Vísir - 22.12.1952, Side 16

Vísir - 22.12.1952, Side 16
16 JÓLABLAÐ VfSIS eftir Leck Fischer. Ég gleymi aldrei ágústdeg- inum þeim. Friðsæla hádegisins hvíldi yfir bænum og sand- kassanum, þegar Agnes allt í einu henti skóflunni frá sér og settist á hækjur sínar við veg- inn, sem var volgur af sólarhita og sumarhlýju. Hænsnin lágu í leti á mjúkri grundinni undir kastaníutrénu og uppi í sérher- berginu voru gluggatjöldin dregin fyrir, meðan afi og amma sváfu miðdegissvefnin. Jafnvel verkstæði skósmiðsins með breiðu og glitrandi glugg'- ana var tómt. Jörðin hægði á sér í þessu danska héraði unz vinnutíminn hófst á ný. „Hvað viltu þá?“ Ég leit von- svikinn á systur mína, sem var þremur árum eldri, um leið og ég lagfærði hrúguna mína, sem bráðum átti að verða höll. Systir mín var 10 ára og hafði jafnan forustuna þegar við vor- um tvö ein. „Eigum við að fara upp á loft og skoða myndina af konunginum?" Hún reis snögg- lega á fætur og sparkaði smá- holur í sandinn með fætinum „Afi kemur ekki fyrr en eftir klukkutíma og eg hef verið uppi á lofti. Konungurinn er í rauðri kápu.“ „Hefurðu verið uppi?“ Meira gat ég ekki sagt. Við máttum fara ferða okkar hvar sem var nema á lofti útihússins. íbúðar- húsið og búðin voru þegar al- könnuð. Yfir verkstæðinu bjó hópur kurrandi dúfna, en á lofti útihússins geymdi afi gnægð f-áséðra gripa, sem hann vildi hafa í friði. Veikbyggður sfigi lá úr eldiviðabyrginu upp á hinn forboðna stað. Agnes háfði sagt mér, að mynd kon- ungsins væri þar uppi, en hún hafði ekki sagt fyrr en nú, a'ð hún hefði séð hana í raun og veru. „Kemurðu með?“ Hún rölti nokkur skref og lokkaði mig með hinu rólega kæruleysi sínu. Þetta var svo spennandi, að eg missti skófluna og tók hana ekki upp aftur. Sandhrúgan myndi ekki verða að höll fyrst um sinn. Agnes skreið upp á undan. Ein trappan í stiganum var laus, en hún glennti sig, létt fædd eins og köttur, upp á þá næstu, setti bakið í hlerann og lauk honura upp. Fyrir aftan mig var stór móhlaði, sem úti- lokaði ljósið. Svitinn draup af enninu á mér af spenningi. „Komdu nú,“ hún lagðist á hnén, eg skreið á eftir og greip ákafur framréttar hendur hennar. Hér var eitthvað að sjá. — Agnes lét aftur hlerann og við vorum ein meðal helgidómanne, köngulóavefja og margra ára ryklaga. Við skorsteininn hékk gamla yfirhöfnin hans afa og á einni kistunni stóð sauma- vél. Hlaðar af kökukössum, skóöskjum og gömlum blöðum þöktu annan gaflinn. „Er hægt að líta út?“ Eg leit á skágluggann, þakinn köngu- lóayefjum. Agnes lyfti mér upp svo eg sá trén í garðinum og vatnið, sem óhreinindin á glerinu breyttu í mynd, sem eg kannaðist ekki við. Síðan tók hún mig við hönd sér og leiddi mig til blaðanna. „Hér er þá konungurinn." Hún benti um leið og hún færði ljósletursstungu af or- ustunni við Isted, sem eg veitti sérstaklega athygli af því að dönsku hermennirnir voru að reka óvinina á flótta. Það var ekki fyrr en hún tók mynd konungsins fram til nánari athugunar, að ég varð reglu- lega hrifinn. Ramminn var ekki á marga fiska og glerið var brotið fyrir löngu, en þarna stóð konungurinn við hásæti sitt og hjá honum vár sonur hans, sonarsonur og sonarsonarsonur. Þeir báru allir rauðar kápur eða skikkjur á herðum. Kon- ungurinn var góðmannlegur og viðfeldinn, gamall maður með vangaskegg. „Hann er tignarlegur,“ sagði Agnes og bjóst við hrósi. ,,Já,“ sagði eg auðmjúkur, því slíka mynd hafði eg aldrei séð. „Já, og nú er hann dáinn. Annar maður.er konungur nu, þessi þarna,“ og Agnes benti á ný og naut þekkingu sinnar. „Konungurinn varð veikur eins og pabbi og dó, af því hann var vejkur. Nú skulum við leika sjúkrahúsleik.“ Hún færði myndirnar, hagræddi nokkrum blöðum og eftir örstutta stund var hún búin að útbúa ágætt rúm handa mér. „Já, en afi,“ eg reyndi að malda í móinn. „Ef afi kemur hingað upp sér hann strax, að hlutirnir hafa verið færðir úr stað.“ „O, hann sefur, nú ert þú veikur eins og pabbi, liggur á sjúkrahúsi og eg gæti þín.“ Hér dugði engin andmæli, eg lagðist á sjúkrabeðinn með kökukassa fyrir kodda. Við þekktum sjúkdóma alltof vel. Pabbi hafði verið veikur í hálft ár, kom heim af einu sjúkrahúsinu og var sendur til hins næsta. Allt hafði breytzt við veikindi föður míns. — Mamma var orðin óþekkjanlcg, og við vorum ein hjá afa og Ömmu, enginn minntist á hve- nær við ættum að fara heim. „Nú verður þú að liggja kyrr.- Veikt fólk liggur alltaf kyrrt.“ Agnes skipaði fyrir og hvarf svo bak við skorsteininn. Þeg- ar hún kom aftur hafði hún hvítan klút á höfði. Ég sá að það var gömul þurrka. Tveir rauðir merkjastafir sátu mitt í enninu eins og skartgripir. Hún hafði lika teppi með sér. Það var saumað saman úr alla vega litum tuskum, og rykið þyrlaðist yfir mig þegar hún hristi það. „Þú skalt breiða það ofan á þig, svo fer eg eftir meðölun- um.“ Hún breiddi ofan á mig þrátt fyrir andmæli mín. Það var óþolandi hiti á þessu lága lofti og ég þoldi ekki að hafa neitt ofan á mér. Teppið var þungt eins og heil sæng. „Þú mátt ekki hreyfa þig, fyrr en eg kem aftur.“ Hún lauk upp hleranum og hvarf niður fyrir loftskörina. Svona var það alltaf, eg átti að sitja eða standa, en öll skemmtileg- ustu hlutverk leiksins féllu í hennar hlut. Eg rétti úr mér og sparkaði af mér tusku- hrúgunni. Og svo gerðist það voðalega. Með öðrum hælnum hitti eg mynd konungsins, svo hún brotnaði í tvennt, mitt yfir skeggjaða andlitið. Helm- ingarnir drógust saman og kom þá gulnað dagblað í Ijós. Mér fannst jörðin nema staðar, og það var eins og hrylling færi um hana. Hikandi kraup ég á kné til að sjá hvað ég hefði gert. Það var ekki hægt að bjarga andliti konungsins. Ég laut nið- ur og reyndi með skjálfandi fingrum að setja brotin sam- an, en það vantaði eitt eða annað í andlit gamla konungs- ins. Hvað myndi afi segja? Það var nú ekki hægt að leyna heimsókn okkar upp á loftið og haaín hafði nú einmitt bannað okkur að fara þangað. Hann hlaut að hafa einhvern ákveðinn tilgang með þessu banni. Ef til vill geymdi hann einmitt þessa mynd af því að við máttum ekki snerta hana. Ég staulaðist á fætur og gekk skelfdur nokkur skref á brott. Ég vonaði að konungurinn vildi líta á mig aftur þunglyndislegu augunum, en von mín rættist ekki. Ég reyndi hvað eftir ann- að en árangurslaust, það var aðeins gula blaðið, sem glápti á mig. Og svo heyrði ég allt í einu að kallað, var á mig. Afi kalláði neðah af hlaði og þó var sá tími ekki kominn, þegar hann var vanur að vakna. Það hafði aldrei komið fyrir áður, að hann svæfi ekki sinn venju- lega miðdegissvefn. Köll hans endurtóku sig þreytuleg, elli- leg, nálguðust. Ég stóð sem stein lostinn. Enginh skyldi koma mér til að yfirgefa felu- stað minn. Að Agnes skyldi vera þekkt fyrir þetta. Vekja afa og segja honum, að við hefð- um verið í heimsókn á loftinu hans. Og þó hafði hún ekki hugmynd um hvað gerst hafði eftir að hún fór. Við blaða- rúmið mitt stóð höfuðlausi konungurinn í purpurakápunni sinni bryddaðri með hr.eysi- kattarskinnum. Fótatakið í garðinum varð greinilegra. Afi steíg yfir þröskuld útihússins, nú hreyfði hann við stiganum, sem lá upp á loftið. Ég hreyfði mig ekki úr spor- um. Ég var svo hræddur, að ég þorði tæplega að draga andann þegar afi lyfti hleranum með hægð og kinkaði gráhærða kollinum til mín. Rödd hans var alls ekki reiðileg og það jók ótta minn enn þá meira. Hann var meira en reiður, hann var hryggur þegar hann kallaði á mig. „Komdu ofan drengur minn við verðum að tala saman“. Ég fikaði mig ofan stiagnn. Þetta var verra en ég hafði búizt við. Afi sagði ekki eitt einasta orð. Hann snupraði mig ekki og barði mig ekki heldur. Hvað myndi gerast þegar hann sæi rifnu myndina sína? Hann tók mig við hönd sér og leiddi mig út í dagsbirtuna, sem blindaði mig alveg í bili. Hægt og seinlega gengum við yfir uppmjóu steinana á hlað- inu, gegnum portið og inn á skrifstofuna. Það var voðalegt ferðalag, það átti að refsa okk- ur saman, Agnesi og mér, svo slæmt var það. Hún sat inni í stofu og grét ásamt ömmu. Þær litu ekki upp þegar við komum. Á stóra grænmálaða púltinu lá hvítur pappírsmiði, sem datt á gólfið þegar við lokuðum hurðinni. Ég var harmþrung- inn yfir því að óþægðin í okkur skyldi vera svona alvarleg, að bæði afi og amma voru komin á fætur. — Ég skal segja þér — Afi klappaði mér á kinnina og hönd hans var ástrúðleg en jafn • framt eins kláufaleg og manns- hönd getur verið, þegar fólki veitist örðugt að hjálpa hvert öðru. Rödd hans var undarlega óskýr, hann var með grátviprur um munninn. „Ég skal segja þér pabbi þinn er dáinn. Við erum nýbúin að fá skeyti." Hann leit hjálparvana á mig og k.áfaði á hvíta pappírsblað- inu sem bögglaðist saman í breiðu hendinni hans. „Við vorum einmitt að fá símskeyti.“ „Er pabbi........“ Ruglað- ur leit ég í kringum mig og skildi. Það var undarlegt að sjá afa með tárin í augunum og pabbi var dáinn, nei, ég gat ekki trúað því, pabbi rnirrn .... /yVVVVi^^AA^aVVWVV'aWWVWVVMAMVWVVVWWV^AAAAAAAAA/VWVWMI%VWAl,,aV SCHICK INJKCTOR £1* i'akvélíii win sparar útgjöldin og eyknr þægindin. Sveinn Björnsson & Ásgeirsson

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.