Vísir - 24.12.1947, Blaðsíða 12

Vísir - 24.12.1947, Blaðsíða 12
12 JÓLABLAÐ VISIS Knebels-varðan. í Öskju lj 1 þess að kanna vatnið. Þá fannst lok af verkfærakassa, sem þeirvon Ivnebel höfðu hafl meðferð- is, og önnur árin úr bátnitm. j Annars var árangur enginn. Menn iialda, að þeir félagai’| liafi drukknað í Öskjuvatni 10. júlí 1907. Þó þ.ótli mörg-j um það kjmlegt, því að von, Ivnebel var selsyndur. En | hvernig dauða þeirra hafi borið að liöndum, fá menn aldrei að vila til fulls. Iívarf þeirra félaga vakti mikinn óhug á Öskju, bæði hérna heima og i Þýzka- landi. Þótti mörgum það dul- arfullt, ng brátt tólcu ýnisar annarlegar sögur og getgátur að komast á kreik. Ilér á landi héldu sumir, að Spet- mann liefði grandað þeim félögum, því að það þótti ekki einleikið, að hann skykli liafa geð i sér til að, lialda áfram rannsoknum i Öskju eftir hvarf þeirra. En í Þýzkalandi voru aftur ýms-1 ir þeirrar trúar, að þeir von Knebel og Rudloff væru á lífi og' jafnvel i baldi hér heima. Þóttust þeir hafa sannanir fyfir þvi, að von Knebel hefði á lífi verið 27. júlí. Og var margt um þetta rætt og ritað. Von Knebel álti sér unnustu úti í Þýzka- landi, sem hét Ina von Grumbkow. Hún einsctti sér nú að grafast fyrir um hið sanna í jiessu máli og fékk í lið með sér ungan jarðfræð- ing. Hans Reck að nafni. Næsta sumar gerðu þau ferð sina hingað lil lands og inn i Öskju. Þar dvöldust þau 10 daga og fóru víða. Ekkert fuiidu þau, sem veitl gæti vitneskju um hvarf þeirra von Knebels, en Reck gerði ýinsai’ j arðf ræði a thugani r og rilaði seinná merkar bæk- ur um ísland í lieild og Öskju sérstaklega. Studdist hann þar við rannsóknir von Knebels. Þau Ina von Grumbkow og Reck giftust síðar. Þetta suiiiar fór liinn góð- kunni þýzki ferðamaður, Ilenrich Erkes, einnig inn í Öskju. Mun erindi Iians eink- um hafa verið það að grennsl ast ef tlrorsökunum að hvarff þeirra von Knebels. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að þeir hefðu drulcknað í Öskjuvatni, eins og lika er sennilegast. Og eftir þetla hvarf sú trú, að nokkur mað- ur hefði fargað þeim eða tekið þá til fánga. Árið 1910 voru þeir báðir inni i Öskju á ný, Erkes og Spetmann. Spetmann lauk þá við rannsóknir sínar frá 1ÍK)7. Ilann rilaði svo allra manna rækilegast um Öskju, en-ekki tókst honum þó að ráða gestaþraut hennar. Hún cr óíeyst enn. Eftir þessa atburði varð hljótt um Öskju fram yfir 1920. enda fékk ófriðurinn mikli mönnum annars um að hugsa en liana, bæði hér og í Þýzkalandi. En síðasla áralugihn hefir ekki verið allt með felldu inni þar í Dyngjuf jöllum. Arið 1!)21 sásl eldbjarmi og mökkur yfir. fjöllunum, en næsta ár mun liafa gosið þar á þrem stöðum, og rann allstórt hraun i einu gos- inu. Árið 1924 mun enn hafa gosið ])ar og loks 1926. Það gos kom upp á vatnsbotnin- um, og hlóðst þá upp dálitil ey .í vatninu. Hún var allhá í fyrstu, en liefir nú sigið og étizt af ölduróti, svo að nú er luin lág og lilið meira en rif. Hvað er framundan? Eng- inn veít ])að, en svo mikið er víst, að fátt bendir til þess, að Askja sé fallin i ró. Ilitt er miklu líklegra, að nýrra tíðinda sé enn að vænla frá þessum undranna (lal. ASK.TA II. Inni í miðju Ödáðalirauni eru Dyngjuf jöll, og í Dyngju- fjöllum er Askja. í gærkveldi sagði eg' vkkur sögu Öskju. Og eg vænti þess, að þið munið nú helztu atriði þeirr- ar sögu, eldgosið mikla 1875 og hið voveiflega hvarf þeirra Þjóðverjanna, von Knebels og Rudjoffs, 10. júlí 1947. Og eg vænti þess einn- ig, að þið hafið fengið hug- mynd um það, að Askja sé (Vvenjulegur staður, dular- fullur og ægilegur. " Nú ætla eg að' scgja ykk- ur frá því, hvernig Askja kom mér fyrir sjónir, ekki sem náttúrufræðingi, held- ur sem venjulegum ferða- manni, sem þekkti sögu hennar og beið þess með eft- irvæntingu að sjá hana, hina furðulegustu meðal dalanna. Sumarið 1923 ferðaðist eg víða um liálendið hér. Við vorum í félagi tveir náttúru- fræðistúdentar. Hinn var danskur og'hét Bjering-Ped- ersen. Hann dó tveimur ár- um síðar uppi á Austur- Grænlandi. Veturinn *áður höfðu orðið eldgos í Öskju. J Og nú vildum við athugaj vegsummerki þeirra. Á Ak- ureyri slóst Guðnumdurj Bárðarson í förina, því aðj hanp ætlaði líka inn í Öskju í sömu erindagerðum sem við. Héldum við nú sem lcið i liggur- fram að Víðikeri í; Bárðardal. Það er einn fremsti bærinn í dalnum og liggur raunar uppi á hæð- unum austan við dalinn. í Víðikeri fengum við til j fylgdar Tryggva bónda Guðnason, sem er allra manna kunnugastur á öræf- unum austurfrá Skjálfanda- fljóti og alvanur Öskjuferð- um. Svo fórum við fyrst upp í Vonarskarð og að Vatna- jökli. En þegar við komum úr þeirri ferð, liéldum við af stað upp í Öskju. Það var 10. ágúst 1923, sem við lögðum upp frá Víðikeri, Tryggvi og eg. Hinir biðu í Svartárkoti. Degi var tekið að halla, því að við ætluðum ekki lengra að halda um kvöldið en í Suðurárbotna. sem er efsla hagapláss á þessari leið og fast undir Ódáðalirauni. Frá Viðikeri og að efsta bænum, Svartár- koti, er ein bæjarleið, en hún er meira en míla vegar. Leið- in liggur um viðivaxnar liæðir, og yfir öllu umhverf- inu hvilir liálendisblær. Við fórum hægt, þvi að þungt var á liestunum. Eins og aðrir Öskjufarar urðum við að hafa með okkur talsvert af lieyi auk annars farang- urs. Skammt fyrir utan Svartárkot verður útsýnið frjálst til austurs og suðurs. Þar á einni hæðinni slanzaði eg líiii stund, en Tryggvi hélt áfrám. Og nú ætla eg að biðja ykkur, íilustendur, að hugsa ykkur, að þið séuð þar.mcð mér. Veðrið var milt, en þoku- þupgi í lofti. Framundan brciðjst- firnamikið slélt- Iendi. Næst okkur er ])að græníeitt og þó nokkuð liarðindajegt. En skammt í burtu skiptir það snögglega um lit og verður svart. Hvað er þessi kolsvarta storka, er teygir dauðaþungan hramm- inn niður byggðina -í Rárð- ardal? Það er Ódáðahraun. Öll þessi mikla slétta er Ó- dáðahraun, stærsta liraun jarðarinnar. Það nær frá Mývatpssveit suður að Vatnajökli, frá Skjálfanda- fljóti austur að Jökulsá á Fjöllum, dimmt og drunga- legt, eins og leyndardómur sjálfrar jarðarinnar. Og þarna langt, lang't í suðri sjáið þið dimmblátt fjall með hvítu fannakögri. Það er Trölladyngja, eldfjallið, sem hefir spúð miklum hluta Ódáðahrauns. Ilún er alveg einsiá vöxt og Skjaldbreið við Þingvöll, „bungubreiðiir ógnaskjöldur“. Og enn þá lengra suður, . yfir bláma fjarskans, sést móða fyrir svellþökum Valnajökuls, sem varpa hvítum ísbjarma upp á sjálfan himininn. Og nú skulum við líta til auslurs. Þar rís röð af fjöll- um 3’fir lielsíorku hraunsins. Þar er Kerling og Hvamm- í'jöll, Eggert og Ivollótta- Dyngja. Og bak við liana sésl liin íturvaxna stássmec’ meðal fjallanna, Herðu- breið. Og svo þarna í suð- austrinu eru Dyngjufjöll, eða réttara sagt þau eru suð- austrið. Þar xísa þau dimm- leit við drungalegt lof-tið, og hvergi eru skýin svartari en yfir þeim. Það-er eins og ill- an g'ust leggi frá þessu skuggalega fjallabákni, sem slökkvi hvert lífsmark allt umhverfis þau. Þau eru elcki eins og önnur fjöll. Þau eru hópur af grábláum berg- jötnum, sem standa i þéttum hring og grúfa sig yfir ein- hvcrju, sem enginn má sjá. Ilvað dylja þau? Er það dýr- legur gimsteinn eða ægileg- ur leyndardómur? Það er livort tveggja i senn. Því að það, sem Dyngjufjöll dvlja, er undradalurinn Askja. Nú skulum við lialda á- fram á eftir lestinni. Og við náum henni í Svartárkoti. Svartárkot stendur á bakka vatns og ár uppi undir Ó- dáðahrauni. Rétt fyrir aust- an bæinn er Svartárvatn, og úr þvi fellur Svartá sunn- an undir lionum. Allt i kring' er flatneskjan afdrepalaus og 8 rastir til næsta bæjar. Húsin ber lágt, eins og þau vilji, líkt og viðilaufið i kring, beygja sig lil jarðar undan svipuhöggum fjall- vindanna. En víðsýnt er í Svartárkoti og svipmikið á sumardag í góðu veðri. Og fléstum hefir búnazt þar vel. I Svartárkoti kvöddum við byggðina. Þaðan lá leiðin um stórþýfða læiðamóa að Suðurá og siðan upp með lienni eftir slitróttum fjár- götum. Sunnan við ána rís svartur og úfinn hraun- kambur, en annar i austri, skammt framundan. #Milli þessara hraunstrauma verð- ur viður kriki, sem gengur langt inn i hraunið. Það eru Suðurárbotnar. Þangað höldum við nú, og alltaf þrengist hraungildran, unz við tjöldum á bökkum Suð- urár með hraun á alla vegu nema einn. Þarna uppi í krikanum eru upplök Suð- ! urár. Fjöldamargar lindir * streyma þar undan stirðn- uðu hrauninu, silfurtærar og suðandi, lifandi og lífg- andi, í liinni þöglu og dinmiu auðn Ódáðahrauns. Um kvöldið var veður kyrrt og lilýtt. Framundan tjaldstaðnum syntu straum- endur með unga sína, svart- ar eins og liraunið. Djúpur friður fyllti nátt- úruna. Sól rann á fjöll. Klukkan hálf sex næsta morgun héldum við af stað. Efst við lindirnar fórum við fram hjá fornum tættum, sem sagt er, að séu leifar af bústað útilegumanna. Svo hurfu öll lífsmörk. Ódáða- hraun liafði gleypt okkur með húð og liári. Mývetningar og Bárðdæl- ir skipta Ódáðahrauni í tvennt: Frambruna og Út- bruna. Frámbruninn er úf- ið apalhraun, sem mun vera komið frá Trölladyngju og riær norður að Suðurá og of- an í Bárðardal. Útbruninn er aftur helluhraun og lieldur greiðfært. Það nær frá Dyngjufjöllum norður að Mývatnshraunum og er kom ið frá Kollóttu-Dyngju og | öðrum eldfjöllum þar í nánd. Frambruninn er yngri ! og liggur fram á Útbrunann likt og kolsvartur veggur. Meðfram bónúm höldum við nú upp undir Dyngjufjöll. Viða eru skaflar af flugsandi I V: undir hraunkambinum, en | annars staðar glymja hófa- slög liestanna á hraunhell- unum. Undir Dyngjufjöllum hverfur hraunið í sand, sem Ódáðahraun, -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.