Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 15
KVEÐJUSAM- SÆTI k HVOLI HF—Reyykjavík, 16. júlí. S. L. MÁNUDAGSKVÖLD var séra Arngrími Jónssyni og frú Guð rúnu Hafliðadóttur, prestshjónum í Odda, haldið kveðjusamsæti í fé- lagsheimilinu að Hvoli af sóknar- börnum í Stórólfshvolssókn. Þau hjón eru nú að flytjast til Reykjavíkur, þar sem séra Arn- grímur tekur við prestsembætti í Háteigssókn. Séra Arngrímur tók við prestsstörfum í Odda-presta- kalli fyrir 18 árum, þá aðeins 23 ára að aldri, og hefur starfað þar síðan. í kveðjuhófinu voru marg ar ræður fluttar og þeim hjónum þökkuð góð störf í prestkallinu og árnað heilla í hinu nýja starfi. — Sóknarbörn í Stórólfshvolssókn færðu þeim hjónum veglegar gjaf- ir. 3 PRESTA- KÖLL LAUS BISKUPINN hefur auglýst þrjú prestaköll laus til umsóknar. Þessi prestaköll eru: Desjarmýri í N,- Múlaprófastsdæmi, Hveragerði í Ámesprófastsdæini og Núpur í Dýrafirði, í V.-ísafjarðarprófasts- dæmi. — Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Reykjavík, 10. júlí 1964. Frá biskupsskrifstofunni. CAF ÞJÓÐMINJASAFNINU MÁL VÍRK AF REYKJA VÍK MARK WATSON, sem er íslend ingum að góðu kunnur, hefur sýnt Þjóðminjasafninu þann mikla höfð ingsskap að gefa því olíumálverk af Reykjavík 1862. Málverkið er eftir enskan mál- ara að nafni A. W. Fowles, sem virðist hafa verið hér á ferð með skipinu Uraniu í júlí 1862. Fowles var þekktur skipa- og sjávar- myndamálari, og myndir eftir hann . eru á söfnum. i Málverk þetta fannst á fornsölu j i á eynni Wight 1957, en komst síð- S ; an í eigu Watsons og lét hann | hreinsa það og laga. Árið eftir i kom hann með málverkið hingað og léði það til sýningar í safninu S um tíma, en nú hefur hann afhent safninu það til fullrar eignar. Mál- FULLTRÚIANSVAR í HEIMSÖKN KJ-Reykjavík, 16. júlí. HÉR Á LANDI er nú stadd- ur Ragnar Lund varaformaður sænska tryggingafélagsins An- svar, en tryggingafélagið Ábyrgð h.f. hér á íslandi starf- ar í beinu sambandi við Ansvar. Ansvar tryggir eins og Ábyrgð h.f. aðeins fyrir bind- iridisfólk, og eru iðgjöld af bif- reiðatryggingum þeirra- hér á landi 15% lægri en hjá öðrum tryggingafélögum. Ragnar Lund kom hingað til að sitja norrænt þing bindindisfélaga ökumanna, en hann er einnig varaformaður bindindisfélags sænskra ökumanna (MHF). — Lund er nokkurs konar fræðslu málastjóri að atvinnu, hefur með að gera lýðháskóla, bóka söfn og fleira viðvíkjandi æsk- unni í beimalandi sínu. Þá hef- ur hann síöastiiðin fimmtán ár tékið virkan þátt í norrænni samvinnu. Lund sagði frétta- mönnum ‘ dag að aldur þeirra, sem not' Cu oa misnotuðu á- fengi Fæ. *ist sífellt neðar og oeðar x Sríþjcc Á næs^unm mun áfengispró- sentan ■ blóði ökumanna verða færð í iður í * promill, en er nú 5 p'omill eins og hér á landi NY FRIMERKI 15. JÚLÍ s. 1. gaf póst- og síma- málastjómin út fjögur ný frímerki með blómamyndum, en áður eru komin út tvö í þeirri seríu. Frí- merkin eru prentuð hjá Courvoisi- er S/A, La Chaux de Fonds í Sviss og eru mjög falleg útlits. Leikfélög eystra stofna samband SUNNUDAGINN 5. júlí s.l. var stofnað á Reyðarfirði Leikfélaga- samband Austurlands. Stofnendur sambandsins eru sex leik- og ung- mennafélög á Austurlandi, en þau eru: Leikfélag Seyðisfjarðar, Leik félag Neskaupstaðar, ungmennafé lagið Egill rauði, Norðfjarðarsveit, Leikfélag Reyðarfjarðar, Leikfélag Fáskrúðsfjarðar og Ungmennafé- lag Stöðfirðinga. A fundi, sem haldinn var Reyðarfirði í maílok með forráða- mönnum þessara félaga og fram- kvæmdastjóra Bandalags íslenzkra leikfélaga, var ákveðið að vinna að stofnun leikfélagasambands — Unnið var að því í júnímánuði Öll félög á Austurlandi, sem hafa leiklist á stefnuskrá sinni og eru aðildarfélög Bandalags ísl. leikfélaga, hafa rétt til aðildar að sambandinu. Stofnfundinn sátu 16 fulltrúar, HF-Reykjavík, 16. júlí. f GÆR lauk umfangsmiklum end urbótum og breytingum á Hótel Valhöll á Þingvöllum, sem hófust um miðjan apríl í vor. Myndarleg viðbygging hefur verið byggð við húsið, svo til öll gistiherbergin hafa verið gerð upp og miklar endurbætur verið gerðar á sölun- um niðri. Nýir gluggar hafa ver- ið settir í allt húsið, heitt og kalt vatn og loks hefur hótelið fengið rafmagn frá Sogsvirkjuninni. 1 fyrravor tóku þeir Ragnar Jónsson og Sigursæll Magnússon við rekstri hótelsins og hófust þeg ar handa um að breyta því. Létu þeir endurbyggja eldhúsið í fyrra og í ár gerðu þeir upp hótelið. í öllu hótelinu eru als 56 gisti- rúm, en 26 þeirra eru í hinum ný- lagfærðu herbergjum. Þar kostar gisting yfir nóttina frá 180—450 kr Herbergin hafa verið innrétt- uf í nokkurs konar baðstofustíl og er mest allt hráefnið íslenzkt. Niðri hefur miklu verið breytt, en gangur og forstofur er viðarklætt í hólf og gólf. í stærsta salnum geta borðað í kringum 120 manns, en þar að auki geta 40 manns snætt í minni sal. Minjagripjaverzl un hefur einnig verið komið upp í húsinu og fyrir utan það er sæl- gætissala, sem selur ferðafólki einnig bátaleigu, sem sér ferða- á vatnið. og ríkti þar mikill áhugi fyrir öflugu starfi hins nýstofnaða Leik félagasambands. En eitt aðalmark- mið þess er að efla samvinnu að- ildarfélaganna og vinna að sam- eiginlegum hagsmunamálum þess. Samkvæmt lögum sambandsins skal stjórn þess flytjast árlega milli staða Fyrsta stjórn sam- bandsins er á Norðfirði, úr Leikfé lagi Neskaupstaðar og ungmenna- félaginu Agli rauða Stjórnina skipa: Birgir Stefáns son. formaður, Aðalsteinn Ilalldórs son og Steinþór Þórðarson. Varamenn: Þorlákur Friðriks- son og Ægir Ármannsson - Endurskoðendur sambandsins voru kjörnir frá sömu félögum, en þeir eru: Stefán Þorleifsson og Björn Bjarnason. verkið hefur nú verið hengt upp tiJ sýnis í safninu. í sama sal eru nú einnig sýndir hlutir þeir sem frú Ása Guð- mundsdóttir Wright, búsett á Trini dad, hefur gefið safninu nýlega og áður hefur venð sagt frá í frétt- um Er það einkum miljið og gott safn af knipplingum, svo og nokkr ir vandaðir silfurmunir og fleira sf listiðnaðar tagi. Allar eru þess- ar góðu gjafir safninu mikils virði og nnkillar j akkar verðar. (Frétt frá Þjóðminjasafninu). HOFÐING- LEG GJÖF í PRESTSBAKKAKIRKJU á Síðu er gamall ljósahjálmur — (sennilega frá 17. öld), sem flutt- ur var þangað úr kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri, er hún var flutt að Prestsbakka fyrir rúmri öld. Ljósahjálmur þessi var svo illa farinn, að ekki var hægt að nota hann lengur. Hann var þó látinn hanga uppi í kirkjunni. Sóknarprestur og sóknarnefnd höfðu margreynt að fá gert við hann, en allir þeir, sem leitað var ti’ töldu verkið svo vandasamt, að þeir tóku það ekki að sér. Frú Gyðríður Pálsdóttir í Segl- búðum vakti máls á þessu við þjóðminjavörð, en einnig hann taldi fyrst litlar líkur til að nokk- ur fengist til að vinna verkið Vegna vinskapar þeirra frú Gyð ríðar og frú Kristínar Andrésdótt- ur tengdamóður Sveins Guðmunds sonar forstjóra vélsmiðjunnar Héð ins leituðu þau þjóðminjavörður og frú Gyðríður til hans og tók hann máli þeirra Ijúflega Verkið var síðan unnið í Héðni af Guðmundi föðurbróður Sveins af slíkri kostgæfni, að betur varð ekki gert. Þegar að þvi kom að greiða skyldi fyrir verkið var sóknarnefnd Prestsbakka tjáð, að frú Kristín Andrésdóttir gæfi kirkjunni við- gerðina. BÆTA ÞJÓNUSTUSTRANDARSTÖÐVA ÞAR SEM talsverðrar óánægju og misskilnings hefur orðið vart, varðandi talstöðvaþjónustu vegna sfldarsaltenda og útvegsmanna, þykir póst- og símamálastjórninni rétt að koma á framfæri eftirfar- andi athugascmdum: Hin almenna tilhögun um við- skipti milli lands og skipa við strendur þess er sú, að símastjórn ir viðkomandi lands reka strand- arstöðvar, sem annast þessa þjón- ustu. Vegna staðhátta hér á landi og að ýmsu leyti sérstæðrar aðstöðn, meðal annars vegna þess, að síma- kerfi landsins er víða ekki opið til þjónustu talsverðan hluta sólar- hringsins, hefur póst- og síma- málastjórnin fallizt á að leyfa út- vegsmönnum og síldarstöðvum takmarkaða notkun talstöðva, vegna atvinnurekstrar síns. Alþjóðareglur kveða skýrt á um skiptingu tíðnisviða milli hinna mismunandi greina fjarekiptanna. Er lögð rík áherzla á, að ekki sé gengið fram hjá þeirri skiptingu, svo komizt verði hjá truflunum, svo sem frékast er unnt. Vegna eindreginna óska forráða tnanna bátaflotans, var þó fallizt á það hér að leyfa talstöðvum út- gerðarmanna og síldarsaltenda viðskipti á tíðnum. sem eingöngu eru ætlaðar til viðskipta milli skipa og þá því aðeins ,að ekki væri notuð meiri sendiorka en 20 wött. Rekstur þessara talstöðva er og háður því skilyrði, að ekki berist kvartanir vegna þeirra. Þess má geta, að póst- og síma- málastjórninni er ekki kunnugt um, að starfræksla slíkra, stöðva sem þessara sé leyfð annars stað- ar en hér á landi, að minnsta kosti er slíkt ekki leyft í nágranna- löndum okkar. Nú nýlega hafa komið fram há- værar kröfur um meiri langdrægi þessara stöðva, ýimist vegna breyttra aflabragða eða dreifingu veiðisvæðanna og afstöðu þeirra til afskipunarhafna Hafa af þessu spunnizt nokkrir árekstrar milli póst- og símamálastjórnarinnar og útvegsmanna en á síðastliðnum vetri náðist um það samkomulag fyrir milligöngu símaimálaráð- herra, að leyfðar yrðu langdræg- ari stöðvar. ef óskað yrði, en þeim aðeins leyfð afnot af senditíðni á tíðnisviði, sem ætlað er strand- arstöðvum, í samræmi við alþjóða reglur. Jafnframt er sömu aðilum heimilt að hafa. eftir sem áður, aflminni stöðvar til viðskipta á millis'kiptatíðnunum Reglur þesar gilda iafnt um alla, án undantekninga Reynt hefur vo-i* langt til mts við útvegsmenn og fært þykir í þessu atriði og eini sjáanlegi agnúinn á. því, að þessi tilhögun komi að notum er sá, að stjórnendur skipanna hafi ekki á- huga á því að samband náist. Að lokum skal á það bent, að stöðvar þessar, sem um hefur ver ið rætt hér að framan, eru ein- göngu reknar með eiginhagsmuni viðkomandi síldarkaupenda og út- vegsmanna fyrir augum. En þess misskilnings hefur einmitt gætt í sambandi við þessi mál, að hér væri um hina almennu radíóþjón- ustu póst- og símamálastjórnarinn ar milli skipa og lands að ræða. Póst- og símamálastjórnin vinn- ur stöðugt að því, að bæta þjón- ustu strandarstöðva sinna. bæði með endurnýjun tækja stöðv- anna, svo og með endurbótum og aukningu símakerfisins í landinu. Vorið 1960 var tekin í notkun fullkomin strandarstöð á Rauf- arhöfn, til þess að bæta þjónust- una við bátaflotann fyrir Norð- austurlandi. Sams konar þjónusta við bátaflotann var opnuð á Norð firði vorið 1963 og er nú verið að stórbæta allan tækjabúnað þeirrar stöðvar. Að sjálfsögðu mun póst- og símamálastjórnin halda áfram að endurbæta hina almennu strand- arstöðvaþjónustu í landinu, ásamt símakerfinu almennt. Þegar því er lokið munu undanþágur. sem hér hafa verið n'-.fndar, væntan- lega verða óþarfar og því hverfa. Þess má að lokum geta. að í Vestmannaeyjum annast strandar stöð póst- og símamálastjórnarinn- ar alla fyrirgreiðslu fyrir bátaflot ann samkvæmt sérstökum regJum Hefur það fyrirkomulag gefið á- gæta raun og hafa útvegsmenn víðar sýnt áhuga á þvi og hafa það til ath. Póst og símainálastj. (í M I N N, föstudaginn 17. iúlí 1964 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.