Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 14
Tryggvi Sveinhjörnsson F. 24.10. 1891 — D. 28.5. 1964 Lát Tryggva kom ekki á óvart. Hann hafði lengið búið við van- Iheilsu, og hrakaði stöðugt. Þeg- ar óg kvaddi hann á s.l. sumri, sagði hann eitthvað á þá leið, að^ nú myndum við ekki spjalla oft- ar «aman héma megin grafar. Ilann hafði misst elskulega konu sína, Bodil, fyrir tæpum tveim árum, og hann hafði mikið til misst sjónina, og hvort tveggja var honum þungbært. Ýmis önnur vonbrigði í lífinu settu spor í hið næma og tilfinningaríka sálarlíf hans, og hin síðari ár voru oft dauf og dapurleg. En það er gott að hugsa til áranna, þegar Tryggvi og Bodil voru hraust og kát. Dá- samlegar manneskjur, sem unnu bllu, sem fagurt var og vildu öll- »m vel. Mér er einkum í huga dýr- iegir vordagar fyrir 25 árum, þeg- W ég, óþroskuð unglingstelpa, fór fyrst úr föðurhúsum til útlanda. Þá tók Tryggvi á mófi mér við skipshlið, vafði mig örmum, og allt hið framandi í stórborginni og ógnvekjandi fékk strax annan blæ — ég var í höndum vina. Hann lét það verða sitt fyrsta verk að fara með mig í Konunglega leik húsið, en það er kvöld, sem aldrei gleymfst. Tryggvi elskaði leikh;s- ið og átti þar margar hamingju- stundir. Alltaf síðan átti ég hann að vini og alltaf reyndist hann sannur vinur, traustur og heill með lifandi áhuga á velferð minni og minna. í „Mosanum'* í Farum áttu þau Bodil og Tryggvi elskulegt heim- ili. Fyrsta daginn, sem ég dvaldi á heimili þeirra, tók Bodil mig sér við hönd og leiddi mig um skóg- inn. Þetta var í apríl, og trén voru enn ekki laufguð, en anemónurn- ar, hin litlu, viðkvæmu vorblóm, þöktu jörðina, svo að hún var næstum hvít á að líta. Hún teyg- aði að sér gróðrarilminn, gældi við greinarnar, sem voru að því komn- ar að breiða úr blöðum sínum, og sagði mér Jrá lífi anemónanna, sem bera blóm fyrstu vordagana en deyja strax og skógurinn laufg- ast og tekur frá þeim sólarljósið og birtuna. „Anna, jeg elsker min skov!" sagði hún og Ijómaði af gleði. Nú eru þau bæði horfin af sjón- arsviðinu, Tryggvi og Bodil. Horf- in heim í „Mosann" þar sem þau áttu saman öll hin góðu og fallegu ár. Með vinum og Vandamönnúm lifir minning um gott fólk, fólk, sem unni fögrum listum og kunni að njóta þess, sem fagurt var og gott, hvort heldur var í leikhúsum eða konsertsölum eða heima hjá sér meðal vina — eða bara ein saman með góða bók eða á gangi í fagurri náttúru. Þau komu sitt úr hvorri átt — hann frá nyrztu byggðum íslands en hún frá frjó- sömum byggðum ættlands síns, Danmerkur, og eyddu ævinni sam- ’ an í „Mosanum" í Farum. | Margir munu verða til þess að minnast Tryggva nú, þegar hann J er allur. Hann var af traustu bændafólki úr Svarfaðardal, hann var rithöfundur, hann var braut- ryðjandi í íslenzku utanríkisþjón- 'ustunni, sem hann helgaði ævina Jalla og margt margt fleira mætti telja, en þessum línum er aðeins ætlað að vera lítil kveðja og þökk , til góðs vinar og frænda Tryggva Sveinbjörnssonar og konu hans J Bodil. Minningin um þessi góðu og gáf- uðu hjón mun lengi lifa í hjört- um þeirra, sem þekktu þau. ■ Anma Snonradóttir Jéhanna A. Bjarnadóttir Þú hefur siglt um sollinn ál, sinnt ei um að kvarta, með geisla í auga, gleði í sál og gullið skírt í hjarta. Theódóra Thoroddsen. L JÓHANNA ANDREA Bjama- dóttir var fædd fyrsta sunnudag í góu, 24. febr. 1878 að Geirakoti, Sandvíkurhreppi. Lézt á heimili sínu 25. marz 1964, fullra 86 ára. Faðir hennar var Bjarni bóndi, Geirakoti, sonur Guðmundar bónda Litlu-Sandvík, Brynjúlfs- sonar bónda þar, Bjarnasonar bónda Bíldsfelli, Sæmundss., lög- réttum. og fræðimanns, Ölves- vatni, Grafningi, Gizurarsonar lög réttumanns, Valdastöðum, Kjós, Guðmundssonar. Bjarni í Geira- koti var bróðir Þórvarðs í Sand- vík, afa Lýðs Guðmundarsonar, oddvita þar. Systir Bjarna og Þórvarðs var Þóra móðir Símonar bónda, Sel- fossi, föður Gunnars bónda þar, föður Gunnars yngra, er nú býr þar. Kona Guðmundar og móðir Bjarna var Vigdís Bjarnadóttir, bónda Sviðugörðum 1816, Orms- sonar, Hamri, Flóa, Arnþórsson- ar og Þóru Sverrisdóttur bónda Raufarfelli, Eyjafjöllum dr. í Þjórsá 1800 Jónssonar, Steinsmýri Syðri-Leiðvallarhreppi Sverrisson ar bónda þar 1703 Jónssonar. Kona Orms og móðir Bjarna var Guð- rún Pétursdóttir bónda Nesi, Sel vogi, Sigurðarsonar Hjalla, Ölfusi 1703 Loftssonar. Var Guðrún syst ir Sigurðar Sigurðssonar Vorsabæ, Flóa, föður Bjarna riddara Sivert- ■ sens kaupm. Hafnarfirði. Er þessi ættbálkur fjölmennur og auðrak- :nn til virðinga og valdamanna fyrri alda. Móðir Jóhönnu Bjarnadóttur var Stefanía Einarsdóttir umboðsm., Kallaðarnesi, Ingimundarsonar, bónda Arnarstöðum Flóa, d. 1862, 65 ára Jónsson bónda Óseyrarnesi og Selfossi, d. 1855, 88 ára, Símon- arsonar Sandvík, Eyjólfssonar sterka Litla-Hrauni, þess er glímdi við blámanninn, Símonarsonar. — Kona Jóns og móðir Ingimundar var ^Guðrún, d. 1837, 68 ára, Snorradóttir bónda Kakkarhjá- leigu Knútssonar Snorrasonar og Þóru Bergsdóttur bónda Bratts- holti, hins kynsæla, Sturlaugsson- ar, Óiafssonar, er var sonarsonur Teits sterka í Auðsholti, Gíslason- ar, Yopna-Teits. Kona Einars úmboðsm. og móð- ir Stefaníu var Guðný Stefánsd. prests, Sóiheimaþingum Stefáns- sonar prests, Stóra-Núpi, Þorsteins sonar prests, Krossi, Stefánssonar og Kristínar Ólafsdóttur aðstoð- arprests Sólheimaþingum Árnason ar prests Holti Sigurðarsonar prests þar Jfónssonar af Stein- gríms-ætt. Systir Ólafs aðst.pr. var Valgerður Árnadóttir kona Gunn- laugs Briems sýslumanns, Grund. Bróðir Kristínar var Þórður hrstj. Steinsholti Gnúpv.h. faðir Stefáns föður Bjarna föður Einars Stein- dórs bankafulltrúa, Selfossi. Af þessari stuttu ættfærslu verður séð, hversu vítt ættarræt- ur Jóhönnu Bjarnadóttur standa í héraði. Nægir þetta þeim, er í ætt fræðimörkina yrkja. II. Jóhanna Bjarnadóttir var fóstr- uð í föðurgarði. Hún var há og grönn, dökkhærð, bláeyg og bros- mild. Þótti væn kona og kvenkost ur góður. Ung giftist hún Sigur- geiri bónda Selfossi II, Arnbjarn- arsyni Þórarinssonar og Guðrún- ar Magnúsdóttur bónda Reykjavöll um Símonarsonar. Bjuggu þau á Selfossi í meira en hálfa öld við góðar bjargálnir og mikla mann heill. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, er á legg komust. — Þau eru: Arnbjörn kennari og síð- ar kaupmaður á Seifossi, Bjarni bóndi Selfossi eftir föður sinn, Höskuldur Guðjón starfsmaður Kf Árnesinga og Guðrún ógefin í föðurgarði og ráðskona Bjarna bróður síns. Þessi- er æviferillinn í stuttu máli. Mætti því víkja nán- ar að nokkrum atriðum Jóhanna hefur ekki ferðazt mikið um æv- ina og hvergi dvalið langdvölum nema að Geirakoti og Selfossi. — Hún hefur verið heimilisrækin og annazt bú og börn af alúð og um- hyggjusemi. Aldrei tranað sér fram til félagsmála eða í annað vafstur utan heimilis. Þó var hún að eðlisfari félagslynd og átti í Sumargistihús Sumargistihúsið í Reykjanesi við Isafjarðardjúp tekur til starfa 7. júlí. Símstöð Skálavík. L O K A Ð Lokað vegna sumarleyfa dagana 11. júlí til 3. ágúst. Múlalundur, Ármúla 16, Reykjavík. LOKAÐ Lokað á morgun (laugardag) vegna jarðarfarar. Vinnuheimilið að Reykjalundi. ríkum mæli hjartahlýju og hugul- semi, glaðlyndi og gestrisni Þegar Jóhanna kom að Selfossi var þar þríbýli og heimilisfólk um 20. Sambýli hefur oft valdið örð- ugleikum á íslandi. íslendingar hafa löngum verið einlyndir og ó- mannblendnir, viðkvæmir og vand ir að virðingu sinni og mjög hör- undssárir. Jóhanna kunni flestum konum betur þá list að hafa fulla aðgát í nærveru sálar. Jóhanna og Sigríður Sæmundardóttir voru alla sína búskapartið sambýliskon ur. Hefur Sigríður sagt þeim er þetta ritar, að aldrei hafi hlaup- ið snuðra á þráðinn þar. Oft hef- ur komið í Ijós að Jóhanna átti læknishendur góðar og var nær- færin og umhyggjusöm vrð sjúka. Guðmundur bróðir hennar var ár- um saman sjúkur á heimili henn- ar og naut- þar þeirar hjúkrunar, er bezta má veita- Magnús Arn- bjamarson cand. juris, bróðir Sig- urgeirs og mágur Jóhönnu, dvaldi lengi sjúkur á Selfossi og dó þar. Að vísu annaðist Guðrún dóttir hjónanna Magnúsar aðallega. — Sannaðist þar um Guðrúnu, að sjaldan fellur epllð langt frá eik- inni. Alla búskapartíð Jóhönnu hús- freyju hefur jörðin Selfoss verið í þjóðbraut. Margan vegmóðan vegfaranda hefur því borið að rausnargarði þeirra hjóna, þó að sú gestnauð rénaði nokkuð eftir að gistihús var reist hér. Öllum gestum var vel fagnað og veittur fúslega góður beini. Var til þess tekið, hversu vel húsfreyjan kunni að fagna gestum sinum með hisp utrsleysi og háttprýði, glaðværð og góðum veizlukosti. Þó mæðir gestkoman fyrst og fremst á hús- freyjunni. Svo er á hitt að lita, að íslenzk gestrisni hefur aldrei fært auð i garð, þar eða veittur beini var jafnan misgoldinn og mest í handsölum. Jóhanna Bjarnadóttir hefur lif- að merkilegt tímaskeið í sögu bú- jarðar sinnar, tíyggðar og þjóðar Hún var fædd 4 árum eftir að ís- lendingar fengu stjórnarskrána. 1874, er veitti Alþingi löggjafar- vald og fjárforræði. Fjárveitingar valdið hratt af stað framkvæmd- um, sem áður voru óframkvæman legar. Fyrsta framkvæmd, er kom í hlut Selfoss og Suðurlands var Ölfusárbrúin 1891. Þá varð Selfoss samgöngumiðstöð eða þjóðbraut allra lýða. Eftir aldamótin hélt þróunin áfram. Flóaáveitan, Mjólk urbú Flóamanna og Kf. Árnesinga voru stofnuð. Þá tekur að eflast byggð á Selfossi. f tíð Jóhönnu hefur engin bújörð á Suðurlandi skipt svo skjótt um búnað og bú- skaparbrag sem jörðin Selfoss. — Eins og áður segir var þríbýli á Selfossi, þegar Jóhanna kom þar og um 20 manns í heimili. Þegar Selfosshreppur var stofnaður 1947, voru íbúar á Selfossi, þ. e. jörð- inni og nýbyggðinni 624, á Langa- nesi og Fossnesi norðan ár 105 og í Mjólkurbúshverfinu 78 eða hreppurinn stofnaður með 807 manneskjum- Aldrei hefur verið búið svo stór mannlega á Selfossi, sem nú. Vet- urlnn 1956 voru t. d. á fóðrum í hreppnum rúml.. 30 kýr og hjá 37 fjáreigendum um 360 ær og 150 lömb og stórt hundrað hrossa, flest reiðhross, gæðingar. Jóhanna Bjarnadóttir unni fjöri og framkvæmdum og dáði dáð- rakka menn. Hún fylgdist af lífi og sál með þessu stórstíga land- námi og allsherjarsókn lands- manna til sjálfstæðis og velgengni. Hafði enda góða aðstöðu til að fylgjast með og kenna til í storm um samtíðar sinnar undir hand- leiðsiu sjálfstæðishetjunnar Magn úsar Arnbjarnarsonar, sem áður getur. Hún fagnaði velgengni samferða manna sinna „með geisla í auga og gleði í sál“. Jóhanna á sannar- iega heima í þeirri kynslóð, sem kölluð er vormenn aldamótanna. Ágæti þeirra er fólgið í því að hafa gengið til góðs götuna fram eftir vel og að hafa lagt gull í lófa fram tíðarinnar, Mér, sem þessar linur skrifa, virðist. að allt hu?avfar og hátt- semi Jóhönnu Bjarnadóttur hús- freyju, Selfossi hafi eflt brautar- gengi aldamótahugarfarsins. Óska ég, að slík megi verða ætt arfylgja niðja þeirra Jóhönnu Bjarnadóttur og Sigurgeirs Arn- bjarnarsonar á Selfossi. Björn Sigurbjarnarson. T í M I N N, föstudaginn 3, júlí 1964 -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.