Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 11
Orðsending- til Þor- steins Guðjónssonar ÞEIR náfnar, Þorsteinn Jónsson og Guðjónsson, rituðu báðir í Tímann 3. júní 1964. Sá, sem er Guðjónsson víkur nokkrum oið um að því, sem ég hef sagt um Heimskringlu af vissu tilefni..Sá sem er Jónsson víkur að sarna efni, en hann er vanur að miða allt við dr. Helga Pjeturss, og kemur mér það ekki við að öðru leyti en því, að mér finnst ónota- legt að alls konar spekingar taki gáfaðan vísindamann og snjallan rithöfund og reyni að einangra hann í einhvers konar dogmat- isku blindhúsi. Nú á Helgi Pjet- urss að hafa frægð af því að hann hafi, jafnvel á undan öðrum, far- ið með vitleysu um Heimskringlu! Þorsteinn Guðjónsson, sem er háskólalærður maður á íslandi, undrast það að fræðimennimir á fslandi, þ. e. háskólalærðu menn- imir, skuli ekki hafa látið neitt frá sér heyrast um niðurstöður Peter Hallbergs, heldur hafi gam- all bóndi, Benedikt frá Hofteigi, orðið til þess. Og nú er helzt að skilja að þetta sé ljóta sagan á fslandi. Eins og þú veizt erum við dálítið kunnugir Þorsteinn minn, og nú gleðst ég yfir því, að þama gerðist þú alveg ódauðlegur. Bet- ur var ekki hægt að lýsa lærdóms hrokanum og hafðu þökk fyrir. Svo segir Þorsteinn, að ég snú- izt „gegn þeim rökum, sem til þess liggja að telja Snorra höfund Heimskringlu og yfirleitt hafa ver ið tekin gild“. Hvaða rökum, Þor- steinn minn? Getur þú kennt tnér þau? Ég sýndi fram á, að það er rakalaust að Snorri hafi skrifað Heimskringlu, frá öllum sjónar- miðum skoðað. Auk þess segir Þor steinn, að ég hafi litlu við bætt aðferð Peter Hallberg „því að hann minnist nær ekki á þessa aðferð“. Ég minnist alls ekki á hana. Ég lét það duga að sanna að Snorri hefur ekki samið Heims kringlu, án þess að ég léti mér koma það við, að játa því eða neita að sá, sem lét gera Heimskringlu, hefði ekki líka getað látið gera Egilssögu. Og nú spyr ég þig, Þorsteinn kunningi. Er þér ekki kunnugt um það, að hafi Snorri Sturluson sam- ið Heimskringlu eftir 1230, hefur hann tekið heila kafla orðrétt úr öðrum bókum og á nú að bera þann höfundskap Snorra saman við höfundskap Egilssögu, eða úr hvaða bókum tók Snorri í Egils- sögu, svo hægt sé að bera þetta saman af nokkru viti?! Það er víst, að í þessi fræði bæti ég ekki, og læt mér á sama standa hverjir gefa Snorra dýrð- ina af tímatalsruglingi, vanþeklý ingu á lögum, ofsögum og hjátru í Egilssögu, né heldur hinu, hverj ir finna „höfunda" alþýðusagn- anna á íslandi! Það verður að hafa það, að það er bara gamall bóndi, sem lagt hef ur með bókum sínum grundvöll að allsherjar endurskoðun og gagn- rýni norrænna fræða, sem er mál til komið að sinna. Og fyrr en þessi fræði skína í réttu ljósi og rótin er fundin, að menntun al- þýðunnar á íslandi til forna, þýð- ir ekki að skálda eitt né annað í þessum fræðum. Þetta er á góðri leið með að vera viðurkennt utanlands og inn- an og mikið lífrænt fræðastarf af því tilefni bíður komandi tíma. Þetta ætti Þorsteinn Guðjónsson að athuga í tíma, en vera ekki að særa þá dauðu upp úr háskólan- um og „fræðunum"; Með alúðarkveðju. Bencdikt Gíslason frá Hofteigi. M I L L E R Framhald af 2. síBu. utanríkisstefnan yrði aðalbar- áttumálið í forsetakosningun- um í haust, og sú barátta yrði hörð. Goldwater benti á, að hann hefði þekkt Johnson í mörg ár og væri hann stað- ráðinn í að haga baráttu sinni á sama hátt og nú, þ. e„ að berjast málefnalega, en ráðast ekkí á einstaka menn! Þá sagði Goldwater, að Nel son Rockefeller hefði verið fyrstur til að óska sér til ham- ingju með sigurinn og benti það m. a. til þess, að óeining- in innan flokksins væri ekki eins mikil og af væri látið. Af lokum sagði Goldwater: Demó krati hefur aldrei sigrað mig í kosningum til þessa og ég mun heldur ekki verða sigraður nú. Ég er of gamall til að leita mér að nýju starfi, en of ungur til að hætta afskiptum af stjórn- málum. Barry Goldwater er 55 ára að aldri, mótmælendatrúar og stendur framarlega í biskupa kirkjunni í Arizona. Hann hef ur átt sæti í öldungadeildinní fj’rir Arizona síðan 1952 og lát ið mikið að sér kveða í stjóm- málum. William Miller, sem taka mun við formennsku í repu- blikanaflokknum er 44 ára gam all, rómversk-kaþólskrar trú- ar og hefur átt sæti í fulltrúa- deildinni fyrir New York-fylki síðan 1950. Margar skoðanakannanir hafa farið fram meðal kjós- enda í væntanlegum forseta- kosningum og sýna þær allar, að Johnson, núverandi forseti á yfirgnæfandi fylgi að fagna. Niðurstöður skoðanakönnun er, sem birtar voru í síðustu viku voru þær, að 69% kjós- enda studdu Johnson, en að- eins 24% Goldwater. Hins veg ar er líklegt, að tölur þessar eigi eftir að snúast Goldwat- er meira í hag, þegar hann er nú orðinn fremstur í flokksfor ústunni. f síðustu skoðanakönnun meðal kjósenda, varðandi fylgi Goldwaters og Scrantons, sýndi það sig, að 60% fylgdu þeim síðarnefnda, en 34% fylgdu Goldwater. íþróttir Framhald af 4. síðu. Búast má við, að leikurinn í kvöld geti orðið skemmtilegur, en lið Þróttar hefur staðið sig vel í undanförnurr. leikjum, hlaut t.d. annað sæti í Reykjavíkurmóti, og hefur gengið vel í íslandsmótinu. Sem fyrr segir, hefst leikurinn klukkan 20. SMÁBÁTAEIGENDUR Framhaid at 1 síðu. sér þarna verbúð, sem hann býr í, og spor fyrir bátssleðann úr fjörukambinum og niður í sjó. Blaðið hafði í dag tal af Tómasi Guðmundssyni (;ekki skáldi) fyrrverandi formarini Bátaeigendafélagsins Bjargar en hann á sæti í nefnd hjá fé- laginu sem hefur með hafnar mál smábátaeigenda að gera. Tómas sagði að þeir hefðu auga stað á góðu hafnarstæði fyrir smábáta, og væri það í krik- anum þar sem Örfirisey og Grandagarður mætast. Þarna væri grandi sem kæmi uppúr á fjöru og afmarkaði hann hafnarstæðið. Að vísu myndi það kosta nokkra fjármuni að gera þarna höfn fyrir smá- báta — en hvað er það sem ekki kostar peninga nú á dög um sagði Tómas, göturnar, bíla stæðin og allt sem tilheyrir bíl unum. Mætti ekki allt eins gera eitthvað fyrir smábátaeigendur, því þeim fjölgar stöðugt sem stunda sjóinn á smábátum, bæði þeim sem hefðu atvinnu sína af þeim, og svo hinum er stunduðu þetta sér til hress ingar og skemmtunar. Með því að gera smábátahöfn þarna, væru hafnaryfirvöldin laus við alla smábáta úr Reykja- víkurhöfn, og bátarnir yrðu ekki fyrir einum né neinum hvorki inni í Vatnagörðum, í höfninni á Grandagarði eða í Örfirisey. Við skulum vona að viðkom andi yfirvöld fari nú á stúf- ana og geri eitthvað fyrir smábátaeigendur eins og t. d. Akureyrarbær hefur ’gert fyrir smábáta þar í höfninni, með ekki mjög miklum tilkostnaðl. HÚSNÆÐISEKLA Framhald af 1. sf8u. fá vinnu, en ekkert var fyrir þá, að gera. Nokkuð af aðkocnufólki er á Breiðdalsvík og býr það bæði hjá kunningjum sínum og í verbúð söltunarstöðvarinnar, en engir út lendingar eru þar. Á Djúpavogi er eingöngu um heimafólk að ræða, enda eru venjulega aðeins tveir heimabátar sem landa afla þar. Fólk það, sem leitar fjár og ævin týra á síldarvertíðinn, kemur því fyrst og fremst til Raufarhafnar og á miðfirðina, enda kemur mest ur hluti aflans þangað. Iþrcttfr Framhald af 5 síðu. um teljandi yfirburðum og væntanlega eru íslenzku sveit- irnar sterkari í ár. Og nú er að reikna út — og spá. I Á VIDAVANGI þjóðarbúisiu öllu ómældum verðmætum. Spurningar til Mbl. Nú væri rétt að spyrja Mbl, hvort það vildi ekki athuga, hvernig ástatt væri nú á Aust- fjör'ðum og hefði verið síðustu sumur, ef ekki hefði notið þess arar „pólitísku fjárfestingar" Eysteins Jónssonar þar. Hclzt virðist svo, að íhaldið sé að l ásaka Eystein fyrir það að sjá ekki fyrir, hve síldaraflinn mundi aukast mikið á Aust- fjörðum og fyrir það að hafa ekki ráðizt í enn meiri „pöli- tíska fjárfestingu“, sem það fordæmi þó mest sjálft. NTB-New York. Charles Gerald, frá New York, var leiddur fyrir rétt í Bay- ville í dag, fyrir að hafa synt í sundbuxum einum saman á baðströnd, en samkvæmt stað arlögum, verða karlmenn einn ig að vera í sundbolum. T í M I N N, föstudaglnn 17. iúlí 1964 — Leikskóli á Úlafsfirði BS-Ólafsfirði, 16. júlí. 1. JÚLÍ s. 1. tók hér til starfa leikskóli á vegum barnaverndar- nefndar. Hefur hann til afnota lóð barnaskólans, sem var vandlega af- girt í vor, og ennfremur tvær kennslustofur. Á lóðinni hefur ver ið komið fyrir leikáhöldum af ýmsu tagi, svo sem rólum, salt- plönkum, sandkössum, vöggubát- um og trillubát með stýrishúsi og þannig reynt að gera lóðina sem girnilegasta fyrir yngri böriiin, en leikskólinn tekur aðallega við börn um á aldrinum 3—7 ára. Jóhann Kristinsson smíðaði flest leikföng in og sá um niðursetningu þeirra. í skólann hafa nú innritazt 50 börn og dvelja þau þar daglega frá kl. 9—12, en þá fajra þau í mat heim til sín, koma svo aftur kl. 1 með nesti og fara heim kl. 6 að kvöldi þvegin og hrein. Leikskólin er mjög vinsæll með al bamanna og ekki síður mæðr- anna, sem eiga þess nú kost í fyrsta sinn að koma bömum sínum í góða og ömgga gæzlu, meðan þær sinna störfum sínum. Starf- semi skólans hefur gengið mjög vel það sem af er, og rík og al- menn ánægja er með hann. Tvær koriur starfa við skólann, sem Hulda Þorbjörnsdóttir veitir forstöðu. Frú Dana -Tóhannesdóttir, form. barnaverndarnefndar, hafði aðalumsjón með að koma þessari skólastarfsemi í framkvæmd. ATHUGIÐ! IYflr T5 þúsund manns lesa Tlmann daglega. Auglýsingar í Timanum koma kaup* endum samdagurs I samband via seljand- Síma- og skrifstofustúlka Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir síma- og skrif- TfSsv .1 hþfe ubiölóvr .iiii stofustúlku. Vélritunarkunnátta nauðsynleg. Til- boð er tilgreini aldur menntun og fyrri störf, send ist afgreiðslu blaðsins ásamt mynd fyrir sunnu- dagskvöld, merkt „Sími“. ÞAKKARÁVÖRP Hjartanlega þakka ég frændum og vinum, sem glöddu mig á átttugasta afmæli mínu 7. þessa mánaðar. Lifið öll heil. Asrún Árnadóttir. Hjartkær elginmaSur mlnn, Jón Guðmundsson, kaupmaSur frá Felll, verSur jarðsunginn frá Dómklrkjunnl f dag, föstudaginn 17. júií, ki. 10,30 árdegis. Athöfninni verSur útvarpaS. Fyrir mína hönd og fósturbarna okkar. ÞrúSur Bjarnadóttlr. Þökkum hjartaniega auSsýnda samúS og vináttu við fráfall og jarS- arför, Emils J. Árnasonar BlöndugerSi. Sérstakar þakkir færum viS Þorsteini lækni fyrir frábæra alúð og umönnun fyrr og síSar. Einnig þelm er heiðruSu minningu hins látna með minningargjöfum samúSarskeytum og blómum. GuS blessi ykkur öll. Eiglnkona, börn, tengdasynir og barnabörn. Innilegt þakklæti vottum viS öllum þeim, sem sýndu okkur samúS og vinarhug viS andlát og útför Karls Hjálmarssonar fyrrv. kaupfélagsstjóra. Þórdfs Inglmarsdóttlr, börn tengdabörn og barnabörn. u

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.