Vísir - 22.12.1952, Side 6

Vísir - 22.12.1952, Side 6
6 JÓLABLAÐ VÍSIS er þeirra þekktast), meistara- lega fáguð og einföld, eiginlega of glæ,silegur rammi um þá starfsemi, sem þar fór fram. Rómverjar voru barbarar inn við beinið þrátt fyrir þann mikla menningararf, sem frá þeim er kominn, skemmtanir þeirra voi’U æsandi og villi- mannslegar. Vinsælasta skemmun þeirra var bardagi Gladiatoranna, en það var leikur milli tveggja manna, sem höfðu hnífa eða stutt sverð að vopni og skjöld til varnar. Þeir léku kúnstir sínar fyrir æstum lýðnum þar til annar lá dauður á leikvanginum. Það hljóta að hafa verið ægilegar aðfarir, — stundum báðu þeir um grið, ef annar hafði særst, og var það þá undir áhorfendum komið, hvort hann var veittur, sem auðvitað var sjaldan. Þess- ir Gladiatorar voru hálfgerðir nautabanar þeirra tíma, í mikl- um metum hafðir og sérstak- lega þjálfaðir. Þarna fóru líka fram ýmsar aðrar sýningar, kappakstrar og bardagar manna og villidýra. Sem sagt, barbarismi í hinni djöfullegustu mynd. En leikhúsin voru töfr- andi falleg og talandi tákn urn byggingarlist Rómverja. Leik- hús þessi (Anfiteat.ro Romano) hafa fundist víða . ' nr sem Rimverjar höfðu bólfeslu: Ítalíu og Sikiley, Júgóslavíu, Frakklandi, Spáni, Bretlandi o. f. Agrigento 19. des. ’51. Þá er ég kominn aftur til Agrigento; var hérna nokkra daga s. 1. vor og var þá ákveð- inn a'5 koma aftur. Agrigento er ein af hinum fornu nýlendum Grikkja og er her því ótal margt sem á þá minnir, fyrst og fremst hofin hérna fyrir ne an bæinn. Ég hef herbergi hjá kunningja mínum, Cesare dc Angelis, fornleifafræðingi og hóteleiganda (Villa Belvedere). Annan kunningja á ég hér frá því í vor, hann er meðhjálpari við Dómkirkjuna; allra skringi- legasti kall. Fimmtud. 20. des. ’51. Hef verið í templunum í dag Birtan þar var ágæt í morgun e'ía fyrrilrluta dagsins, en svo dró fyrir sólu og gerði cf grátt veour; ljósið þarf að leika um þij :a gömlu hluti, svo allt komi vel fram. Við byggingu þessara templa og mannvirkja. liafa Grikkir a'ð sjálfsögðu notað það efni, sem finnst héi á staðnum, það er rauð-gull- inn sandsteinn, sem er rett undir yfirborðinu. Hann er notaður ennþá í flestar bygg- ingar. Það er gaman að taka eftir því, hvað þessi gríski arkitektúr hér á Sikiley breyt- ist eftir landshlutum. í Agrignto eru hofin miklu mýkri á að líta en t.d. í Segesta og Selinunte (í Selinunte eru mestu rústadyngjur frá ný- lenduveldi Grikkja á Sikiley, þar var í eina tíð 800 þús. manna bær, nú býr þar eng- inn). Skemmtilegt er það í sambandi við þetta efni sem notað hefur verið, sandsteinn- inn, að maður sér að landið hefur risið úr sjó, — auðvitað mörgum milljónum ára áður en Grikkir komu til sögunnar. Þetta hefur verið sjávarbotn og efnið úr honum notað til byggingarframkvæmda. Þar sem steinninn er veðraður en það er hann víða, því hann er það mjúkur, eru skeljar og ýms smádýr blásin fram. Þetía er undursamlegt að sjá og betra en nokkur þurr náttúru- fræðihistoria. Hvað ætli Grikk- ir hafi hugsað í þanntíð, þegar þeir voru að reisa guðunum hof hér við Agrigento og urðu varir við dýr sjávarbotnsins við meitlun steinanna? Svo glögg- skygnir menn hljóta að hafa skynjað hvað um var að ræða. Hofin í Agrigento eru mörg en öll eru þau rústir einar nema eitt þeirra Tempio della Con- cordia. Það var notað í fyrstu tíð kristinnar trúar, sem kirkja, en hefur verið breytt aftur i jína upprunalegu mynd. Stað- setning þessara helgidóma Grikkja er tilkomumikil, á hæðum eða hæðardröngum ca. 3 km. frá sjó, og sést langt yfir í björtu. Þarna innan um hofin eru all miklar menjar frá elstu tíð kristninnar, kata- kompur og kirkjugarðar, Katakompurnar eru á svip- aðan hátt gerðar og þær sem víða eru til í Róm, nema stutt mdir yfirborði jarðar. Eins og vant er hafa þessir vísu fræði- nenn rænt öllu og sett á söfn, ■ allt er tómt þarna niðri. Ekki er rakanum til að dreifa og if þeirri ástæðu nauðsynlegt að fjarlægja allt, sem þarna cann að hafa verið, því venju- iega var látið meira í gröfina m skrokkur hins framliðna. Margir beztu muna hans fylgdu neð, búsáhöld, fatnaður o. fl. Núna er þarna ekkert nema nokkrar beinahrúgur hér og par, að öðru leyti gapandi og tómar holur. Stöðugt þarf mað- ur að spyrja sjálfan sig hvern- ig þetta eða hitt hafi verið ægar þa'ð’ fannst, hvað þarna Hofið í Segesta stendur eitt sér og er bezt varðveitt af öllum hofum frá nýlenduveldi Grikkja á Sikiley. hafi verið af hlutum og hvern- ! ig þeim hafi verið fyrir komið. En það er þögn og gapandi grafir. Fólk segir já og amen yfir öllu sem þessir fræðimenn gera. Þeir hafa þau undursam- legu sérréttindi að mega grúska í þessu, en um okkur hina, al- menning, er ekkert hugsað. Það'; væri þó gaman að draga eigin ályktanir og sjá þetta með eig- in augum. Fræðimennirnir eru svo misjafnir og sannarlega ekki óskeikulir, — og því eiga allir að hafa þeirra skoðanir og álit? Ég mótmæli. Því er allt sett á söfn sem finnst og þykir merkilegt? Oft fölna hlutirnir og verða ómerkilegir, þegar þeir eru komnir í gjöró- líkt og annarlegt umhverfi. Söfn geta verið góð en oft eru þau hrein pína. Ég þakka áheyrn- ina. Föstudagur 21. des. ’51. Áðan fór ég upp í Ðómkirkju til þess að reyna að hitta kunn- ingja minn frá því í vor, en þeir voru þá að messa og hann innst í kór að hringja bjöllu. Ég hélt að karlinn væri prestur, en hann er þá bara meðhjálp- ari eða kirkjuþjónn. í vor var ég hér af tilviljun staddur stund úr degi með enskumæl- andi Frakka og ákváðum við að Horn af musteri Dioscura — eftir að það hefur verið lagfært. skoða kirkjuna. Þegar við kom- um inn í hana urðum við þess vísari að það stóð yfir messa eða bænalestur. Einhver einn las fyrir og svo svaraði söfn- uðurinn í kór. Þetta gengur líflega og skeður margt í ka- þólskum kirkjum. Við létum þetta ekkert á okkur fá, þó það væri óviðkunnanlegt að labba um kirkjuna fyrst svona stóð á. Kona, sem sat aftarlega, varð okkar vör, krossaði sig og reis úr sæti sínu og gekk til okkar, spurði hvort við vildum sjá kirkjuna? Við sögðum svo vera, en sögðumst geta komið á morgun. Hún bað okkur um að bíða, fór inn eftir kirkjunni, að manni, sem sat þar innstur, hvíslaði einhverju að honurn án þess að' truflun yrði á bæna- lestrinum. Maðurinn lirossaði sig og hneigði fyrir altarinu og kom svo mumlandi til okkar fram með bekkjar-öðunum. Það var hann sem las fyrir og hann hélt þræðinum stöðugt. Meðan söfnuðurinn var að svara ein- hverju, heilsaði hann ókkur alúðlega, og bað okkur að bíða því hann þyrfti að ná í lyklaha. Við sögðumst geta komið á morgun. Nei, nei, herrar m’ínir, þetta er allt í lagi, bara rno- mento svolítið. Karlinn var mjög lítill, lotinn í lierðum, með geysistóran trefil um háls-. V Rómverska leikhúsið í Siracusa. inn. Glaðlegur og smámæltur. Hann fór mumlandi eftir lykl- unum og smellti næstu ritning- argrein á söfnuðinn um leið. Og síðan sýndi hann okkur þessa gömlu, merkilegu kirkju og gripi hennar. Það var ekki hægt að sjá það á honum að bænahaldið kæmi honum meira við, hann geystist með okkur um allt og talaði vel hátt. Víða þurfti hann auðvitað að kné- falla og krossa sig ef á vegi hans urðu líkneskjur eða altari, en við gerðum ekkert slíkt, fylgdum bara eftir eins og hreinir heiðingjar. Svo fór hann með okkur upp í turninn, þaðan er útsýni mikið. Hann sýndi okkur og sagði frá þvi helsta, sem fyrir augun bar. „Langar ykkur að heyra í klukkunum?, þær hijóma ifjarskalega fallega, þær eru gamlar og merkilegar“. Við litum hvor á annan en karlinn byrjaði að hringja í gríð og erg. Þetta var þó undarlegur maður gerði flest það óhugsanlegasta. Hljómurinn hefur heyrst víða um. — „Hverrar trúar eruð þið, herrar mínir“ spurði hann. Frakkinn sagðist vera kaþólsk- ur, en ég mótmælendatrúar e. þ. h. — en við íslendingar trú- urn á síldina — „Á hvað?“ ,,Á fisk, sem heitir síld“. Þá krossaði hann sig og féll í þunga þanka. Það hýrnaði þó yfir honum aftur, þegar við greiddum honum ómakslaun- in. Hér í Agrigeuto verð ég fram yfir jólin, verð kanske við messu hjá þeim stutta. VélsmiLíi KefsnlsmíSI PtóSi-smsðl líefiSsmíðiI ESdsmíðl Ts'ésmíHi SSiEpasmíSI /S •'-■4 ÆS Síml 1©S®

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.