Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 17

Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 17
MINNING JÓNAS PÁLSSON Fæddur 29. okt. 1874, dáinn 5. júní 1964. „í heiðardalnum er heimbyggð mín, þar hefi‘ ég lifað glaðar stundir, því hvergi vorsólin heitar skín en hamrafjöllunum undir. Og fólkið er þar svo frjálst og hraust og falslaus vinmál þess og ástin traust. Já, þar er glatt, það segi ég satt, og sælt að efga þar heima.“ (B.J.) ' Þetta ljóð var Jónasi Pálssyni kært. Hann sðng það á glaðri stund og við störf sín úti í náttúr- inni. Það var líka siðasta kveðj- an frá honum, sem barst á öldum ljósvakans heim í sveitina hans, þegar hann var allur. Jónas unni íslenzkum heiðum og öræfum. Þar hafði hann háð marga glím- una í stormum og blindbyijum og ætíð farið með sigur af hólmi. Hann naut þess að standast og stríða, finna þróttinn í sjálfum sér og vaxa 'af hverri raun. En vorið var honum ekki síðui' kært, þótt hann yndi fangbrögðum við íslenzkan fimbulvetur. Á vorin voru heiðarnar fagrar. Þá var sælt að una norður í náttleysunni við angan gróandi grasa og grænkandi runna, fuglakvak og svanasöng. En Jónas var ekki að- eins hlutlaus áhorfandi, sem naut fegurðar „Fjallkonunnar" og bergði af lindum hennar. Hann vann íslenzkri mold, lagði hönd- ina heill á plóginn í orðsins fyllst- u merkingu. Samt gekk hann ekki ætíð heill til skógar. Hann var með magasár um margra ára skeið og lengstum ævinnar van- heill. Slíkt reynir á þrek og æðru- leysi, og þar sem ætíð reyndist Jónas fastur fyrir. „Eigi skal haltur ganga, meðan báðir fætur eru jafnlangir", sagði Gunnlaug- ur ormstunga. Jónas Pálsson bognaði aldrei hvorki fyrir veik- indum né harðviðrum á heiðum uppi, já, jafnvel ekki í glímunni við „Elli“. Þegar hann kvaddi mig, tæpri viku fyrir andlátið, stóð hann beinn og bar höfuðið hátt. Þó skall þá á honum kvala- hríðin, er lítt slotaði eftir það, fyrri en í bylnum stóra síðast. Jónas Pálsson var fæddur að Krákárbakka í Mývatnssveit 29. okt. 1874. Krákárbakki stendur á bakka Krákár í Sellöndum og var næsti bær á íslandi við Ódáða- hraun, einn þeirra bæja, sem hæst liggja á landinu eða nálega 450 m. yfir sjávarmál. Hann er nú kominn í eyði. Foreldrar Jónasar voru Páll Guðmundsson, bóndi að Krákár- bakka, og kona hans, Guðrún Soffía Jónasdóttir. Páll var son- ur Guðmundar Pálssonar, Guð- mundssonar, frá Brúnagerði i Fnjóskadal og Rósu Jósafatsdótt- ur frá Brjánsgerði í Mývatns- sveit, en hún var af hinni kunnu Þorgrímsætt eða Baldursheims- ætt. Guðrún Soffía var dóttir Jónasar Sigfússonar og Maríu Bergþórsdóttur frá Öxará. Þau Páll og Guðrún áttu 7 börn, og var Jónas þeirra yngstur. Tvö systkinanna, Guðmundur og Björg, drukknuðu ung, en hin voru: Rósa, húsfreyja að Glaum- bæ í Reykj.adal og Þverá í Fnjósk- adal, síðast hjá systrum sínum á Sléttu. Borghildur, húsfreyja að Oddstöðum á Melrakkasléttu. Að- albjörg, húsfreyja að Grjótnesi í sömu sveit og Helgi Sigurður, bóndi að Ásseli á Langanesi. Jónas Pálsson var á fyrsta eða öðru ári tekinn í fóstur að Ljóts- stöðum í Laxárdal til Guðrúnar Jónsdóttur, sem hafði verið síðari kona Jónasar, afa hans, en var þá gift seinni manni sínum, Guðjóni Jónssyni. Að Ljótsstöðum ólst Jónas upp fram yfir fermingar- aldur. Þar lágu smaladrengsins léttu spor. Sex ára gamall var hann látinn gæta kvíaánna og víst betra að ekki vantaði. Þá kynnt- ist hann, foreldralaus drengur, dalnum og heiðinni. Þau urðu vinir hans ætíð síðan. Hjá þeim var gott að una ungur, þeim ætlaði hann að vinna, þegar hann yrði stór. Kindurnar urðu líka vinir hans, og hann gætti þeirra vel. Það var erfitt að komast áfram fyrir unglinga á þessum árum, sérstaklega þá, sem ekki uxu upp í foreldra húsum. Þá voru ekki skólaganga og lærdómur sjálfsagð- ir hlutir eins og I dag. íslenzk bændamenning hafði staðið í stað síðan í fornöld, ef ekki geng- ið aftur á bak. Ræktun vaij lítil sem engin. En það var tekið að bjarma fyrir nýjum degi. Torfi Bjarnason hafði sett á fót bún- aðarskóla í Ólafsdal. Þangað sótti úrval æskumanna hvaðanæva af landinu, að vísu ekki margir á nútímamælikvarða, en nógu marg- ir til að veita nýjum straumum inn í íslenzka bændaverkmenn- ingu. í þennan skóla vildi Jónas komast. Því fór hann í vinnu- mennsku og kaupamennsku í nokkur ár, þar til honum var kleift að komast í búnaðarskól- ann í Ólafsdal, vorið 1895, en þar var hann í tvö ár. Um það leyti, sem hann útskrifaðist, voru nýstofnuð búnaðarsamtök á Fljóts- dalshéraði, og sneru þeir sér til Torfa og báðu hann að útvega efnilegan mann til að kenna plæg- ingar og aðra jarðvinnslu með hestverkfærum austar þar. Varð Jónas fyrir valinu, og fór hann austur sama vorið með hesta, plóg og herfi. Kenndi hann þar jarðvinnslu, en fór síðan norður á Langanes og vann þar á nokkr- um stöðum við jarðræktarstörf. Gerði hann þá m.a. fyrstu tún- in á Þórshöfn, en þar var þá að byrja að myndast verzlunarstað- ur og smáþorp. Hafði Jónas á þeim árum með sér flokk manna við jarðræktarstörf, og voru þeir almennt kallaðir„Búfræðingarnir“. Árið 1902 keypti Jónas „heið- arbýlið Kverkártungu, á Langa- nesströndum, sem var þá nýlega 1 SJÖTUGUR í DAG: HalSgrímur Sigtryggsson Hallgrímur Sigtryggsson, starfs- maður hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga er sjötugur í dag. Hann fæddist 3. júlí 1894 að Gils- bakka í Hrafnagilshreppi í Eyja- firði. Foreldrar hans voru Sig- tryggur Þorsteinsson, sem lengi var verzlunarmaður hjá Kaupfé- lagi Eyfirðinga og kona hans Sig- ríður Stefánsdóttir. Móður sína missti Hallgrímur þegar hann var 5 ára gamall og flutti þá með föð- ur sínum, örnrnu og yngri systur að hjáleigu í nánd við Möðruvelli í Hörgárdal og síðar með föður sínum að höfuðbólinu sjálfu, en Sigtryggur var þar starfsmaður við bú Stefáns sk'iUmeistara, all mörg ár. Það lætur að Hkum, að snert- ing Hallgríms við menntasetrið mótaði hann að nokkru og þar mun hann hafa notið nokkurrar barnafræðslu hjá fræðimanninum Ólafi Davíðssyni. Snemma fór Hall grfmur að vinr.a fyrir sér, fór ung ur að árum í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þaðan námi. Um það leyti fluttu þeir feðgar til Akureyrar og gerðust báðir starfsmenn hjá Kaupfélagi Ey- firðinga. Það var árið 1915, sem Hall- grímur hóf starf hjá KEA, var þar til 1918, en þá gerðist hann starfsmaður Sambandsins og önn ur hönd Hallgríms Kristinssonar hér í Reykjavík. Það má því með sanni segja, að Hallgrímur hefur lifað og starfað með S.Í.S. og þar vinnur hann enn og er sá núlifandi manna, sem lengst hef ur lagt þar fram orku sina. Og starfmaður samvinnufélaganna hefur hann verið í hálfa öld. Hallgrlmur Sigtryggsson er prúður maður og greindur vel. Hann er vel ritfær og hefur oft gripið penna og er flestum mönn um fróðari pm allt það er lýtur að sögu og reynzlu samvinnufélag- anna á íslandi. Hann segir vel frá, hefur til að bera léttan húmor, en sér líka hlutina með djúpum alvöruaugum. Það er yndi að heyra hann rifja upp minningar sínar og kynni af mönnum og málefnum. Hann er samvinnumað ur af eðli, lífsreynzlu og þekk- ingu. Hann hefur hlotið gull- verðlaun Sambandsins fyrir langa og dygga þjónustu. Það lætur að líkum, að svo mikill félagshyggjumaður sem Hallgrimur og með þá hæfileika, sem hann var búinn, hafi víða komið við sögu í félagsmálum, ut an vettvangs starfsins. Enda er það svo. Þar hefur hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, þótt ekki verði talin hér. Hann er söngmað ur ágætur og hefur ekki legið á liði sínu í þeirri grein. Um mjög mörg ár var hann félagi Karla- kórs Reykjavíkur. Og enn tekur hann lagið af hjartans list, þegar svo ber undir. Kvæntur er Hallgrímur Kristínu Sigurðardóttur ráðherra frá Yzta- felli og eiga þau 4 börn. Fjöidi vina og samstarfsmanna Hallgríms Sigtryggssonar hugsa hlýtt til hans í dag, með þökk fyrir góð kynni. Og alveg sérstak Iega er ástæða fyrir samvinnumenn landsins að þabka honum óvenju langt starf og óska honum og fjöl skyldu hans til hamingju með daginn. Það var gæfa samvinnufé- laganna, að eiga Hallgrím að liðs manni og hann er einnig gæfu maður, að geta litið yfir langan starfsdag á merkisafmæli og hafa verið í svo nánum tengslum við þá menn og þá félagsmálahreyf- ingu, sem átt hefur drjúgum sterk an þátt í því, að skapa nýtt land, nýja þjóð og nýtt og betra líf. Páll II. Jónsson frá Laugum. komið í eyði. Bjó hann þar í þrjú ár, en leigði þá jörðina og fór aftur austur á Fljótdalshérað. Þar vann hann enn að jarðyrkju- störfum o. fl. Meðal annars var hann við flutning símastaura upp um heiðar og fjöll, en stundaði einnig barnakennslu á veturna. Haustið 1909 kvæntist hann Hólmfríði Sigvaldadóttur frá Grund á Langanesi. Var hún dótt- ir Sigvalda Þorsteinssonar, bónda þar, og konu hans, Sigurbjargar Sigurðardóttir. Þau, Jónas og Hólmfríður, hófu þá þegar búskap í Miðfirði á Langanesströndum, en þá jörð hafði Jónas keypt hálfa nokkr- um árum áður. Jafnframt hafði hann Kverkártungu undir. Árið 1911 fluttist hann svo aftur að Kverkártungu og bjó þar óslitið til 1937. Fluttíst hann þá á ný í Miðfjörð og bjó þar til ársins 1951, síðustu árin í skjóli fóstur- dóttur sinnar, Sigríðar Sigurðar- dóttur og manns hennar Gunn- laugs Antonssonar, en þau höfðu þá stofnað nýbýlið Melavelli í Miðfjarðarlandi. Þau hjónin, Jónas og Hólmfríð- ur, eignuðust einn son, Sigmar Jósef, sem nú býr að Fífuhvamms- vegi 43 í Kópavogi. Hjá honum og tengdadótturinni, Jakóbínu Þorvaldsdóttur, voru gömlu hjón- in síðustu árin, en Hólmfríður andáðist sumarið 1960. Þá ólu þau einnig upp fyrrnefnda Sig- ríði, bróðurdóttur Hólmfríðar, og að nokkru leyti Jónas Jóhannes- son, bónda að Dalhúsum í Skeggja staðahreppi. Hólmfríður, kona Jónasar, var mikil greindar- og dugnaðarkona, og var sá ekki einn á skákinni, sem hafði hana með sér. Hún reyndist manni sínum tryggur og ósérhlífinn lífsförunautur. Þó að Jónas Pálsson væri kom- in um áttrætt, er hann kom suður til Sigmars, sonar síns, var hann ekki á því að setjast I helg- an stein. Hann tók að bera út blöð á vetrum og gengdi því starfi til ársins 1961. Var hann við það mjög vel liðinn og eign- aðist þar marga nýja vini, suma ekki háa í loftinu, en krakkarnir í hverfinu kölluðu hann afa og vildu stundum fylgja honum með blöðin „Afi“ var heldur ekki að amast við þeim, en Jónas var allt- af ákaflega barngóður. Á sumrum var Jónas heima í Miðfirði, á Melavöllum. Þar hitti ég hann glaðan og reifan við rúning á síðasta sumri, en hann átti alltaf nokkrar kindur hjá fósturdóttur sinni, og ekki tjáði að láta þær ganga í tveimur reyf- um. Jónas Pálsson var mikill dýra- vinur, hestamaður og fjármaður með afbrigðum. Hann átti gott fé og fór vel með það. Hann bjó inni í heiði eða skammt frá henni allan búskap sinn. Líkt og Fjalla- Bensi, frændi hans, en þeir voru bræðrasynir, gat hann ekki unað því, að fé yrði eftir í heiðum á haustin og biði hungurdauðans. Hann fór í eftirleitir í nálægar heiðar allt fram á gamals aldur og oftast einn. Laun þess erfiðis voru oft lítil eða engin, önnur en gleði hins góða hirðis. Jónas hafði gaman af að fá gesti, enda mjög gestrisinn. Var hann þá kátur og kunni frá ýmsu að segja. Átti hann til að bera óvenjulega spauggreind og var m.a. þess vegna alls staðar aufúsu gestur. Man ég frá æsku, að mér þótti sem hátíð væri, er hann kom. Enginn gestur fannst mér jafn skemmtilegur, og engan hlakkaði ég eins mikið til að fá í heimsókn. Hér fyrir sunnan heimsótti ég hann oft á hið mynd- arlega og hlýlega heimili sonar hans. Hann var alltaf samur og jafn, og það var enginn öldungs- bragur á honum. Minnið var gott og hugsunin skýr. Það var skemmtilegt og fróðlegt að tala við hann um liðinn tíma, en hann vissi líka, hvað var að ger- ast á líðandi stund. Á öllu hafði hann sínar skoðanir og var ekki einn í dag og annar á mprgun. Hann var fastur fyrir og tryggða- tröll vinum sínum, en óvini hygg ég, að hann hafi enga átt. Jónas var mikill fjör- og frá- leika maður. Kom það sér vel við fjárgeymsluna og einnig fyrr- um, þegar þurfti að sækja lækni um langa vegu og- stranga, e.t.v. í botnlausri ófærð og þreifandi stórhríðum. Þá var Ieitað til Jón- asar. Fljótari voru ekki aðrir, og ratvísin brást aldrei. Mikla gleði hafði Jónas síðustu árin af sonarbömunum tveim, sem voru mjög hænd að afa sín- um, en ekki unni hann síður börnum fósturdóttur sinnar. Hjá þeim var oft hugurinn. Þau voru líka afabörn. Hér hefir verið sögð löng ævi saga í fáum orðum, stiklað á stóru og mörgu sleppt. Það er hin ytri saga íslenzks bónda, sem undi við sitt og vann landinu sínu til hinztu stundar. Nú hef- ur „móðir jörð“ tekið hann til sín, hún sem hann unni og hlúði að. Bráðum skrýðir blómabreiðí. leiðið hans í Ftjssvogskirkjugaröi Þá er vel, og þó hygg ég, að hann hefði heldur kosið að hvíla meðal fjallablóma og runna aust ur á Kverkártungu. „Á vorin brýst þar úr brunni fram, á björkum laufaskrúðið fríða Á sumrin fjallablóm hlíð og hvamm og holt og grundir þar prýða Á hausti, er roðinn á hnjúkum skær. Á himin flugeldum á vetrum slær. Já, þar er glatt, það segi ég satt, og sælt að eiga þar heima. Framhald á bls. 23. \ T í M I N N, föstudaginn 3. iúlí 1964 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.