Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 3
 Myndin er tekln á Kalmar-flugvellinum I Svfþjóð, daginn fyrir brúðkaup þelrra Margrétar og Amblers. FYRSTU SYN ÞaS var mi'ðsumarrómantík í lofti á þriðjudaginn, þegar hinn aldni Svíakonungur, Gústav Adolf, leiddi elztu dóttur sína, Margréti, prins- essu, upp að altarinu í litlu miðalda steinkirkjunni á Öland, þar sem brúðguminn, John Ambler, hinn fertugi brezki verzlunarmaður stóð og beið brúðar sinnar. Eftirlætisprinsessa sænsku þjóð arinnar, hin ljóshærða, háa og granna Margrét, hafði stigið hið örlagaríka spor og sænska þjóð- in tók undir gleði hennar. Ef til vill hefur hugur ein- hverra viðstaddra hvarflað aftur í tímann til ársins 1958, þegar öll blöð á Norðurlöndum sögðu að- eins tímaspursmál, hvenær trú- lofun Margrétar og jazzpíanóleik- arans Robin Douglas-Home yrði kunngjörð opinberlega. En eftir stormasamt sumar lauk þessu um talaða ævintýri með einu örlaga- ríkasta símtali í lífi hinnar ungu prinsessu. Píanistinn hafði fund- ið aðra, sína heittelskuðu Sibyllu, prinsessu. Margrét dró sig í hlé og hafði nú lært af reynslunni og hélt sínu persónulega líferni fyrir sig eina 1 í sex löng ár. Tilkynningin um trúlofun hennar og Amblers hinn 28. febrúar s. 1.. kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti og jafnvel drottning hitti ekki Ambl- er, fyrr en daginn fyrir trúlof- unina. Forsagan er stutt, en full af rómantík. Þau hittust hjá kunningjafólki í Lundúnum fyrir áramótin og það hlýtur að hafa verið ást við fýrstu sýn, þvi að í SPEGLITÍMANS PENINGAFÖLSUN upp frá því voru þau óaðskiljan- leg. Og nú er bara „litla prinsess- an“, Kristín, ein eftir af Haga- systrunum og væntanlega mun hana ekki skorta biðlana. Birgitta og Désirée eru báðar giftar, sú fyrrnefnda George, þýzkum prins og hin síðarnefnda sænskum aðais manni, Silferschöld að nafni. Giftingar systranna hafa sýnt Kristínu litlu, sem nú er 21 árs, að sænska konungsfjölskyldan er frjálslynd hvað tengdasyni snertir og þarf hún því engu að kvíða í þeim efnum. Allt vírðist benda til, að stór- kosfíégt peningafölsunarmál sé í uppsiglingu í Danmörku. Síð- ustn daga hafa fundizt danskir hundraðkrónuseðlar í umferð bæðí í Danmörku og Svíþjóð og er óttazt, að þeim hafi verið dreift til enn fleiri landa. Við- tæk rannsókn hefur farið fram á þeim fölsuðu seðlum, sem hafa- fundizt og hefur danski þjóðar- bankinn sent frá sér viðvaranir til fólks um öll Norðurlönd. Rannsókn á seðlunum sýnir, að falsararnir eru mjög færir í Ijósmyndagerð og offset-prentun, en seðlarnir eru prentaðir á off- set-vélar. Ekki er venjulegur pen ingapappír í þessum seðlum, held ur pappír, sem hægt er að fá, hvar sem er í Evrópu. Númerin á seðlunum eru mjög mismunandi og sumir seðlanna, sem teknir hafa verið úr umferð bera sömu núm- er. Lögregla og bankafólk telur, að þetta bendi til þess, að mikill fjöldi seðla sé í umferð. Fölsunarmál þetta er sérstak- lega alvarlegt fyrir þá sök, að nú standa yfir útborganir hjá flest um stofnunum og fyrirtækjum í Danmörku, þar sem mánaðamót eru og vei-ða þá eigendaskipti að milljónum króna. Það sem alvar- legast er fyrir hinn almenna borg ara er, að hafi hann tekið við fölsuðum peningum, verður hann að bera tjón sitt sjálfur, því að bankarnir geta ekkert hjálpað, þar eð peningaseðlar eru handhafa- bréf. Og ekki nóg með það, ef einhver hyggst losa sig við seð- il, sem hann veit falsaðan og fá ófalsaðan pening eða annað verð mæti í staðinn, hefur með því framið refsiverðan verknað, sam kvæmt dönskum hegningarlögum, og getur hlotið 3 ára fangelsi. Jafnvel þótt hann sé í góðri trú, verður honum refsað, en refsing er þá aðeins sektir. Hér aS ofan sjást teikningar af andliti H. C. Örsteds, sem danski þjóS- bankinn sendi frá sér meS aSvörun varSandi hina fölsku hundraS krónu seðia. AS ofan e hin ófalsaSa mynd, en aS neSan sú falsaSa. Er þetta gert til þess aS fólk getl áttaS sig á því, hvort þaS hefur falsaðan penin-i í höndum og því ejnnig bent á að afhuga vatnsmerkiS, svo og hvort bók- stafurinn A er I vinstra horni á bakhliS seSIanna, en þaS merki vantar á þá fölsuðu. Alltaf fjölgar vitnunum, sem Iátin eru koma fram í Ausch- witz-réttarhöldunum, lengstu og hræðilegustu stríðsglæpa- réttrhöldin, síðan árið 1946, er Nurnbergréttarhöldin hóf- ust. Réttarhöldin hafa staðið yfir í sex mánuði og yfir 100 sögnum sínum um ótrúleg vitni hafa Iagt eiðstaf að frá- hroðaverk, sem framin voru í „dauðabúðunum" í Póllandi. Hvert réttarhaldið hefur verið öðru líkt, sakborningur neitar öllum ákærum, segist aðeins hafa framkvæmt skipanir yfjr- boðara og flestir blikna ekki undir frásögnum vitnanna. — Alltaf ríkir hin óhugnanlega kyrrð í réttarsalnum, sem að- eins af og til er rofin af grát- stöfum frá áheyrendabekkjun- um eða þrumandi rödd dómara, sem misst hefur augnablik þol- inmæðina við yfirheyrslur sakborninga. ^ ■ Myndin hér til hliðar er af nýrri gerð „sjávarhúsa“ sem bandaríski sjóherinn hefur látið smíða í sam- bandi við rannsóknir á hafdýralífi. Hús þetta er mjög fullkomið, með lesstofum. baði, síma og Ijós- um, auk rannsóknarstofa og er ætlunin að sökkva því niður á 200 feta dýpi við Bermudaeyjar í næstu viku, með fimm mönnum innanborðs, þar á meðal geimfaranum Malcolm Carpenter. Munu þeir dvelja í húsinu neðansjávar í eina viku og stjórna tækj- um sem senda frá sér hljóðmerki hvala með marg- földum styrkleika og rannsaka viðbrögð hákarla við hljóðmerkin. Boðskapur Krustjoffs f ferðalagi sínu um Norður- lönd, hefur Krustjoff látið það óspart uppi, að hann teldi það betur farið, að Danmörk og Noregur fæiru úr Atlantshafs- bandalaginu og tækju upp hlut- leysisstefnu. Það yrði til að styrkja friðinn i\heiminum. Af hálfu Norðmanna og Dana hefur ekki verið tekið r.eitt und'ir þetta. Þvert á móti hefur þetta heldur spillt fyrir Krust- joff. Norðmenn og Danir vilja ekki láta erlenda aðila segja sér fyrir um það, hver utanríkis- stefna þeirra eigi að vera. I Danmörku og Noregi eru hins vegar til þeir menn, sera hafa tekið undir orð Krustjaffs. Það cru kommúnistar og nán- ustu fylgifiskar þeirra. Og hér á landi hefur ÞjóðVtíjiinn birt þessi ummæli Krustjoffs undir stórum fyrirsögnum og ber- sýnilega verið hrifinn af þeim. Norðurlönd og Nato Það er ekki aðeins Krustjoff, sem hefur gefið Dönum og Norðmönnum ráðleggingair um, hvernig þeir eigi að haga utan- ríkisstefnu sinni. í hinum arm- inum eru þeir aðilar, sem hafa átal'ið ríkisstjórnir Noregs og Danmerkur fyrir það, að hafa ekki orðið við öllum óskum og kröfum, sem hefur verið beint til þeirra af herfoiringjaráði Nato, ein's og t.d. varðandi lengd herskyldutíma, framlög til her- -mála, erlendar bækistöðvar o. s.frv. Sumt af þessu hafa stjórnir Noregs og Danmerkur fallízt á, en annað ekki. Þær hafa áskilið sér fullkominn sjálfsákvörðunarrétt í þessum efnum og farið eftir Cigin mati en ekki annara. Hins vegar hafa þeir Norð- menn og Danir verið til, sem hafa viljað fallast á allt, er herforingjar Nato hafa farið fram á, eins og t.d. erlendar bækistöðvar. En þeir hafa ver- ið í álíka minnihluta og komm- únistar. Hin norræna stefna íslendingar kannast við þær þrjár stefnur, sem hér hefur verið minrnzt á að framan: Stefnu kommúnista, sem vilja alveg fara að ráðum Krustjoffs, stefnu hinna, sem vilja gefa herforingjum Nato algert sjálf- dæmi, og stefnu ríkisstjórna Noregs og Danmerkur. sem teJja þátttöku í Nato sjálí- sagða, en vilja hins vegar halda fullum sjálfsákvörðunarrétti og meta og ráða því hverju sirani, hvað skuli látið af mörkum. Þessa síðastnefndu stefmu mætti að réttu lagi kalla hina norrænu stefnu. Hér á landi hafa Framsókn- armenn fylgt hinni norrænu stefnu. Fyrir það hefur verið gert hróp að þeim bæði af kommúnistum og hinum, sem vilja fara alveg eftir fyrirmæl- um utan frá. Það er sagt, að þessi stefna sé óljós. Þessir menn virðast aðeins sjá rúss- neska stefnu eða ameríska stefnu. Þeir geta ómögulega komið auga á, að til sé íslenzk stefna. Hvalfjörður Stjórnarblöðin eru öðru hvoru a.ð halda því fram, að Framsóknarflokkurinn sé hvik- ull í utanríkismálunum. Hið íFramhaid af 11 síðu) T í M I N N. föstudasinn 3. iúlí 1964 — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.