Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 23

Tíminn - 17.07.1964, Blaðsíða 23
VÍSINDASJÓÐUR Framhald at bls. 18. Listasafn íslands. — Til að láta taka ljósmyndir af lýsingum (íll- uminationum) íslenzkra handrita í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og búa myndunum geymslustað í húsakynnum listasafnsins. 30 þúsund króna styrk hlutu: Andrés Björnsson, dagskrár- stjóri. —Til að kanna þau gögn hér á landi, er varða ævi Gríms Thomsen skálds. Bjöm Matthíasson M.A. — Til greíðslu kostnaðar við rannsókn hagfræðilegra vandamála er varða efnahagslegar framfarir vanþró- aðra ríkja. Brynjólfur Bjarnason, fyrrv. ráðherra. — til að semja rit um þekkingarfræði, þar sem einkum verður fengizt við vandamálið um takmörk mannlegrar þekkinga.r Gísli Blöndal, cand oecon. — Til að ljúka ritgerð um þróun rik- isútgjalda á fslandi. Sr. Sigurjón Guðjónsson, sókn- arprestur. — Til að leggja stund á sálmafræði í Englandi með sér- stöku tilliti til þeirra enskra sálma, er þýddir hafa verið á ís- lenzku eða hafa að öðru leyti haft áhrif á íslenzka sálmagerð. UPPSALABRÉF Framhald af bls. 19. valdsins til áhrifa á fjármála- og atvinnulíf þjóðarinnar. Það leikur vart á tveim tungum að þessir sjóðir hafa (og munu ennþá frek- ar í framtíðinni) gjörbreytt að- stöðu stjómarvalda í þessu efni. Annars lofa allir öllu fögru. All- ir vilja hærra lífeyri fyrir alla, betri og fleiri námsstyrki fyrir alla, bara hægrimenn lofa lægri sköttum. Innan sviga má geta þess að í vor samþykkti þingið ný lög um stuðning við námsfólk, lög sem væru efni í heila grein við annað tækifæri. Sócíalistar vilja 40 stunda vinnuviku innan fjögurra ára. » Það var eftirtektarvert að á að minnsta kosti tveimur þessum þingum, hjá frjálslyndum og kröt um, að ungir menn létu mjög til sín taka. Það voru einkum tvö mál, sem ungir voru á öndverð- um meiði við þá eldri. Það voru hjálp til vanþróaðra landa og Suður-Afríku. I báðum þessum málum kröfðust ungir til mikilla muna róttækari aðgerða. Það gekk svo langt að formaður ung- sócíalista, sem er í öruggu sætí til þingsetu, lýsti því yfir að Sam- band ungsócíalista styddi ekki stefnu flokksins í þessum málum. Þótt fátt hafi verið um stórvið- burði á flokksþingum, þá er ekki hægt að kvarta undan atburða- leysi á pólitíska sviðinu. Hvorki' meira né minna en tveir nýir flokkar hafa verið stofnaðir. Kristilegur flokkur og hræðslu- bandalag borgaralegra. Forystu- maður hvítasunnumanna var aðal- hvatamaður að stofnun Kristi- lega lýðræðisflokksins. Flokkur inn virðist alllangt til hægri. Enn er ekki Ijóst í hve mörgum kjör- dæmum flokkurinn býður fram í haust og því óljóst hver áhrif hann kann að hafa, en víst er hann þyrnir í augum margra. Ómögulegt er að segja hvaðan hann kemur til með að draga at- kvæði ef hann fær einhver. Hægri menn vilja gjarnan láta í veðri vaka að þeir séu einu sönnu verndarar kristinnar trúar og sið- gæðis. Bæði frjálslyndir og sócía- listar hafa skipulagða kristna hópa innan sinna vábanda. Kannski eru það frjálslyndir, sem eru í mestri hættu. Hin síðustu misseri hefir mikið verið rætt um skipulagt samstarf borgaralegu flokkanna. Opinberar og opnar tilraunir gerðust í vetur einkum í Skáni, þar sem fjórar borgir kjósa saman þingmenn. Allt sprakk þó, en það er svo með drauga, að oft er auðveldara að vekja þá upp en að kveða niður. Þegar allt sprakk neituðu þeir í Fyrstadskretsen að springa. Blaðakostur hægrimanna á Skáni, Sydsvenska Dagbladet og Kvalls- posten (sama fyrirtæki), með tveimur þingmönnum hægri- manna stóðu að því að stofna nýjan flokk „Medborgerlig saml- ing“, „Safn þjóðfélagsþegna" (M S). Ofan á þetta bætist að einn helzti fjármálasérfræðingur hægri manna, einnig hann þingmaður, tók að sér forystu flokksins, Borg arfógeti frjálslyndra í Halsing- borg, þjóðkunnur fyrir að van- rækja innheimtu og útburð í jóla- mánuðinum, ásamt framámönn- um miðflokksins prýða safnið. Stærsti skellurinn kemur á hægri menn, mætti fyllilega jafna við að Vísir ásamt t.d. Þorvaldi Garð- ari snerist gegn Sjálfstæðisflokkn um í Reykjavík. Frjálslyndum má og vera nokkur uggur og ami af þessu brölti. Miðflokkurinn hefur engu að tapa, á lítið fylgi í borg- um yfirleitt. Allir hafa fordæmt bröltið, Miðflokkurinn útilokaði þá af þeirra mönnum, sem eru með, þó að þó að þetta sé eini möguleiki flokksins á að ná þing- sæti í kjördæminu. Einkum hægri menn en einnig frjálslyndir eiga varla orð til að lýsa vanþóknun sinni á Gunnari Hedlund á miðjunni fyrir það að hann sé samvinnuspillir og hindri samstarf borgaralegu flokkanna. Ég held að hann sé hafður fyrir rangri sök. Hann segir að vísu að samstarf sé ekkert takmark í sjálfu sér og hefir oft þurft að segja að grundvöllur væri ekki fyrir hendi, en þá hefir hann verið að taka afleiðingunum af aðgerðum og yfirlýsingum hinna flokkanna. Á Jónsmessunni 1964. „ELDFLAUGAR“-SALERNI Framhald af 24. síðu. menn geta fengið upplýsingar og leiðbeiningar um dalinn og keypta svaladrykki og sælgæti. Þar hefur og verið komið fyrir íiátum undir rusl, svo að ferða- gestir þurfi ekki að skilja það eftir út um svippinn og hvapp- inn eða hafa fyrir því að grafa í jörð. Félag íslenzkra bifreiða eigenda lagði til efnið í þessi tvö sérkennilegu salerni úr blikki, en Landleiðir létu svo reisa þau, annað fyrir karla, hitt fyrir konur, sem sést hér, eins og myndin á hurðinni seg- ir til um. Leizt ferðaskrifstofu mönnum og blaðamönnum harla vel á þessar umbætur. Landleiðir eru að hefja fast-' ar sumarferðir í Þjórsárdal og leggja til leiðsögumenn. Aðal- ferðimar eru tvær á sunnudög- um og miðvikudögum. Farið er víðs vegar um dal- inn og staldrað við á helztu merkisst., svo sem við bæjar- rústirnar að Stöng frá 11. öld, sem grafnar voru upp 1939, .og hin sérkennilegu náttúrufyrir- bæri, Gjáín, Hjálp, Tröllkonu- hlaup í Þjórsá, Þjófafoss sem er vatnsmesti foss- landsins og staldrað við hjá opinu á jarð- göngum þeim, sem byrjað er að grafa gegnum Búrfell vegna fyrirhugaðrar stórvirkjunar. Á þeim slóðum létu Landleiðir, fyrir eigin reikning ryðja drjúg an vegarspotta að Þjófafossi, sem Vegagerð ríkisins hefur síðan látið hefla og er þar nú góður vegur. BANASLYS hann ók af stað og einskis orðið var. Drengurinn var fluttur á Slysavarðstofuna, og þar lézt hann skömmu eftir að komið var með hann. Ransóknarlögreglan biður þá, sem komu á staðinn skömmu eftir að slysið varð að hafa samband við sig, svo og sjónarvotta að slysinu ef einhverjir eru. Nafn drengsins er ekki hægt að birta að sinni ,vegna fjarstaddra ætt- ingja. Fékk fleka íhakiS og slasaðist EJ-Reykjavík, 16. júlí. ÞAÐ SLYS varð, þegar verið var að lesta síldarmjöli í Fjallfoss á Neskaupstað í gær, að fleki, sem mjölsekkirnir voru fluttir á, féll niður f lestina og snerti bak eins verkamannsins, Sveins Jóhannsson Nýjar umferðar- reglur JK—Reykjavík, 15. júlí — Á fundi Borgarráðs í gær var samþykkt,! að aðeins mætti leggja bílum öðru megin við götubrún á Baldurs-, götu, Bragagötu, Nönnugötu, Sölv- ihólsgötu, Klapparstíg norðan Sölv hólsgötu og Frakkastíg milli Njáls götu og Skólavörðustígs. Þá var samþykkt biðskylda . á Bald- ursgötu, þar sem hún endar við Laufásveg. SKAUT NIÐUR FLUGVÉL Framhaid af 24. síðu.> að lenda flugvél sinni þegar í stað. Flugmaðurinn kærði verknað þennan og hlaut Popov stranga á- minningu fyrir framferði sitt. En raunum Popovs var hér með ekki lokið. Málgagn sovézku stórnarinnar, Isvestija fór nefni- lega hinum hörðustu orðum um þetta athæfi og átaldi yfirvöldin fyrir að hafa látið Popov sleppa svo billega. Skipti engum togum, að mál hans var tekið fyrir á ný, og nú mátti ekki minna heita, en brott- rekstur úr flokknum. Til að kóróna allt saman skýrði svo Isvestija frá því, að félagar hans hefðu einnig hlotið stranga áminningu og einn þeirra sviptur starfi sínu. ar. Marðist hann mjög á baki, en er óbrotinn. Slysið vildi til, þegar verið var að hífa upp úr lestinni tvo burðar fleka. Þegar þeir voru komnir á móts við brún lestaropsins, losnaði annar flekinn úr böndunum og féll niður í lestina. Datt hann niður með baki eins verkamannsins, Sveins Jóhannssonar frá Neskaup- stað, og snerti það harkalega. Sveinn var þegar fluttur í sjúkra hús og var líðan hans sæmileg. þegar fréttaritari blaðsins spurðist fyrir um hann í morgun. Mun Sveinn vera óbrotinn, og er það talin hin mesta mildi, að ekki fór verr. HUNVETNINGAMOT Á HVERAVÖLLUM ar og farmiða má fá hjá Gunnari Guðmundssyni í síma 32860, Finn- boga Júlíussyni í síma 17334, Elsa Magnúsdóttur í síma 10318, Kára Sigurjónssyni í síma 19854 og ílthlutun ló?ía undirllfl íbúlSir HJARTAFÉLÖGIN Framh. a) 24 síðu. bókabúðum í Reykjavík og á Klapparstíg 26, en þar, á lögfræði skrifstofu Sveins Snorrasonar. verða veittar upplýsingar um starf semi félagsins daglega kl. 2—5, nema á laugardögum. Sigurður Samúelsson, læknir, kvaðst á ferðum sínum um landið. hvarvetna hafa mætt miklum skiln ingi á málefnum félaganna. Ekki liggja enn fyrir tölur um stofn- félaga, því að ennþá geta menn gerzt stofnfélagar ,eða allt til þess er landssambandið verður stofnað í október, en þá kvaðst Sig urður þess fullviss, að þeir mundu skipta þúsundum. Einhver félög eiga líka eftir að bætast í hópinn fyrir haustið. Til dæmis um áhuga manna sagði hann, að á stofnfundi á ísafirði hefðu mætt 50—60 manns, og það í öllum sumarfrí- unum og síldarönnunum. Um framtíðarverkefni landssam- bandsins sagðist Sigurður fyrst vilja telja almenna fræðslu í ræðu og riti. Það starf er þegar hafið, m. a. með ritinu ,,Hjartavernd“, sem Reykjavíkurfélagið hefur göngu á um .miðjan ágúst og lík- legt er að landssambandið taki við því. Einnig yrði reynt að fá erlendar fræðslukvikmyndir og fræðsluerindi lækna um þessi mál. Annar þáttur yrði svo vænt- anlega rannsóknir á hraustu fólki, svo að hægt yrði að reyna að bægja sjúkdómnum frá, meðan hann er enn á lágu stigi. 1 þriðja lagi yrði væntanlega athugað, hvað hægt væri að gera fyrir þá sjúku auka eftirlit með þeim, bæta með- ferð þeirra, reisa heilsuhæli og þess háttar. ,.Þetta eru allt mikil verkefni, sem þarfnast stórra átaka og til þeirra þarf mikið fé, sem við von- umst til að fá frá því opinbera og með framlögum einstaklinga" — sagði Sigurður Samúelsson að lok- um. HUNVETNINGAFELAGIÐ í Reykjavík gengst fyrir móti Hún- vetninga, heima og heiman, á Hveravöllum 25. júlí n. k. Hópferð verður úr Reykjavík á föstudag 24. júlí en á laugardag verður kynnis-, Jóni Friðrikssyni í síma 33411. ferð um nágrenni Hveravalla und- ir leiðsögn kunnugs manns. — Á mótinu sjálfu verður sitthvað til skemmtunar, líkt og á Hveravalla- mótinu fyrir fimm árum. sem varð mjög vinsælt. Má búast við reip- togi, dansi og fleiru. Á sunnudag JK— Reykjavík, 15. júlí — Á verður haldið í bæinn. Upplýsing- fundi Borgarráðs í gær var sam- i þykkt lóðaúthlutun á nokkrum jstöðum í bænum. Norðan til í Kleppsholtjnu voru veittar 18 lóðir ,fyrir tveggja hæða raðhús. Við | Elliðavog voru veittar lóðir fyrir i 41 raðhús, ellefu tvíbílishús, tvö I fjórbýlishús og tólf einhýjishús. Sjö stakar lóðir í bænum voru veittar. Samtals er gert váð fyrir, að þetta séu lóðir fyrir um 110 íbúðir, ef ekkj er gert ráð fyrir íbúðum í kjöllurum né risum. — Þessi úthlut'un hefur verið lengi á döfinni og hefur verið miklum erfiðleikum bundin vegna fjöida_.:_. umsóknanna. Um raðhúsalóðirnar í Kleppsholting sóttu t.d. 200 manns, og hlutfallið var næstum það sama milli kallaðra og útval- inna í Elliðavogshverfinú. Sundmót var háð í Sundlaug Sauðárkróks, mánndaginn 22. júnf og vorn' keppehdur frá Umf. Tindastól á Sauðárkróki og Knattspyrnufélaginu Vestra, ísafirði. 50 m. bringusund karla. 1. Fylkir Ágústsson V. 35,0 2. Birgir Guðjónss. T. 39.2 3. Tryggvi Tryggvas. V. 42.4 100 m. skriðs. karla. 1. Birgir Guðjónsson T 1:10.2 2. Tryggvi Tryggvas. V. 1:10.3 3. Hilmar Hilmarsson T. 1:15.5 50 m. baksund karla. 1. Birgir Guðjónsson T. 39,3 2. Tryggvi Tryggvas. V. 40,1 3. Sveinn Marteinss. T. 41,1 50 m. flugsund karla. 1. Fylkir Ágústsson V. 33,4 2. Einar Einarsson V. 41,5 3x50 m. þrís. karla. 1. Tindastóll 1:53,8 2. Vestri 1:54,8 50 m. flugsund kvenna. 1. Kolbrún Leifsdóttir V. (Telpnamet). 50 m. bringusund kvenna. 1. Kolbrún Leifsdóttir V. 2. Elín Jóhannsdóttir V. 3. Helga Friðriksd. T. 40,8 41.1 43.1 43,8 50 m. skriðsund kvenna: 1. Margrét Jónsdóttir V. 37,2 2. Sigrún Halldórsd. V. 37,3 3. Inga Harðardóttir T. 39,1 50 m. baks. kvenna. 1. Helga Friðriksd. T. 43,4 2. Inga Harðardóttir T. 43,5 3. Guðmunda Jónsd. V. 45,0 3x50 m. þrísund kvenna. 1. Vestri 2:03,0 2. Tindastóll 2:11,7 Enda þótt hér séu öll sund skráð karla'eða kvennasund, voru keppendur flestallir á drengja og telpna aldri. # ft'' Atvinnulíf á Ólafsfirði BS-Ólafsfirði, 16. júlí. SIGURPÁLL kom hér inn í gær með um 1700 mál og tunnur. Af því fóru 270 tunnur í frystingu, og 292 tunnur uppsaltaðar á síldar plani Stíganda s.f. Stígandi er eina planið hér. sem hefur fengið síld til söltunar í sumar, er búið að salta í 720 tunnur en um þetta leyti í fyrra hafði þar verið salt- að í 3.200 tunnur. Hér hefur heyskapur gengið mjög stirðlega það. sem af er júlí- mánuði, því veður hefur verið heldur vætusamt og sjaldan kómið heill þurrkdagur. Afli var góður hjá ufsabátum síðustu daga, með bezta móti gær og fyrradag. í gær fegnu þeir tæp 50 tonn. í fyrradag rú"- 70 tonn. Anna var afiahæst i gær með 25 t. Veiði hi- So»-pþátum e- alltaf jafn tre? í happdrætti SUI og ! : Opel Record nr: 98499 1 -:rS stofusett nr. 62530, 5380J cg 16601 Svefnh.s. 96948 og 20019 Dagstofusett 72586 0£ 48417. Tveggia manna svefnsófi nr: 53750. Skrifborð með stól 77066 og 9962. Hvíld- arstóll nr- 95310 og 22SQ0. Stál borð og 6 stólar 95312 og 90044. Símaborð með skúffu n: 10314 43374 og 96099. Sófabo’ ð nr. 82955, 17271 og 34976 '--íknts borð 25176, 75656, 25502 ; r33. TlMINN, föstudaglnn 17. júlí 1964 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.