Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 7
standa til eða ekki. Það flýtir eflaust fyrir elli margra. — Höfum við ekki of einhæft byggingarefni? — Jú, steinsteypan er eigin- lega það eina, sem hægt er að byggja úr. Innflutt efni eru dýr. — Heldurðu, að við gætum ræktað skóga hér til þess að fá þar byggingarefni? — Ég hugsa, að það yrði dýr ara en að flytja timbur inn. — Hvenær ætlið þið að finna upp hús, sem lagar sig eftir kröfuim fjölskyldunnar? — Það er auðvitað framtíðin. Þarfirnar eru alltaf að breytast. í upphafi þurfa hjónin aðeins tveggja herbergja íbúð, svo — Hvað er mesta vandamál- ið, sem skipulagsfræðingar eiga við að etja í dag? — Bílafjölgunin alveg tví- mælalaust, hér sem annars stað ar í heiminum. Bílafjölgunin er að drepa allt skipulag. Bíl- arnir leggja stöðugt fleiri dýr- mætar lóðir undir sig og sprengja utan af sér göturnar. Austan tjalds sjá þeir við þessu á þann hátt, að almenningi er yfirleitt ekki gert kleift að eignast bíla. T. d. eru þeir nú að framleiða nýja tegund af Skoda í Tékkóslóvakíu, sem kemur til með að kosta helm- ingi meira á innanlandsmark- aði en í öðrum löndum. — Mér fannst t. d. afar ein- o Þessi uppdráttur sýnir hluta af miðbæjarkjarnanum, eins og Vil- hjálmur hugsar sér hann. ViS Tjárnargötuna efst til hægri hefur VII- hjálmur staSsett borgarbókasafn. Alþingishúsið merkir hann sem hugsanlegan Hæstarétt, og til hægri við það vestan tjarnarinnar, „Publlc Auditorium". Við Lækjargötuna, sunnan viS Hótel Borg, gerir hann ráS fyrir eins konar upplýsingamiSstöS, ferSaskrifstofu og þess háttar. RáShúsiS er á miSri mynd. bætist smám saman við, þau þurfa þriggja, fjögurra. jafnvel fimm herbergja íbúð. þangað til þaa eru svo allt í einu orð in ei» í stóru íbúðinni. Og þetta er srúra vandamálið, sem arki- tektar um allan heim eru að velta fyrir sér í dag — Kannski vað getum ein- hvern tíma bláslð húsin okk- ar upp og hleypt svo svolítið úr þeim loftinu í ellinni? — Ef til vil) — Hyggurðu á framhalds- nátn? — Ég he ' í hyggju að vinna hér heima i tvö ár, fara síðan til tveggja ára náms í borgar skipúlagningu við Edinborgar háskóla. — Er ekki iniklu áfátt í þeim efnum hér á íslandi? — Jú, sérþekking hefur ekki verið næg. Hér ætti því að vera jarðvegur fyrir þessa grein. kennilegt að ganga um stórar, breiðar götur í Austur-Berlín og sjá þar aðeins bíl og bíl á stangli. Nú veit ég ekki, hvort Austur-Berlín gefur rétta hug- mynd um borgir yfirleitt aust- an tjalds. en geri þó ráð fyrir því. En vestan tjalds vilja menn híla og uppskera öngþveitið. — Ertu búinn að teikna hús- ið þitt? — Nei ég á ekki lóðina. Fyrr teikna ég ekki húsið mitt KII Þúsundir ferðamanna í Kaliforn íu leggja lykkju á leið sína og sumir koma gagngert af öðru lands horni til að heimsækja eina af hinum mörgu útborgum Los Ang- eles þeirra erinda að skoða furðu legt og einstætt byggingarverk reist af nútímamanni. Upp úr því gnæfa turnspírur í stíl við það sem gerist á gotneskum dómkirkjum, þar eru dularfull og margkrókótt bogagöng, og verður mörgum á- horfendanum á að hugsa til ævin- týra og leyndadóma Austurlanda þegar þeir líta þessa furðusmíð auguim. Fyrir fjórum árum stóð til að eyðileggja þetta verk. Yfirborgar- verKíræðingurinn í Los Angeles var eiginiega búinn að kveða upp dauðadóminn og það átti að láta til skarar skríða. En þá voru það hinir óbreyttu borgarar, sem sögðu stopp. Og þeim tókst að koma í veg fyrir að brotin yrði niður þessi einkennilega bygging — sem er eins konar hylling inn- flytjanda til síns nýja föðurlands - sérstætt dæmi um alþýðulist á 20. öld. En hver er maðurinn, sem stóð fyrir þessu verki og hvernig datt j honum í hug að reisa hinu nýja fósturlandi sínu slíkt minnis- Þe,r eru e,ns °9 Sotneskt víravlrki turnarnir, sem Símon Rodia byggSi merki? Siimon Rodia heitir hann fríhendis í 33 ár. Smíðaði einsamall tarna í 33 ár og vill ekki á jsað minnast og fluttist til Bandaríkjanna frá I Ítalíu árið 1889, þá tíu ára gam-' all. Æskuárin vestra átti hann i heima hjá stóra bróður sínum í Los Angeles, en annars segir fátt af þeim árum drengsins. En það er árið 1921, að hann er búsettur j í Watts, einni útborg Los Angelés, j að þá fær hann allt í einu þá ; flugu í kollinn, að hann skuli taka i sér fyrir hendur að skapa eitthvað ! stórt og mikilfenglegt sem holl- ustuvott handa fósturandi sínu, þar . sem hann komst til manns. Hann j er orðinn 42 ára, og upp frá þess-1 ari stundu vann hann að því öllum árum að finna þessari hugmynd sinni fonm og koma henni í fram kvæmd. En hann hafði aldrei nein ar teikningar að fara eftir, og þessi bygging varð til svo að segja jafnóðum í huga hans og verki. Fólk rakst á þennan einkennilega mann á ólíkustu stöðum, þar sem hann var að viða sér byggingar efni, á ruslhaugum og niður við ströndina að hirða það sem rak á land. Síðan fór byggingin að rísa, þessi bygging, sem ýmist er kölluð eftir byggjandangm eða borginni. „Simon Rodias Tow- ers eða „Watts Towers“ Allt verkið vann hann á eigin spýt- ur og féi'k aldrei ráðleggingar eða aðstoð frá öðrum. Það sem hann átti afgangs af kaupi sínu hrökk oft skammt fyrir nauðsynlegu sem enti. stálbitum og hænsnaneti. er hann þurfti í steinsteypuna. hvað þá hann hefði efni á að kaupa sér vinnukrait eða vélar til að vinna með Árið 1954 varð hann að láta staðar numið. eftir þrjá- tíu og briggja ára stanzlaust strit Hann gat ekki átt meira við þetta. Og þá fiuttist hann burt. fór eins op hann kom forðum án þess nok^ ur veitti því athygli, og nú settist hann loks að hjá fjölskyldu sinni, som flutzt hafði burt og tekið sér bólstað í Martinez hjá San Frans iseo. Byggingin hans furðulega stóð eftir ein og yfirgefin og engin skipti sér af henni næstu þrjú árin. Þá kom til kasta borgaryfir- valdanna Byggingareftirlitið úr- skurðaði að turnarnir væru of hættulegir og skipaði svo fyrir, að þeim yrði jafnað við jörðu. Þegar þetta spurðist út, kvað við ramavein frá fjölmörgum borgar- búum. Óteljandi mótmæli streymdu inn á borgarskrifstofurn ar, fólk af öllum stéttum bað þessu dæmalausa einsmannsverki griða. Afdráttarlaustustu mótmæl in komu frá skáldinu Carl Sand- burg. Hann skrifaði yfirvöldum borgarinnar og tók svo til orða í bréfi sínu, að eyðilegging turn- anna yrði „óafmáanlegur blettur á borginni Los Angeles.“ Þó var þessu verki ekki borgið fyrr en kvikmyndastjórinn William Cart- wright og leikarinn Nicolas King komu til skjalanna. Árið 1959 keyptu þeir eignina af Simon Rod ia og komu á laggirnar nefnd til að annast um að gera ævintýra j hús og garða Símonar opið almenn ingi. Þeir fengu borgarverkfræð inginn til að láta rannsaka styrk- leika turnanna hans Símonar, og þá kom upp úr kafinu, að þeir 1 stóðust allar styrkleikaprófanir. Nú dregur þessi undarlega smíð að sér ferðamenn í þíisundátalf hvaðanæfa að. En Simon Rodia er þar ekki lengur líánn hefur' misst allan áhuga á æviverki sínu. Hið síðasta, er fréttist af honum eftir að hann fluttist burt frá Watts, var það, að hann vildi ekk- ert heyra minnzt á turnana sína, Watts Towers. Þó var það fyrir þrábeiðni og lempni annarra að hann lét loks til leiðast fyrir þrem árum að veita viðtöku heiðurs- skjali frá ríkisháskóla Kaliforníu. Eyðnorð Vil kaupa eyðijörð eða eyjar Má vera hvar sem er á landinu. Vinsamlegast sendið tilboð með sem gleggstum upplýsingum, merkt „Eyðijörð11. — Tilboðum sé skilað á afgreiðslu Tímans. T I L S Ö L U Hálí húseign við Öldugötu íbúðin öll er í ágætu lagi. Tvóialt gler. Sér hita- veita. Svalir. Teppi fylgja Svefnherbergi geta verið fimm. Húseign þessi er einnig hentug fyrir sknístoiur, læknastofur og svo framvegis. Hagstæð lán áhvílandi. fl Mélflutnlngsskrlfstðfi: Þorvarður K. Þorsteinsso illtlubraut 74. astalgnavlSiklptl juðmundur Tryggvason Iml 22??Q. t ú / T í M I N N, föstudaginn 17. júlí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.