Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 12
 H wmrnmsxwm. i Á EINIIM STROKK MEO HERTOGANN Framhald af 1. sí3u. fræðingur, honum til leiðsagnar. Hcrtoginn var styggur við blaða- menn og ljósmyndara.sem fyrr og erfitt að fá færi á honuen. Þegar ‘komið var að Grænalæk, námu bílarnir staðar, og nú var stigið um borð í forkunnar góðan og gamlan bát, hinn merkilegasta að öllu leyti, keyptan 1930 með j jafnaldraðri vél, eins strokka. Jón Sigtryggsson á Syðri-Neslöndum stýrði bátnum hægt um víkur og voga, og var hertoginn hinn ánægð asti með það, sem fyrir augu bar, enda mergð íugla á vatninu með unga sína. Gamanyrði voru óspart látin fjúka um borð í bátnucn, og var Jón Sigtryggsson þar enginn eft- irbátur. Eitt sinn benti hann út fyrir borðstokkinn á sker rétt und- ir yfirborði vatnsins og sagði: — Hcr strandaði ég nú með rúss neska ambassadorinn eitt sinn.“ En þeir komust sem sagt heilu og höldnu fram hjá skerinu, og loks var tekið land á Höfða, og þar var snæddur biti. Að því 'búnu var ekið í Dimmuborgir. Þar var veginum algjörlega lokað fyr- ir öðrum en hertoganum, forsetan um og helztu meðreiðarsveinum þeirra, enda mátti ekki styggja þá húsráðendur, seim hertoginn nú ætiaði að heimsækja. Það má segja, að hertoginn sé með af- brigðum fengsæll maður. Fyrst laxarnir í Konungsstreng í gær, og nú hitti hann fyrir fálkahjón með unga sína í Dimmuborgum. Philip komst alveg að hreiðrinu og myndaði fuglana í bak og fyr- ir. Var hann afar glaður yfir þesu einstæða tækifæri, sem hon- um bauðst þama til að kynnast svo konunglegum fugli sem fálk- inn er. Svo var hringferðinni haldið áfratn. Við og við fóru orðsending Myndin hér ttl hliðar sýnir fuglaskoðun á Mývatni í 34 ára gömlum bát með eins strokka vél. Myndin að neðan var tekln við brottförlna úr Mývatnssveit. Frá vlnstrl: Brlan Holt, Þorlelfur Thorlacius, dr. Sigurður Þórarinsson og Phillp prins, hertogi af Edinborg. Tímamyndir-ED ar á milli blaðamannanna og hinna tignari um leyfi til að Ijósmynda, en hertoginn var ósveigjanlegur og vildi ekki fá slíka fugla nær en í nokkur hundruð metra fjar- lægð. Eitt sinn staðnæmdist svart gljáandi bíll hertogans nálægt Álftagerði, og Philip brá sér út til að Ijósmynda önd með marga litla unga sína í hóp þar á veg- inum, en þegar hann varð var ljósmyndara í u. þ. b. 800 metra fjarlægð, tók hann sprettinn inn í bílinn aftur og hætti við mynda tökuna. Gilti einu, hvort Ijósmynd ararnir voru brezkir eða íslenzkir. Sem fyrr segir, var veðrið dumb ungslegt í Mývatnssveit í morgun, en þegar leið á daginn, stytti vel upp, og sveitin skartaði sínu feg ursta. Þokan lyfti sér af fjalla- toppunum, og var útsýni gott til þeirra. Bláfjall, Sellandafjall, Dyngjufjöll, Lambafjöll og Gæsa- fjöll glóðu í sólskini, sem við og við bessaði sveitina. Til þess að umferðin gengi snurðulaust um Mývatnssveit, var veginum lokað, þar sem hertoginn var á fcrð. Hann settist sjálfur undir stýri bifreiðar sinnar síðari hluta ferðarinnar og ók léttan, svo að bíllinn nánast sveif í beygj um og bröttum hæðum, sem nóg er af á þessari leið. Hertoginn hafði gaman af ökuferðinni og lauk henni með fallegri beygju upp að Reykjahlíðarhóteli. Er talið t alaust, að hann hafi aldrei fyrr ekið á jafn þröngum vegi og í dag. Á fugvelinum skammt sunnan Reykjahlíðar beið „V0rið“ og ,,Lóan“, og kl. 16.15 renndi ,Vor ið“ sér upp í loftið með hertogann, forsetann og dr. Sigurð Þórarins- son innan borðs. Flugmenn voru Jóhannes Snorrason og Björn Páls son. Klukkan var á seinni tíman svamhald á 11 síðu m p 1 .W1.*' h: l|fe| • 1 Aiíjsiiéi v 'tfi ,■/ ! illillli........

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.