Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 11
Ihúðir o.g hús Höfum m. a. til sölu: 2ja herb. jarðhæð í nýju húsi við Háaleitisbraut. 2ja herb. fbúð á 1. hæð í ný- legu húsi við Hj.allaveg. 2ja herb. íbúð á 2. hæð við Blccnvallagötu. 2ja herb. íbúð í 11 ára gömlu timburhúsi við Kleppsveg. íbúðin er í einlyftu húsi og hefur inngang, hita, og þvottahús sér. 3ja heH). íbúð 97 ferm. á 3. hæð við Eskihlíð. 2 herbergi fylgja i risi. Verð 760 þús. kr. 3ja herb. lítt niðurgrafinn kjall ari í fjölbýlishúsi við jEski- hlíð. Snotur íbúð í fauegu húsi. 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Ljósheima. 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Leifsgötu. Verð 550 þús. kr. 3ja herb. rishæð við Mávahlíð. < Útborgun 230 þús. kr. 3jr herb. íbúð á 1. hæð í nýju húsi við Ljósheima. 3ja herb. íbúð á 1. hæð við Hringbraut. 3j& herb. íbúð á 3. hæð í ný- legu húsi í Vesturbænum. 4ra herb. íbúð á 2. hæð í einu af nýrri fjölbýlishúsunum við Eskihlíð. 4ra heih. íbúð á 7. hæð við Sólheima. 4ra herb. íbúð, að miklu leyti endumýjuð við Barmahlfð. 4ra herb. íbúð á 1. hæð við Reynimel (ásamt einu her- bergi í kjallara. Verð 830 þús. kr. 4ra herb. nýleg fbúð á 1. hæð við Tunguveg. Verð 750 þús. kr. 4ra herb. nýtízku fbúð á 3. hæð í háhýsi við Hátún. 4ra herb. rishæð við Víðimel. Sér hiti. Svalir. 5 herb. íbúð á 1. hæð við Rauða læk. Sér hiti. Sér inngangur. Vönduð íbúð með teppi í öllum herbergjum. Verð 980 þús. kr. 5 herb. íbúð á 3ju hæð við Rauðalæk. 5 herb. íbúð á 2. hæð við Grænuhlíð. 5 herb. fbúð á 4. hæð við Kleppsveg. 6 lierb. íbúð um 140 ferm. á I. hæð við Kamsveg. Sér inngang- ur, sér hiti og bflskúr. Nýlegt og vandað raðhús við Skeiðarvog. Raðhús við Laugalæk. Gamalt steinhús með 7 herb. íbúð og 1 herb fbúð við Þing holtsstræti. Einbýlishús við Víghólastfg með fallegum garði. Nýlegt og vandað hús. Stór verk- stæðisskúr fylgir. Timburhús í ágætu standi á fallegri lóð við Tjömina. Næsta auglýsing frá okkur í Tímanum verður næsta þriðju- dag. Málflutningsskrifstofa Vagns E. Jónssonar og Gunnars M.. Guðmundssonar Austurstræti 9. Símar 21410, 21411 og 14400. Spónlagning Spónlagnins og veggklæðning Húsqöcjn oq innréttinnar Ármúla 20 Sími 3240( BORGARSTJÓRN (Framhald af 2 síðu). arstjóm síðan 1907, þá vom íbúar borgarinnar aðeins 10.000, en eru nú um 80.000. Einnig væra mál- efni borgarinnar orðin svo viða- mi'kil, að fleiri fulltrúar borgar búa þyrftu um þau að fjalla. Benti hann á nýju sveitastjómarlögin, sem sett vora fyrir þrem árum, þar sem bæjarfélögum er heim- ilað að hafa flest 27 fulltrúa í bæj arstjórn. Kvað hann þau rök, sem þá vora flutt fyrir þessari fjölgun enn í fullu gildi, og kvað Reykja- vík hafa verið hafða í huga, þeg- ar þessi lagabreyting var gerð. Sagði hann, að það væri algjörlega óþarft og óréttlátt, að fjölmargar stéttir borgarinnar ættu ekki kost á að eiga fullrúa í borgarsjóm. Hann nefndi framkomna tillögu , um að skipuð yrði nefnd til þess að rannsaka, hvort rétt skuli að gera breytingar á stjóm borgar innar, og kvaðst algjörlega fylgj- andi þeirri tillögu, en benti á, að engin ástæða væri til þes að bíða eftir niðurstöðu þeirrar nefndar með að fjölga fulltrúum í borgar stjórn, það væri knýjandi að gera þá breytingu nú þegar. Fulltrúar Framsóknarflokksins lögðu einnig til, að fjölgað yrði f borgarráði um tvo fulltrúa, þann ig að í því ættu sæti sjö fulltrúar. Þessi breyting skyldi koma til framkvæmda, hvort sem borgar- stjórna/ulltrúunum yrði fjölgað 4pða ekki. Sagði Einar, að það væri ósanngjamt, að flokkur, sem sæti í borgarstjóm, ætti engan full trúa í borgarráði, þar seen af- greiðsla flestra mála ætti sér raunveralega stað þar. Lögðu full trúar Framsóknarflokksins fram tillögu um, að ef tillagan um fjölg un í borgarráði yrði ekki sam- þykkt, þá fengi flokkur, sem á fulltrúa í borgarstjóm, en ekki í borgarráði, að tilnefna fulltrúa, sem hefði málfrelsi og tillögurétt þar. Samkvæmt fyrri reglum, gat borgarráð leyft slíkt, en Einar taldi, að hér væri um rétt viðkom andi flokks í borgarstjórn að ræða, og ætti slíkt því ekki að vera háð duttlungum borgarráðsmeirihlut- ans hverju sinni. Einar gagnrýndi þá áráttu borg arstjómarmeirihlutans að hafa þannig reglur um skipun í nefnd- ir hverju sinni, að hann fengi sterkari aðstöðu í þeim, en honum bæri samkvæmt fulltrúatölu sinni í borgarstjóm. Þetta hefði þó náð hámarki í heilbrigðisnefnd, þar sem þeir ættu alla mennina, og fluttu fulltrúar Framsóknar- flokksins því tillögu um, að borg- arstjóm kysi þrjá menn í þá nefnd og þrjá til vara með hlut- fallskosningu. Var þeirri tillögu visað til heilbrigðisnefndsr itl umsagnar samkvæmt tillðgu fhalds ins. Framsóknarmenn flutti einnig tiUögu um, að tvær umræður skyldu hafðar um mál, ef borg arfuUtrúanna óskuðu þess, og var sú tillaga felld. Einar ræddi nokkuð tillögur frá öðrum flokkum í þessu máli. Ósk- ar Hallgrímsson lagði fram tillögu um, að kosnar skydu stjómar- nefndir fyrir Rafmangsveitu Reykjavíkur, Hita- og vatnsveitu Reykjavíkur, Vélamiðstöð Reykja víkurborgar og Strætisvagna Reykjavíkur, og kvaðst Einar fylgj andi þeirri tillögu. Sagði hann, að þetta mál hefði verið rætt áð- ur, og hann þá samþykkur því eins og nú Kvað hann starfsemi þessara fyrirtækja svo viðamikla, að sérstök nefnd þyrfti að hafa umsjón með henni, því að borgar- ráð hefðn engin tök á að fylgj- ast með rekstri þeirra vegna mik- flla starfa Þessi tiliaga var samþykkt, þeg ar Óskar hafði fellt niður ákvæði um, að kjörnir borgarfulltrúar Skyldu hafa meirihluta i stjórn um þesum, en það gerði hann að beiðni fhaídsins. Einar ræddi einnig tillögu Ósk- ars um, að skipuð skyldi sérstök nefnd til þess að athuga, hvort ekki væri tknabært að gera breyt ingar á stjórn borgarinnar þannig að í stað einnar framkvæmdastjóm ar verði borgarstjórninni skipt í nokkar meginnefndir. Kvaðst Ein- ar ekkert nema gott hafa að segja um tillöguna, en benti á, að þetta væri engin ný hugmynd og vitnaði í því sambandi í orð Bjöms Guð mundssonar, varaborgarstjórnar- fulltrúa Framsóknarflokksins, um slíka nefndarskipun fyrir nokkr- um áram. Kvaðst hann því fagna tillögu þessari. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lögðu siðan fram breytingartillögu við tilögu Ósk- ars, þar sem þessi nefnd skyldi vera sjö manna, kosin með hlutfalls kosningu af borgarstjóm, og var sú tiUaga samþykkt. íþrófffr Framhald af 4. sfðu. Eftir verðlaunaafhendinguna var setzt að kaffidrykkju. Við þetta tækifæri flutti varaforcnað- ur Skíðaráðs Reykjavíkur, Láras G. Jónsson (S.R.), ræðu tíl heið- ursforseta ÍSÍ, Benedikts G. Waage vegna nýafstaðins 75 ára afmælis hans og afhenti honum afmæUskveðju undirskrifaða af reykvískum skíðamönnum. Enn fremur flutti Lárus Jónsson kveðju til Ketíls Rödsæther. Lár- us hefur tvívegis dvaUzt með reyk vískum skíðamönnum við skíðaæf- ingar í Solfonn og kynntist þar miklum kennarahæfileikum Ket- ils. Sungin vora íslenzk lög og var hóflnu slitið um miðnætti. ALSÍR (Framhald af 2 sfðu) kom á vettvang. Staðarleg yfir- völd í Biskra og Bou Sadaa. hafa lýst yfir fullum stuðningi við stjóm Ben Bella, en samt er ótt- azt, að til átaka kunni að koma áður en langt um líður, því að undanfarið. hefur sérstaklega mik illar óánægju gætt í garð stjómar innar hjá íbúum í Kabylia og Aures-héraði, að því er AFP-frétta stofan segir í dag. AFLADAGUR Framhald af 1. slðu. mál, en þar eru um 20 þúsund í þróm. Ekkert hefur verið saltað á Vopnafirði, og nokkrir bátar bíða þar löndunar. Krossanesverksmiðjan er búin að taka á móti 55 þúsund málum og Hjalteyri er búin að fá 30 þús. und. Á Raufarhöfn er búið að taka á móti 150 þúsund málum, en þar var ekkert saltað í dag, enda síldin smærri en f gær, og salt- endum lízt ekki nógu vel á hana. HERTOGINN Framhald af 12. sfðu. um í sex, þegar „Vorið" lenti á flugvellinum í Reykjavfk í björtu og fögra veðri. Allmargt fólk hafði safnazt þar saman, og það veifaði til hertogans, þegar litla flugvélin renndi næstum því að stélinu á stóru Caravell-þotunni, sem stóð þar gljáandi fögur og rennileg, en Philip mun stíga um borð í hana á hádegi á cnorgun, þegar heimsókn hans lýkur. Það var skemmtileg sjón að sjá þessa tvo „fugla" saman þarna á vellin- um. Hertoginn steig inn f svarta bif- reið, eftir að hafa skipzt á nokkr- um orðum við þá, sem tóku á móti honum. Um leið og bifreiðin ók fra/ hjá fólkinu, sem stóð í hnapp við brautina, beygði hann sig fram og veifaði glaðlega. Síð- an ók hann til skips. f kvöld hélt hertoginn forsetan um og nokkrucn öðrum gestum veizlu um borð í skipi sínu „Brit annia“. Veizlugestir, 20—30 manns, voru fluttir um borð í skipið á þremur léttibátum. Iþróftfr Framhald af 5 síðu. Páll Eiríksson, KR. Valbjörn Þorláksson, KR. 800 m. hlaup: Kristján Mikaelsson, ÍR, úrval. Þórarinn Arnórsson, ÍR. Agnar Levy, KR. Halldór Guðbjömsson, KR. Vilhjálmur Bjömsson, UMSE, úrv. 200 m. hlaup: Reynir Hjartarson, ÍBA, úrval. Ómar Ragnarsson, ÍR. Skafti Þorgrímsson, ÍR, úrval. Ólafur Guðcnundsson, KR. Valbjörn Þorláksson, KR. 3000 m. hlaup: Jón Sigurðsson, HSK, úrval. Gísli Guðjónsson, ÍR. Guðmundur Guðjónsson, ÍR. Halldór Jóhannesson, KR. Kristleifur Guðbjömsson, KR. Vilhjálmur Bjömsson, UMSE, úrv. 4x400 m. boðhlaup: Sveit ÍR—úrval. Sveit KR. NÝJU VÉLARNAR Framhald af 1. slBu. anna. Annar flugstjórinn, sem flaug hingað heim, Perdue hef- ur verið mér mjög hjálplegur, en til hans átti ég að snúa mér um allt, sem við kom vélunum, því þær eru keyptar fyrir%iilli göngu hans. Fyrsti viðkomustað urinn á heimleiðinni var And rews-herflugvöllurinn við Was- hington, síðan komum við til Suffolk Country við New York og skrappum einn dag á heims sýninguna. Þaðan flugum við til Lorring í Norður-Main og svo tíl Goose Bay, Saglek, Fro- bisher, Straumfjarðar, Kulusuk og í gærkvöldi áttum við að lenda á Akureyri, en frá því var horfið vegna veðurs. Flugstjórar á leiðinni voru Lorrent Perdue og John Gran- ger, en auk þeirra voru tveir aðrir flugmenn með í ferðinni og sonur Perdue, sem var m'eð sem flugvirki. Sjötti maðurinn var síðan Björn, sem er flug virki hjá Tryggva. Perdue sagði flugið hafa gengið vel, alla leið ina. Hraðinn hefði verið 150 til 160 hnútar á klukkustund, og ekkert vandamál hefði komið upp, sem þeir hefðu ekki auð- veldlega getað leyst. Tryggvi Helgason á nú 6 flugvélar, ef með eru taldar kennsluflugvélar hans. Hann sagði í dag, að mesta vanda- málið væri flugskýlisleysið á Akureyri, og ekki væri neitt útlit fyrir, að úr því rættist í náinni framtíð. Tryggvi ætlar að nota nýju vélarnar i hvers konar leiguflug, og einnig get ur komið til greina, að þær verði notaðar í áætlunarflug á einstaka staði, en ýmsar breyt ingar verða nú gerðar á inn- réttingu þeirra, t.d. lagaðir stól ar og annað slíkt. Einnig þarf að fá á þær íslenzk skírteini. Hjá Tryggva eru nú starfandi tveir flugmenn, Hallgrímur Jónsson og Kristján Árnason. Síldin Framhald ai 2 siðu fari AK 1350. Anna SI 900. Eld- borg GK 1400. Keilir AK 850. Jón á Stapa SH 400. Grundfirðingur II SH 700. Snæfell EA 1300. Straum nes ÍS 700. Skírnir AK 1200. Sig- urður AK 1000. Stjarnan RE 750. Ársæll Sigurðsson GK 1000. Ilrafn Sveinbjarnarson III GK 1300. Odd- geir ÞH 1500. Arnfirðingur RE 1400. Bergvík KE 650. Lómur KE 1300. Snæfugl SU 550. Þórður Jónasson 1900. Höfrungur II AK 1250. Rán SU 500. Pétur Jónsson ÞH 350. Vonin KE 750. Guðmund ur Péturs. ÍS 800. Hrafn Svein- bjarnarson GK 500. Gísli lóðs GK 650. Svanur RE 200. ísleifur IV VE 550. Sigurjón Arnlaugsson GK 500. Glófaxi NK 700. Hólmanes KE 600. Huginn II VE 700. Gull- berg NS 1100. Freyfaxi KE 300 Gnýfari SH 600. Fróðaklettur GK 500. Æskan SI 450. Víðir II GK 600. Áskell ÞH 600. Héðinn ÞH 600. 4 VlÐAVANGI rétta er, að það er stefna stjónr arflokkanna, sem hefur breytzt, en ekki Framsóknarflokksins. Þessir þrír flokkar vora t.d. lengi vel sammála um að neita öllum beiðnum um herstöð í Hvalfirði. Sú afstaða Fram- sóknarflokks'ins er óbreytt eim, enda minn'i ástæða til þess nú en áður að reisa herstöð þar vegna batmandi fríðarhorfa. Forustumenn stjórnarflokkanna virðast hins vegar orðnir fúsir til að leyfa herstöð þar. Það er afstaða þeirra sem hefur breytzt, en ekki afstaða Framsóknarflokks ins. FÖSTUDAGURINN IIENNAR Framhalri af 6 siðu að öllu skaðlausu þvegið sér i fram an og liætt að nota hreinsunar. krem, það má jafnvel þvo teppi og húsgögn, sem hafa óhreinkazt með tímanum. Og hér er saga, sem sögð var hérna í bænum, skömmu eftir að franskur fegrunarsérfræðingur hafði komið í heimsókn til íslands, ásamt frú sinni. Þau fóra eins og vani er útlendinga, að Gullfossi og Geysi. Þegar þau gengu niður brekkuna hjá Gullfossi, lentu þau í úðanum og frúin vöknaði í fram- an. Daginn eftir var húðin á and- liti hennar svo frísk og falleg, að hún lét taka sýnishorn af vatninu úr fossinum til rannsóknar, hafði það með sér til Frakklands, og ætlar að athuga möguleikana á því að framleiða úr því Icetonic and- litsvatn. TRUtOFUNAR HRINGIR AMTMANNSSTIG 2 HALLOCh KRISTINSSON gullsm'ður — Sfmi I697S Hjartanlegt þakklæti öllum þeim, sem auðsýndu samúð og vináttu vegna fráfalls, Guðrúnar Haraldsdóttur frá Miðey. Einnig þökkum vlð þelm mörgu, sem heimséttu hana í langvinnum siúkdómslegum, svo og hjúkrunarliði sem annaðist hana af nær- gætnl og alúð. Prestunum, séra Felix Ólafssyni og séra Slgurðl Haukdal, þökkum vlð innilega svo og Guðjóni Jónssyni söngstjóra, Hallgeirsey og kirkjukór Krosssókn. Guð blessi ykkur öll. Egill Þorstelnsson, dóttlr, foreldrar og systklnl. T í H I N N, föstudaginn 3. júlí 1964 u

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.