Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 14
Jókanna Sigmundsdóttir Bæ, Lóni Fœdd 30. maí 1885. Dáin 21. októ- ber 1963. Hún fermdist vorið 1899 næst- síðasta ár aldarinnar, sem ól okk- ur sjö fermingarsystkini. Við er- um enn öll á lífi þennan indæla vetur og vor, nema hún sem virt- ist svo hraustbyggð og hetjaií mesta í hversdagsönn okkar, all- an fyrr'i helming tuttugustu aldar- innar. Þetta tímabil, sem hefur gjörbreytt því gamla sem var og leitt inn hið nýja sem er og verð- ur meðan vel árar. Lífsþægindi má víst nefna það, hvort sem lífs- hamingja er að því skapi meiri en áður. Það verður hver einstak- ur að gera upp við sig. Við sem gengum út í lífið, og tekin í Kristinnamanna tölu um aldamótin, vorum öll vinnufús og áttum vinnugleði í ríkum mæli. Höfðum ekki heyrt það þá að vinna væri böl; sem hið þjáða mannkyn þyrfti að losna við. I okkar kveri stóð, að sá sem ekki vill vinna á ekki heldur mat að fá. En tímarnir breytast og menn- irnir með. Bær í Lóni — landnácnsjörð- bújörð Úlfljóts lögsögumanns var ekkert smákot. Þar voru löngum 5—6 bændur og hvert býli hafði sitt heiti. Heimili Jóhönnu var Neðri-bær, einn af stærri og betri pörtunum eins og kallað var. Fólkið þar var vel sjálfbjarga og fremur veitandi en þiggjandi í sveitarfélaginu. Foreldrar Jóhönnu voru Sig- mundur Sigmundsson bóndi og kona háns Sigríður Eiríksdóttíf af traustum bændaættum komin. En ekki n'útu þau lengi ánægjulegrar sambúðar með sinn stóra barna- hóp. Bóndinn veiktist af lungna- bólgu eftir kaldsama kaupstaða- ferð og andaðist eftir fárra daga sjúkdómslegu. Eftir stóð ekkjan' með barnahópinn 6 stúlkur og 1 dreng gr til þroska komust,. Hún táldi nú aðeins um eina leið að ræða: Búa áfram og ala börnin upp á sinni föðurleifð. Berjast til bjargálna, hversu erfitt sem verða kynni og þetta lánaðist. Hún trúði á handleiðslu drottins, var dug- mikil, hraust og létt í spori. Bjó með börnum sínum í Neðri-bæ í vel hálfa öld eftir lát manns síns og vantaði lítið í 100 ár þegar kallið kom um brottför af þess- um heimi. Yngstar B aí systkinahópnum voru Jóhánna og Sigríður, þær héldu uppi heimilinu hin síðari ár, eftir að bróðir þeirra Eiríkur hafði misst sjónina, þá gamall maður. Þessum systrum tókst að búa þannig, að heimili þeirra naut sömu virðingar og ávalt áð- KEFLAVIK og nágrenni Loftleiðir vilja ráða strax til vinnu í eldhúsi og veitingasölum félagsins á Keflavíkurflugvelli tvo karlmenn og tvær konur, sem starfa eiga við af- greiðslu í matbar, ein aðstoðarmatsvein og sextán stúlkur til vinnu í eldhúsi og matbúrum. Félagið vill einni gráða nokkra lærlinga í matreiðslu. — Umsækjendur geri svo vel að. hafa samband við ráðningarstjóra Loftleiða og yfirmatsvein, sem verða til viðtals í skrifstofu Loftleiða á Keflavíkur- flugvelli mánudaginn 20. þ. m. kl. 2—4 e. h. Loftleiðir h.f. n ’ , ... QFÍUIOIR ur í fremstu röð, þar sem hinar’ fornu dyggðir voru jafnan í heiðri hafðar. Jóhanna gat bæði verið bóndinn og húsfreyjan svo var hún vel verki farin og harðdugleg, en ekki þurfti að bæta upp hús- j móðustörf Sigríðar, og um hana munaði líka við útivinnu. Aldrei | heyrði ég Jóhönnu kvarta yfir j kjörum sínum. Jafnvel ekki þó j banameinið næði tökum á henni. ‘ Kjarkurinn var óbilandi. Hún var sönn hetja hversdagslífsins. Ýms ir munu líta svo á, að um þá konu sé ekki mikið hægt að segja, sem hvorki átti bónda né börn. Hennar hlutur hafi hlotið að vera smár í uppbyggingu okkar þjóðar. En máishátturinn „Þess má geta sem gert er“ mælir gegn þeirri skoðun. Hver sem er sinni köllun trúr, er þjóð sinni og landi meira virði, en hinn sem bregzt eða bognar þegar á móti blæs. Eins og nú er frá sagt var heimilið heimur Jóhönnu fyrst og fremst. Að heiman fór hún þó nokkuð á bezta skeiði ævinnar. Til Austfjarða lá straumur fólks í atvinnuleit. Þá voru þar hvalveið- ar, síldar- og fiskveiðar á hverju sumri og aflasæld. Jóhanna kaus samt landbúnaðarstörfin og réðst til prestshjónanna á Kolfreyju- stað. Þar var gott að vera og verk- efni næg. Heimilið var góður skóli í reglusemi, þrifnaði og fjölbreytt um starfsháttum. Eftir veruna þarna á Fáskúðsfirði ákvað Jó- hanna að læra fatasaum. Fór til Seyðisfjarðar á saumastofu, sem margar stúlkur sóttu á þeirri tíð. Af því námi varð þó ekki, því þá veiktist hún af brjósthimnubólgu, sem alloft varð fylginautur berkla veikinnar, sem lagði fjölda fólks í gröfina austanlands á þessum ár um, einkum hina ungu. Að læknisráði fór Jóhanna til Reykjavíkur og bjóst við sjúkra- húsvist, sem ekki varð langvinn. Batinn kom og þá ákveður hún að ganga í Kvennaskóla-Hús- mæðradeild, sem Ragnhildur Pét- ursdóttir frá Engey stóð að, Hófst þá vinátta þeirra, sem entist alla ævi. Dvaldi Jóhanna á Háteigi lengri eða skemmri tíma, er æsku heimilið mátti án hennar vera. Hreifst hún mjög af Ragnhildi og vitnaði oft til hennar, sem fyr- irmyndar. Jóhanna og systkinin, Sigríður og Eiríkur, tóku til fóst- urs og ólu upp son fjallahetjunn- ar frægu Sigfúsar í Víðidal, Júlíus Sigfússon varð fóstursonur þeirra allt frá barnsaldri og mikil stoð heimilisins er hann náði þroska, en gerðist brátt sjálfstæður bóndi í Bæ. Frískur maður, ötull til allrar vinnu, góður drengur og verkhagur. Nú er hann fyrir löngu fluttur á Höfn í Hornafirði með fjölskyldu sína eins og marg ir sveitungar hans. Synir hans og dætur búa nú þar og víðar við góðan hag, mætis fólk í vaxandi borg. Barnabörn Júlíusar og konu hans'munu nú vera um 30. f blóði Júlíusarsona virðist búhug- ur borinn og jafnvel fjallaþrá Sig- fúsar afa þeirra. Einn sonanna á vildisjörðina Svínhóla í Lóni og tveir þeirra hafa byggt sumarbú- staði í Stafafellsfjalli, svo að fólk þeirra finnur enn ilminn, er heillaði Sigfús til búsetu í sér- stæðasta afdal ísl. afréttarlanda. Systurnar óhanna og Sig- ríður bjuggu í Bæ með bróður sínum, svo lengi sem móðir þeirra lifði, en flutju á Höfn eftir lát hennar, til dóttur Júlíusar og manns hennar, hún er ginnig fósturdóttir þeirra. Þau byggðu snoturt hús, sem varð nú heimili systranna og hlaut nafnið Sólbær. Þar andaðist Jóhanna heimkomin frá sjúkrahúsvist og þj^ningum, umvafin ástúð og sól- arhlýju vandamanna sinna. Hún hvílir nú hjá ættfólki sínu í Stafa- féllskirkjugarði. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Jónsson, Stafafelli. Margrét Kristjánsdóttir Blönduósi Fædd 6. 10. 1888. — D. 19. 5. 1964 Það hefur verið hljótt um hana Margréti Kristjánsdóttur frá því að hún féll í valinn. Ég hef verið að bíða eftir að einhver mér fær- ari minntist hennar, þessarar sæmdar- og heiðurskonu. En þar sem það hefur ekki verið gert, svo að ég viti, þá ætla ég að minnsta kosti að þakka henni fyrir öll góð kynni mér og mínum börnum. Margrét var fædd og uppalin hér á Blönduósi og þar af leiðandi elzti bæjarbúinn. Hún var dóttir sæmdarhjónanna Kristjáns Hall- dórssonar, snikkara, og Sigríðar Sigurðardóttur. Þau voru alltaf kölluð „Vértshúshjónin“, af því að þau höfðu veitinga- og gistihús — og dæturnar voru kallajðar „Verts- hússystur". Þær voru fimm og synir tveir. Öll voru þessi börn fallegt og mannvænlegt fólk. Og eftir eru nú Kristín, saumakona á Blönduósi, Óli, póstmeistari á Ak- ureyri, og Jóhann í Reykjavík. Margrét var trúuð kona, vel skapi farin, prúð og elskuleg í allri framkomu. Ung að árum giftis thún sínum eina drauma- prinsi, Þorsteini Bjarnasyni, gáfu- menni og glæsimenni. Ilann var kaupmaður og oddviti Blönduós- hrepps um langt árabil og gaf sig mikið að stjórnar- og sveitarmál- um og vann ávallt að þeim með framsýni og skörungsskap. Margrét leit upp til bónda síns og setti allar sínar áhyggjur á hans breiðu herðar. Hún var drottning, sem laut vilja hans í öllu. Þrjátt fyrir það stjórnaði hún heimili sínu með festu, manndómi og hjartahlýju. Mörgum förumanni gaf hún mat og drykk og margur tók af sér bakpokann við dyr kaupmanns- frúarinnar og naut þar bæði hvíld- ar og gestrisni. Margrét var fríð kona, vel vaxin og bar með af- brigðum vel sinn íslenzka búning. Hún hafði líka mikið, gullbjart hár, sem alltaf fór vel, snyrtileg og fín, hvenær sem maður sá hana. Hún var hljóðlát kona. Það var alltaf svo mikil ró og festa yfir hennar lífi og starfi. Það var eins og maður fyndi sig alltaf öruggan í návist hennar. Þó næddu oft naprir stormar og ölduföll lífsins um sál hennar, eins og oft vill verða í þessu jarð neska lífi. En alltaf stóð hún hljóð lát og örugg í þeirri föstu trú og trausti, að höndin ósýnilega sleppti ekki af henni vernd sinni, heldur styddi hana ávallt, þegar mest á riði. Og þannig var það, þegar hún á sínum yngri árum þurfti að sjá á bak börnum sín- um tveim. Og maður hennar ætl- aði að bugast af sorg. Þá hug- hreysti hún hann. Hún vissi sem var, að börnin þeirra voru örugg á landi ljóssins. Af þeim þurfti ekki að hafa áhyggjur. Þar myndi þeim líða vel, þar til þau sjálf mættu þeim bak við móðuna miklu, þegar kallið kæmi. En þyngst skullu öldurnar, þegar mað ur hennar varð bráðkvaddur við hlið hennar. Þó að hún vissi, að hann gekk með ólæknandi hjarta- sjúkdóm, þá hugsaði hún elcki þá hugsun til enda, að hún ætti eftir að missa hann frá sér, stóran og sterkan. En enginn sá eða heyrði Margréti æðrast eða kvarta. Hún bar alla sína harma í hljóði með sínu óbifanlega trúartrausti á mildi og gæzku góðra vætta. Hún vissi sem fyrr, að höndin ósýni- lega leysti þann vanda — sem þær sýnilegu gera ekki. Margrét og Þorsteinn eignuðust 5 börn og af þeim lifa Sigríður í Reykjavík, Auðun, húsgagna- meistari í Keflavík, og Kristján á Blönduósi. Margrét heitin ól einn- ig upp dótturson sinn, Þorstein, sem hún þurfti að horfa upp á vanheilsu hjá. Og það barn bar hún á höndum sér, að heita mátti til hinztu stundar. Hún umvafði þennan litla dreng ástúð og blíðu í þeirri sterku trú, að hann mætti öðlast fulla heilsu og þrek. Mar- grét fól þeim einum allar sínar áhyggjur, sem telur tárin — og græðir ósýnilegu hjartasárin. Þau stæðu ekki höllum fæti sum heimilin nú til dags, ef þau ættu jafntrausta og skyldurækna hús- móður og Margrét var. Hún svaf ekki á verðinum, konan sú, sem öllu vildi fórna fyrir alla, ekki sízt heimilið sem hún vék aldrei frá. Að síðustu vildi ég þakka Margréti alla hennar miklu hjarta hlýju og manngæði. Hún var alltaf minn bezti nágranni, sem ég leit- aði oft til. Ég vil einnig fyrir hönd Kven- félagsins Vöku þakka henni öll góð störf. Hún var einn af fyrstu stofnendum þess félags og ávallt góður félagi, sem lagði öllum góð- um málum lið. Guð blessi minningu þína, Mar- grét mín. Lifðu heil á ljóssins landi. Ragnheiður Brynjólfsdóttir. RAMMAGERÐINI GRETTISGÖTU 54; S í M I - f 9 I O 3 Málverk Vainslifamyndir Ljósmyndir litaðar, af flestum kaupstöðum landsins Biblísimyndir Hinar vinsæiu, iöngu gangamyndir Rammar — kúpt gler flestar stærSir AugBýsinga- sími Tímans er 19523 14 TfMINN, föstudaglnn 17. lúlí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.