög í tízku að setja abstrakt málverk í samband við landslag („abstrakt natúralismi“) jafnvél þótt þau byggist eingöngu á myndrænum eigindum að því er séð verður. Það er fjarri mér að halda, að slíkt hafi vakað fyrir Þorvaldi. Hitt þykir mér sennilegra, að list hans beinist nær þeirri braut, sem spámenn segja að muni taka við af tascheisma og geómetrískri abstraktsjón: ný rómantísk list, ákaflega formföst. Benedikt Gunnarsson hefur fyr ir löngu slakað á forminu án þess að gefa sig tascheismanum á vald. Hann á þrjú málverk á sýning- unni, hvert um sig gott dæmi um þessa breytingu, en af þeim fell- ur mér Haust (no. 2) bezt í geð. Kristján Davíðsson á fimm myndir á vegg gegnt Benedikt, og þar á meðal þá mynd, sem er stærst að flatarmáli á þessari sýningu, Fiska heimur (no 46). Þetta stórverk nýtur sín furðulega vel í litluim salarkynnum, og minnir á, að lengd og breidd á málverki segir ekki til um, hvað það er rúmfrekt. Kristján er einn þeirra manna, sem verða að teljast til „abstrákt natúralista" þrátt fyrir mótsögn ina í slíkri skilgreiningu. Jafnvel í hinum gömlu, aðskiljanlegu stíl- brögðum Kristjáns virðist mega greina, að slíkt tjáningarform hafi legið fyrir honum. Valtýr Pétursson á hér fjórar myndir mjög áþekkar sýningu hans í Húsgagnaverzlun Reykjavík ur í vor, en tæplega jafn góðar og beztu myndir hans á þeirri sýn ingu. Fjórar myndir Sigurðar Sig- urðssonar láta lítið yfir sér í fé- lagsskap þriggja síðasttalinna, en bera allar vott um vönduð vinpu brögð þessa stöðuga málara. Slík ar myndir eru dálítið vandskoðað ar innan um „sláandi" verk. Verk Jóhannesar Jóhannessonar, Sól í sinni (no. 25) prentuð í sýningarskrá, er tilefni til að staldra við. Málarinn hefur náð kyrrstæðri spennu, sameinað hreina myndbyggingu og líf flat- arins, sýnt fulla dirfsku í lit og bundið þetta í stríða en órjúfan lega heild. Sömu viðleitni gætir í öðrum myndum Jóhannesar á sýningunni, en þessi ber af. Stein þór Sigurðsson á fjórar þekkileg- ar myndir á næsta vegg; no. 56 og 59 þóttu mér fallegastar. Þó held ég, að Steinþór hafi gert betur fyrri. Myndir Guðmundu Andrés- dóttur tel ég þær beztu, sem ég hef séð eftir hana, en ekki nægi- lega góðár til að þær réttlæti það pláss, sem henni er ætlað á sýn- ingunni. Eiríkur Smith fyllir flokk „abstrakt natúralistanna" og má eiginlega kallast frumkvöðull þeirrar stefnu hér, sbr. sýningu hans á horni Hverfisgötu—Ingólfs strætis haustið 1957. Eiríkur tók þessa stefnu út frá mjög harð- Framhald á 11. síðu. Júlíana Sveinsdóttlr: Frá Vestmannaeyjum. Jóhannes Jóhannesson: Sól í sinnl. Nína Tryggvadóttir: Málverk. e T i M I N N, laugardaglnn 20. júní 1964

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.