Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 19
Mjög hefir mér stundum þótt forvitnilegt að fylgjast með um- ræðum um íslenzk málefni hin síðustu misseri. Það. verður þá auðvitað með hjálp blaðanna, einkum Tímans, einstaka Moggi hvarflar fyrir augun. Ekki er laust við að allar þær umræður um landbúnaðarmál, sem yfir þjóðina hafa dunið upp á síðkastið, hafi valdið mér skrifkláða! Oft hefir verið freist- andi að blanda sér í umræðurnar,. en aðstaðan er of örðug, fjar- lægðin nokkur og aðgangur að gögnum ónógur. Mér er þó að sjálfsögðu Ijúft að óska öllum þeim til hamingju, sem uppgötvað hafa mein efna- hagslífs okkar íslendinga og standa þess nú albúnir að höggva á hnútinn og leysa vandann. Ég vil ekki draga dul á, að mér kom nokkuð á óvart, að vandinn var svo lítill, sem að fækka bændum um nokkur þúsund og byggja kjúklingaverksmiðju á hafnar- bakkanum í Reykjavík, 500 kúa bú íír víst önnur pilla, sem auð- veldara er að gleypa, hvort sem nú meinið læknast af því. Nújá, það er alkunna, að oft leiðir tann- pína mann tannavillt og jafnvel kjálka. Bú er landstólpi. Það heiðrar íslenzkan landbún- að, að frelsari þjóðarinnar steig fram úr röðum starfsmanna hans. Það er fjarri mér að ætla að bæta steini á byrðar ráðherra eða ráðunautar, en fáein atriði langar mig þó til þess að benda á. Það getur aldrei verið takmark í sjálfu sér að viðhalda ákveðinni tölu bænda, né að bústærðin skuli vera einhver ákveðin. Hvort tveggja verður að þróast allt eft- ir aðstæðum á hverjum tíma og hverjum stað. Aaðalatriðið er, að þeir, sem atvinnuveginn stunda, fái lifað við kjör sambærileg ann- arra stétta. Að þeir séu viður- kenndir af öðrum stéttum og yf- irvöldum sem fullgildir þjóð- félagsþegnar. Þetta er því aðeins raunverulegt að landbúnaðurinn njóti sömu fyrirgreiðslu yfirvalda sem aðrar stéttir. Annar höfuð- kjarni þessa máls er þjóðin nýti kosti landsins til búskapar, að svo miklu leyti sem mögulegt er og hagkvæmt. Hér er þannig fjöldi matsatr- iða, og auðvitað er það um mats- atriðin, sem deilurnar standa. Málið er ekki alveg svo auðvelt, að það nægi að gefa 500 kúa pill- ur. Sjúkdómsgreiningin er auð- vitað í því fólgin að gera sér grein fyrir því í hverju matsatr- iðin eru fólgin, hversu þau verka hvert á annað og ekki sízt hversu þau grípa inn í aðra þætti efna- hags- og atvinnulífs. Allt þetta er í rannsókn i nefnd skipaðri sam- eiginlega af Stéttarsambandi bænda og Búnaðarfélagi íslands. Frumskylda hverrar ríkis- stjórnar er að standa vörð um rétt og hagsmuni þjóðfélagsþegn- anna. Sú stjórn. sem í nafni hags- muna heildarinnar, veldur því með aðgerðum sínum að fjöldi bænda yfirgefur óðul sín og leit- ar annarra atvinnuvega má ekki gleyma því, að hún bókstaflega eyðileggur mikla fjármuni margra einstaklinga. Reikna verður með því, að þær jarðir, sem fara í eyði vegna stjórnar- aðgerða, verði verðlausar með öllu. Þetta a.m.k. ef þær jarðir fara í eyði, sem að öllu saman- lögðu eru lakast til ábúðar falln- ar. Þannig yrðu hinir upp- flosnuðu að leita sér húsnæðis í I þéttbýlinu og allir vita að hve miklu leyti það er ókeypis. At- ] rdnnu verða þeir einnig að fá við 1 hæfi. ! Ef ríkisstjórnin vill, eins og henni að sjáifsögðu ber skylda til, taka tillrf til nauðþurfta þeirra, sem meðferðina eiga að þola, er ekki víst að vinningur- inn verði jafn fljóttekinn. Ef hins vegar ríkisstjóx-nin vill , og nennir að leggja málin niður i fyrir sér og miða ráðstafanirnar ! við eðlileg ættliðaskipti er hægt ! að ná betri árangri á sársauka- ! minni hátt. Þá skal ekki gleymt félagslegum vandamálum þeirra, sem af náð Gylfa eiga að fá að skrimta á torfunni. Þeir eru líka þáttur í dæminu. Málið hefir aðra hlið, meira í lausu lofti, kannske draumóra- kennda, en eigi að síður íhugun- arverða. Ef þéttbýlið getur boð- ið mannsæmandi húsnæði og at- vinnu í framleiðslunni (það er ekki sérlega produktiv atvinna að byggja þak yfir sjálfan sig), jafnvel hefir þörf fyrir ákveðinn hóp nýliða árlega og landbúnað urinn meir en vel fullnægir þjóð- inni með þær vörur, sem hann getur framleitt, og hefir lélega afkomu, þá er ekki eina ályktun- in, sem hægt er að draga að viss fjöldi bænda skuli skipta um at- vinnu. Önnur er að okkur vant- ar fólk, til þess að búa í húsnæð- inu, vinna að framleiðslunni og éta búvörumar. Þetta er ekki sagt í gamni. Land vort er strjálbýlt nokkuð og fítt numið a.m.k. til lands og iðnaðar. Því er spurning hve lengi við fáum að vera í friði og vannýta gæði landsins. Það er augljóst að ef þeim öflum, sem ! að því vinna, tekst að véla okk- ur inn í EBE eða önnur efna- hagsleg og pólitísk samtök, þá er trúlega friðurinn úti. Þar með læt ég af þessum lestri og sný mér beint að Wenn- erströnx. Það var fljótlega ljóst eftir að 1 hinir stórkostlegu njósnir ofurst- j ans höfðu uppgötvazt og viss ; handvömm í samráðum ráðherr- ! anna hafði komið í ljós, að stjórn- | arandstæðingar myndu láta kné í fylgja kviði af fremsta megni. | Stjórnin skipaði fljótlega nefnd þriggja lögfræðinga, sem ; skyldi kanna hlut stjórnarinnar j sem og frammistöðu lögreglu og annarra aðila í málinu áður en látið var til skarar skríða. Stjórn- arandstæðingar voru ekki ánægð- ir með þetta, heldur kröfðust þingmannanefndar. Sú var loks skipuð ef líða tók á starf lögfræð- inganefndarinnar. Þingmanna- nefndin var skipuð þrem sócíal- demókrötum og þrem stjórnar- andstæðingum, einum frá hverj- um flokki. Þessi nefnd skyldi rannsaka málið frá þingræðisleg- um sjónarhóli og byggja á niður- ; stööum iögfræðinganeíndarinnai. i Allir nefndarmenn voru með- I 1‘imir í stjórnlaganefnd þingsins, j og störfuðu því nánast sem und- i irnefnd. þar eð stjórnlaganefnd ! þingsins skyldi kveða upp dóm um ! frammistöðu ríkisstjórnarinnar, ! sem að lokum skyldi leggjast f.vr- ir þingið, sem taka skyldi ákvörð- un um pólitíska ábyrgð einstakra ráðherra. 20 menn eiga sæti í stjórn laganefnd þingsins, þar af 10 sócíaldemókratar og 10 stjórnar- andstæðingar. Nefndin skal ár- lega rannsaka embættisfærslu rik- isstjórnarinnar og kveða upp sinn dóm. Alvarlegasta gagnrýnin leið- ir beiní fyrir ríkisrétt, millistigið, vítur, ’eiðir ef þingið er nefnd- inni sammála, til þess að við- komandi ráðherra segir af sér. Mildasta gagnrýnin, sem kalla ( mætti áminningu, leiðir ekki til neins, nema í bezta lagi til þess að ráðherrann bæti sig. Það var millistigið. vítur, sem TAGE ERLANDER, forsætisráSherra. STIG WENNERSTROM stjórnarandstaðan stefndi að varðandi 5 ráðherra, forsætisráð- herrann Erlander, varnarmálaráð- herrann Andersson, fyrri utan- ríkisráðherrann Undén, innan- ríkisráðh. Johansson og dóins- málaráðherrann Kling Erlander vegna lítillar samræmingar inn- an stjórnarinnar, Andersson vegna almenns klaufaskapar, sér í lagi að Wennerström fékk starf í utanríkisráðuneytinu sem sér- fræðingur í afvopnun og eldflaug- j um. og í öðru lagi að hann ekki j var rekinn úr starfi 1962, þegar ; talið var að sérstakt tækifæri hafi gefizt. Undén vegna áhugaleysis á meðan hann var yfirmaður ; Wennerströms. Johansson vegna þess að hann er yfírmaður lög- I reglunnar' og, sem slíkur. hefði átt að gera meira. Kling kom fljótlega í skuggann og hvarf fljótt úr umræðunum og ti! at- kvæða um hann kom aidrei Gagnrök sócíalista voru þau að grunurinn hafi alla tíð verið á svo veikurn grunni byggður. að 1 ákaflega erfitt hafi verið að vita hvað var rétt. Varla nokkur trúði að ofurstinn væri sekur Allt mátti lengi skýra á eðli- iegax! hátt j Nefnd hinna sex þingmanna | dró engar ályktanir í skýrslu ; sinni; hefðnr,vdrÓ‘ samán -í púrikta, | það™sem henni þótti aðaltriðin. j Það sýndi sig brátt þetta var af gildum rökum Nefndin gat ekki komið sér saman um neinar sameiginlegar túlkanir eða álykt- I anir. Stjórnarandstæðingár höfðu sína túlkun ákveðna frá byi’jun. og sócíalistar gátu ekki faliizt á að þau mistök, sem orðið hefðu væru þeirrar tegundar að vitur væru réttlætanlegar. Það segir sig j sjálft að þetta var sú eina pólitískt hugsanlega afstaða sócíal j ista svona í upphafi kosningabar- i áttunnar. Atkvæðagreiðslan í stjórn- laganefndinni fór þannig að 10 voru með og 10 á móti vítum á bæði Andersson og Undén, þegar kom að Ei’lander gáfust miðflokks menn upp og hann varð sýknaður með 128. og Johansson varð sýknaður með 16:4, einungis hægrimenn entust svo lengi og eins og þegar er sagt kom aldrei til atkvæða um Kling. Þegar jöfn atkvæði verða í nefnd ræður hlutkesti hvort álitið skuli borið fram sem meirihluta- áliti. Alla jafna gildir það einu, nema þegar um slíkar vantrausts tillögur er að ræða. Minnihluta- vantraust er ekki borið undir at- kvæði í þinginu. Nú fór hlutkestið svo að And- ersson sýknaðist, en Undén var sekur fundinn. Þetta þýddi að ein ungis víturnar á Undén komu til atkvæða. Umræðurnar urðu að sjálfsögðu miklu almennari og fjölluðu um aðgerðir og aðgerð- arleysi stjórnarinnar allrar Ég er að sjálfsögðu ekki þess umkominn að dæma um hvort stjórnarandstaðan var hér að reyna að notfæra sér njósnirnar til pólitísks framdráttar, eða hvort andúð þeirra á andstyggi- legu athæfi og hrclling yfir hegð un háttsetts manns hefir villt þeirn sýn. Eitt er víst að þeim var auðveldari eftirleikurinn að segja, með öll gögn í höndunum, hvað hefði átt að gera í hverju tilfelli. Hvað um þetta, óheppnari gat stjórnarandstaðan varla orðið úr því sem komið var. Sá sem mesta ábyrgðina bar sýknaður og sá, sem sekur var fundinn gamall heimskunnur stjórnmálamaður og stjórnlagafræðingur og ofan á allt annað ekki lengur ráðherra. Sócí- alistar vor'ú heldur ekki seinir á sér að notfæra sér ástandið og með trumbuslætti hylla Undén á alian mögulegan hátt, og lýsa við bjóði sínum á því að nýta njósn- irnar tii pólitískra ofsókna. Þegar svo miðfiokksformaður- inn og fyi-rverandi innani'íkisráð- herra og doktor í iögum, Gunnar Hedlund neitaði að taka þátt í aðförinni að ríkisstjórninni, og kaus þess í stað að berjast í flokki ! sínum fyrir hinni mildari gagn- rýni. áminningu. og sat hjá við lokaatkvæðagi-eiðsluna í þinginu úr því að hann var ofurliði bor- inn í fiokknum. þá -Vai’ ósigur stjói’narandstöðunnáf' fúllkominn. Hann dró fimm framámenn flokksins með sér í nppreisninni. Hedlund er ekki sérlega vinsæll i herbúðum hægri og frjálslyndra eftir þetta. Var raunar ekki úr háum söðli að detta, honum hefir oftast verið kennt um þegar sam- starfstilraunir borgarlegu flokk- anna hafa farið út um búfur, enda maðurinn hvort tveggja slæg ur og raunsær. Sú óskhyggja sumra að þetta yrði honum að falli sem formanni. sýndi sig ekki á rökum reista. Hann var endur- kjörinn skömmu síðar á flokks- þinginu. Það er auðvitað aðallega kát- bi’oslegt, en kannski táknrænt fyrir frammistöðu stjórnarand- stæðinga i Wennerströnímálinu, að þegar úrslit hlutkestisins voru kunn tóku sum blöð þeirra að leiða rök að þvi að líklega hafi nú þetta verið eðliieg úrslit, Und- én hafi trúlega verið meira sek- ur en Andersson ! Það er aldrei auðvelt að spá, en það má mikið vera ef stjói’nar- andstaðan vinnur á afstöðu sinni í þessu máli. nema ef vera skyldi Hedlund á miðjunni. Kosningar í haust. Eins og þegar hefir verið gefið i skyn þá, standa þingkosningar fyrir dyrum í haust. Einmitt nú, fyrri hluta júnímánaðar, hafa allir lýðræðisflokkar haldið flokksþing. Það eru rnikil fyrirtæki, viku ræðuhöld Heldur lítið stórkost- legt hefir þó skeð, nema ef vera skyldi að hægri menn skáru upp herör gegn eftirlaunasjóðunum, sem þeim finnst vaxa ískyggilega og þeir kalia laumuþjóðnýtingu. I laumi eða ekki, Strang fjármála- ráðherra nefndi á flokksþingi sócíaldemókrata um svipað leyti, eitthvað í þá áttina. að þessir sjóð ir væru eitt helzta verkfæri ríkis- Framhald á bls. 23 tT M I N N, föstudaginn 17. júli 1964 — 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.