Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.07.1964, Blaðsíða 7
Fyrir 35 árum var gerður út leiðangur til Grænlands til þess að flytja hingað til lands nokkur lifandi sauðnaut. Leiðang- urinn heppnaðist þrátt fyrir örðugleika, en vegna mistaka drápust dýrin hér á landi. í eftirfarandi grein ræðir Guð- mundur Þorláksson um innflutning á sauðnautum og segir: „íslenzk náttúra yrði góðum mun auðugri ef sauðnautum yrði bætt við fábreytt dýralíf óbyggðanna." Vestfirzkar slóðir erU líkastar landkostum og í heimahögum dýranna á Austur- Grænlandi og . 0 0 0 * Vestfirðingar ættu að fá sauðnaut í sitt Margir þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur, muna enn þegar sauðnautin voru flutt hingað til lands og hver af- drif þeirra urðu. Ársæll Ámason bóksali gekkst þá fyrir Gottu-leiðangr inum svo nefnda, sem frægur varð á sinní tíð. Tilgangur leið angursins var að ná nokkrum lifandi sauðnautum og flytja þau hingað til lands. Þetta tókst þrátt fyrir ýmsa örðug- leiga og erfiðar aðstæður, en árangurinn varð annar en ætl- að var. Dýrin komust öll lif- andi hingað, en drápust síðan á skömmum tíma og var ýmsu um kennt. Eftir á urðu orsakir þess Öllum auðsæjar, en ekki þýddi um að sakast. — Vill svo stundum fara um ýmsar nýjungar, að smá mistök geta valdið afdrifaríkum afleiðing- um, og jafnvel haft úrslitaþýð- ingu. Og svo fór hér. — Um eitt skeið var eitthvað reynt til að koma öðrum leíð- angri af stað í þeirri von að betur mætti takast um árangur fan, með því að láta hin fyrri vfti sér til vamaðar verða. En sú tilraun tókst ekki, því dkieift reyndist að afla nægi- Iegs fjár tíl þeirrar farar. Siðan þetta gerðist eru liðin 35 ár og jafnlengi hefur málið grafizt niður í gleymsku tím- ans, — því að ekki er vitan- legt að neinn hafi tekið upp hið fallna merki Ársæls, með því að reyna að gera hug- sjón hans að veruleika. Hér er þó um svo merki- legt mál að ræða að full á- stæða er til að það sé tekið upp að nýju. Og það þvi fremur sem nú er auðveldara að koma 1 veg fyrir þau misferli sem urðu við hina fyrstu til- raun. Um margt er svo ólíku saman að jafna nú og 1929, að það sem þá var torleyst og miklum vandkvæðum bundið, er nú auðvelt í framkvæmd ef ekki vantar viljann til úrlausn- ar. — „Vilji er allt sem þarf“ stendur þar.------- í þessu tilefni er líka nær- tæk reynsla fyrir hendi, sem við getum fært okkur í nyt. Sumarið 1961 gerðu Danir út leiðangur til Austur-Grænlands til öflunar nokkurra sauð- nautakálfa, sem flytja átti til Vestur-Grænlands eftir vetrar dvöl í dýragarðinum í Kaup- mannahöfn. Þetta tókst allt eíns og ætlað var, nema um hlutfallið milli kynja. Þeir náðu í 13 kálfa, en af þeim voru aðeins 4 kvígur. Þau voru í dýragarðinum um vetur inn og döfnuðu vel, en sumar ið eftir voru þau flutt til Syðri-Straumfjarðar á Vestur- Grænlandi og sleppt þar laus- um. Nú í vor er von á fyrstu kálfunum og eru það fyrstu sauðnautin sem fæðast á Vest ur-Grænlandi, því hingað til hefir heimkynni grænlenzkm sauðnautanna aðeins verið á Grænlandi austanverðu. Nú í sumar ætla Danir að gera út annan leiðangur til Austur-Grænlands og ná í 10— 15 kvígukálfa sem síðar verð ur bætt við stofninn á vest- urströndinni. Þátttakendur í gera nokkurs staðar hérlendis. Það virðist t. d. alveg tilvalið að koma upp sauðnautastofni á víðlendum Vestfjarðakjálk- ans norðan ísafjarðardjúps, sem nú eru til lítilla eða engra nytja. Víðs vegar annars stað- ar hér á landi ættu sauðnaut að geta lifað góðu lífi, öllum að meinalausu, svo sem á Flat eyjardal og fleiri stöðum norð austanlands. — Þetta gæti orð ið góð tílbreytni í hinu fáskrúð uga dýralífi lands vors og auk Grænlands er harðbýlt og and hreint svo kynlægir eða smit- andi sjúkdómar eru þar víst næstum alveg óþekkt fyrir- bæri. Hitt mun vera hættu- meira að þessi hraustu og harðgeru heimskautabúar séu mjög móttækilegir fyrir þá búfjársjúkdóma, sem hér eru landlægir svo sem bráðapest, garnaveiki og jafnvel fleiri. Munu þeir hafa valdið mestu um örlög sauðnautanna, er Ár- sæll náði í en nú ætti að vera Grænlandsfararnir 1929. leiðangrinum verða 5—6 menn undir forustu Chr. Vibe dýra- fræðings. Gert er ráð fyrir að leiðang- urinn fari frá Kaupmannahöfn 10. júlí og verði kominn þang- að aftur í byrjun september. Þessi leiðangur er að nokkru kostaður af Grænlandsmála- deild dönsku ríkisstjómarinnar (10.000 d. kr.) en að mestu leyti af einstökum manni, sem ekki vill láta nafns síns getið. Sami maður kostaði einnig að mestu fyrri sauðnautaleiðang- urinn til Grænlands, þegar þeim dýrum var náð, sem nú eru komin til Vestur-Græn- lands. Framlag hans þá var 90 þús. kr. danskar. „Hver hann er og hvar hann býr er varðveitt sem mikið leyndar- mál,“ segir í dönsku blaði — Gaman væri að eiga slíkan huldumann hérlendis, sem væri fús til að kosta íslenzkan leiðangur' í þessum tilgangi. Vafalaust eru hérlerdis mun betri lífsskilyrði fyrir sauð- naut en á norðausturslóðum Grænlands. Sauðnautahjarðirn ar sem þar eru lifa við miklu krappari kjör, en þau myndu þess til nokkurra nytja er tím ar líða fram, því sauðnauta- kjöt þykir mikið lostæti. Innflutningur sauðnauta er hvorki fjarstæða né torleyst vandamál. Með flugferðum til Grænlands og ferðalögum nokk urra íslendinga þar um slóðir höfum við kynnzt grænlenzk- um staðháttum á stórum svæð um og sums staðar allvel. Einnig vitum við nú miklu meira um helztu dvalarstaði dýranna og alla háttsemi þeirra, en við vissum 1929, og ætti það að auðvelda góðan árangur af nýjum leiðangri. — Nú ættu einhverjir fram takssamir menn að taka hönd um saman og hrinda þessu máli í framkvæmd — strax í sumar! Fyrst er að afla nauðsyn- legra leyfa fyrir innflutningi dýranna og ættu þau að vera auðfengin. Telja má víst að engin sýkingarhætta fyrir bú- fénaðinn stafi af innflutningi sauðnauta og er þar ólíku sam an að jafna og um innflutn- ing búfjártegunda, (sem allir mögulegir kvillar geta leynzt með). í Jötunheimum Norður- mögulegt að varast þau víti. Ef við flytjum inn nokkur sauðnaut skulum við ekki sleppa þeim á Austurvöll. né annað ræktað land eða á órækt aða bithaga innan byggðarlaga. Þess er heldur engin þörf. Svo vill til að nyrzti hluti Vest- fjarða er algjörlega ónýttur og hefir svo verið síðan byggð lagðist niður á þeim lands- hluta. Má því gera ráð fyrir að þar sé svo hreint land af öllum sóttkveilcjum sem fram ast má verða. Þær ættum við að láta sauðnautin nema land og leggja undir sig kjarnlend- ur hinna yfirgefnu manna- byggða. Gæti svo farið að það landnám yrði upphaf merki- legrar sögu í „Fánu“ íslands. Á þessum vestfirzku slóð- um munu vera líkastir lands- kostir um gróðurfar og ein- angrun og er í heimahögum dýranna á Austur-Grænlandi. Eru því miklar líkur til að einmitt þarna yrðu þau fljót lega aðhæfð hinum nýju heim kynnum svo fjölgun þeirra yrði örugg að eðlilegum hætti. Ekki er ólíklegt að við gæt um notið aðstoðar danska leið angursins um ýmsa fyrir- greiðslu og áreiðanlega getum við fært okkur í nyt þá reynslu sem Danir hafa feng- ið í þessari „dýrarækt“. Mag- ister Vibe er mikill áhugamað ur um þessi mál og manna fróðastur um lifnaðarhætti og alla meðferð sauðnautanna og annarra „háfjallabúa“ svo sem Yaknautanna tíbetísku o. fl. og gæti því aðstoð hans orðið okkur mikils virði. Fjárhagshlið málsins yrði okkur sennilega erfiðust við- fangs, því varla má gera ráð fyrir að okkur hlotnist að ni í peninga til þessa fyrirtækis á jafn auðveldan hátt og Dönum hefur tekizt. Þó skal ekki ef- ast um, að óreyndu, að takast megi að afla nægilegs fjár til framkvæmdanna ef vel er að unnið. Sem betur fer hafa nú margir mikil fjárráð og ólíkt því sem áður var. Menn eyða nú miklum fjármunum I margt það sem ekki getur talizt til beinna nauðsynja, svo ekki sé minnzt á ýmsa óhófseyðslu sem lítið gefur í aðra hönd. Ekki má búast við að þetta geti orðið neinn gróðavegur fyrir þá sem kæmu þessari hug mynd í framkvæmd, en von- andi hefur auðshyggjan ekki tröllriðið svo allri umhugsun okkar, að enginn tími að sjá af nokkru fé til þess að láta „hugsjónir rætast“, þótt jafn- framt sé vitað að framkvæmd þeirra sé ekkert gróðafyrirtæki á almennan mælikvarða. íslenzk náttúra yrði góðum mun auðugri ef sauðnautum yrði bætt við fábreytt dýra- líf óbyggðanna. Væri það öll um að meinalausu en gæti orð ið til skemmtilegrar tilbreytni og nokkurs gagns er tímar líða fram. Austfirðingar hafa hrein dýrin en Vestfirðingar ættu að fá sauðnautin í sitt umdæmi. Innflutningur sauðnauta ætti að verða okkur tiltölulega auð- veldur og í engu ofraun. Sam- tök nokkurra áhugamanna og skelegg forusta ætti að geta hrint málinu í framkvæmd. Hverjir vilja fyrstir ríða á vaðið? G.Þ. Jf T í B I N N, föstudagimi 3. júli 1964 l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.