Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 16
sabinavinnuskyrturnareru framleiddar úr vönduðum, slitsterkum efnum. fyrir öll algeng störf til lands og sjdvar. Nókvæmt stærðarkerfi, ásamt úrvals frágangi, tryggir yður þægilega og endingargóða skyrtu. FATAVERKSM IÐJ AN F í FA CsjöfrT) Fer vel með hendurnar, ilmar þægilega pvottc lögurlnn er bezta hjálpin mín Svissncskar borvélar eins og tveggja hraða. 8—19 m/m. Verðið mjög hagstætt. IN N — Seljavegi 2, sími 2 42 60 Víð seljum NSU Rrinz 62 j Volvo station 62 Volvo 444 55 Opel Cadett station 64 j Opel Caravan 60 og 59 Taunus station 59, góður bíll ‘ Fiat 1800, fólksbíll, 60 model j Chevrolet 59 Impala i Ford station 55 ! Mereedes Benz 220 53, mjög góður 1 GMC-vatna- og fjallabifreið með 17—20 manna húsi og spilum. SKÚLAGATA 5S —SlMt I5*1S I I t bílasiglft GUOMUNDAP Berstxirngötu 3 Simar 19032, 20070 Heím Ovalli aJ sölu aliaj teg undij blfreiða rökimi bífreJðiT i umboðssölu örnggasts blónustan GUÐMUNÐAR Bergþörugötu 3 Slmar 19032, 20070 „Um héraðsbrest ei getur, þó hrökkvi sprek í tvennt“. Þessi sannorða lýsing skáldsins flaug mér í hug, er ég heyrði andláts- fregn Þórunnar G. Björnsdóttur vinkonu minnar sem andaðist á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar þ. 15. maí s.l. og ég nú með fáum orðum vil minnast. Þórunn Guð- björg Björnsdóttir — svo hét hún fullu nafni — var fædd á Geldirigi — nú Hlíðarenda — í Breiðdal 5. ágúst 1871, og vantaði því tæpa 3 mánuði til að vera 93 ára. Foreldrar hennar voru hjón- in Björn Björnsson hagyrðingur og smiður, og Björg Guðmunds- dóttir saumakona af Geitdalsætt. Voru þau bæði vinsæl og vel met- in og af góðu og mikilhæfu al- þýðufólki komin. Tóta Björns- dóttir, en svo var hún jafnan kölluð, ólst upp með foreldrum sínum, á ýmsum bæjum hér í sveit og átti hér lögheimili alla sína ævi. Ekki fékk hún aðra menntun í uppvexti, en þá tíðkaðist til und- irbúnings fermingar, en hún var sönghneigð. og hafði sérlega fall- ega söngrödd, og þráði mjög í æsku að læra að spila á orgel, var svo langt komið, að faðir hennar var búinn að koma henni fyrir til náms í þeirri grein, en þá skall ógæfan yfir. Hún veiktist og þurfti til Reykjavíkur til upp- skurðar og dvaldi þar á sjúkra- húsi um tíma, þar með voru allar hennar vonir um söngnám að engu orðnar. Efnahagurinn leyfði víst ekki meiri útgjöld, en sjúkra- hússvisti kostaði. Þá voru engar tryggingar né sjúkrasamlög, sem tóku þátt í eða styrktu efnalítið fólk í veikindatilfellum. Auk þess varð hún fyrir því óhappi meðan hún lá á sjúkrahúsinu að jarðskjálftarnir miklu á Suður- landi 1896 dundu yfir og varð hún þá — og eflaust fleiri sjúkl- ingar — svo yfir sig. hrædd að ég held að óhætt sé að fullyrða, að hún hafi aldrei beðið þess bætur, a.m.k. var hún heilsuveil alla sína löngu ævi, veiktist meðal annars af liðagigt o.fl. sjúkdómum síðar á ævinni. En þrátt fyrir allt þetta var hún sívinnandi — þegar heilsan leyfði — því trúmennskan og löngunin til að vera öðrum að líCt, voru svo ríkir eðliskostir hennar að hún mátti aldrei iðjulaus vera, og marga nóttina sat hún með prjónana sína, þegar hún gat ekki sofið, enda veit ég að engipn hef- ir komið tölu á þau feikn af plögg- um og vettlingum sem hún prjón- aði á ævi sinni. Hún var sérstak- lega barngóð, og lagin að hæna að sér börn enda dvaldist hún oft á barnmörgum heimilum, og lund- in var létt óg glöð, þrátt fyrir allt heilsuleysið, og söngurinn ómaði og hennar hljómfagra rödd, lífg- aði allt í kringum hana. Fyrir röskum 20 árum fluttist hún til Seyðisfjarðar fyrst á elliheimili þar, en svo fljótlega á sjúkrahúsið. Þar naut hún hinnar beztu um- önnunar til hinztu stundar 15. maí eins og fyrr getur. Samkvæmt ósk hennar var hún jöi'ðuð í Eydala- kirkjugarði 23. s.m. Því miður höguðu atvikin því svo að ég gat ekki verið þar viðstödd Tóta mín! Ég þakka þér af alhug fyrir alla snúningana, öll handtökin er þú vannst fyrir mig, alla glaðværð- ina og ánægju er þú fluttir á mitt heimili er þú dvaldir hjá mér fyrr og síðar, það eru mér dýrmætar endurminningar. Ég er þess full- viss að heimkoma þín á land lífs- ins hefur orðið þér farsæl, og laun þín verða mikil fyrir tryggð þína og fórnfýsi er þú sýndir mér og öðrum hér í heimi. Guð blessi þig á landi lífsins. Vinkona. FARÞE6AFLUG-FLUGSKOLI 1-8823 Atvlnnurekendur: SparlC tlma og peninga — !át!8 okkur flytja viSgerðarmenn ySar og varahlutl, örugg þjónusta. FLUGSYN Tilboð éskast í nokkrar fólksbiíreiðir, er verða sýndar í Rauðar- árporti, mándaginn 6. júlí rl. 1 til 3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. 16 TÍIfflNN, föstudagúis 3. júU 1364 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.