Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 18

Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 18
Hermóöur Guðmundsson: , Svar tíl Lárusar Ao. Gíslasonar í MorgonbL 21. í.m. sendir Lár- us Ág. Gíslason mér kveðju sína í tilefni af greinum mínum um landbúnaðarmál, sem ég hefi skrif að í Tfmann, eftir að Morgunbl. vísaði mér á dyr eftir 10 ára fréttaþjónustustarf, af því að það þoldi ekki að heyra sannleik- ann mn versnandí aðstöðu bænda undir stjóm núverandi landbún- aðarróðherra. Þessi grein Lámsar á svo einnlg að vera svar við grein minni til hans frá 5. marz sl. Enda þótt þessi grein L.Ág.G. gefi líttð tilefni til andsvara, tel ég rétt að taka eftirfarandi fram: Efling sauðfjárræktarinnar. Ég fagna yfirlýsingu L.Ág.G. að rétt hafi verið og nauðsynlegt að leið rétta hag sauðfjárræktarinnar með verðtilfærslu milli búgreina eins og gert var í haust, til þess að reyna að bjarga fyrirsjáanlegri landauðn í heflum byggðarlögum og til þess að koma í veg fyrir óeðlilega ofþenslu i mjólkur- framleiðslimni, bæði landbúnaðin um og allri þjóðinni til tjóns. Hítt get ég ekki fallizt á að frekari leiðréttingar sé ekki þörf, þar sem einróma tillögur síðasta aðal- fundar Stéttarsambands bænda vora ekki að fullu teknar til greína vegna þvingunaraðgerða núverandi rikisstjómar. Þetta vil ég átelja og því fremur, sem hér virðist þjónað vissri stjóraar- stefnu, en ekki hagsmunabaráttu bændasamtakanna sjálfra. Verðlagsráð og kjaradómar. Lárus Ág. Gíslason virðist álíta, að störf Sexmannanefndar og yfirdóms í verðlagsmálum land- búnaðarins, sé óháð afskiptum rík isvaldsins. Þessa skoðun hefur Lár us eflaust myndað sér, vegna þess mikla áróðurs, sem rekinn hefur verið tfl þess að telja þjóðinni trú um að allar kjaradeilur sé auðvelt að lqyga með hagfræðilegum út- reflcnfngum, af þar til gerðum kjaradómum, eða verðlagsráðum. Þvi miður hefur kenning þessi reynzt haldlaus með öllu, eins og dæmin sanna, og kjaradómarnir notaðir sem eins konar skálka- skjól fyrír þá stefnu er ríkisvaldið vill móta. Landbúnaðurinn hefur ekki farið varhluta af þessari stefnu. Þetta sýnir verðlagsþróun- in hjá bændum alla leið frá árinu 1943, að fyrsta tilraunin var gerð, að byggja upp verðlagsgrundvöll landbúnaðarafurða á hagfræðileg- an hátt af eins konar kjararáði. Vfl ég benda L. Ág. G. á, að lesa grein, sem ég ritaði í Tímann 12. maí, 1963 um þetta efni, en þar leitaðist ég við að sýna fram á það, að bændur hefðu fengið bezta verðið fyrir afurðir sína ár- ið 1943 undir stjórn Guðmundar á Hvanneyri, en þá voru búreikn- ingarair notaðir sem grundvöllur fyrir verðlagningunni. Þetta ár virtist mér þó, að mundi hafa vantað allt að 19% á fyllsta fram- leiðslukostnaðarverð landbúnaðar afurða, en síðan hallar stöðugt undan fæti um verðlagningu af- urðanna, þótt mest sé lækkunin á viðreisnarárunum, þegar lækkun er komin niður í um 58% árið 1963, miðað við grundvallarverð, reiknað á sama hátt. Hugsi L.Ág. G. um þessi mál á hlutlausan hátt efast ég ekki um að hann átti sig á því að bændastéttin hefur verið hlunnfarin helzt til um of í kjarabaráttunni án þess að hún hafi gert sér nægilega ljósa grein fyrir því. Bændastéttinni hefur farið líkt og Indriði G. Þorsteins- son skáld orðar það, á sínu lík- ingamáli í viðtali við Fálkann í marz s.1. þegar hann líkir ísj. bændum við visunda — hina deyj andi hjörð, sem leyniskyttur sitja hvarvetna um vegna þeirrar rót- grónu þjóðarábyrgðar, er bænd- umir skírskoti stöðugt til í öllum kjaramálum sínum. í þessu við- tali segir skáldið m.a.: „Ábyrgðar tilfínningin er að sliga þá (þe.a.s. bændur). Þeir haga sér eins og forðum þegar þetta var bænda- þjóðfélag. Og þeir eru plataðir af stjórnarvöldunum. Það er hægt að fá þá til að sitja og standa með því einu að höfða til þjóðarábyrgð ar. Þeir láta þjóðarhag sitja í fyrirrúmí, í stað þess að fara í verkfall eins og kröfustéttir þjóð- félagsins. Og hvað er svo þessi þjóðar- hagur? Og hvernig er þeim svo umbunað fyrir, þennan göfug- lynda hugsunarhátt? Þeim er skammtað úr hnefa, afurðaverðið leyfir þeim ekki nema vinnukonu kaup. — Það vill enginn vinna starf, sem ekkert gefur í aðra hönd. — Það er tómt mál að tala um, landið verður að fylgjast að. Það stoðar ekki að hækka stand- ardinn í kanpstöðunum og láta sveitimar dragast aftur úr. Það stoðar ekki fyrir annan helming þjóðfélagsins að segja við hinn: við ætlum að lifa svona, þið verð- ið að lifa hinsegin". Þessar ábendingar skáldsins I. G.Þ. og fleiri í sama dúr er fram koma í viðtali ættu bændur að hugleiða og festa sér í minni. Útflutningsuppbætumar. Lár- us Ág. Gíslason segist hafa veitt því athygli, að ég sé andvígur út- flutningsuppbótum. Þetta er rangt. Ég hefi aðeins sagt, að út- flutningsuppbætumar gætu verið vafasamur ávinningur fyrir bænd- ur. Mun Lárusi efíaust vera kunn- ugt um, að þessi útflutnings- trygging er aðeins bundin við vissa hámarksupphæð, sem þegar er að verða fullnýtt. Með vaxandi framleiðslu get ég því ekki séð, að þetta fyrirkomu- Iag geti tryggt bændum betri hlut, en sú heimild er áður gilti í Framleiðsluráðslögunum um það að hækka innanlandsverðið svo að fullt grundvallarverð næðist til bænda hvað mikið sem flytja þyrfti út. Til að ná þessu marki samkvæmt eldri lögunum, hefði verð landbúnaðarvara ekki þurft að vera nema c.a. 7—8% hærra en það er nú á ínnlendum mark- aði og verður að telja ólíklegt að þessi hækkun hefði leitt til minnk andi sölu, enda væri nákvæmlega sama fyrir ríkissjóð hvort þessi fjárhæð er greidd í formi útflutn- ingsuppbóta, eða sem aukin nið- urgreiðsla á vöruverði innanlands. Útflutningsuppbætumar hafa því ekki fært bændum neina sér- staka kjarabót eða verðtryggingu umfram það, sem eldri lögin fólu í sér, hefði þeim verið beitt á réttan hátt. Staðhæfíngar um hið gagnstæða hafa ekki við rök að styðjast. Stofnlánasjóðsgjaldið. Lárus Á. Gíslason telur, að óhjákvæmlegt hafi verið að leggja sérskatt á bændur, vegna þess að vinstri- stjórnin hafi skilið við Búnaðar- bankann gjaldþrota. Hér virðist mér hallað réttu máli, svo um munar, því ég veit ekki betur en reikningar Byggingarsjóðs og Ræktunarsjóðs beri það með sér, að sjóðimir hafi átt milljónir kr. skuldlausa eign, þegar núverandi ríkisstjórn tók við. Hafi Búnaðar bankinn verið orðinn gjaldþrota. þegar nýju Stofnlánalögin voru lögfest hefur það verið núverandi en ekki fyrrverandi vinstristjóra, sem hefur gert lánasjóði landbún aðarins gjaldþrota. Þessar röngu sakargiftir eru svo notaðar til þess að réttlæta skattlagninguna á bændum. Var þannig brugðizt við þeim vanda, sem gengisfell- ingin 1961 leiddi af sér, en ríkis- valdinu bar skylda til að bæta Búnaðarbankanum á allt annan hátt en gert var ráð fyrir í hinni nýju Stofnlánalöggjöf. En smiðs- höggið á lagasetninguna var síð- an rekið í fullri andstöðu við Stéttarsambandið og Búnaðarþing sem hefur verið ráðgefandi stofn un í öllum meiri háttar málum landbúnaðarins gagnvart Alþingi frá upphafi. Mér finnst það til Hermóður Guðmundsson minnkunar fyrir Lárus í Miðhús- um að mæla þessari ofbeldis i kenndu eignaránslöggjöf bót. Hér var ekki á ferð neitt þjóðfé lagsvandamál, sem þjóðarheild- inni var um megn að leysa, þegar Htið er á hin stuttu og tryggu stofnlán og háu vexti er bændum er ætlað að greiða samkvæmt nýju stofnlánalöggjöfinni. Eða finnst L.Ág.G. það e.t.v. meðmæli með núverandi ríkisstjórn og stjómarstefnu að henni hefði ekki tekizt það, sem öllum öðrum ríkis- stjórnum á íslandi hefur tek- izt síðan lögin um Búnaðarbank- ann voru sett, að sjá landbúnað- inum fyrir stofnfé án sérstakra sérfórna bændastéttarinnar, þrátt fyrir miklu lægri vexti, lengri lánstíma og margfalt lægri þjóð- artekjur. Ég fyrir mitt leyti verð að játa, að ég ber það traust til núverandi stjórnar, að henni hefði átt að geta tekizt þetta auðveldlega án þess að fá svo til alla bændastétt ina upp á móti sér. Er það sann- færing mín, að viðreisnarstjórn- in kunni Lárusi litlar þakkir fyr- ir þetta vantraust. Sú tilgáta L.Ág.G., að ég hafi höfð að mál út af Stofnlánadeildarskatt inum vegna þess eins, að ég hafi ekki búizt við að vinna það er tæplega svara verð. Ber sjálfsagt að skilja svo að þetta eigi að verða eins konar sport fyrir mig eins og t.d. rjúpnaskytterí og lax veiðar? Eða getur það verið að Látusi á Miðhúsum sé það ekki Ijóst, að réttur hans og annarra bænda er skertur umfram aðra þjóðfélags- þegna með löggjöf þessari. Þessu varð að mótmæla og krefjast þess af ríkisvaldinu, að það skilaði bændum aftur þeirra eigin eign- um, sem stjórnarskránni er ætlað að varðveita. Mér var því vel ljóst, að ég var að vinna fyrir gott málefni, þegar ég að yfirveg- uðu ráði tók mér fyrir hendur að höfða þetta mál gegn ríkisvald- inu. En hver, sem niðurstaðan kann að verða, er ekki ósennilegt að úrslitanna verði beðið með nokkurrí eftirvæntingu. Rekstraraðstaða landbúnaðar- ins 1958 og 1963. L.Ág.G. gerir veika tilraun til að sanna það, að rekstraraðstaða landbúnaðarins sé sízt verri 1963 en hún var 1958. Þessu til sönn- unar kemur Lárus með hinar fáu en margslitnu tölur landbúnaðar ráðherra um dilksverðið og mjólk urverðið borið saman víð fóður- mjöl og áburð, eins og þessir 2 liðir, sem eru aðeins 1/3 af heild arrekstrarkostnaði gefi fullnægj- andi upplýsingar um afkomu bú- skaparins. Vélakostnað, vexti og vinnulaun þurfti hins vegar ekki að telja lengur til útgjalda, frek- ar en aukin þjóðarframleiðsla, sem bændur eiga ekki að njóta nema að takmörkuðu leyti. Þessar niðurstöður Lárusar í Miðhúsum prentar svo Morgun- blaðið upp eftir honum daginn eftir sigri hrósandi til þess að reyna að sanna ágæti viðreisnar stefnunnar fyrir landbúnaðinn. Þarna sé bóndi, sem kunni að nota tölur sem gefi rétta niður- stöðu, þótt allan grundvöllinn vanti fyrir uppsetningunni. Um aðstöðu landbúnaðar og sjávarútvegs á þessu umrædda tímabili vill L.Ág.G. sem minnst tala, enda veit hann það, að fisk- verð hækkaði tvöfalt meira á þessu tímabili en landbúnaðarvör- ur. En samt segir Lárus, að hann álíti aðstöðuna svipaða hjá þessum atvinnuvegum miðað við umrædd ár! Talnafalsanir og tekjuskerðing. Lárus Ág. Gíslason viðurkenn- ir að sjálfsögðu, að engum bónda muni þykja það gott hlutskipti að vera í tekjulægstu stétt þjóðfélags ins samkvæmt opinberum skýrsl- um. Þannig hefur bændum verið reiknað hvorki meira né minna en 27 þúsund krónum lægra kaup í síðasta verðlagsgrundvelli, en til- skilið er í lögum og mun þetta jafngilda allt að 160 milljón króna tekjumissi fyrir bændastétt ina á yfirstandandi verðlagsári. Þó eru þessar tölur sagðar nokkru lægri en efni standa til sökum þess að tekjur viðmiðunarstétt- anna, sem bændum er ætlað að taka laun eftir, virðast hafa ver- ið færðar niður af Hagstofunni með því að kasta frá tekjuhæstu framtölunum, er launaúrtakið var gert. Þessi talnahagræðing í sam- bandi við uppbyggingu verðlags- Érundvallarins gefur bændum slæmar grunsemdir um að gagna- söfnunin við verðlagsákvarðanir landbúnaðarins sé ekki sem áreiðanlegust, eins og raunar kom fram í skýrslu Hagstofunn- ar í vetur um kaup hinna ein- stöku stétta þjóðfélagsins fyrir árið 1962, sem var allt annað en Hagstofan gaf upp í haust. Flokksvaklið. Það er gleðilegt að L.Ág.G. skull ekki þekkja flokksvaldið. Ef þetta er rétt, er næsta furðulegt, að Lárus skuli rita elns og hann gerir um landbúnaðarmál og hann skuli sætta sig vlð lakari aðstöðu bændum til handa eftir 5 góðæris- og velgengnisár þegar þjóðarframleiðslan hefur vaxið mjög. Lárus í Miðhúsum slær því svo föstu, af því að ég sætti mig ekki við þetta undir stjórn Sjálf- stæðisflokksins, „að ég sé undir einhvers konar valdi hvað sem eigi að kalla það“ og það sé ekki hægt að líta á greinar mínar sem ópólitískar greinar. En hvaða pólitík er þá í þessum greinum? Ekki getur L.Ág.G. kallað það flokkspólitík, að skrifa um land- búnaðarmál á eins hlutlausan háW og mögulegt er frá stéttarlegu sjónarmiði skoðað. Að líkja skrif um mínum við nokkurs konar at- vinnuróg, sem stuðli að landeyð ingu sveitanna eru svo furðulega grófar ásakanir, að mig furðar á, að Lárus í Miðhúsum skuli hafa smekk í sér til þess að lepja slík- an áróðurssora upp úr stjómar- blöðunum. En eins og L.Ág.G. veit hefur þessum ósmekklegu og furðulegu áróðursblekkingum verið beitt óspart í blöðum beggja stjómarflokkanna á undanförn- um árum, að því er virðist í tvennum tilgangi — annars vegar ttl þess að afsaka ástandið, sem kemur fram í þverrandi trú á landbúnaðinn hins vegar til þess að reyna að koma ábyrgðinni á allt aðra en þá, sem sannir ettt að sök. í þessu sambamH væri fróðlegt að spyrja L.Ág. G jtli því hvemig verðlags- og hagsmuna- málum bænda væri nú komið, ef bændur hefðu enga stéttabaráttu háð, eða trúir hann því að allt hefði flogið sjálfkrafa og fyrir- hafnarlaust upp 1 hendurnar á bændum, hefðu þeir aðeins sýnt þá hæversku að bíða í auðmýkt og lítillæti eftir því, sem þjóðfélag- inu þóknast að rétta þeim hverju sinni? Batnandi gjaldeyrisstaða og aukinn þjóðarhagur. Lárus Ág. Gíslason gerir mikið úr því hvað þjóðarhagurinn og þó einkum gjaldeyrisstaðan út á við hafi blómgazt á síðari árum, eft- ir gengisbreytinguna 1960. f þessu sambandi vil ég taka það fram, að ég hefi aldrei gert lítið úr efl ingu atvinnulífsins í heild í land- inu, eða dregið í efa réttmæti gengisfellingarinnar árið 1960, þótt ég hafi hins vegar talið hana óþarflega róttæka og þó einkum síðari gengisfellinguna 1961, er var með öllu ástæðulaus. En ein- mitt vegna þess að þjóðarhagur- inn hefur haldið áfram að blómg- ast og batna vegna hins óvenju- góða árferðis undanfarin ár, hef- ur mér verið ómögulegt að skiija hvers vegna hlutur landbúnaðar- ins gæti ekki líka batnað á sama hátt og þjóðarhagurinn. Eða hvernig ber að skilja það, að ekki sé hægt að hækka um eina krónu rekstrarlánin til landbún- aðarins síðan 1958, þótt innlán í bönkum hafi hækkað um 100% á sama tíma. Eða hvernig ber að skilja þáð, að afurðalánin til land búnaðarins þurfi að lækka stór- lega á sama tíma og samvinnu- félög bænda og aðrar lánastofn- anir úti á landi eru skattlagðar ucn milljónatugi til Seðlabankans undir því yfirskini að auka þurfi útlán til atvinnuveganna? Eða hvernig má það ske, að ekki sé hægt að auka stuðning þess opinbera við framkvæmdir í sveit um landsins samkvæmt jarðrækt- 18 T f M I N N. föstudaeiim 3. júU 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.