Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 15
Sigurður Egilsson: Orðið er frjálst Nýlega var í fréttaauka lesinn útdráttur úr ræSu menntamála- ráðherra, er hann flutti í sameinuðu Alþingi og fjallaði um sjónvarp. Var það einkum kostn- aðar- og framkvæmdaáætlun nefnd ar, er kvödd hafði verið til að vinna það verk. Eins og vænta máttí, er þarna um milljóna tuga kostnað að ræða við uppbygg- ingu og rekstur sjónvarps fyrir alla þjóðina. og raunar þó ekki sé fyrst um sinn hugsað nema um ca. 60 hundraðshluta hennar. Vera má, að unnt sé að gera nokkuð rétta kostnaðaráætlun í dag, ef framkvæma skal á morgun, en þar sem því er nú varla til að dreifa í þessu máli, má af fenginni reynslu álykta, að hver kostnaðar áætlun standi ekki stundinni leng ur og verður lítið vitað um loka kostnaðinn, að allmörgum árum liðnum. Ekki var annað að heyra í sambandi við áðurnefnda kostnað aráætlun en að hér væri um frem ur lítilfjörlegt fjárhagsatriði að ræða og raunar glæsílegt fyrir- tæki, sem ekki þyrfti á lánsfé að halda til uppbyggingar og fram kvæmda, það mundi sem sagt bera sig prýðilega og borgast á skðmmum tíma og byggist sú ályktun á áætluðu afnotagjaldi not enda. — Eitt allstórt atriði í þessu máH vírtist mér ekki koma fram (eða fór fram hjá mér), en það var vitneskja um það, hvað sjón- varpsmóttökutæki mundi kosta og þá jafnframt hvað margir mundu hafa efni á að kaupa þau, en naumast mundi sá, sem ekki á slfk tæki greiða afnotagjald. Og þá var ekki heldur um það rætt, hve margir væru færir um að greiða árlega allhátt afnotagjald. Nú stynja margir undan fremur hóflegu útvarpsgjaldi og tregðast við að greiða, þó enginn vilji án útvarps vera og telji til nauð- synja. Hvað yrði þá um tvisvar til fjórum sinnum hærra sjónvarps- gjald, sem í raun og veru getur ekki talizt til nauðsynja á heim- ili, sem hefir gott útvarp? Helzt mátti svo skilja, að hér væri um útrætt mál að gera og ' auðvelt viðfangs, enda sjálfsagt að hafizt yrði handa um fram- kvæmdir nú þegar. Ég hygg samt, að mörgum firin ist nokkrum mikilvægum spurn- ingum ósvarað ennþá áður en rétt sé að hefjast handa og gætu rétt svo við einhverjum þeirra bent til þess, að hyggilegt gæti verið að doka við enn um sinn. — Skulu hér bornar fram nokkrar spurn- ingar af mörgum hugsanlegum til athugunar þeim, er um þetta mál vilja hugsa og sem fróðlegt gæti verið að fá svarað öfgalaust. í fyrsta lagi mætti spyrja um það, hvað nú rekur svo brátt eftir að knýja fram sjónvarpsrekstur í strjálbýlu og fátæku landi sem voru, sem vantar tilfinnanlega og af eðlilegum ástæðum marga lífs nauðsynlega hluti, eins og t. d. sjúkrahús og læknisþjónustu, hafn ir við sjó, vegi, brýr og margs konar framleiðslutæki o. s. frv., en hefir allgott og vel rekið út- varp á hverju heimili. Eftir því sem mér virðist, er það ameríska sjónvarpið á Keflavíkurflugvelli, sem harðast rekur eftir, en þar stæði nær að stemma á að ósi, en að ráðast í dýra og vafasamar mótaðgerðir. Sú aðferð minnir mig helzt á neyðarúrræði, sem ónefndur maður greip til fyrir mörgum árum og var sem hér segir: Hann lenti í því, að deila herbergi með tveim félögum, sem reyktu eins og „skorsteinar", og höfðu að engu bann hans, enda þótt hann ætti að ráða yfir her- berginu og teldi reykinn sér ó- þolandi. Tók hann loks það úr- ræði að fara einnig að reykja, og fannst þá sem hann þyldi skár þetta þó eitraða andrúmsloft. Að hefja íslenzkan sjónvarpsrekstur, með það meginsjónarmið fyrir augum, til að byrja með, að út- rýma eða yfirgnæfa ameríska sjón varpið, finnst mér helzt minna á ofangreint úrræði, sem að sjálf- sögðu reyndist hin argvítugasta hrossalækning. Næsta spurning gæti verið sú, hvort nokkrar líkur, hvað þá vissa sé fyrir því, að þjóðin rísi undir kostnaðinum án þess að stórlega verði að draga úr eða fresta ýms- um lífsnauðsynlegum eða meira aðkallandi framkvæmdum og þá hvort afsakanlegt sé að ganga að því vísvitandi með opnum augum. Þriðja spurningin mætti vera þessi: Hvernig myndi sjónvarp verka á rekstur og not útvarpsins? Á að bæta sjónvarpinu ofan á þann langa (kannske of langa) útvarpstíma sem nú gildir eða á að stytta hann sem sjónvarpinu nemur, svo að sami aðili geti not- að hvort tveggja og hvað mundu útvarpsnotendur segja um stytt- ingu útvarpstímans, þeir er ekki njóta þá sjónvarps? Hætt er við að oft yrði vandi að velja og hafna hjá þeim lánsömu, er hvort tveggja hefðu, en bæði störfuðu samtímis. Mundi ekki sjónvarp draga mikið úr aðsókn í leikhús og kvikmyndahús, sem almennt eru talin til menningartækja og væri það æskileg þróun? Mundi það ekki draga úr hvers konar fé lagsstarfsemi, til viðbótar því, að t. d. útvarp, bílaakstursdella o. m. fl. hefir nú þegar torveldað hana mjög og nær lagt í rústir á sumum sviðum, svo að mörg félög eiga í harðri baráttu við að ná saman löglegum aðalfundum, svo að ekki sé þá talað um félags- starfsemina sjálfa. Ekki verður því neitað, að ým- islegt nýstárlegt og skemmtilegt, einkum við sérstök tækifæri, get- ur sjónvarpið flutt manni, og sem kennslutæki má nokkurs af því vænta, en varla verður þvl neitað, að íslenzka þjóðin býr nú við all- sæmileg skemmtunarskilyrði og merintunar, í gegnum öll sín glæsilegu félagsheimili og ágætu skóla (sem óhjákvæmilega verður að auka við og umbæta eftir tím- ans kröfum hverju sinni án tillits til sjónvarpstilkomu) ásamt næg um bílakosti til milli- og skemmti ferða, auk flugvéla og skipa til utanferða. Er því hvorki brýn nauðsyn eða brátt aðkallandi fyr ir hendi um tilkomu sjónvarps, enda geta jafnvel góðir hlutir orð ið of dýrkeyptir. Eitt sem vinn ast mundi við nokkra bið, er tví mælalaus framför í sjónvarps- tækni á allra næstu tímum og einn ig er líklegt að verðlag lækki hlut fallslega, með aukinni kunnáttu, samkeppni og fjöldaframleiðslu: Um fleira má að sjálfsögðu spyrja, þó að hér verði ekki gert, öllu fremur en orðið er, en þó loks um þetta: Mundi það ekki geta nálgazt afglapahátt, að sitja tímum saman með hendur í skauti og glápa á myndaspjaldið, jafn- vel þótt ýmislegt sjónarvert beri fyrir augu, en eflaust margt lítils vert einnig, með því að útilokuð eru öll störf samtímis, þó hins veg ar megi ýmislegt nytsamt með útvarpi vinna og jafnvel njóta þess þá betur, en með. því að Píanótónleikar Fragers Bandaríski píanóleikarinn Mal- colm Frager, hélt píanótón- leika í Háskólabíói á vegum Skrifstofu skemmtikrafta, þ. 22. júní. Á efnisskránni voru þessi verk: Sónata eftir Haydn nr. 38; sónata í g-moll op. 22 eftir Schumann; valsar eftir Brahms og sónata eftir Bartok. Frager hefir, eins og áður hefir ver- ið minnzt á hér í blaðinu, kom- ið fram á tónleikum með VI. Asjkenazi, en þetta voru fyrstu einleikstónleikaV hans hér i Rvík. Listamaðurinn náði sér ekki fullkomlega á strik í són- ötu Haydns, vantaði dálítið á léttleikann, þrátt fyrir tæka tækni, en strax í sónötu Schu- manns kom í ljós hvílíkur af- bragðspíanóleikari hr. Frager er Sónatan var spiluð með yfir burðum bæði frá músíkölsku og tæknilegu sjónarmiði, svo þetta gullfallega verk naut sin til fulls. Valsarnir eftir Brahms voru einnig ágætlega fluttir, en hápunktur kvöldsins var þó túlkun listamannsins á sónötu Bartoks, en þar fór saman ó- trúlegur kraftur, tækni og blæ- brigði, sem seint mun gleym- ast þeim sem hlýddu. Hrifning var mikil hjá áheyrendum, sem því miður voru alltof fáir. Pétur Pétursson á miklar þakk- ir skildar fyrir að hafa veitt fslendingum kost á að heyra þessa tvo afbragðslistamenn þá VI. Asjkenazi og M. Frager. Það er ávallt mikill tónlistar- viðburður þegar slíkir menn láta til sín heyra. Rögmvaldur Sigurjónsson. listahátíð LISTAHATIÐ er að ljúka og kom enginn stór viðburður frarn á sviði myndlistar, eins og vænta mátti. Lárviðarskáld okkar hélt eina af sínum snjöllu ræðum, er | kallast mætti hugvekja til þeirra ! listamanna og fræðinga, sem belgja sig út af menntahroka og telja sig hafna yfir alla gagnrýni, en láta ekkert tækifæri ónotað til ádeilna á unga sem aldna lista- menn, sem ekki vilja dansa eftir þeirra nótum. í sambandi við hátíð þessa hafa risið deilur meðal manna út af vali málverka á sýningu þá, er hald in var, og átti að sýna það bezta í myridlist okkar síðustu fimm ár- in!!! Eða síðan þessir sjálfbökuðu i snillingar náðu algjörum undir- ' tökum á öllu því er við kemur þessari listgrein. En menn þessir i hafa komið ár sinni vel fyrir borð, | og virðast allsráðandi i nefnd : þeirri, er sér um kaup listaverka fyrir ríkið, og þeir sjá einnig um hvað sýna má erlendis, er slík boð koma . Nefnd þessi er, meðal gárunga, kölluð „monopoly“ og er það eink ar vel til fundið þar sem þeir kaupa aðeins verk ef.tir sjálfa sig og félaga sína. Af félögum JÆynd- listarfélagsins hafa þeir ekki keypt eina einusti’ mynd svo árum s'kipt ir, enda sést ekki á þessari sýningu mynd eftir neinn af þeim félögum. Eru þó nokkrir í nefndu félagi meðal okkar beztu og viður- kenndustu listamanna og einn fé- lagi þess er i hæsta flokki lista- mannalauna. Allir sjá að þessi framkoma er hreint einræðis- brölt. Menningarkokkar þessir telja sig eina umkomna að sjá um þá andlegu fæðu, er við þörfn- umst og okkur má að gagni verða á þessu sviði. Um alla þá mörgu, sem ekki eru lystugir á skammt þeirra, segja þeir, og sérfræðingar þeirra (en það eru aðallega verka- og iðnað- armenn. að sögn þeirra). „Þið hafið misst af strætisvagn inum og það svo iililega að bilið á milli okkar fer að mælast í Ijós- árum, og meðan þið biðuð, hefur myndazt gjá ein svo ferleg að yf- ir hana verður vart komizt nema með miklu heljarstökki Hins veg ar er ykkur bráður bani vís menn ingarlega, nema þið reynið stökk ið og komizt upp í hæðirnar til okkar. Öðru vísi er málum háttað þreytast við að sitja, eða sofna kannske frá öllu saman. Væri nú svo sem hér um spurt í fleiri eða færri tilfellum, liggur þá svo mjög á að flýta fyrir því? Ljósi punkturinn í því efni, eins og ýmsum öðrum, sem annmarkar eru þó á, er sá, að þeir dvína, er tímar líða og eiga sinn aldur, eins og flest annað. Allur þorri sjúkdóma t.d. gengur yfir og sumir mynda varanlegt ónæmi. Sama er að segja um tízkuna, hvert fyrirbæri hennar á sinn ald ur, þótt mörg þeirra endurtaki sig að vísu, en oftast með nokkuð löngu millibili. Og nú er svo kom ið með útvarpið sjálft á fertugasta aldursárinu, að sumir e'r ákafir hlusendur voru og engu vildu þar sleppa, hundsa það nú að veru- legu leyti, svo að ekki sé talað um þann alltíða hátt að loka því sjaldan og hlusta raunverulega enn sjaldnar, Ef til vill má segja sem svo, að bezt sé því aflokið sem fyrst, er lakara getur talizt, en þó naum- ast umflýjanlegt, eða þá hitt, að sem flest af betra taginu eigi að koma sem fyrst, svo að fleiri fái notið þess, áður en vistaskiptin miklu verða. Þó má því til svara, að núlifandi kynslóð, einkum eldri hluti hennar, er hefir lifað tvær heimsstyrjaldir og því búin að sjá og reyna góðan skerf af margs konar andstreymi og þola ýmis- legt misjafnt, ætti að mega vera undanþegin því að taka á sig óþæg indi vegna framtíðarinnar, ef þau geta beðið, en á hinn bóginn eru bæði yngri og eldri núlifendur bún ir að lifa þær óhemju breytingar á flestum sviðum og svo margar þeirra til bóta, að ekkert réttlæti mælir með því, að enn sé við auk ið meira en góðu hófi gegnir og fremur auðvelt má teljast. — Gæta ber þess, að hver sú frain kvæmd, er bindur framtíðinni skuldabagga verður því aðeins rétt lætt, að talizt geti þarfleg og nauðsynleg, þegar í er ráðizt, eða á einhvern hátt augljóslega að- kallandi, og hvað sjónvarpið snert ir, sjá áreiðanlega ekki allir brátt aðkallandi þörf né geta treyst því fyllilega, að reist verði að stofni., án verulegrar skuldabyrði. Húsavík 8. maí 1964. Sigurður Egilsson. með hina svokölluðu betri borg- ara. Þeir koma og skoða hina frjóu listsköpun ykkar, dást og hrífast af því, sem þeir sjá. Ann- ars gæti farið illa fyrir þeirn, eins og þjónum og ráðamönnum keis- arans í hinu alkunna ævintýri H. C. Andersen. Og hver vill opinber- lega vera talinn heimskur og ó- duglegur í sinni stöðu? En er þetta nú rétt hjá þessum sprenglærðu fræðimönnum? Er það aðeins hinn svonefndi al- menningur, sem ekki hefur fylgzt með þeim? Ég er, þvi mlður, hræddur um að svo sé ekki. Með- al eftirlegukinda sýnist mér ég sjá ýmsa okkar menntuðustu og mikilhæfustu manna úr öllum stétt um hér í borg, og ekki minnkar fylkingin ef landsbyggðin er tek- in með. Það er ég viss um. Því* líkt ástand. En nú stendur yfir allnýstárleg | listaverkasýning hér í borginni. Þar sýna tveir ungir menn. Þeir \ kalla sýningu þessa „Mynd morg- undagsins.“ Ég vil leyfa mér að j benda háttvirtri innkaupanefnd ríkisins á þessa sýningu. Þar er margt ekki ósvipað því, sem stundum hefur verið keypt. — Þessir ungu listaimenn stilla verð- inu mjög í hóf Okkur er sagt að við eigum að spara! Við skulum, kæru landar, láta frelsið ríkja, eins í listum og á öðrum sviðum í þjóðfélaginu. Þá mun allt þróast’og þroskast í rétta átt. Ef einhverjir hafa fengið sér- stöðu og geta notað hana á kostnað annarra, þurfum við að leiðrétta það. Það er síður en svo skaði, að margar stefnur séu á lofti, og ekki er gott að við dönsum - allir á sömu línunni, en þegar við berj- umst um eitthvað á það að vera á jafnréttisgrundvelli. Okkur íslendingum þykir vænt um okkar fagra land, og það voru einmitt oklcar miklu meistarar f myndlist og skáldskap, sem opn- uðu augu okkar fyrir tign þess, fegurð og margbreytileik. Þeir munu alla tíð vera dáðir og elsk- aðir af þjóð sinni hvað sem öllum stefnum líður Sannur íslendingur mun aldrei fyrirverðn sig þótt hann sjái svipmót ckkar fögru fósturjarðar í listcfcÖDun lista- manna okkar. þó við h:«.' vc-gar kunnum vel að rneta þnð bezta í Framhaltí á bls. 23 T í M I N N, föstudaginu 3. júlí 1964 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.