Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 8
Emil Jóhann Árnason Blöndugerði, Hróarstungu Hinn 28. júní s.l., andaðist Emil Jóhann Árnason bóndi Blöndu- gerði, Hróarstungu. Jóhann var af góðu bergi brot- inn. Faðir hans var Árni Árna- son, sonur Árna Jónssonar danni- brogsmanns og konu hans Svein- laugar Björnsdóttur. Þau hjón bjuggu á Þverá í Vindhælishreppi í A.-Húnavatnssýslu. Móðir Jó- hanns og kona Árna í Blöndu- gerði var Þuríður Kristjánsdóttir Kröyer stórbónda á Hvanná í Jökuldal og konu hans Margrétar Þorgrimsdóttur prests i Hofteigi. Þessi ættartala þó ekki sé löng sýnir, að Jóhanni stóðu traustir og góðir stofnar. Árni í Blöndu- gerði var maður, sem alstaðar vakti eftirtekt hvar, sem hann kom fram á mannamótum. Stór maður stálgreindur og vaskleg- ur. Hann var lengst af fremur fá- tækur eins og t'leiri, sem byrjuðu búskap á hörðu árunum fyrir alda mótin. en enginn skyldi hafa séð það á Árna. að hann hefði ekki komjzt þrautalítið gegnum sín bú- skaparar. þvi hann var alltaf tein- réttur og kempulegur fram á sín síðustu ár. Árni var og viðriðinn öll opinber mál í sveit sinni, og í sýslunefnd, fulltrúi á kaupfélags fundum o.fl. Alstaðar hélt Árni vel á máli sínu. og hélt málefnalega hlut sín um fyrir hverjum, sem hann þurfti að deila við. Hann hafði sjálfstæðar skoðanir og hélt þeim fast fjam vi.ð hvern sem var, þar kom öngínii að tómum kofa. Slík- ir menn sem Árni gleymast aldrei. minningu þeirra fylgir virðing Og aödáun. Börn Árna og Þuríðar, er upp komust eru Jóhann, Sigríður, Kristbjörg og Svanlaug, sem fórst af hesti í Eyvindará skömmu eft- ir að hún hafði gifzt ungum bónda á Héraði. Öll voru þessi systkini greind og myndarleg. Emil Jóhann var fæddur 23. janúar 1893 að Hvanná á Jökuldal, en dvaldi lengst á heim- ili sínu Blöndugerði í Hróars- tungu. Haustið 1921 giftist Jóhann eft- irlifandi konu sinni Stefaníu Sig- björnsdóttur frá Litla Bakka sama hrepps. Foreldrar Stefaníu bjuggu ágætu búi að Litla Bakka og búa nú þar systkini hennar ejnu bezta og snyrtilegasta búi á Héraði Jóhann fói i Búnaðarsknlann á Eiðum þegar hann var um tvítugt, og var þar tvo vetur, og reyndist þar prýðilega góður verkmaður og með mjög farsæla greind. Þegar hann kom heim af skólanum gekkst hanrt fvrir þvi með öðrum mönnum að stofna ungmennafé lagið Hróar og var í stjórn þess lengi. Þá var hann j hreppsnefnd. skólanefnd og um tíma formaður skólanefndar í stjórn Ræktunar- sómbands Vestur-Héraðs frá stofn un þess 1947 til 1961 Þá var hann fulltrúi Tungudeildar á flest um aðalfundum Kaupfélags Hér- aðsbúa. Sömuleiðis kosinn full- trúi á aðalfund S.Í.S. Jóhann fylgdist vel með öllu. sem helzt var á dagskrá á hverj- um tíma og hafði mikinn áhuga á öllum félagsmálum Tillögur hans á t'undum þar sem hann kom frani voru ve' athugaðai og hann talaði hógvært og skýrt fyrir þeim, enda fengu tillögur hans venjulega góðán hljómgrunn Slík ir menn eru taldir góðir fundar- menn. Börn Jóhanns og Stefaníu eru: Svanlaug, Sigbjörn, Árni og Vil- borg. Jóhann hefur búið allan sinn búskap í Blöndugerði. Þar sem hann tók ekki við neinum efnum og jörðin talin heldur rýr, þá var hann framan af búskapar- árum sínum efnalítill og það sem verra var, ekkj vel hraustur, þoldi illa að beita sér við erfiðis- vinnu. Eftir, að börnin fórii að komast upp skipti um, énda eru þau öll greind og duglegiog efna- hagur batnaði með ári hverju. Synir hans eru báðir heima, fullir af orku og áhuga, enda er nú komið nýtt Blöndugerði, sem þeg- ar er orðið stórbýli. Gamla túnið var svolítil kringla en rækt.un nú mjög rníkiJ á vei fram ræstu landi, og búið stórt og öruggt, þar sem heyfengur er mikill. Einn af okkar góðu forfeðrum sagði: Það er meiri virðing, að aukast af litlum efnum, en hefjast hátt og setjast með lægingu. Áður en Jóhann féll frá, gat hann litið yfir farinn veg, og séð starf sitt og erfiði bera góðan árangur, enda mun starf hans á jörðinni Blöndugerði minna lengi á hann. Jóhann var gæfumaður, sem farnaðist vel, enda sjálfum sér og öðrum trúr. Ég kynntist Jóhanni í mörg ár í gegnum margs konar samstarf. Alstaðar kom iiann fram, sem góð ur og traustur drengur, hreinn og heill í öllum samskiptum og mátti hvergi vamm sitt vita. Hann var í nokkur ár verk- stjóri við sláturhúsið á Fossvöll- um, þar með trúnaðarmaður Kaup- félags Héraðsbúa. Reyndist hann þar sem annars staðar trúr í störfum. En heilsa hans leyfði honum ekki að leggja það á sig. sem honum fannst trúnaðarstarf sitt útheimta. Á síðast liðnum vetri dó bónd- inn Sigurjón Þórarnsson, á Brekku i sömu sveit. Er það mik- ið skarð sem höggvið er í fámennt sveitafélag á sama misseri að missa tvo góða bændur og trausta og leiðandj menn í sveitarfélaginu. Það er mikils vert að vinna ein hver þau stórvirki sem geymast komandi kynslóðum. en hitt er líka mikils vert að eiga þá mann gæzku, sem hefur sannleikann og réttlæfið að leiðarljósi. Þa mynd höfum við af þér Jóhann vinir þínir, sem þekktu þig bezt. Ég þakka þér langa góða kynn- ingu, samhryggist konu þinni og bömum sem mest hafa misst og óska þeim allrar blessunar í fram tíðinni. Guð sé með þér. Þorst. Jónsson. Fundum okkar Emils Jóhanns Árnasonar í Blöndugerði bar fyrst saman fyrir aðeins réttum þrem árum. Hann var þá ásamt mér fulltrúi á aðalfundi S. í. S. Þar sem ég var þá að ráðast til starfa hjá K.H.B. — veitti ég þessum fulltrúa félagsins sérstaka athygli. Hár, grannholda, vinnulúinn maður, sem ekki lét mikið yfir sér. En tillit hans var sérstaklega traustvekjandi, og fljótt fundið að honum var tamt að hugsa áður en hann talaði. Málflutning- ur hans var allur skýr og gjör- hugsaður. Mér fannst þá strax hann sann- ur fulltrúi góðbóndans íslenzka frá síðustu aldamótum, mannsins sem gjörhugsaði hverja fram- kvæmd og sem aldrei mátti spara sjálfan sig til að ná einhverjum árangri í sínu ævihlutverki, að skila miklu úr litlum efnum, betra býli en við var tekið og þar með betri sveit og föðurlandi. Þau kynni, sem ég hafði af Jó- hanni í Blöndugerði tvö árin sem við vorum samtíða á Héraði — sannfærðu mig um að fyrsta hug- boð mitt um manninn hafði far- ið nærri því rétta. Hann mætti ásamt mér á tveim deildarfundum og aðalfundum kaupfélagsins. Þar kynntist ég lífs skoðunum hans, skoðunum sam- vinnumanns, sem taldi ekkert af velferðarmálum samferðamann- anna sér óviðkomandi. Jóhann var einn af þeim mönnum, sem hafði lag á að gjöra deildarfundina virka. Vorið 1963 kom hann fram með tillögu á deildarfundi Tungudeild- ar að Kaupfélag Héraðsbúa, beitti sér fyrir að komið yrði upp sem fyrst dvalarheimili fyrir aldrað fólk á Fljótsdalshéraði. Tillög- unni fylgdi hann eftir með festu og skýrum rökum, og fékk hún síðar mjög góðar undirtektir á aðalfundi kaupfélagsins og þar ákveðið að leggja fram nokkra fjárhæð i sjóð til stuðnings þessa málefnjs. Er ég þess fullviss, að vakning Jóhanns á þessu þarfa máli, hlýtur að bera góð- an og skjótan ávöxt. Ég vil þakka Jóhanni fyrir sam- fylgdina, sem að vísu var mjög stutt en skilur þó eftir góðar og hollar minningar. Björn Stefánsson. Emil Jóhann Árnason, bóndi í Blöndugerði í Tunguhreppi, and- aðist í sjúkrahúsinu í Egilsstaða- kauptúni 28. júní s.l. Mig langar til að birta nokkur kveðjuorð, þó ég viti að ýmsu muni verða áfátt um frágang þeirra Emil Jóhann vai fæddur að Hvanná í Jökuldalshreppi 23. janúar. 1893 sonur hjónanna Þur- íðar Kristjánsdpttur og Árna Árnasonar er þá dvöldu þar. For- eldrar Þuríðar voru Kristján Kröy er bóndi á Hvanná og kona hans Elín Margrét Þorgrímsdóttii Arn- órssonar prests í Hofteigi. Árni var húnvetnskur, frá Þverá í ( Hallárdal. Hann fluttist ungur hingað austur á Fljótsdalshérað og átti hér heima eftir það. Þau hjón bjuggu öll sín búskaparár í Tunguhreppi. Kristján Kröyer var efnaður bóndi átti meðal annars nokkrar jarðir hér í Tunguhreppi, eina þeirra Heykollsstaði fengu ungu hjónin og þangað fluttist Jóhann með þeim vorið 1893. Þaðan flutt- ist fjölskyldan að Straumi 1908 og loks að Blöndugerði 1915. Þau Þuríður og Árni eignuðust 8 börn af þeim náðu 4 fullorðins- aldri. Jóhann og þrjár systur Svanlaug dó ung en Sigríður og Kristbjörg eru nú búsettar í Reykjavík. Fyrst bjó fjölskyldan saman í Blöndugerði og unnu systkinin öll að búinu. En árið 1921 giftist Jóhann Stefaníu Sigbjörnsdóttur frá Litla-Bakka og tóku þau þá við búi að einhverju leyti og alveg eftir nokkur ár. Stefanía og Jóhann eignuðust 5 börn 1 dó ungt, en hin eru Svanlaug og Vilborg Málfríður giftar og búsettar á Suðurlandi og Sigbjörn og Árni, sem hafa búið með foreldrum sínum í Blöndu- gerði. Miklar breytingar hafa orð- ið í Blöndugerði á síðustu áratug- um' þar hefir lélegu býli verið breytt í góða bújörð með stór- felldri ræktun og byggingum. Fjölskyldan hefur staðið vel saman að þessum umbótum og sést þar sem oftar hvað samvinn- an megnar, þegar hagsýni og dugnaður fylgja. Er óhann var ungur stundaði hann nám i búnaðarskólanum á Eiðum og hefir eflaust haft mikið gagn af því. Mörgum trúnaðarstörfum gegndi hann fyrir sveit sína og byggðarlag, var lengi í hrepps- nefnd, skólanefndarmaður1 í mörg ár og formaður hennar, í stjórn ræktunarsambands Vestur-Héraðs, fulltrúi Tungudeildar á aðalfund- um Kaupfélags Héraðsbúa, slátur- hússtjóri á Fossvöllum nokkur haust og fleira mætti telja. Það var gott að vinna með Jó- hanni, hann var góður starfsmað- ur ósérhlífinn og sanngjarn, vel máli farinn og hreinskilinn, sagði jafnan hiklaust það sem hann vildi taka fram. undirmál þurfti enginn að óttast. Ég segi ekki. að við höfum ætíð verið sammála, varla er hægt að búast við því, þar sem menn vinna saman að málefnum sveitar, eða stærri landshluta. En einmitt það, að læra að taka tillit til skoð- ana annarra manna, beita hóf- legri og sanngjarnri gagiirýni á málflutning þeirra og sinn eigin, getur orðið til þess, að skapa gagnkvæman skilning. traust og vináttu. Samúð Jóhanns með þeim er áttu um sárt að binda, eða bjuggu við mikla erfiðleika var einlæg of hlý. Hann reyndi þó jafnan, að bæta úr og greiða götuna, en eins og góðra drengja er háttur lét hann sem minnst á því bera, er hann rétti öðrum hjálparhönd. Gestrisni hefur ætíð verið mikil á heimilinu og hafa vegfarendur notið þar greiðvikni, góðvildar og hlýju. Þrátt fyrir heilsubrest hús bóndans og húsfreyjunnar líka hin síðari ár, var þar jafnan glað- værð, lítið talað um erfiðleikana og aldrei æðrazt. Árið 1950 var ég kosinn í hreppsnefnd Tunguhrepps og oddviti hennar. Það starf hafði ég í 8 ár en fór þá úr nefndinni að eigin ósk. Ég var svo heppinn að fá til starfs með mér ágæta menn, einn þeirra var Jóhann. Mér þykir vænt um þessa menn alla og er þeim innilega þakklátur. En nú eru tveir úr þessum fámenna hópi látnir. Hver verður næstur og hve- nær? Ég þakka Jóhanni kærlega það sem hann hefur unnið fyrir sveitina okkar og Héraðið, þakka samstarfið allt og einlæga vináttu. Eftirlifandi eiginkona hans Stefanía Sigbjörnsdóttur börnum þeirra og öðrum aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Rangá 9. júlí 1964. Hallur Björnsson... SKIPADEILD 1 SÍS Ventspils - Leningrad - Reykjavík M.s. Helgafell lestar í Ventspils um 8. ágúst og í Leningrad um 10. ágúst. Skipadeild S.f.S. Næturvaktmaður Fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða næturvakt- mann til næstu áramóta. Tilboð er tilgreini aldur og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir sunnudagskvöld merkt „Næturvakt“. b T f M I N N, föstudaglnn 17. júlí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.