Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 6
RITSTJÓRI. OLGA AGÚSTSDoTTIR LISTIN AO SMYRJA BRAUD1 vikma Smurt brauð er alltaf viDsælt og hrein list að búa það tJL Danir eru meistarar á því 5VÍÍ0, og allir, sem hafa komið til Danmerkur, minnast með ánægju smurða brauðsins. Á sumum matsölustöðum eru á matseðlinum allt að því 200 mismunandi brauðtegundir En það er ekki einungis á matsölustöðum, þar sem smurt brauð er fáanlegt, á dönsku heimilunum er smurt brauð algengur matur. Þegar brauð er smurt, verður að hafa eftirfarandi í huga: Brauðsneiðarnar mega efcki vera of þykkar, og það verður að smyrja þær jafnt og vel út á alla kanta. Áleggið þarf að vera vel úti látið og þekja alla brauðsneiðina. Þó má á- leggiö ekki vera yfirdrifið, og það verður að fara vel saman. öðruvísi er því varið með ameríska brauðið. Áleggið er oftast nær hakkað og blandað í það majonesi, síðan er önnur brauðsneið sett ofan á og þetta er borðað án matar- áhalda. Hér á eftir birtum við myndir og uppskrift af danskri brauðtertu. Hver mnndii ekld vilja skarta í þessum baSslapp í Nanthóls- víkinni í sumar. Þetta er það síðasta í baðfatatizkumii og saumað úr tveimur handklæð- um úr frotté. Sniðið er ósköp einfalt, öðrum inegin eru hand- klæðiin alveg saumuð saman, en á hinrti hliðinni er dtjörf ldauf, sem minnir einna helzt á kjólana hennar Suzy Worng. Svona baðsioppair og kjólar eru saumaðir úr litríku frotté, og snfðið fer allt eftir hug- myndaflugi og dugnaðl við saumaskap. i i 1 J r / |i|ip! ]j(l 'i' j líii ii!-! i’ jii;" i ' ýi' illiiiijiiiii] _...........! iiiPi í i Brauöterta Eftirfarandi myndir sýna, hvemig brauterta er búin til. 1. Skerið franksbrauð og rúg- brauð í þunnar sneiðar á lengdina. 2. Blandið fínsöxuðu kjötá- leggi eins og skinku, saman við smjörið og bragðbætið með svolitlum pipar, eða notið ostasmjör, sem er lagað úr gráðaosti og hrærðu smjöri. 3. Einnig má nota rækju- smjör, en þá er fínsöxuð- um rækjum blandað sam- an við hrært smjör. 1 : 4. Smyrjið þykku lagi af osta! smjöri á franskbrauð. Lát-1 ið þar ofan á rúgbrauðs-; sneið og smyrjið hana með skinkusmjörinu. Því næst; er þykku lagi af rækju-l smjöri smurt ofan á hveiti; brauðið og það lagt ofan á, | að endingu er rúgbrauðs- sneið sett efst. 5. Skerið burtu alla kanta. 6. Smyrjið með ostasmjöri efstu sneiðina. 7. Sprautið ostasmjöri á kant ana. Raðið eggjum eftir •miðjunni á tertunni og setj- ið á þau kavíar. 8. Raðið rækjum meðfram eggjunum og skreytð með persilju, og raðið hálfum gúrkusneiðum á hliðarnar. Óhætt að þvo sér Það eru ekki allir hlutir, sem hafa þolað vatn, og það hefur jafn- vel verið talið af fegrunarsérfræð- ingum, að hættulegt væri að þvo sér í framan. En samkvæmt nýj- ustu fréttum, er þetta orðið úrelt. Vatnið er orðið móðins aftur. , Allir mögulegir sérfræðingar eru farnir að mæla með vatninu sem því eina rétta, og getur fólk (Framhaid a 11. siðu). l ' II II Ii: :■ : i Karlmenn eru örlátir Karlmenn eyða meiri peningum f gjafir heldur en konur, þær eyða aftur á móti meiri tíma til þess að velja gjafirnar. Þetta höfum við allt eftir amerískum rannsóknum. Þegar karlmenn eru á aldrinum 35—44 ára, eru þeir veikastir fyrir því að kaupa gjafir handa kærustum, eiginkonum, mæðrum og vinkonum. Gjafa-. aldurinn hjá konunum er aftur á móti 15-24 ára, og þær kaupa ekki nærri því eins margar gjafir handa sínum aðdáendum eins og karlmennirnir. Konur kaupa tölu- vert af gjöfum handa börnum og jafnvel öðrum konum. Það hefur líka sýnt sig, að karlmenn eru ekki eins feimnir við að kaupa undirföt handa konunni og áður var, og þeir eru jafnvel farnir að muna númerið á undirfötum þeirra. Því hefur oftast verið haldið leyndu, hve mikið gjöfin kostar, en nú virðist þetta ekki skipta neinu máli lengur, því að allir geta komizt að raun um, hve mikils virði hluturinn er, og því gleyma menn oft að taka verðmiðann af. Þessi sumarhattur fékk verðlaun ! í Svíþjóð á móti, sem húsmæður ! í Malmö héldu nýlega þar var keppt um það, hver gæti búið til frumlegasta og skemmtilegasta hattinn Svanahattur þessi er bú- ^in til úr uppblásnum plastsvani, sem er raunverulega barnaleik- ifang, makkarónuköku og svo skreyttur á hliðum og i kringum hálsinn með marens. Býsna góð hugm*ynd. T í M I N N, föstudaginn 3. júlí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.