Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 18

Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 18
Styrkveitingar Vísindasjóðs A. RAUNVISINDADEILD. 1. DVALARSTYRKIR TIL VÍS- INDALEGS SÉRNÁMS OG RANN SÓKNA. Eitt hundirað þúsund krówur hlutu: Baldur Elíasson, verkfr, til sér- náms og rannsókna á útbreiðslu rafsegulaldna, einkum hátíðni- aldna og hagnýtri notkun þeirra (Ziirich). Guðmundur Guðmundsson, eðl- isfr., notkun statistískra aðferða við jarðeðlisfræðileg viðfangsefni (Cambridge) Guðmundur Pétursson, læknir, meinfrumurannsóknir (Laus- anne). Ketill Ingólfsson eðlisfr. sér- nám og rannsóknir i kvantasviðs- fræðum (Ziirich). Oddur Benediktsson stærðfræð- ingur, stærðfræðirannsóknir (Reykjavík og Troy, N.Y.). Sextíu þúsund krónur hlutu: Kjartan Jóhannsson, verkfræð- ingur áætlanagerð mannvirkja (Stokkhólmi). Ragnar Stefánsson eðlisfr., nám og rannsóknir í jarðskjálfta- fræði (Uppsala). Sæmundur Kjartansson læknir, rannsóknir á serumproteinum (Minnesota). Þorgeir Þorgeirsson læknir, nám og rannsóknir í meinvefja- fræði (Jerúsalem). | Fjörutíu og fimm þúsund krónur hlutu: Árni Kristinsson, læknir, sér-1 nám og rannsóknir í bandvefs- og gigtarsjúkdómum (England). Erlendur Lárusson tryggingafr. sérnám og rannsóknir í stærð fræðilegri statistik (Stokkhólmi) Guðmundur Georgsson læknir sérnám í> utpinvefjafræði og rann oóknir á lifrarsjúkdómum(Bonn). Gunnar B GuðmondSgon verk fræðingur, þátttaka í Internation al Course in Hydraulic Engineer ing í Delft, með tilliti tjl ís- lenzkra hafna (Holland) Helgi B. Sæmundsson verkír., rannsóknir í kælitækni (Karls- ruhe) Jónas Hailgrímsson læknir, sér- nám í meinvefjafræði og rann- sóknir á kalkmyndun í hjartalok- um (Boston) Kristján Sturlaugsson trygginga fræðingur, nám og rannsóknir í Risk Theorv (Stokkhólroi'i Þórir Ólafsson mentaskóla- kennari kennsiutækni og kennslu- tæki í eðlis- og efnafræðikénnslu á menntaskólastigi (Stanford). Örn Arnar læknir. rannséknir á,. áhrifum súrefnis við aukinn þrýsting, með tilliti til opinna hjartaaðgerða (Minneapolis) n. STOFNANIR OG FÉLÖG. Til tækjakaupa og rannsóknaverk efna. Atvinnudeild Háskólans, Fiski- deild, 97.050 kr,, til kaupa á gegn- skinsmæli. (hálft andvirði tækis- ins). Atvinnudeild Háskólans, Iðnað- ardeild, 35.000 kr., vegna þátt- töku í bandarískum samanburðar- rannsóknum á ísaldarjarðfræði ís- lands og Príbfloff-eyja (dr. Þor- leifur Einarsson). Atvinnudeild Háskólans, og Náttúrugripasafn íslands, 100.000.! kr., til rannsókna á Surtsey. Bændaskólinn á Hvanneyri 75.000 kr., til kaupa á rannsókna- tækjum og til rannsókna á vatns- miðlun og grunnvatnsstöðu í jarðvegi. Eðlisfræðistofnun Háskólans. 75.000 kr. til bergsegulmælinga í samvinnu við jarðeðlisfræðideild háskólans í Liverpool. Eðlisfræðistofnun Háskólans, 75.000 kr., til rannsókna á berg grunni Færeyja (Guðm. Pálma- son eðlisfræðingur stjórnar þess- um rannsóknum). Eðlisfræðistofnun Háskólans, ; 150.000 kr., til framhalds norður- ljósarannsókna undir stjórn dr. Þorstéins Sæmundssonar. Jöklarannsóknafélag íslands, 18.000 kr., til rannsókna á upp- leystum efnum í jökulám undan Mýrdalsjökli. Jöklarannnsóknafélag íslands, 60.000 kr., til rannsókna á óvenju- legu skriði Brúarjökuls og Síðu- jökuls. Náttúrugripasafn íslands, Dýra fræðideild 30.000 kr. til fram- haldsrannsókna á íslenzka grá- gæsastofninum Náttúrugripasafn íslands, Jarð- fræði- og Landfræðideild 16.000 kr. vegna kostnaðar við aldurs- ákvarðanir með geislavirku kol- efni. Náttúrugripasafnið á Akureyri, 35.000 kr., til kaupa á smásjá. III. VERKEFNASTYRKIR TIL EINSTAKLINGA. Bergþór Jóhannsson Cand. real. 50.000 kr., til rannsókna á blað- mosaættinni Polytrichae. Elsa G. Vilmundardóttir jarð- fræðingur 20.000 kr., til framhalds rannsókna á Tungnaárhraunum. Hjalti Þórarinsson læknir, 50.000 kr., tjl könmlnar á sjúkl- ingum, sem gerð hefur verið á skurðaðgerð í Landspítalanum .vtí.a maga- og skeifugarnarsára. Jens Tómasson jarðfræðingur 25.000 kr., til framhaldsrannsókna á bergfræði Hekluösku. Kjartan R. Guðmundsson og Gunnar Guðmundsson, læknar, 50.000 kr. til rannsókna á tíðni og ættgengi vefrænna taugasjúk- dóma á íslandi. Lárus Helgason læknir 25.000 kr., til rannsókna á orsökum af- brota. Dr. Ivki Munda 55.000 kr til framhaldsrannsókna á þörungum við ísland. Ófeigur J. Ófeigsson læknir, 50.000 kr. til framhaldsrannsókna á bruna og brunasárum. Ólafur Hallgrímsson, læknir, 20.000 kr., til þess að ljúka rann- sókn sinni á Menieres sjúkdómi. Ólafur Jensson, læknir 50.000. kr., til rannsókna á arfgengum breytingum blóðkorna. Sigurður V. Hallsson efnaverk- fræðingur 20.000 kr. til þess að ljúka rannsókn sinni á algínsýru- magni í þara, Þórarinn Sveinsson læknir 25.000 kr., til rannsókna á elli- hrörnun. B. HUGVÍSINDADEILD. Styrki hlutu að þessu sinni eft- irtaldir einstaklingar og stofnan- ir: 100 þúsund króna styrk hlutu: Hörður Ágústsson, listmálari,— Til að halda áfram að rannsaka íslenzka húsagerð fyrr og síðar. Olafur Pálmason, mag. art. — Til að rannsaka bókmenntastarf- semi Magnúsar Stephensens. 80 þúsund króna styrk hlaut: Þjóðminjasafn íslands. — Til tveggja verkefna: A) Til að rann saka fornaldarminjar hjá Hvítár- holti í Hrunamannahreppi. B) Til greiðslu kostnaðar við söfnunar- ferð Hallfreðar Arnar Eiríksson- ar um Austurland til þess að taka á segulband þjóðlög og rímna- kveðskap. 60 þúsund króna styrk hlutu: Jón Örn Jónsson B.A. — Til að rannsaka vandamál iðnþróunar, einkum að því er ^tóriðju varðar. Kristján Árnason B.A. — Til að skrifa fræðilega ritgerð um Sören Kierkegaard og heimspeki hans. Ólafur B. Thors, cand. jur. og Þórir Bergsson, cand act. (sam- eiginlega). — Til að kanna ríkj- andi reglur í erlendum rétti um ákvörðun bóta vegna slysa á ein- staklingum og rannsaka venjur ís- lenzkra dómstóla í málum, er ris- ið hafa af þessum sökum, og bera þær saman við erlendar dómvenj- ur og bótakerfi. Sigmundur Böðvarsson, cand. jur. — Til að Ijúka prófi (LL.M.— gráðu) í þjóðarétti við Lundúnaháskóla. Dr. Símon Jóh. Ágústsson, prófessor. — Til greiðslu kostn- aðar við könnun á lesefni ís- lenzkra barna vegna undirbún- ings að riti um þróun bókmennta- áhuga barna fram á unglingsár. 50 þúsund króna styrk hlutu: Gunnar Sveinsson mag. art — Til að ljúka við undirbúning að útgáfu verka séra Gunnars Páls- sonar og semja ævisögu hans. Dr. Hallgrímur Helgason, tón- skáld. — Til aö rannsaka upp- runa og þróun íslenzkra þjóðlaga. Jón Sigurðsson, cand. jnr, deildarstjóri. — Til að rannsaka. hversu mikil hlutdeild islenzka ríkisins er í fjármálum þjóðar- búsins, hvernig forræði fyrir fjár- munum þeim, sem ráðstafað er á vegum ríkisins, er dreift innan ríkiskerfisins og hver eru áhrif þeirrar dreifingar á framkvæmd fjármálastefnu ríkisstj ómarinnar á hverjum tíma. Jónas Pálsson, sálfræðingur. — Til að rannsaka stöðugleika greindarmælinga hjá skólaböm- um. Lúðvík Kristjánsson, sagnfræð- ingur. — Til að standa straum af kostnaði við teikningar vegna fyr- irhugaðs ritverks um íslenzka sjávarhætti fyrr og síðar. 40 þúsund króna styrk hlutu: Amtsbókasafnið á Akureyri. — Til kaupa á fræðilegum handbófe- um í ýmsum greinum hugvísinda. Sr. Guðmundur Þorsteinsson, sóknarprestur. — Til náms við Hafnarháskóla í klaustrasögu Evrópu á 11. og 12. öld og til að rannsaka erlend áhrif á upphaf og þróun Þingeyraklausturs. Framhalo á bls. 23. Tnjc;' wujfwta ( í'itfr.S*■. ittðcl inrroil moiwnd : fioi* W fiðavyi go isuni itijriöi. vestra FRA AÐALFUNDI KJÖRDÆMISSAMBANDS FRAMSOKNARMANNA í KJ0RDÆMSNU Sunnudaginn 14. f.m. var aðal- fundur Kjördæmissambands Fram sóknarmanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra haldinn að Héðins- minni í Blönduhlíð. Fundinn sátu 48 fulltrúar auk stjórnar sam- bandsins, þingmanna Framsóknar flokksins í kjördæminu og nokk- urra gesta. Fundinn ræddi og sam þykkti ýmsar ályktanir bæði um landsmál, sérmál kjördæmisins og félagsmál sambandsins og fara nokkrar þeirra hér á eftir: „Aðalfundur Kjördæmíssam- bands Framsóknarmanna í Norð- urlandskjördæmi vestra, haldinn að Héðinsminni 14. júní, 1964 ályktar eftirfarandi: 1. Fundurinn fagnar því, að rík- isstjórnin skuli nú loks hafa látið undan kröfum Framsóknarmanna um að stuðla að því, að teknir væru upp samningar við verklýðs- hreyfinguna um kaup hennar og kjör í stað þess að svara kaup- samningum um kjarabætur með endurteknum gengisfellingum og tilburðum til kaupbindingar, sem leitt hefur af sér sívaxandi dýr- tíð og ófremdarástand í efnahags- málum. Vill fundurinn einkum lýsa ánægju^ sinni yfir því, að nú skuli hafa náðst fastir kaupsamningar og kaupgjaldstrygging upp tekin, byggingarlán hækkuð og vextir lækkaðir. Jafnframt telur fundur- inn sjálfsagt réttlætismál að bænd um verði tr.vggð iafn há og ekki óhagstæðari byggingarlán og skor ar á ríkisstjórnina að gera ráð- stafanir til þess þegar á næsta þingi. 2. Fundurinn vekur athygli á hversu ríkan þátt hin hóflausa skattheimtustefna rikisstjórnar- innar á í dýrtíðinni í landinu. Fyr ir því leggur fundurinn áherzlu á lækkun skatta og tolla og alveg sérstaklega á lækkun hins ill- ræmda og rangláta söluskatts. 3. Fundurinn telur það þjóðar- háska að svo sé búið að bænda- stéttinni sem nú er gert, þar/sem hún er dæmd til þess að hlíta öðr- um og stórum lakari efnahagskjör um en aðrar þjóðfélagsstéttir. Fyr ir því leggur fundurinn m.a. áherzlu á: A. Að lögin um framleiðsluráð landbúnaðarins verði endurskoð uð með það fyrir augum, að bændum verði tryggðar hlið- | stæðar tekjur og þær stéttir i hafa, sem laun þeirra eru mið- ; uð við. i B. Að bændum og þeim, sem i hefja vilja búskap í sveit, verði séð fyrir nægum lánum til langs tíma með viðhlítandi vaxtakjör- um. C. Að þeim bændum sé veittur sérstakur stuðningur, sem hefja vilja tilraunir með samvinnu- eða félagsbúskap. 4. Fundurinn lítur svo á, að hrein vá sé fyrir dyrum þjóðar- innar allrar ef svo fer fram sem i verið hefur nú um sinn að fólk og I fjármunir sogist í sívaxandi mæli utan af landsbyggðinni til Reykja víkur og næsta nágrennis. i Því lýsir fundurinn fyllsta stuðningi við frumvarp Framsókn armanna um ráðstafanir til auk- ins jafnvægis í byggð landsins og heitir á þingmenn kjördæmisins að beita sér fyrir samþ. þess þeg- ar á næsta þingi. 5. Fundurinn leggur fyllstu áherzlu á, að úrbætur verði gerð- ar í atvinnumálum Norðurlands- kjördæmis vestra, m.a. með því, að stofna og efla ýmiss konar iðn- fyrirtæki í kaupstöðum og kaup- túnum kjórdæmisins. Telur fund- urinn óhjákvæmilegt að aðstoð ríkisins komi þar til með útvegun fjármagns og tækniþekkingar. 6. Fundurinn harmar það að horfur eru á að ekki verði staðið við gefin loforð ríkisstjórnarinn- ar um lagningu Strákavegar og leggur ríka áherzlu á, að undir- búningsframkvæmdum við vega- gerðina verði hraðað sem allra mest. Jafnframt telur fundurinn sjálf sagt, að allar tekjur ríkissjóðs af bifreiðum og benzíni renni óskipt ar til uppbyggingar vegakerfisins og viðhalds þess. 7. Þar sem raforka til heimilis- nota er eitt af frumskilyrðum fyr- ir því að byggð haldist í sveitum, gerir fundurinn kvöfu til þess að framkvæmdum í raforkumálu verði hraðað svo, að öll heimili hafi fengið rafmagn fyrir árslok 1968. 8. Fundurinn telur brýna nauð- syn á að bæta námsaðstöðu ung linga í kjördæminu þannie að þeim sé a.m.k. gert kleift að ljúka þar lögboðnu skyldunámi. Jafnframt telur fundurinn eðli- legt að stefnt verði að því, að í kjördæminu verði byggður og starfræktur menntaskóli". Guðmundur Jónasson í Ási í Vatnsdal, sem lengst af hefur ver- ið formaður Kjördæmissambands- ,ins og gegnt því starfi með mikilli prýði, baðst nú undan endurkjöri í stjórn og vottuðu fundarmenn honum þakkir fyrir ágæt störf. Magnús H. Gíslason á Frostastöð um mæltist einnig undan endur- kosningu. í stað þeirra voru kjörn ir þeir Ólafur Sverrisson kaupfé- lagsstjóri á Blönduósi og Haukur Jörundsson skólastjóri á Hólum. Að öðru leyti skipa stjórnina þeir Jóhann Þorvaldsson, kennari Siglufirði. Guttormur Óskarsson gjaldkeri Sauðárkróki, Gústaf Halldórsson, verkstjóri Hvamms- tanga, og frá félögum yngri manna Benedikt Sigurjónsson, Siglufirði, Gunnar Oddsson Flatatungu. Páll Pétursson Höllustöðum og Brynjólfur Svein- bergsson. Hvammstanga. í miðstjórn flokksins voru kjörnir: Bjarni Jóhannsson, for- stjóri Siglufirði, Gísli Magnússon, bóndi Eyhildarholti, Guttormur Óskarsson. gjaldkeri. Sauðárkróki, Guðmundur Jónasson. bóndi Ási, Gústaf Halldórsson verkstjóri, Hvammstanga og frá yngri mönn- um þeir Gunnar Oddsson, bóndi í Flatatungu og Páll Pétursson. bóndi Höllustöðum. Kvenfélag Akrahrepps sá fund- armönnum fyrir veitingum. af mikilli rausn og myndarskap. 18 T í M I N N, föstudaginn 17. júlí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.