Vísir - 24.12.1947, Blaðsíða 29

Vísir - 24.12.1947, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ VlSIS 29 Svartár'kot. borizt liefir frá fjöllunum, og upp úr sandinum standa fáeinir toiipar af melgresi. Þar æjum við um sturid. Veðrið er hlýtt, og fáeinar villtar vorflugur sveiiria yf- ir sandinum, en framundan í'ísa Dyngjufjöll, yggld og grá. Þau eru úr móbergi, og út úr skriðurunnum liliðun- um standa kynlegir drang- ar, sem hinir miklu meistar- ar, vatn og vindur, hafa meitlað út úr berginu. Marg- ar furðumyndir ber þar fyr- ir augu. Þarna sitja þrjú flögð á stalla, hnarreist og reigingsleg eins og höfðingj- ar jæssa heiins. Og þarna er þrekvaxinn dólgur að klifra upp hlíðina, heldur cn ekki álútur. Honum miðar bægt, veslingi. Ef til vill kemst hann á kreik, þegar skyggir. Vestan við Dyngjufjöll liggja bunguvaxnar liæðir, sem lieita Dyngjufjöll ytri. Milli þeirra og aðalfjallanna verður dalverpi eitt, sem lcallað er Dyngjufjalladal- ur. Við höldum nú suður dalinn, þunga sanda, því að við ætlum að koma sunnan í Öskju. Á dalnum slær að ckkur krapaslcúr eins og kveðju frá Dyngjufjöllum. Annars er veðrið gott. Þegar við erum komnir sunnanvert við miðjan dalinn, fer eg af baki, bið félaga mína vel að lifa og held einn af slað þverl yfir Dyngjufjöll. Þá var klukkan tvö. Heldur gekk mér seint upp fjöllin, yfir bamra, skriður og hraunklepra, en eg hélt á- fram, knúinn einhverjum kynlegum gáska, og varaðist að líta við. Loks tók að draga úr brekkunni, qg eg liélt nú, að skammt væri éftir. En það var öðru nær. Hryggur tók váð af hrygg, melur af mel, og í óþolinmæði minni fannst mér scm þetta ætlaði aldrei að taka enda. En um síðir slóð eg þó á efsta koll- inum og litaðist um. Og víst var útsýnið mikið. I suðri, vestri og norðri breiddist Ódáðahraun eins og dimni- blár feldur með löngum æs- um, en út frá þvi lágu fjöll og firnindi í Ijósblárri móðu, eins Iangt og augað cygði. Eg sá í vestri fjöllin við Eyja- fjörð og Mælifellslmjúk í Skagafirði, gamlan lcunn- ingja. Eg sá Hofsjökul, Sprengisand og Tungnafells- jökul. En í suðri gat ég að líta Vatnajökul sjálfan, fannhvítan, yfir svarta sanda. Þar breiddi liann bliKandi feldinn frá Vonar- skarði austur að Kverkfjöll- um, sem stemma þreknar herðar móti Iiinum mikla ís- straumi. Og þarna við rönd Ódáðah rauns sá eg' Svartár- kot, eina lífsvoltinn í þess- ari geysilegu auðn. Eg finn það vel, að þessi upptalning gefur litla hug- mynd um það, sem eg sá, og þau áhrif, sem það hafði á mig. En við það verður að hlíta. Eg er hvorki listamað- ur né rithöfundur, og í sann- leika sagt hefir hálendi ís- lands ekki enn eignazt lýs- endur sína, listamenn eða rithöfunda. Það bíður stærri og þroskaðri þjóðar. En eg teygaði þetta mikla úlsýnk þessar bljúgu línur og blá- hvítu liti, eins og þyrstur nxaður svaladrykk. Svo hélt eg áfram, því að enn hafði eg ekki séð Öskju. Eflir stutta stund bar mig fram á þverlmípta hamra- brún, og þá sá eg hana fyr- ii' fótum niér, eða var það eg,sem var fyrir fótum henn- ar? Þegar eg renndi fyrst aug'unum yfir Öskju, varð mér það að líla undán. Slikl hefir ekki hent mig í annan tíma að verða að gjalli fyrir landslagi. En yfir Öskju hvíl- ir einhver kynngi, einhver ógnandi ægimáttur, sem eg varaði mig ckki á og stóðst ekki í fyrstu þarna i einver- unni. Aldrei hef eg séð neitt eins furðulegt og magnað. Hið stórbrotna útsýni, sem eg hafði notið litlu áður, var sem þurrkað burt úr vitund minni. Og með ugg hins lif- andi holds stóð eg frammi fyrir þessu ægilega furðu- verki dauðrar náttúrunnar. Þið megið ekki ætlast til þess, að eg lýsi Öskju, svo að vel sé. Hver getur lýst listaverki mikils meistara? Orð og eftirmyndir verða sem hljómandi málmur og lxvellandi bjalla. Og eins er um Öskju. En þp ætla eg að reyna að gefa ykkur ör- litla liugmynd um það, sem eg sá. Eg stend á gínandi fjalls- brún, sem liggur í löngum sveig frá suðri lil norðurs j og vatnið með bunguna i vestur. Und- ir liömrunum liggja fannir í „Iöggununi“ á Öskju, og glittir þar viða i svell. Það- an brciðist botninn í Öskju, hraunum þakinn, gulgrár á lit: Austan við hraunið gnæfa há hamrafjöll, en um miðj- una spenna þau breiðan boga til austurs, eins og opn- ist geysivíður fjallafaðmur. Og i þessum faðmi hvilir vatnið, Öskjuvatn. Það er ólíkt öðrum vötn- um, gulgrænt á lit, og legg- ur af því kynlegan gljáa, líkt af ópal. Og austan við rísa háir flugliamr- ar í löngum sveigum utan í fjalláhlíðunum. Þeif eru opin brotsár á jörðunni og ui’ðu til, þegar jarðfallið mikla myndaðist 1875. En í jarðfallinu er nú vatnið. Norðaustur úr Öskju er op, j Öskjuop heilii’ það. En að sunnan eru tvö önnur skörð, Trölladyngjuskarð vestai’, en Suðurskörð austar. Milli , þeirra er hár tindur, sem heitir Vatnsfell. Annars er fjallaliringurinn lokaður og sporöskjulagaður, likt og forngrískt leikhús. Og svo eru litirnir. Fjöllin eru brún og blá, , bleik og gul, með kolsvört- um klettum. Beint framund- an mér er heil fjallshlíð, fag- urrauð, og á víð og dreif eru ! graflrarg'ular skellur af 1 brennisteini. En niðri á guí- leitum hraunbotninum er slór fláki, fjólublár á lit. Það og ýmsar aðrar bygging arvörur • . ’ : • : i ' ' ’jfi er bezt aS kaupa Jijá stærstu timburverzlun landsins. ' • : ' .4' : ’ 7 • •!(:.• ít’í 'Tinthurversiunin W&lnndur /i.i'. iíui'ini .-~i ■ ■ Hnignun skipastólsins var á sínum tíma ein helzta orsök þess, að íslendingar geröust háðir öðrum þjóðum og glctuðu sjálfstæði sínu. Nægur skipakostur er ekki síður nauðsynlegur sjálfstæði lands- ms nú en þá. Og má það því aldrei íramar henda, að landsmenn vanræki að viðhalda skipastól sínum, tíg tvímæialaust cr nauð- synlegt áð efia hann frá því sern nú c”. Hlynnið bví að hinum íslenzka ílotá. Með þvl búio þár .í haginn Jyni-'scÍnn: tJria, cg eflið sjálfstæði þjóÖarinnar. Takmarkið er: FLEIRl SKIP "NÝRRI SKIP BETRI SKIP rikisins • 1 - . iliiUi ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.